Morgunblaðið - 21.06.2021, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021
Blóm Dagur hinna villtu blóma var haldinn hátíðlegur í gær. Af því tilefni leiddi garðyrkjufræðingur hjá grasagarðinum göngu um Laugarnesið þar sem fjallað var um gróður svæðisins.
Unnur Karen
Í samskiptum Ís-
lands og Kína um þess-
ar mundir hefur mann-
réttindi oft borið á
góma – og ljóst að ekki
sjá allir „mannréttindi“
sömu augum. Þess
verður vart í þessum
samskiptum að mikið
skortir víða á þekkingu
á kínversku samfélagi
og á þróun og fram-
kvæmd mannréttinda í Kína, sem
leiðir óhjákvæmilega til fordóma. Ég
vonast til að þessi stutta grein mín
leiði til aukins skilnings á stöðu þess-
ara mála í Kína.
Þróun mannréttinda í Kína hefur
um margt einkennst af ríkjandi að-
stæðum á hverjum tíma hjá þessari
fornu menningarþjóð og stærsta
þróunarlandi veraldar og því haft sín
eigin sérkenni. Kína hefur lagað
meginreglur um mannréttindi að
raunverulegri stöðu og þörfum fólks-
ins í landinu. Hugmyndafræðin sem
byggt er á er í aðalatriðum eftirfar-
andi:
Fyrst ber að nefna að virða ber
fjölbreyttar aðstæður þjóða. Hin
ýmsu lönd búa við mismunandi að-
stæður og þess vegna eru mannrétt-
indi hjóm eitt ef forsendur þeirra eru
ekki fyrir hendi við þær aðstæður
sem þegnarnir búa við í hverju landi.
Það er engin ein aðferð eða hug-
myndafræði sem er algild og hægt að
beita alls staðar. Þróun mannrétt-
inda fleygir ekki fram nema í sam-
hengi við samfélagslegar aðstæður
og þarfir þegnanna.
Í öðru lagi eru grundvallar-
mannréttindi hvers
manns rétturinn til
framfærslu, að geta
fætt, klætt og átt þak
yfir höfuð sitt og sinna.
Á tímabilinu 1840-1949
mátti kínverska þjóðin
þola síendurtekinn og
margvíslegan yfirgang
erlendra ríkja, sem
leiddi til mikillar fá-
tæktar og hnignunar í
landinu. Þjóðin bjó
lengi vel við örbirgð og
eymd og naut engra
réttinda af nokkru tagi. Vegna þessa
vita Kínverjar fullvel hvers það
krefst að komast af – að útrýma fá-
tækt og hungri. Í ljósi þessa hafa
kínversk stjórnvöld skuldbundið sig
til að tryggja þegnum sínum fram-
færslu og auka lífsgæði þeirra og því
lagt áherslu á athafnafrelsi og hvers
konar eflingu framleiðslu. Allt þetta
hefur lagt grunn að því að fólkið fái
notið annarra réttinda.
Í þriðja lagi hljótum við að vinna
að framgangi allra réttinda. Mann-
réttindi eru í sjálfu sér öll sam-
tvinnuð og ófrávíkjanleg. Kína legg-
ur áherslu á samþættingu allra
réttinda og leitast við að ná jafnvægi
í þróun efnahagslegra, félagslegra
og menningarlegra réttinda annars
vegar og borgaralegra og pólitískra
réttinda hins vegar.
Í fjórða lagi er upplifun fólks af
heill og hamingju og öryggi mik-
ilvæg vísbending við mat á stöðu
mannréttinda. Kínverska ríkis-
stjórnin fylgir stefnu í þágu fólksins
og setur því margþætta hagsmuni
þess í fyrirrúm. Hún heitir þegn-
unum góðu og farsælu lífi og tryggir
að á sanngjarnan hátt njóti allir upp-
skeru efnahagslegs vaxtar sem geri
þeim kleift að bæta lífshagi sína og
kjör.
Í fimmta lagi þarf vinna á alþjóða-
vettvangi að framgangi mannrétt-
inda og eftirlit með þróun þeirra að
grundvallast á sanngirni, umburðar-
lyndi og víðsýni. Kína styður ávallt
og iðkar alþjóðleg mannréttindi og
beitir sér fyrir þeim, en við andmæl-
um því að mannréttindi og meint
brot á þeim séu gerð að pólitísku bit-
beini og höfnum tvískinnungi í mál-
efnum sem tengjast mannréttindum.
Við hvetjum alþjóðasamfélagið til að
fjalla um mannréttindamál á upp-
lýstan, sanngjarnan og óvilhallan
hátt. Kína er á alþjóðavísu virkur
þátttakandi í umfangsmiklum og
faglegum samskiptum og samstarfi á
sviði mannréttinda og vinnur með
öllum öðrum í alþjóðasamfélaginu að
því að byggja upp sameiginlega
framtíð og betri heim.
Þökk sé viðvarandi og þrotlausri
vinnu þá hefur stjórnvöldum tekist
að tryggja Kínverjum þau mannrétt-
indi sem þeir setja öðrum ofar og ár-
angur þessarar fjölmennustu þjóðar
heimsins hefur hlotið viðurkenningu
alþjóðasamfélagsins sem einstakt af-
rek.
Í fyrsta lagi er að nefna að kín-
versk stjórnvöld leggja mikla
áherslu á að halda áfram að bæta
lífskjör alls almennings. Á þeim 72
árum sem liðin eru frá stofnun Al-
þýðulýðveldisins Kína (PRC) hefur
landsframleiðsla á mann (GDP) auk-
ist frá því að vera innan við 30
Bandaríkjadalir í meira en 10.000
Bandaríkjadali. Yfir 800 milljónir
manna hafa verið leystar úr ánauð
fátæktar. Við höfum náð að útrýma
örbirgð og erum þar með fyrsta þró-
unarríki veraldar til að uppfylla þús-
aldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna
um útrýmingu fátæktar. Þannig er
árangur Kína hvað þetta varðar 70%
af árangri á heimsvísu. Þörfum alls
almennings með tilliti til daglegra
nauðsynja, s.s. matvæla, klæða,
húsaskjóls og samgangna, er betur
mætt og aðgengi að heilbrigðisþjón-
ustu og félagsþjónustu hefur batnað
og aukist til mikilla muna.
Í öðru lagi er vert að nefna að í
Kína er lögð mikil áhersla á að fólk
fái notið réttinda sinna. Í Kína eru
persónubundin réttindi og mannleg
reisn virt og vernduð og réttindi
verkafólks varin. Til þessa hefur
Kína komið á fót almannatrygg-
ingakerfi sem þjónar þessari fjöl-
mennustu þjóð heims. Kínverska
þjóðin nýtur raunverulegra lýðræð-
islegra réttinda og Kínverjar eru nú
orðnir sínir eigin herrar! Kínversk
stjórnvöld taka ávallt mið af þörfum
þegnanna, treysta á visku almenn-
ings og standa vörð um rétt fólks til
upplýsinga, þátttöku, tjáningar og til
aðhalds með stjórnvöldum. Að auki
njóta Kínverjar trúfrelsis sem mælt
er fyrir um í lögum. Fjölmennustu
trúarbrögðin eru búddismi, taóismi,
íslam og kristni, bæði kaþólska og
mótmælendatrú. Meðlimir þessara
trúfélaga eru tæplega 200 milljónir
og skráðir samkomustaðir trúar-
legra athafna eru um 144.000 talsins.
Í þriðja lagi stendur Kína vörð um
sérstök réttindi ákveðinna hópa.
Kína tryggir í raun pólitísk, efna-
hagsleg og menningarleg réttindi
þjóðernisbrota svo og rétt þeirra til
menntunar. Á 13. þjóðþingi kín-
versku alþýðunnar (NPC) voru 438
fulltrúar þjóðernisminnihlutahópa
sem námu 14,7% af heildarfjölda full-
trúa. Þjóðernisbrotin og samfélög
þeirra hafa notið félagslegra og efna-
hagslegra umbóta umfram aðra.
Menningararfleifð og menningar-
minjar þeirra njóta sérstakrar
verndar og frelsi þeirra til eigin
tungumáls í ræðu og riti að
ógleymdu trúfrelsi nýtur einnig
fullrar verndar.
Á síðustu 60 árum hefur hagkerfi
Xinjiang-héraðs vaxið 200-falt og
landsframleiðsla á mann (GDP) hef-
ur aukist 40-falt. Lífslíkur íbúa hafa
aukist úr 30 árum í 72 ár. Úígúrum í
Xinjiang hefur fjölgað um 25,04% en
á sama tíma hefur Han-Kínverjum
aðeins fjölgað um 2%. Kína stendur
áfram vörð um rétt kvenna, barna,
aldraðra og fatlaðra og félagsleg
þjónusta við þessa hópa batnar sí-
fellt.
Alþjóðleg mannréttindi munu
stöðugt halda áfram að þróast. Öll
ríki geta bætt um betur hvað varðar
mannréttindi í eigin ranni. Kína mun
ekki láta staðar numið heldur stuðla
að áframhaldandi þróun mannrétt-
inda heima fyrir, viðhalda samræð-
um og skiptast á skoðunum við önn-
ur ríki, þar með talið Ísland, á grunni
jafnréttis og gagnkvæmrar virðingar
og standa á alþjóðlegum vettvangi
vörð um málstað mannréttinda.
Eftir Jin
Zhijian »Kína hefur lagað
meginreglur um
mannréttindi að raun-
verulegri stöðu og þörf-
um fólksins í landinu.
Jin Zhijian
Höfundur er sendiherra Kína á
Íslandi.
Mannréttindi í Kína –
hugmyndir, þróun og framkvæmd