Morgunblaðið - 15.06.2021, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það fylgdimargt skrít-ið
upplausnarstjórn
Jóhönnu og Stein-
gríms. Gömlu
„kommarnir“ í
kringum Steingrím
og félaga töldu að
lukkuhjólið hefði loks tekið að
snúast marxistum í hag þegar
hann hafði legið illa dauður
annars staðar. Kraftaverka-
undrið hafi gerst með falli ís-
lensku bankanna er sálu-
félögum þeirra tókst að snúa
því upp í séríslenskt áfall sem
stjórnmálalegir andstæðingar
bæru ábyrgð á. Hvergi annars
staðar um víða veröld var með
stuðningi ríkisútvarps landsins
blásið til slíkrar uppreisnar
sem örlitlu munaði að næði því
markmiði að ná með ofbeldi
yfirráðum yfir þinghúsinu,
táknmynd lýðræðis á Íslandi.
Það var seinast reynt 1949.
Þá höfðu ábyrg stjórnmálaöfl
náð að byggja varnarkerfi hug-
rakkra manna til að styðja fá-
liðað lögreglulið svo það mætti
halda velli. Lögreglan sýndi
ótrúlegt þrek í baráttu sinni við
ofbeldi svokallaðrar búsáhalda-
byltingar og er fjarri því að
henni hafi verið þakkað nóg-
samlega björgun lýðræðis í
landinu.
Samfylkingin fékk að vera
með í ríkisstjórn og hinn
stjórnarflokkurinn og Ríkis-
útvarpið sáu um sem aukaverð-
laun að Framsóknarflokkurinn
var útnefndur sem „hrun-
flokkur“ með Sjálfstæðisflokki
þótt Samfylkingin hefði um-
fram alla flokka svarist í fóst-
bræðralag með „útrásarvík-
ingum“ og var framan af
augljóslega stolt af því að hafa
náð að stela „athafnamönn-
unum“ frá íhaldinu. Það var
ekki látið nægja sem hefnd á
þjóðinni að troða henni, þvert á
margendurtekin og heilög lof-
orð VG, um að berjast til síð-
asta rauðs pólitísks blóðdropa
gegn því að henni yrði svindlað
inn í ESB! Því loforði var haldið
á lofti seinast í lokaþætti kvöld-
ið fyrir kosningar, en strax
daginn eftir varð ljóst að
„fyrsta hreina vinstristjórnin“
stefndi hraðbyri inn í stein-
tröllið í Brussel. Látum vera
þótt sú stjórn hefði á valdatíma
sínum hækkað skatta á fólkið í
landinu 102 sinnum. Að meðal-
tali voru skattar því hækkaðir á
ný á tveggja vikna fresti allt
kjörtímabilið! Ríkisstjórnin
sem tók við vorið 2013 gerði
margt þarflegt en fipaðist í að
hafa það sem sérstakt markmið
að hreinsa upp skattaóhroðið
eftir stjórn þeirra skötuhjúa.
En eins og Örn Arnarson fer
yfir í Viðskiptablaðinu var eitt
hið furðulega tilburðir til að
kenna stjórnarskrá landsins
um alþjóðlegt
bankahrun og
framgöngu nokk-
urra viðskiptafýra
sem nutu óeðlilegs
stuðnings á æðstu
stigum íslenska
stjórnkerfisins:
„Ákveðin stjórn-
málaöfl hér á landi hafa fátt til
málanna að leggja annað en það
að klifa á tali um hina svoköll-
uðu „nýju stjórnarskrá“,“ segir
Örn og bætir við að fjölmiðlar
hafi átt í brasi með að fjalla um
þetta gælumál þar sem hávær-
ar raddir en fámennar töldu að
„ný stjórnarskrá“ væri lausn á
öllum pólitískum úrlausnar-
efnum. Örn segir að spunaþráð-
urinn sé eftirfarandi: „Grasrót-
in reis upp eftir fjármála-
kreppuna og efndi til þjóð-
fundar þar sem fram kom skýr
vilji þjóðarinnar til að semja
stjórnarskrá um „dúntekju,
réttmætanleg gögn öll og gæði
og góð bílastæði – betri tón-
gæði, meira næði og frítt fæði“
svo vitnað sé til ljóðs þjóð-
skáldsins Megasar. Í kjölfarið
hafi verið kosið til hins vísa og
óumdeilda stjórnlagaráðs sem
síðan samdi nýja og faglega
stjórnarskrá sem þjóðin síðan
samþykkti einróma í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Og nú sé þess
eins beðið að þingið fari að vilja
og fyrirmælum þjóðar sinnar,
en samt þverskallast það nú
við, vafalaust að ráði vondra og
meinfýsinna manna.“ En Örn
bendir á að stóri vandinn sé sá
að „þessi saga á sér enga stoð í
veruleikanum“.
Örn telur að kaflaskil hafi nú
orðið í umræðunni með grein
Kristrúnar Heimisdóttur í
Tímariti lögfræðinga og um-
ræðu á Sprengisandi um hana
og um örlög tilrauna til stjórn-
arskrárbreytinga eftir fjár-
málakreppuna. Kristrún gerði
fræðilega úttekt á málinu eftir
samtöl við ungt fólk sem hafði
tekið málflutning stuðnings-
manna stjórnlagaráðs um nýja
stjórnarskrá trúanlegan. Örn
segir „niðurstöðu Kristrúnar í
stuttu máli þá að tilraunin hafi
misheppnast og tilraunir til að
þröngva tillögunum í gegn
brjóti gegn stjórnskipun lands-
ins og að núverandi stjórnar-
skrá hafi reynst lífsnauðsynleg
brjóstvörn í þeirri örlagaríku
baráttu sem átti sér stað í kjöl-
far bankakreppunnar 2008“.
Segir Örn að „málflutningur
Kristrúnar gerir að verkum að
fjölmiðlar geta ekki lengur boð-
ið upp á klisjukennt stagl fylg-
ismanna nýrrar stjórnarskrár
og að loks sé kominn skyn-
samlegur grundvöllur til um-
ræðna um þessi mál.
Það er þó háð því að fjöl-
miðlafólk gefi sér tíma til þess
að kynna sér grein Kristrúnar
og lesa sér til gagns.“
Með ólíkindum er
hversu lengi
„fjölmiðlar“ hafa
skipað sér í
ruslflokk í umfjöllun
um stjórnarskrá}
Langþráð kaflaskil
F
ormaður Sjálfstæðisflokksins
skrifaði grein undir yfirskriftinni
„Við lækkum skatta“ þann 12.
júní sl. á þessum vettvangi. Fór
hann þar yfir farinn veg í skatta-
málum og ætla má að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi áttað sig aftur á því að hóflegir skattar
séu eina leiðin áfram fyrir íslenska þjóð.
Fjármálaráðherra þræddi það í stuttu máli
hvað hefði áunnist í skattamálum síðustu
misseri og má fagna því sem vel er gert.
Stimpilgjald hefur lækkað, tryggingagjaldið
sömuleiðis þótt hægt gangi í þeim efnum,
raunar mun hægar en fyrirheit voru gefin um
kjörtímabilið 2013–16 í ríkisstjórn Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar, söluhagnaður sum-
arhúsa var gerður skattfrjáls svo nokkur
dæmi séu nefnd. En vandinn er að þetta er
fjarri því nóg að gert – fólkið og fyrirtækin þurfa lægri
álögur og svigrúm til að vaxa, dafna og skapa ný tæki-
færi.
Staðreyndin er sú að Ísland mælist í 2. sæti á skatta-
lista OECD sem þýðir að íslensk þjóð er sú næstskatt-
píndasta af þeim 37 ríkjum sem mynda OECD. Mælingin
tekur tillit mismunandi fjármögnunar lífeyriskerfa en
eftir stendur að Ísland er háskattaland.
Þetta er staða sem ekki verður við unað – þaðan af síð-
ur á tímum þegar íslensk þjóð vinnur sig út úr efnahags-
legu áfalli í kjölfar heimsfaraldurs. Sem betur fer var
ríkissjóður í góðum færum til að standa af sér áfallið,
meðal annars vegna stöðugleikaframlaga
slitabúa gömlu bankanna sem gjörbreyttu
stöðu ríkissjóðs í einu vetfangi. Þessi framlög
voru afrakstur alvöru pólitískrar forystu þeg-
ar alvöru pólitísk sýn fékk að ráða ferð við
ríkisstjórnarborðið.
Skattar eru ekki aðeins háir hér á landi
heldur er skattkerfið einnig afar flókið og
hefur bara versnað á síðustu árum. Á liðnu
kjörtímabili var til dæmis bætt við skattþrepi
í tekjuskatti einstaklinga, fjármagns-
tekjuskattur var hækkaður og hækkunin
réttlætt með því að skatturinn yrði lækkaður
á ný en þá með enn frekari flækjum.
Við höfum knappan tíma til að bregðast við
svo íslenskt atvinnulíf komi burðugt út úr
þessum krefjandi tímum í kjölfar heimsfar-
aldurs. Það þarf styrka stjórn, alvöru póli-
tíska sýn til að taka erfiðar ákvarðanir í þágu ein-
staklinganna og fyrirtækjanna í landinu. Við ætlum að
lækka tekjuskatt einstaklinga og fyrirtækja umtalsvert
og hvetja þannig fólk til dáða hvað fjárfestingar í at-
vinnulífinu varðar. Einföldum regluverk og tryggjum að
skattgreiðendur fái meira fyrir peninginn sem fer í
rekstur ríkisins í formi betri þjónustu.
Leyfum fólki og fyrirtækjum að verja orkunni í það
sem stendur því næst – ekki í slag við báknið.
bergthorola@althingi.is
Bergþór
Ólason
Pistill
Lækkum skatta!
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Þ
að er kannski aðeins of
langt gengið að segja að
þetta sé einungis kvíða-
tengt,“ segir Björn Rúnar
Lúðvíksson, yfirlæknir ónæm-
isfræðideildar Landspítalans og
prófessor í ónæmisfræðum, við um-
ræðu sem hefur skapast um yfirlið í
bólusetningu gegn Covid-19 und-
anfarið.
Björn bend-
ir á að yfirlið séu
tiltölulega algeng
viðbrögð við alls
konar inngripum
læknisfræðinnar,
og þá sérstaklega
eru yfirlið algeng
ef um er að ræða
inngrip sem
kosta sársauka.
Með inngripum
meinar Björn til dæmis nál-
arstungur eða ef einhverju er stung-
ið upp í eða inn í nefið á fólki. „Í
hvert skipti sem við erum með ein-
hver inngrip þá eru yfirlið fylgi-
kvilli,“ segir hann.
„Við reynum alltaf að passa upp
á það þegar er um að ræða einhvers
konar inngrip, að viðkomandi sé í
þannig stöðu að hann verði sér ekki
til skaða ef hann skyldi líða út af,“
segir Björn og bætir við að því sé
fólk annaðhvort haft útafliggjandi
eða sitjandi. Þá sé mikilvægt að
fylgjast með fólki rétt á eftir í allt að
15 mínútur.
„Það eru mjög fáir sem verða
fyrir yfirliði eftir að þetta kortér er
liðið. Yfirleitt gerist þetta um leið og
viðkomandi inngrip er gert.“
Um 3% falla í yfirlið
Yfirlið orsakast af tímabundn-
um skorti á blóði og þar með súrefni
til heilans. Þegar það gerist missir
fólk meðvitund í skamma stund.
Björn segir ástæður fyrir því að fólk
falli í yfirlið vera mjög margþættar
og flóknar. Hann nefnir einnig að yf-
irlið séu tiltölulega sjaldgjæf þegar
horft er á allar bólusetningar, sama
við hverju bóluefnið sé gefið.
Björn segir að almennt í öllum
bólusetningum sé talið að um 3%
verði fyrir yfirliði. Hann segir þá að
yngra fólk, 11 til 18 ára, sé gjarnara
á að verða fyrir yfirliði en hann hef-
ur ekki skýringar á af hverju það er
en um sé að ræða einhvers konar líf-
eðlisfræðilegar ástæður. Því eigi það
ekki að koma á óvart að fleiri fréttir
berist af því að fólk sé að falla í yfirlið
undanfarið og það sé meira áberandi í
umræðunni þegar verið er að bólu-
setja yngri árgangana gegn Covid-19.
Löng bið ekki góð
„Við ráðleggjum fólki þegar það
er að koma í einhvers konar inngrip
að vera í góðu ástandi,“ segir Björn
en með því á hann við að fólk sé
hvorki svangt né þyrst og ekki illa
sofið. „Allt svoleiðis eykur hættuna á
yfirliði,“ segir Björn og bætir við að
það sé vel þekkt að fólk falli í yfirlið ef
það er illa á sig komið.
Björn nefnir einnig að hann hafi
haft áhyggjur af ástandi fólks ef um
langa bið sé að ræða.
„Fólk er að standa úti og oft og
tíðum fólk sem er eitthvað lasið eða
illa fyrir kallað og illa klætt. Að
standa svona lengi úti getur aukið lík-
urnar á yfirliði,“ segir Björn og bætir
við að svo þegar fólk komi inn í hit-
ann, mannmergðina og þá eftirvænt-
ingu sem liggur í loftinu geti það
einnig aukið á hættuna á yfirliði ef
fólk passi sig ekki.
Hann leggur þó sérstaka áherslu
á að fólk eigi alls ekki að láta áhyggj-
ur af að falla í yfirlið stoppa sig í að fá
bólusetningu heldur á það að passa
upp á að vera vel fyrir kallað.
Sumir viðkvæmari
Björn leggur áherslu á að þessi
fylgikvilli hafi ekkert með bóluefnin
sjálf að gera heldur sé um lækn-
isfræðilega inngripið að ræða.
„Sumir eru einfaldlega miklu við-
kvæmari fyrir þessu en aðrir. Því er
mikilvægt að fólk sem er gjarnt á að
falla í yfirlið láti vita af því. „Í slíkum
tilfellum myndum við jafnvel láta
fólk liggja út af.“
Björn nefnir að það sé einhver
hluti fólks sem eigi í hættu með að fá
ofnæmisviðbrögð en þau séu hins
vegar annars konar. „Þau gerast
seinna, þau geta gerst innan ein-
hverra mínútna, en yfirleitt er það
15 mínútum yfir í hálftíma eftir að
lyfið hefur verið gefið,“ segir Björn
og bætir við að þau séu gríðarlega
sjaldgjæf og því eigi fólk ekki að
hafa áhyggjur af þeim nema þeir
áhættuhópar sem hefur verið bent á.
Í þeim hópi eru til dæmis ein-
staklingar sem hafa fengið ofnæmi
fyrir lyfi sem gefið er í æð eða vöðva.
Sama gildir um einstök bóluefni ef
einstaklingur hefur ofnæmi fyrir
innihaldsefni, þótt það hefði verið á
öðru formi þegar ofnæmiskast átti
sér stað. Þá þurfa einstaklingar sem
hafa fengið ofnæmi eftir Covid-19-
bólusetningu að hafa samráð við sér-
fræðing í ofnæmislækningum áður
en reynt er að nota annað bóluefni til
að klára bólusetninguna.
„Hefur ekkert með
bóluefnin að gera“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bólusetning Björn leggur áherslu á að fólk sé hvorki fastandi né þyrst
eða illa sofið áður en það kemur í bólusetningu til að koma í veg fyrir yfirlið.Björn Rúnar
Lúðvíksson