Morgunblaðið - 21.06.2021, Page 17
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021
Framtíð íslensks sjávarútvegs og
fiskeldis: Tækifæri og áskoranir
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðar til ráðstefnu þriðjudaginn 22. júní kl. 13 um
framtíð íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Ráðstefnan fer fram í Kaldalóni í Hörpu og er öllum opin. Á ráðstefnunni
verður gerð grein fyrir nýlegri skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi og rætt um þau
tækifæri og áskoranir sem blasa við.
Dagskrá:
• Opnun: Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
• Íslenskur sjávarútvegur og fiskeldi 2030
• Erindi: Sveinn Agnarsson, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ
• Nýsköpun: Forsenda verðmætasköpunar til framtíðar
• Erindi: Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim
• Framtíðin: Tækifæri og áskoranir
• Erindi: Dr. Gunnar Haraldsson, hagfræðingur og ráðgjafi
• Pallborðsumræður:
• Agnes Guðmundsdóttir, markaðs- og sölustjóri Icelandic Asia og formaður félags kvenna í sjávarútvegi
• Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
• Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood
• Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi
• Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar
Fundarstjórn:
• Bergur Ebbi Benediktsson
Stjórnarráð Íslands
Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið
Á 69. allsherj-
arþingi Sameinuðu
þjóðanna árið 2014
lagði forsætisráðherra
Indlands, Narendra
Modi, til að 21. júní
yrði gerður að alþjóð-
legum degi jóga
(International day of
yoga). Þessi þings-
ályktun fékk góðan
hljómgrunn og var samþykkt á met-
tíma af 175 aðildarríkjum SÞ, meðal
annars með atkvæði Íslands. Árið
2015 var fyrst haldið upp á alþjóð-
legan dag jóga þannig að í ár verður
í sjöunda skipti haldið upp á þennan
dag. Við bjóðum ykkur velkomin
þann 21. júní að halda daginn hátíð-
legan með okkur í Ráðhúsi Reykja-
víkur kl. 17.
En hvað er jóga? Hugtakið yoga
á uppruna sinn í sanskrít sem er
fornt indverskt tungumál, stundum
nefnt móðir allra tungumála. Jóga
er oft þýtt sem sameining (e. union).
Hægt að túlka jóga sem sameiningu
hins innra við hið ytra, sameining
hugar og líkama eða sameining ein-
stakrar sálar, jiva við alheims-
meðvitundina brahman. Ótal af-
Jóga í dagsins önn
Eftir T. Armstrong
Changsan og
Guðrúnu Svövu
Kristinsdóttur
T. Armstrong
Changsan
»Hægt er að túlka
jóga sem samein-
ingu hins innra við hið
ytra, sameiningu hugar
og líkama eða samein-
ingu einstaklings við
umhverfi sitt.
Höfundar eru sendiherra Indlands á
Íslandi og verkfræðingur og jóga-
kennari.
Guðrún Svava
Kristinsdóttir
brigði eru til af jóga sem getur
verið líkamleg og/eða andleg iðkun.
Þau afbrigði jóga sem iðkuð eru í
dag eru t.d Karma jóga, jóga óeig-
ingjarna aðgerða, Jnana jóga, jóga
þekkingar, Bhakti jóga, jóga kær-
leiksríkar trúfestu, Raja jóga, jóga
leiðin með átta limi sem oft er
kennd við vitringinn Patanjali sem
er þekktur fyrir að safna saman og
rita niður yogafræðin sem þá voru í
munnlegri geymd í Jóga Sútrur.
Jóga sem líkamlega ástundun má
rekja allt að 5.000 ár aftur í tímann
til Indus-dalsins. Í dag þekkjum við
flest jóga sem ákveðnar æfingar
sem hægt er að iðka í hóptímum til
að styrkja líkama og sál. En jóga er
svo mikið meira en það: jóga í upp-
runalegum skilningi er leið til and-
legrar heilsu með hjálp hugleiðslu,
heimspeki og stjórn á líkamanum í
gegnum öndun og hreyfingu með
ásetningi. Jóga getur verið mik-
ilvægt tæki til að auka líkamlega
virkni og til að draga úr algengum
sjúkdómum sem oft tengjast lífsstíl.
Reglubundin hreyfing eins og jóga
getur dregið úr háþrýstingi, hjarta-
áföllum og sykursýki svo eitthvað sé
nefnt. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
(World Health Organisation) hefur
einnig lagt áherslu á ástundun jóga
í aðgerðaáætlun 2018 til 2030 fyrir
auknu heilbrigði fólks á heimsvísu.
Jóga getur hjálpað til við þyngdar-
stjórnun, styrkingu ónæmiskerfis
og stuðlar að heilbrigðari lífsstíl al-
mennt. Jóga er hægt að stunda hvar
sem er, af hverjum sem er óháð
aldri. Jóga er heldur ekki trúar-
brögð en getur styrkt iðkandann í
þeirri trú sem hann kýs sér. Und-
anfarin ár hefur mikið verið rætt
um kulnun í starfi og streitu en af-
leiðingar langvarandi streitu eru vel
þekktar og oft má rekja ýmsa lík-
amlega kvilla til lélegs svefns og
álags. Einnig er aukin tíðni þung-
lyndis og kvíðaraskana hjá ungu
fólki í dag áhyggjuefni. Jóga eykur
líkamsvitund, dregur úr streitu,
álagi og bólgum í líkamanum,
skerpir athygli og einbeitingu og ró-
ar miðtaugakerfið og því tilvalið fyr-
ir þá sem glíma við ýmsa andlega
kvilla. Í Covid-faraldrinum hafa
margir upplifað einangrun og að-
skilnað frá fjölskyldu, vinum og
vinnufélögum og upplausn á dag-
legri rútínu. Áhrif þessa faraldurs
hafa minnt okkur á mikilvægi þess
að búa að góðri líkamlegri og and-
legri heilsu og mikilvægi heilsuefl-
andi lífsstíls eins og jóga sem hægt
er að iðka óháð stað og stund. Við
hlökkum til að taka á móti ykkur í
Ráðhúsi Reykjavíkur 21. júní kl. 17
þar sem við munum bjóða upp á al-
menna jógaiðkun (Common Yoga
Protocol). Við hvetjum allt jóga-
áhugafólk, hvort sem það er vanir
iðkendur eða er að stíga sín fyrstu
skref, til að mæta og gaman væri að
sjá börn og unglinga mæta með for-
eldrum sínum.
Til hamingju með daginn!
Á Íslandi öllu eru 144
talmeinafræðingar með
starfsleyfi, um það bil
einn á hverja 2.500
íbúa. Málþroskaröskun
er með algengustu
þroskaröskunum og
ætla má að 7-8% barna
á öllum skólastigum
séu haldin henni, eða
1-2 börn í hverjum 20
manna bekk. Þá er
ótalið allt annað sem
getur krafist inngrips talmeinafræð-
ings, svo sem framburðarfrávik, mál-
stol, raddtruflanir, stam og kyng-
ingarerfiðleikar. En
hvernig gengur þessi
stærðfræði upp?
Hvernig geta 144 tal-
meinafræðingar sinnt
þessu öllu saman?
Stutta svarið er að þeir
geta það ekki og á bið-
listum eftir þjónustu
sjálfstætt starfandi tal-
meinafræðinga á lands-
vísu eru hundruð
barna, unglinga og full-
orðinna sem geta átt
von á því að dúsa á
þessum listum mán-
uðum og jafnvel árum saman. Við er-
um ekki eina fámenna stéttin hér-
lendis og þið veltið því kannski fyrir
ykkur hvaða harmavæl þetta sé. Jú,
haldið ykkur nú fast. Sjálfstætt
starfandi talmeinafræðingar eru með
gildandi rammasamning við Sjúkra-
tryggingar Íslands (SÍ) sem hafa
ákveðið að þeir einir geti orðið aðilar
að þessum samningi sem hafi tveggja
ára starfsreynslu sem talmeinafræð-
ingar. Það þýðir að þeir sem útskrif-
ast með meistaragráðu í talmeina-
fræði geta ekki lagt sín lóð á
biðlistavogarskálarnar fyrr en tveim-
ur og hálfu ári eftir útskrift þar sem
hálfs árs handleiðslu er krafist áður
en starfsleyfi fæst frá Landlækn-
isembættinu. Mikið hefur gengið á
vegna þessa ákvæðis og SÍ hefur
boðið stéttinni svokallaða fyr-
irtækjasamninga í stað núgildandi
rammasamnings. Þá er samið við
hverja starfsstöð fyrir sig og er
myndin máluð þannig að ef nægilega
margir innan starfsstöðvarinnar séu
reynslumiklir megi ráða 1-2 nýtal-
meinafræðinga. Frábært? Nei. Það
eru sárafáar stofur talmeinafræð-
inga sem uppfylla skilyrði mögulegra
fyrirtækjasamninga og einyrkjarnir
sem starfa úti á landi fá ekki slíkan
samning. Það vill svo merkilega til að
málþroskaraskanir og aðrir tal- og
málgallar hafa ekki hugmynd um
þau eigi að halda sig innan höf-
uðborgarsvæðisins og því er þörfin
síst minni á landsbyggðinni. Fyrir-
tækjasamningar leysa því engan
vanda og eru líklegir til að valda
óæskilegri samkeppni og sundrung
innan stéttarinnar. María Heim-
isdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga
Íslands, ber fyrir sig að fjárveitingar
frá Alþingi til málaflokksins dugi
ekki til. Fjármagnið sem málaflokk-
urinn þarfnast er smáaurar borið
saman við þann samfélagslega ávinn-
ing sem hér gæti verið um að ræða.
Ef peningar eru í raun öll ástæðan
fyrir ákvæðinu biðlum við talmeina-
fræðingar, fyrir hönd allra sem bíða
eftir þjónustu okkar, til ríkisstjórn-
arinnar og Alþingis alls að seilast ör-
lítið dýpra í vasana og velta öllum
ríkispullunum við. Látið okkur svo
vita hvað þið finnið. Hver veit nema
stéttin, kosningabærir skjólstæð-
ingar hennar og allir aðstandend-
urnir finni þá flokksbókstafinn ykkar
í komandi kosningum.
Að bjóða ómöguleika
Eftir Lindu Björk
Markúsdóttur
» Fjármagnið sem
málaflokkurinn
þarfnast er smáaurar
borið saman við þann
samfélagslega ávinning
sem hér gæti verið um
að ræða.
Linda Björk
Markúsdóttir
Höfundur er talmeinafræðingur.