Morgunblaðið - 21.06.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.2021, Blaðsíða 1
Fallegt veður var á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þessar ungu stúlkur nýttu sér veðurblíðuna og skemmtu sér vel á hoppudýnu í Gufunesi. Bjartir dagar einkenna þennan tíma árs en klukkan hálffjögur í nótt voru sumarsólstöður. Þá var sólin í sinni nyrstu og hæstu stöðu á himninum. Nú styttist dagurinn og sólin er skemur á himni nánast út árið eða fram að vetrarsólstöðum. Morgunblaðið/Unnur Karen Hoppað og hlegið rétt fyrir sumarsólstöður M Á N U D A G U R 2 1. J Ú N Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 143. tölublað . 109. árgangur . Bókaðu borgarferð í haust og byrjaðu að telja niður dagana. PEDERSEN HETJA VALS Í TOPPSLAGNUM ADRENALÍN TIL SÝNIS ÚTSKRIFAÐIST ÓVENJU UNG MEÐ B.SC. Í LÆKNISFRÆÐI BÍLASAFN Á BREIÐDALSVÍK 11 RAGNA KRISTÍN 6PEPSI MAX-DEILDIN 26 Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi lauk í gær, sem og prófkjöri Framsóknar- flokksins í Suðurkjördæmi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, bar sigur úr býtum í oddvitaslag í Norðvest- urkjördæmi og Sigurður Ingi hlaut dyggan stuðning í efsta sæti Framsóknar í Suðurkjördæmi. Kosningabaráttan tekur við Þórdís Kolbrún segir við Morg- unblaðið að hún sé ekki farin að hugsa hvaða ráðherrastóll sér hugnist að loknum kosningum, fyrst tekur við kosningabarátta og kosningar í kjölfarið á því. „Fyrst náttúrlega eigum við eft- ir heljarinnar kosningabráttu og svo eiga kjósendur eftir að segja hug sinn og svo tekur eitthvað við. Ef við komumst í ríkisstjórnar- samstarf vona ég að ég njóti enn trausts til þess að sitja sem ráð- herra og varaformaður flokksins,“ segir Þórdís. „Ég er auðvitað í alveg ótrúlega skemmtilegu ráðuneyti, sem snýst í grundvallaratriðum um framtíð- ina og tækifærin sem við sem sam- félag stöndum frammi fyrir. Og það verður nóg að gera þar næstu árin. Ég held að það sé ótímabært að öðru leyti að máta sig við ein- hver ráðherraembætti, það eru svo margir leikir fram undan.“ Silju Dögg skákað Sigurður Ingi hefur hins vegar velt fyrir sér mögulegri og áfram- haldandi ráðherrasetu, eins og hann útskýrir fyrir Morgun- blaðinu. Hann segist fullur bjart- sýni um að Framsóknarflokkurinn verði aftur leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Hann segist einnig spenntur að vinna með Jóhanni Friðriki Frið- rikssyni, sem varð annar í próf- kjöri Framsóknarflokksins í gær, og skákaði þar með Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni til átta ára. Silja segist hætt á þingi. „Margir leikir fram undan“ - Þórdís segist ekki vera farin að máta sig við ráðherrastóla - Sigurður Ingi vongóður um að Fram- sókn verði í ríkisstjórn - Silju Dögg skákað og hún hættir á þingi - Haraldur eða Teitur í öðru sæti MSviptingar í prófkjörum... »6 „Mótefnasvarið gegn þessu brodd- prótíni virðist jafnvel vera kröftugra hjá þeim sem eru bólusettir heldur en hjá þeim sem hafa fengið nátt- úrulega sýkingu,“ segir Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smit- sjúkdómum á Landspítalanum og prófessor við Háskóla Íslands. Það er vegna þessa sem mælt er með bólusetningu fyrir þá sem hafa fengið Covid-19 en það er einmitt komið að bólusetningu þeirra ein- staklinga. Mótefnasvarið eftir bólusetningu fer þó að sögn Magnúsar að ein- hverju leyti eftir því hvaða bóluefni eru notuð. Þá bendir Magnús á að ýmsa fyrirvara verði að setja varð- andi þýðingu mótefnamæling- arinnar sjálfrar. „Það eru aðrir þættir sem hafa mikið að segja varðandi vörn gegn sjúkdómnum. Ekki eingöngu styrk- ur mótefnanna í blóðprufu,“ segir Magnús. »4 Mótefna- svarið kröftugra - Setja fyrirvara við mótefnamælingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.