Morgunblaðið - 21.06.2021, Síða 8
Stjórnmálaflokkar veljaá lista sína með ólík-
um hætti. Sumir raða á
lista með aðkomu kjör-
nefnda sem stundum er lít-
ið annað en ákvörðun for-
ystumannsins. Þetta getur
verið heppileg leið og far-
sæl við ákveðnar aðstæður
og líkleg til að halda frið-
inn innan flokksins, þó að
það hafi mistekist með
ótrúlegum hætti hjá Við-
reisn að þessu sinni.
Stundum eru einhvers
konar kjördæmisþing lát-
in velja, sem getur verið
ágætur kostur enda má
ætla að þar komi saman
breiður hópur forystu-
manna úr kjördæminu
sem þekkir vel til ólíkra
sjónarmiða.
- - -
Þá eru iðulega haldinprófkjör og má það
almennt teljast heppileg-
asta og lýðræðislegasta
leiðin við slíkt val, þó að
hún sé fjarri því gallalaus.
Prófkjör hafa, fyrir utan
að velja á framboðslista, þann kost að
kjósendur sjá hvað er á bak við flokk-
ana. Eru þeir stórar fjöldahreyfingar
eða jafnvel litlar klíkur?
- - -
Píratar, sem láta jafnan eins ogþeir tali fyrir munn alls almenn-
ings, héldu prófkjör og þátttakan þar
var vægast sagt hörmuleg. Þrátt fyr-
ir framlengingu vegna ónógrar þátt-
töku náði hún í heildina aðeins upp í
nokkur hundruð.
Á hinum endanum í þessu lýðræð-
islega litrófi er Sjálfstæðisflokkurinn,
sem lauk síðasta prófkjöri sínu um
helgina. Kjósendur í prófkjörum
flokksins voru yfir tuttugu þúsund.
- - -
Píratar munu sjálfsagt eftir semáður halda áfram að vilja úti-
loka flokkinn, en það er holur hljóm-
ur í því frá þeirri litlu klíku.
Fjöldahreyfingar
og litlar klíkur
STAKSTEINAR
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Aðstæður hafa verið þannig í maí og
júní að sandur hefur safnast inn í
Landeyjahöfn, sérstaklega í hafn-
armynnið. Vegagerðin fékk Björgun
til að taka aukadýpkun og hefur
sanddæluskipið Dísa verið þar að
störfum síðustu daga.
Staðan í Landeyjahöfn var
óvenjugóð í vetur og Herjólfur gat
notað höfnina þegar fært var vegna
öldugangs og vindhæðar. Vegagerð-
in samdi við Björgun um vetr-
ardýpkun og er aðallega unnið að
þeim verkefnum vor og haust.
Í vor hafa veðuraðstæður verið
þannig að sandur hefur safnast að
höfninni. Þess vegna fékk Vegagerð-
in Björgun til að dæla sandi úr hafn-
armynninu og flytja út á sjó. Verkið
hófst fyrir helgi með því að dælu-
skipið Dísa, sem verið hefur við störf
á Rifi á Snæfellsnesi, hóf dælingu í
Landeyjahöfn. Eysteinn Dofrason,
framkvæmdastjóri Björgunar, segir
að verkið hafi gengið vel. Í gær var
hins vegar ekki nógu hagstætt veður
og var tækifærið notað til að lagfæra
búnað skipsins. Áhöfn Dísu heldur
áfram vinnu í Landeyjahöfn og er
reiknað með að verkið taki viku til
tíu daga. helgi@mbl.is
Aukadýpkun í Landeyjahöfn
- Sanddæluskipið Dísa notað til að
hreinsa sand úr hafnarmynninu
Morgunblaðið/Guðni Einarsson
Dísa Dæluskipið var að störfum við
Landeyjahöfn síðastliðinn föstudag.
Von er á rúmlega 46 þúsund
skömmtum af bóluefnum frá Pfizer,
Moderna og AztraZeneca til lands-
ins og því stór vika í bólusetningum
fram undan. Til stóð að klára end-
urbólusetningar með bóluefninu
AstraZeneca á fimmtudaginn, en
ekki er víst að það náist. Líklega
verða tafir á afhendingu síðustu
sendingarinnar af bóluefni Astra-
Zeneca.
Bólusett verður með Janssen á
þriðjudag og Pfizer á miðvikudag,
að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdótt-
ur, framkvæmdastjóra lækninga
hjá Heilsugæslunni á höfuðborgar-
svæðinu.
„Svo á fimmtudagurinn bara eftir
að skýrast. Það skýrist ekki fyrr en
miðvikudaginn 23. júní þannig að
við fáum þetta alla vega ekki fyrr,“
segir Sigríður í samtali við mbl.is.
Að sögn Sigríðar stendur svo til
að bæta við þremur bólusetningar-
dögum til viðbótar í lok mánaðar-
ins. Þá segir hún erfitt að skipu-
leggja bólusetningar lengra fram í
tímann.
„Trúlega verður þá bólusett með
Astra, Moderna, Pfizer og kannski
með Janssen. Við erum bara ekki
komin lengra því við höfum ekki
meira. Svarið er svona óljóst því við
fáum að vita þetta með svo litlum
fyrirvara. Þetta er bara óvissa.“
Flestir landshlutar áætla að
klára seinni bólusetningu í júlí en
rúmlega 80% íbúa landsins 16 ára
og eldri hafa annaðhvort smitast
eða fengið bóluefni gegn Covid-19.
Alls hafa 355.178 skammtar verið
gefnir. Þar af hafa 238.814 einstak-
lingar fengið fyrri skammt en
153.725 eru fullbólusettir.
unnurfreyja@mbl.is
Stór vika í bólusetn-
ingum framundan
- Óvissa með hve-
nær AstraZeneca
berst til landsins
Morgunblaðið/Eggert
Bólusetning Nú fer að sjá fyrir
endann á bólusetningum.