Morgunblaðið - 21.06.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021
• Verð frá: 250.000 m/vsk.
• Stærðir 3-600 persónueiningar
• Ekkert rafmagn
• Meira en 2ja þrepa hreinsun
• Verð frá 510.000 m/vsk.
• Stærðir 3-1500 persónueiningar
• Rafræn vöktun (valkvæmt)
• Getur hreinsað eColi allt að 99,9%
INNIFALIÐ Í VERÐI
ANAEROBIX HREINSIVIRKI
með síu yfir 90% hreinsun
ONE2CLEAN HREINSISTÖÐ
allt að 99% hreinsun
• Þægilegar í uppsetningu og lítið viðhald
• Fyrir sumarhús, heilsárshús, hótel o.fl.
• Engar siturlagnir – fyrirferðarlítil
• Mikið pláss fyrir seyru
• CE vottað
• Uppfylla kröfur til hreinsunar á viðkvæmum
svæðum t.d við Þingvallavatn
• Afhending á verkstað innan
100km frá Reykjavík
• Drengöng með gátlúgu sem tryggja að vökvi
komist óhindrað út í jarðveg
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Ragna Kristín Guðbrandsdóttir varð
um helgina yngsti einstaklingurinn
sem hefur útskrifast með B.Sc.-
gráðu í læknisfræði hér á landi. Hún
segir tilfinninguna frábæra og
hlakkar til að klára næstu þrjú ár og
fá lækningaleyfi.
„Það var auðvitað góð tilfinning
en þetta var ekki alveg komið til af
góðu. Ég fór upp um bekk í grunn-
skóla vegna þess að ég lenti í svo
miklu einelti. Síðan var ég bara þrjú
ár í menntaskóla sem var vegna
styttingar menntaskólans. En þetta
var mjög góð tilfinning samt sem áð-
ur. Ég er tveimur árum yngri en
þeir yngstu sem eru að útskrifast
með mér,“ segir Ragna.
Reynslan ómetanleg á geðsviði
Ragna segir að hún hafi haft mik-
inn áhuga á mannslíkamanum og
henni finnst ótrúlega gefandi að
hjálpa fólki. Hún bætir við að hún
hafi valið læknisfræðina vegna þess
að hún spannar svo breitt svið.
„Mér finnst þetta ótrúlega
skemmtilegt en auðvitað krefjandi á
tímum. En aðallega bara skemmti-
legt; ef maður hefur gaman af
mannslíkamanum og hvernig hann
starfar þá er þetta skemmtilegt
nám.“
Ragna hefur verið að vinna und-
anfarin ár á geðsviði Landspítalans
sem ráðgjafi og stuðningsfulltrúi.
„Ég er bara starfsmaður á gólf-
inu; þetta er í rauninni bæði líkam-
leg aðhlynning og síðan andlegur
stuðningur fyrir skjólstæðingana
sem eru inniliggjandi.“
Hún segir reynsluna sem hún hef-
ur fengið í starfinu ómetanlega og
bætir við að þetta sé frábær reynsla
fyrir næstu þrjú ár í læknisfræðinni
sem eru mestmegnis verkleg.
„Það er góð reynsla áður en mað-
ur fer í klínískt nám að vera inni á
spítalanum og maður fær að taka
virkan þátt í meðferðinni. Þetta mun
klárlega gagnast mér það sem eftir
er. Þótt ég myndi ekki fara í sérnám
tengt geðheilsu þá kemur þetta alls
staðar við sögu og fólk sem er veikt á
geði þarfnast aðstoðar annarra
lækna líka.“
Kostir og gallar
Ragna hrósar læknadeildinni í HÍ
í hástert fyrir frábært skipulag í
kórónuveirufaraldrinum og áhuga-
vert nám.
„Þetta var ekkert smá vel gert og
ef eitthvað þá fannst mér gæðin ekki
skerðast þrátt fyrir Covid.“
Hún segir að faraldurinn hafi haft
mikil áhrif á félagslífið og það hafi
verið erfitt að fá ekki að hitta bekkj-
arfélagana.
„En síðan hafði þetta líka kosti
upp á það að gera að ég gat stjórnað
tímanum mínum mun betur og gat
unnið meira með skólanum en ég
hefði getað gert ef kórónuveiran
hefði ekki skollið á. Vinnan gaf mér
bara ennþá betri reynslu og tilfinn-
ingu fyrir framtíðarstarfinu.“
Langar að búa erlendis
Ragna stefnir á sérnám í útlönd-
um að náminu loknu.
„Mig langar að fara út; ég hef búið
á Íslandi allt mitt líf og ég tók mér
ekki pásu eftir menntaskólann til
þess að fara í heimsreisu þannig að
mér finnst ég eiga þetta inni. Mér
finnst Bretland, Bandaríkin og Sví-
þjóð öll koma til greina en það væri
þægilegra að fara í nám sem væri
kennt á ensku.“
Ragna segist ekki vera búin að
ákveða hvaða grein hún ætli að taka
fyrir í sérnáminu.
„Svo er ég ekkert alveg ákveðin í
því hvað ég stefni á næst en ég hef
verið að vinna á geðsviði og ég hef
mikinn áhuga á því.“
Ragna segir flesta í árganginum
stefna á það að klára læknaleyfið en
segir þó einn og einn nemanda vera
að skoða annað nám.
„Þess vegna var þessari gráðu
komið á vegna þess að það eru alltaf
einhverjir sem hætta þegar þeir eru
komnir í klíníkina og átta sig á því að
þetta sé ekki fyrir þá en áður var
námið sex ár samfleytt. Núna er
hægt að nýta gráðuna og fara í
meistaranám í einhverju allt öðru í
staðinn fyrir að vera búinn með þrjú
ár af sex og vera með enga gráðu.“
Yngst til þess að útskrifast
með B.Sc. í læknisfræði
- Segir námið skemmtilegt og krefjandi - „Góð tilfinning“
Nemi Ragna útskrifaðist sl. helgi
en ætlar í áframhaldandi nám.
Ingólfur Bjarni Sigfússon segir
þáttagerðarmenn Kveiks hafa geng-
ið eins langt og þeir gátu til þess að
komast til botns í máli Michele
Roosevelt Edwards, áður Michele
Ballarin, sem tjáði honum í viðtali
að hún ætti 30 milljóna dala herra-
setrið í Virginíu í Bandaríkjunum,
þar sem viðtalið var tekið upp.
Hulunni var þó svipt af lygi Ed-
wards um eignarhald hennar á setr-
inu í ítarlegri fréttaskýringu Wash-
ington Post, þar sem rætt var við
raunverulegan eiganda setursins,
ónefnda ekkju fjárfestisins Davids
B. Fords, sem virtist hissa að sjá
Edwards inni á eigin heimili þegar
henni var sýnt viðtal Kveiks við
Edwards.
Edwards hefur verið í kastljósi
íslenskra fjölmiðla síðustu ár, þar
sem hún kveðst ætla að endurreisa
hið fallna lággjaldaflugfélag WOW
air.
„Það er áhugavert að sjá hvernig
bandarískir fjölmiðlar, meðal ann-
ars Washington Post, finna viðtalið
sem við tókum við hana og greini-
lega nota það til að undirstrika það
hvað hún er skrautlegur karakter,“
segir Ingólfur þegar blaðamaður
innir eftir viðbrögðum hans við
fréttaskýringu Washington Post.
Blaðið greinir einnig frá því að
Edwards hafi verið viðriðin sam-
særiskenningar um kosningasvindl í
bandarísku forsetakosningunum.
Gunnar Steinn Pálsson sem unnið
hefur að almannatengslum fyrir
Edwards hér á landi segir að frétt-
irnar komi honum ekki á óvart.
Hann hafi lengi vitað um pólitísk
tengsl hennar við æðstu ráðamenn í
Washington.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áform Michele Roosevelt Edwards hefur sagst ætla að endurreisa WOW
air. Hún vildi einnig kaupa stóran hlut í Icelandair í útboði en fékk það ekki.
Reyndu að komast
til botns í málinu
- Edwards laug til um eign á herrasetri
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Úrslit í prókjörum Sjálfstæðisflokks-
ins í Norðvesturkjördæmi annars veg-
ar og Framsóknarflokksins í Suður-
kjördæmi hins vegar voru kunngjörð í
gær. Þar með er öllum prófkjörum
flokkanna tveggja fyrir komandi kosn-
ingar lokið. Oddviti Sjálfstæðisflokks-
ins í Norðvesturkjördæmi er Þórdís
Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og
oddviti Framsóknarflokksins í Suður-
kjördæmi er Sigurður Ingi Jóhanns-
son, samgöngu- og sveitarstjórnarráð-
herra. Mesta athygli vekur að Silja
Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður
Framsóknar til átta ára, beið ósigur í
baráttunni um annað sætið gegn Jó-
hanni Friðriki Friðrikssyni, forseta
sveitarstjórnar Reykjanesbæjar.
Silja Dögg hættir á þingi
Vegna þessa tilkynnti Silja Dögg,
strax og úrslit lágu fyrir að hún hygð-
ist ekki þiggja þriðja sætið á lista
flokksins og væri þar með hætt á þingi.
Úrslit í prófkjöri Framsóknar voru
eftirfarandi: Sigurður Ingi Jóhanns-
son, 975 atkvæði í 1. sæti, Jóhann Frið-
rik Friðriksson, 552 atkvæði í 1.-2.
sæti, Silja Dögg Gunnarsdóttir, 589 at-
kvæði í 1.-2. sæti, Halldóra Fríða Þor-
valdsdóttir, 616 atkvæði í 1.-4. sæti,
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, 773 at-
kvæði í 1.-5. sæti. Talin voru 1.165 at-
kvæði.
Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokks
voru eftirfarandi: Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir, 1.347 atkvæði í
1. sæti, Haraldur Benediktsson, 1.061
atkvæði í 1.-2. sæti, Teitur Björn Ein-
arsson, 1.190 atkvæði í 1.-3. sæti, Sig-
ríður Elín Sigurðardóttir, 879 atkvæði
í 1.-4. sæti. Greidd voru 2.289 atkvæði,
gild atkvæði voru
2.232.
Eins og Þórdís
Kolbrún sagði í
samtali við mbl.is í
gær stendur það
nú upp á Harald
Benediktsson að
ákveða hvort hann
þiggi annað sætið
á listanum. Hann
hafði áður lýst því
yfir að hann myndi ekki gera svo, lyti
hann í lægra haldi fyrir Þórdísi.
Ástæðuna sagði hann vera að hann
vildi ekki, sem fyrrverandi oddviti,
þvælast fyrir nýjum oddvita.
Óvissan erfið
Þórdís sagði við mbl.is í gær að
samstarf hennar og Haralds hefði
verið gott um árabil, hlið við hlið í for-
ystu flokksins í Norðvesturkjör-
dæmi.
Í kjölfar fyrrgreindrar yfirlýsingar
Haralds hófst umræða um kvenfyr-
irlitninguna sem í henni fælist og
jafnvel mætti merkja frekju í orðum
hans. Því segist Þórdís ósammála,
hún þekki hvaða mann Haraldur hafi
að geyma og að sá maður sé ekki
haldinn kvenfyrirlitningu. Ekki náð-
ist í Harald við vinnslu fréttarinnar.
Sviptingar í próf-
kjörum úti á landi
- Teitur Björn eygir von um þingsæti
Þórdís K. Reyk-
fjörð Gylfadóttir
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
Sigurður Ingi
Jóhannsson