Morgunblaðið - 21.06.2021, Page 10

Morgunblaðið - 21.06.2021, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Endurheimt náttúrulegra vist- kerfa og skýrari rammi um lausa- göngu búfjár eru meðal áherslu- mála í ályktunum aðalfundar Landverndar, sem haldinn var í síðustu viku. Nauðsynlegt er, hvað vistheimt varðar, að mati samtak- anna að fylla í skörðin þar sem mýrlendi hefur verið ræst fram með tilheyrandi röskun á lífríki. Þá þarf að vernda náttúrulega birkiskóga, enda er lífríki þeirra fjölbreytt og undirstaða margs í stóru samspili náttúrunnar. Dregur úr líffræðilegri fjölbreytni „Okkur rennur til rifja að enn sé verið að ræsa fram mýrlendi sem losar mikið magn af gróður- húsalofttegundum en eyðir líka búsvæðum plantna og fugla og dregur þannig úr líffræðilegri fjölbreytni,“ segir Auður Önnu- og Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri Landverndar. „Framræsla mýranna er oft án nokkurs sýnilegs tilgangs, sem setur málið í sérkennilegt ljós. Sú var tíðin að bændur fengu stuðn- ing frá ríkinu til þess að ræsa mýrar fram, eins og var gert víða um landið og þúsundir hektara teknar undir. Nú þyrfti þessi stuðningur að koma til aftur undir öfugum formerkjum; það er að greiða þeim sem fylla í skurðina aftur. Sem betur fer er í dag all- víða verið að loka skurðum, svo sem fyrir atbeina Votlendissjóðs og Landgræðslunnar, en gera þarf miklu betur.“ Samfélagið allt verji vistkerfi Landvernd lagði sig mjög eft- ir því að Teigsskógi í Reykhóla- sveit yrði þyrmt og fundin yrði önnur lausn í gerð vegar yfir Þorskafjörð, en sú sem fyrir val- inu varð. Vistkerfi skógarins, sem var óraskaður, hafi verið sterk líf- fræðileg heild og birkitrén náð al- veg niður í fjöru að sjávargróðri þar. „Baráttan í Teigsskógarmál- inu var löng og ströng. Við vildum til verndar náttúrunni annað veg- stæði en það sem Vegagerðin valdi og kynnti fyrir tuttugu árum og hélt sig við. Sú nálgun að Landvernd væri ábyrg fyrir töfum í samgöngumálum Vestfirðinga var undarleg því Landvernd er lít- il samtök sem hafa ekkert um vegagerð að segja,“ segir Auður og áfram: „Samfélagið allt þarf að sam- einast í að verja fjölbreytt vist- kerfi á Íslandi og tryggja með því hagsæld í landinu. Um endur- heimt vistkerfa þurfa að gilda mælanleg markmið svo árangur náist. Endurheimt þessi er ein af undirstöðum sjálfbærrar þróunar sem er grunnstefið í heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna.“ Hvað búfjárbeit viðvíkur tel- ur Landvernd mikilvægt að skerpa á regluverki. Gera þurfi búfjáreigendur ábyrga fyrir bú- peningi sínum, sem hljóti að gera nýtingu lands skilvirkari. Mikil- vægur árangur í gróðurvernd hafi náðst með beitarstjórn og land- græðsluverkefnum. Sauðfjárbeit, svo sem á gosbeltasvæðinu sem liggur þvert yfir landið, aftri hins vegar því að gróður og jarðvegur endurheimtist. Því verði að hugsa málin upp á nýtt. Þjóðgarðshugmynd verði ekki drepin Frumvarp umhverfis- ráðherra um stofnun hálendis- þjóðgarðs náði ekki fram að ganga á Alþingi – og málið er því úr sögunni í bili. Í ályktun aðal- fundar Landverndar er þessi niðurstaða hörmuð, það er eftir- gjöf við staðbundna eða sértæka hagsmuni einstakra sveitarfélaga og orkufyrirtækja sem hugsan- lega vilja virkja. Mikilvægt sé því að þjóðgarðshugmyndin verði ekki drepin – heldur verði haldið áfram með málið þegar nýtt Al- þingi hefur verið kjörið. „Landvernd lét í lok maí gera skoðanakönnun sem leiddi í ljós að þjóðgarðshugmyndin hefur al- mennan stuðning á landsvísu. Andstaðan var sterk frá nokkrum af þeim sveitarfélögum sem hafa skipulagsvald á hálendinu. Oft hafa íbúar og sveitafélög nærri hálendinu sinnt því vel og nýtt til ferðalaga, sinnt þar landgræðslu og leiðbeiningum til ferðamanna. Það er að vissu leyti skiljanlegt að þeim finnist hugmyndin um að ríkisstofnun gegni þessu hlutverki slæm. Málin eru hins vegar ekki svona einföld,“ segir Auður og að lokum: Störf og ný menning „Margvíslegar ógnir steðja að hálendinu nú, sem verður best haldið í skefjum með þjóðgarði. Má þar nefna uppbyggingu orku- mannvirkja og fjöldatúrisma. Ís- land hefur gjörbreyst á undan- förnum árum með mikilli fjölgun ferðamanna, þó fáir hafi verið að undanförnu vegna veirunnar. Fólk frá útlöndum sem hingað kemur fer vissulega oft á þekkta og vinsæla ferðamannastaði, en óbyggðirnar eru aðdráttarafl. Í stórbrotinni náttúru hálendisins felast mikil verðmæti til framtíðar litið, þangað getur straumurinn legið í framtíðinni. Því þarf að setja ferðum þar, framkvæmdum og öðru ákveðinn ramma eins og gert yrði með stofnun hálendis- þjóðgarðs, sem einnig skapar störf og kæmi með nýja menningu inn í samfélögin, sem byggð er á sérstöðu svæðisins. Því er mikil- vægt að halda áfram með málið og Landvernd mun hamra járnið, til dæmis fyrir alþingiskosningar í haust.“ Vistheimt og vernd viðkvæmra svæða áherslumál Landverndar, sem berst áfram fyrir hálendisþjóðgarði Landvernd Endurheimt vistkerfa er ein af undirstöðum sjálfbærrar þróunar, segir Auður Önnu Magnúsdóttir hjá Landvernd um áherslur samtakanna. Náttúra hálendis verðmæti framtíðar Gröftur Með tilliti til hlýnunar andrúmslofts þykir mörgum goðgá að ræsa fram mýrar og grafa skurði. Myndin er tekin í Berufirði á dögunum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dynkur Ægifagur foss í Þjórsá inni á reginfjöllum og því fáum kunnur. - Auður Magnúsdóttir er fædd árið 1977 og er lífefnafræð- ingur að mennt. Hún býr í Reykjavík með eiginmanni og þremur börnum. - Var deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar Landbún- aðarháskóla Íslands lengi en hefur sl. þrjú ár verið fram- kvæmdastjóri Landverndar. Hver er hún? Kona slasaðist töluvert en er ekki talin í lífshættu eftir að hún lenti í hremmingum við svifflug við Búrfell í Þjórsárdal í gær. Grunur er um beinbrot. Allar björgunarsveitir í Árnes- sýslu og á Suðurlandi voru kallaðar út klukkan 13:20. Töluverður við- búnaður var vegna slyssins og voru einnig kallaðir til sjúkraflutninga- menn frá Suðurlandi ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðgerðum lauk rétt fyrir klukkan þrjú þegar hin slasaða var borin um borð í þyrlu sem flutti hana af vettvangi á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. Blessunarlega var rjómablíða víð- ast hvar á sunnanverðu landinu, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upp- lýsingafulltrúa hjá Landsbjörg, og sagði hann við mbl.is að auðvelt hefði verið fyrir þyrluna að athafna sig. Davíð Már segir að tildrög slyss- ins séu ekki kunn, en hann segir einnig að á undanförnum árum hafi eitthvað verið um slys á þessu svæði í tengslum við svifflug. Þannig má telja að mögulega geri veðuraðstæð- ur svifflugmönnum erfitt fyrir. Ljósmynd/Landsbjörg Á vettvangi í Þjórsárdal Hin slasaða flutt að þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hlekktist á í svif- flugi og slasaðist - Stórt útkall á Suðurlandi vegna slyss

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.