Morgunblaðið - 21.06.2021, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021
✝
Brynhild Stef-
ánsdóttir fædd-
ist 16. júní 1929 í
Færeyjum, hún lést
á Dvalarheimilinu
Lundi, 7. júní 2021.
Foreldrar Bryn-
hild voru Marianna
Joensen og Stefán
Jóhann Jóhanns-
son. Systkini henn-
ar voru Maria Elína
Gerður, Elín Krist-
ín, Páll, Sigurður Jóhann og
Jakobína. Þau eru öll látin.
Brynhild átti góð uppvaxtarár í
samheldnum systkinahópi í smá-
bænum Froðba á Suðurey.
Brynhild kom ásamt föður
sínum til Íslands og hóf störf í
Tryggvaskála þar sem hún
kynntist tilvonandi eiginmanni
sínum, Einari Guðna Guðjóns-
syni mjólkurbílstjóra, f. á Forn-
usöndum 1916, d. 1982.
fór hún á Lund á Hellu, þar leið
henni vel og fékk góða umönn-
un.
Brynhild var einstaklega létt í
lund, hláturmild og orkumikil
og sinnti verkum sínum af alúð.
Afkomendur:
1) Margrét, f. 1951, sambýlis-
maður hennar er Trausti G.
Traustason. Börn Margrétar og
Magnúsar G. Guðmundssonar
eru; Harpa, f. 1978, gift Birgi
Frey Andréssyni, börn þeirra
eru Kristófer Darri, f. 2002,
Perla Dís, f./d. 2004, Alexander
Týr, f. 2007 og Styrkár Freyr, f.
2010. Brynhildur, f. 1979, d.
1997. Elín, f. 1981, sambýlis-
maður hennar er Ágúst Ingi
Ketilsson, synir þeirra eru
Magnús Búi, f. 2014, Gísli Brynj-
ar, f. 2016 og Einar Bragi, f.
2019. Ágúst á þrjú börn af fyrri
sambúð. Einar, f. 1986. Trausti á
þrjú börn, fimm barnabörn og
eitt langafabarn.
2) Maríanna Guðríður, f.
1956, gift Jóni H. Snædal Sig-
urðssyni.
Sonur Maríönnu og Einars
Rafns Ingvaldssonar er Ingvald-
ur Thor, f. 1974, kvæntur
Brynju Blöndu Brynleifsdóttur,
börn þeirra eru Maríanna Björg,
f. 2001, unnusti hennar er Alex
Árnason, og Einar Helgi, f.
2005. Jón á þrjú börn og sex
barnabörn.
3) Guðjón, f. 1961, kvæntur
Emmu Kristínu Guðnadóttur,
börn þeirra eru: Þórey Jóna, f.
1992, sambýlismaður hennar er
Ívar Freyr Sturluson. Sonur
þeirra óskírður, f. 2021. Brynja
Dögg, f. 1992, sambýlismaður
hennar er Karl Óli Lúðvíksson.
Dóttir þeirra er Emma Dís, f.
2018. Einar Guðni, f. 1992, sam-
býliskona hans er Jóna Guðrún
Baldursdóttir.
4) Stefanía, gift Ólafi H.
Gunnarssyni, börn þeirra eru:
Guðný Sjöfn, f. 1986, Gunnar
Már, f. 1989, sambýliskona hans
er Mia Warberg. Ólafur á einn
son af fyrri sambúð og fjögur
barnabörn.
Útför Brynhild fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 21. júní
2021, kl. 13. Athöfninni verður
streymt af vef Selfosskirkju.
Virkan hlekk á streymið má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Einar og Bryn-
hild hófu búskap á
Selfossvegi 5 (Ár-
sel) 1949. Samfélag
íbúanna á Selfoss-
vegi var einstakt,
kærleikur og um-
hyggja réð ríkjum
og hélst vináttan,
þar til yfir lauk.
Þegar fjölgaði í
fjölskyldunni hófu
Brynhild og Einar
byggingu íbúðarhúss á Víðivöll-
um 16 sem þau fluttu í árið 1963.
Heimilið var gestkvæmt, mikið
bakað, prjónað og saumað.
Brynhild var heimavinnandi
húsmóðir, en fór á vinnumarkað
þegar Einar lést langt fyrir ald-
ur fram.
Brynhild seldi fjölskylduhúsið
árið 2000 og flutti í fjölbýli, síð-
ustu árin bjó hún í Grænumörk
2. Þegar heilsan fór að gefa sig
árið 1946, ásamt föður sínum,
settist að á Selfossi og fór að
vinna í Tryggvaskála, þar sem
hún kynntist honum föður
mínum. Þau byrjuðu á því að
búa á Selfossveginum og
byggðu sér svo dásamlega
heimilið okkar á Víðivöllunum
og þar var oft gestkvæmt.
Heimili okkar var opið öllum,
enn fjölskylda föður míns frá
Berjanesi var stór, og var mik-
ið saman, sem hafði stóra þýð-
ingu fyrir hana móðir mína,
þar sem stærsti hlutinn af
hennar fjölskyldu bjó í Fær-
eyjum. Einnig átti hún marga
góða vini og samband hennar
við nágranna okkar, var mikið
og gott.
Hún móðir mín var alveg
einstaklega sterk kona, enn
hún varð ekkja 53 ára gömul,
þegar hann faðir okkar kvaddi
okkur, allt of snemma. Þá
ákvað hún að taka bílpróf og
kaupa sér lítinn bíl, sem gaf
henni mikið frelsi, og þó að
hún hafi nú ekki keyrt hratt,
komst hún það sem hún vildi.
Hún fór bara snemma af stað,
en hún var mikill morgunhani
og þegar við hin komum okkur
loksins á fætur, var hún oft
búin að þvo, skúra og baka svo
eitthvað sé nefnt. Hún var
mikil fyrirmynd okkar allra í
fjölskyldunni, þó svo að hún
hafi nú verið svolítið stjórn-
söm og ákveðinn. Hún elskað
mikið öll barnabörnin sín, já
og öll börnin í fjölskyldunni
okkar stóru, já og líka alla vin-
ina, sem oft voru í heimsókn.
Hún var handlagin, saumaði
og prjónaði mikið og það var
mikill dugnaður í henni, í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur.
Mér er minnisstætt þegar við
vorum búin að kaupa okkur
hús í Danmörku og vorum að
setja það í stand, þá kom hún í
heimsókn og hjálpaði okkur.
Henni munaði ekkert um að
skrúfa saman eldhúsinnrétt-
inguna, klifra upp í stiga og
pússa loftið, áður enn það svo
var málað, þá 72 ára gömul.
Einnig er ferðin okkar til
Færeyja, þegar hún var 84
ára, okkur mjög minnisstæð.
Mikið var nú gaman að hafa
hana sem guide, enn hún
þekkti hvern krók og kima og
gat sagt okkur skemmtilegar
sögur. Dásamleg minning.
Hún móðir mín var mjög
hraust kona, og tel ég að allir
göngutúrarnir haf verið góðir.
Ég kem ég til með að sakna
þess að labba með henni niður
við á, þar sem rætt var um allt
milli himins og jarðar. Síðustu
árin hafa þó verið henni nokk-
uð erfið, en hún var svo heppin
að fá að dvelja sín síðustu ár
við dásamlega ummönnun á
Dvalarheimilinu Lundi á
Hellu.
Hún elsku móðir mín hefur
kvatt okkur, næstum því 92
ára. Söknuðurinn er mikill,
enn eftir stendur minningin
um alveg dásamlega móðir.
Mikið sem ég var heppin, að
eiga hana fyrir móður.
Hún kom ung frá Færeyjum
Við kveðjum þig í dag elsku
mamma og vitum að hann
pabbi tekur vel á móti þér.
Enn minningin um alveg
dásamlega móðir lifir.
Stefanía Einarsdóttir.
Í dag kveðjum við elskulega
tengdamóður mína, Brynhild
Stefánsdóttur sem lést þann 7.
júní sl. Brynhild var lágvaxin
og hláturmild kona, kvik í
hreyfingum og mikill dugnað-
arforkur. Þegar ég kom fyrst í
fjölskylduna hafði hún verið
ekkja í nokkur ár og bjó með
tveimur yngstu börnum sínum
í einbýlishúsinu sem þau hjón-
in byggðu við Víðivellina á Sel-
fossi. Brynhild tók kærustu
einkasonarins vel og var sam-
band okkar alla tíð gott.
Þegar við Guðjón eignuð-
umst þríburana okkar fékk
hún sig færða úr að vinna við
heimilishjálp hjá eldri borgur-
um yfir í að vera heimilishjálp
hjá okkur. Óhætt er að segja
að án hennar hefðu hlutirnir
ekki gengið svo vel sem raun
var. Hún var afkastamikil í
þessu sem öðru, var oft búin
að skúra gólfin, baka köku og
sat og prjónaði vettlinga þegar
ég kom úr búðarferð og börnin
sváfu eftirmiðdagslúrinn. Þeg-
ar formlegri heimilishjálp lauk
eftir 6 mánuði kom hún oft í
viku og hjálpaði til með krakk-
ana og hélt því áfram þar til
þau komust á skólaaldur.
Hennar þáttur í uppeldi
barnanna okkar er því ómet-
anlegur.
Eftir að krakkarnir urðu
eldri og þurftu minni pössun
komu aðrir hlutir til; vettling-
ar, ullarsokkar og lopapeysur
voru framleidd eftir þörfum og
við gerðumst áskrifendur að
heimbökuðum kökum. Við
fengum hringingu þegar
hjónabandssælan, uppáhaldið
okkar allra, var komin í ofninn
og þá mátti sækja eftir ca.
klukkutíma.
Brynhild átti stóra fjöl-
skyldu í Færeyjum og fór yf-
irleitt annað hvert sumar í
heimsókn þangað og dvaldi þá
í nokkrar vikur. Stundum
komu ættingjar úr Færeyjum í
heimsókn og þá fengum við
hin aðeins að kynnast fær-
eysku fjölskyldunni. Síðasta
Færeyjaferðin hennar var far-
in árið 2013 þegar við, íslenska
stórfjölskyldan, létum loks
margumtalaðan draum rætast
og hópuðumst saman til Fær-
eyja. Í þessari ferð heimsótt-
um við m.a. æskuslóðir hennar
í Froðba, kynntumst yngri
fjölskyldumeðlimum sem við
höfðum ekki hitt áður og end-
urnýjuðum kynni við aðra, fór-
um á færeyskt ættarmót og
dönsuðum færeyska dansa
langt fram á nótt. Myndir og
minningar úr þessari ógleym-
anlegu ferð hafa hjálpað okkur
og henni á síðustu árum því
þrátt fyrir Alzheimers-sjúk-
dóminn þekkti hún alltaf fólkið
sitt í Færeyjum á myndunum.
Það var erfitt fyrir okkur að
fylgjast með hinni hláturmildu
og hressu Brynhild verða þög-
ulli og hverfa smátt og smátt
inn í svarthol Alzheimers-sjúk-
dómsins en við hugguðum okk-
ur við að það var afskaplega
vel hugsað um hana á Hjúkr-
unar- og dvalarheimilinu
Lundi og færum við starfsfólki
þar okkar innilegustu þakkir.
Eftir lifa minningar um lífs-
glaða, ákveðna og hörkudug-
lega konu, tengdamóður mína,
Brynhild Stefánsdóttur.
Emma K. Guðnadóttir.
Þá er amma okkar dáinn og
margar góðar minningar eig-
um við um hana. Amma var
alltaf árrisul á morgnanna og
er okkur minnisstætt þegar
hún kom í heimsókn í sveitina
með frænda okkar að reka
kýrnar, og var mætt áður en
nokkur var vaknaður á bæn-
um. Amma gat allt og var
henni allt mögulegt. Góður
arfur að fá sjálfsbjargarvið-
leitnina frá henni. Bílskúrinn
var gersema geymsla, þar
kenndi ýmissa grasa, þar var
meðal annars skíðasleði,
hlaupahjól, hjól, snjóþotur og
önnur útileikföng. Í heimsókn-
um hjá ömmu var oft skond-
rast á hænuróló, farið í laug-
ina, skroppið í búðina að
kaupa pott af mjólk og svo var
alltaf heimabakað, hjóna-
bandssæla, jólakaka og sér-
grein ömmu, „ömmugóðakaka“
sem amma bakaði fyrir öll
barnaafmæli í fjölskyldunni og
örugglega fleiri. Klukkan
hennar ömmu er einstaklega
eftirminnileg, enda virtist hún
hafa einstakt lag á að slá þeg-
ar maður var alveg að sofna.
Amma tók okkur með í sunnu-
dagaskólann, sem við héldum
lengi vel að væri seinni part-
inn, enda vorum við alltaf búin
að vera vakandi í marga
klukkutíma áður en við fórum í
kirkjuna, urðum við steinhissa
þegar við komumst að því að
hann væri á morgnanna.
Amma átti góðan stafla af
Andrésar andar blöðum sem
okkur þótti gaman að skoða,
en þar sem þau voru á dönsku
skildum við ekki allt. Amma
fór með okkur í ferðalög, allir
á Daihatsu og hraðinn var ekki
mikill, en þá lagði maður bara
fyrr af stað. Alltaf var tekið
með nesti og amma var með
innbyggðan radar til að finna
nestisborð við þjóðveginn. Oft
fórum við í bústað í nokkra
daga, í Munaðarnes eða á
Kirkjubæjarklaustur og farið
var í heimsóknir til ættingj-
anna í Berjanesi.
Árið 2013 fórum við í eft-
irminnilega ferð til Færeyja
með ömmu þar sem við skoð-
uðum uppeldisstöðvar ömmu
og hittum færeyska ættingja.
Þar bjuggum við stórfjölskyld-
an saman undir einu þaki og
engum kom á óvart þegar
amma var vöknuð mörgum
klukkutímum á undan öðrum
og ef til vill búin að baka jóla-
köku áður en næsti vaknaði.
Amma var einstaklega lagin
í höndunum. Hún var nánast
prjónavél, og eiga allir fjöl-
skyldumeðlimir nokkur vett-
lingapör frá henni. Hún átti
alltaf lager, nokkur pör af
vettlingum í ýmsum stærðum
og litum í poka, og aldrei virt-
ist minnka í pokanum. Amma
prjónaði líka peysur og þó hún
prjónaði mest úr lopa þá var
nú lítið mál að kaupa garn fyr-
ir þá sem klæjaði undan ull-
inni.
Þegar Stefanía flutti til
Danmerkur með börn og
mann, fór amma í heimsóknir
þangað og eitt skiptið tók hún
Einar með sér.
Ömmu var fátt ómögulegt,
hún lagaði hjól og hlaupahjól
ef þau biluðu, mögulega var
það líka því að var æðislega
dýrt að senda í viðgerð. En
viðgerðirnar dugðu vel og voru
endurteknar ef þurfti. Amma
spásseraði um sönglandi og
hummandi, með bros á vör og
spásseríið var ekki í rólegri
kantinum, endasendist hún
bæjarhluta á milli, nánast
hraðar en bíll.
Minningarnar eru margar
og óendanlega gott að ylja sér
við þær.
Takk fyrir allt elsku amma,
við biðjum að heilsa í kaffiboð-
ið hinu megin, þar er örugg-
lega hjónabandssæla og jóla-
kaka, kannski ömmugóðakaka
líka!
Harpa, Elín, Einar og
fjölskyldur.
Amma Brynhild var Færey-
ingur og alltaf hress og kát og
vel liðin af öllum. Hún var hlý
og glöð og sterk, síhlæjandi og
sönglandi og vildi hún helst
ekki láta hafa mikið fyrir sér.
Hún amma kallaði sko ekki allt
ömmu sína, enda var hún bæði
amma og afi okkar barna-
barnanna eftir að hann Einar
afi dó allt of snemma og áður
enn mörg okkar fæddust.
Amma var í rauninni líka
mamma númer tvö fyrir okkur,
og eins og allt annað var það
bara minnsta mál hjá henni.
Hún var svakalega dugleg, allt-
af að hjálpa öðrum, og prjónaði
ekkert smá magn af lopavett-
lingum á fólkið sitt og bara
hvaða fólk sem kom í heimsókn,
og svo kunni hún að nýta hlut-
ina enda alin upp á stríðsárum.
Amma var líka mjög sparsöm
og ekki mikið fyrir að henda
neinu, og var alltaf fullt til af
gömlu dóti á Víðivöllunum, sem
við barnabörnin gátum dundað
okkur við tímunum saman. Það
beið okkar alltaf hlaðborð af
kökum og mat, troðfullur
nammiskápur af ýmsu góðgæti
og gos með, eða öl eins og hún
kallaði það. Hún bakaði bestu
hjónabandssælur í heimi, og
svo fékk maður alltaf fisk og
kartöflur eða kjöt og kartöflur í
hádeginu hjá henni. Það var
ekkert notalegra en að vera hjá
ömmu og heyra hana söngla
góða lagstúfinn sinn þegar hún
var að bakstra eitthvað í eld-
húsinu, enn það var svo sann-
arlega enginn svangur heima
hjá ömmu.
Henni Brynhild ömmu þótti
mjög vænt um okkur krakkana,
og leið henni greinilega allra
best þegar öll fjölskyldan var
hjá henni, til dæmis um jólin
eða þegar var verið að búa til
færeyskt slátur í eldhúsinu.
Hún var ekkert smá hörkutól
og gat reddað öllu. Stundum
fannst okkur krökkunum hún
vera að flýta sér aðeins of mik-
ið, og þurfti maður að vakna
eldsnemma til að fylgja henni
eftir allan daginn. Hún var ekki
þolinmæðin sjálf, enn hún átti í
manni hvert bein, og það var
alltaf hlýja og gleði heima hjá
henni Brynhild ömmu, og mað-
ur var alltaf velkomin til að
ganga í bæinn. Hún táraðist
svo alltaf þegar við vorum að
fara heim aftur eftir að hafa
komið í heimsókn, og var hún
mjög mjúk og blíð sál.
Hún Brynhild amma var
yndisleg amma og vorum við
barnabörn hennar ekkert smá
heppin að hafa hana svona
lengi. Við eigum eftir að sakna
hennar sárt. Bless bless elsku
amma. Við biðjum að heilsa
honum afa.
Ingvaldur Thor Einarsson,
Guðný Sjöfn Ólafsdóttir,
Gunnar Már Ólafsson,
Brynja Dögg Guðjóns-
dóttir, Einar Guðni Guð-
jónsson og Þórey Jóna
Guðjónsdóttir.
Brynhild
Stefánsdóttir
Stundum kemur
fólk inn í líf okkar
sem við verðum ekki
mikið vör við. Hæg-
látt og hlýtt en einhvern veginn
alltumlykjandi samt.
Hún Andrea mágkona var ein-
mitt þannig, betri lífsförunaut hefði
bróðir okkar varla getað fengið.
Lífsgleði hennar var smitandi þrátt
fyrir að hún ætti í erfiðum veikind-
um allan þann tíma sem við fengum
með henni.
Elsku Tóti, hugur okkar er hjá
ykkur.
Við minnumst Andreu með hlý-
hug og þakklæti. Minning um góða
konu lifir.
Mild maínóttin læðist yfir,
leikur sér og hlær
Í húminu síðustu andartökin
Þegar lífið klárast,
staldrar hún við
Strýkur hlýjan vanga
Sólin sigrar sorgina,
dagur sigrar nótt
Inn í eilífðina hverfur hún hljótt
(Birna G.
Magnadóttir)
Már, Óðinn, Arna, Birna
og Magna Magnabörn.
Nú kveð ég með trega en minn-
ist með hlýhug og þakklæti hennar
Öddu minnar. Minnist hennar sem
fallegrar, lífsglaðrar og hressrar
ungrar stúlku sem heillaði mig upp
úr skónum á sínum tíma í Vest-
mannaeyjum. Við áttum góðan
tíma saman og er ég þakklátur fyr-
ir öll þau ár. Við ferðuðumst mikið í
gegnum árin, ýmist erlendis eða
vestur á Ísafjörð. Alltaf var gaman
að ferðast með henni vestur og
dvelja á Ísafirði hjá foreldrum
hennar. Þau tóku alltaf svo vel á
móti okkur. Mikið var gert í þess-
um ferðum, Adda elskaði að fara í
bíltúra og var því mikið rúntað um
Vestfirðina. Utanlandsferðirnar
okkar voru allar góðar og fullar af
minningum. Adda átti mjög auðvelt
með að kynnast fólki og það gerði
ferðirnar alltaf fjörugri að kynnast
nýju fólki og eignast nýja vini. Hún
Bjarnfríður
Andrea Guðnadóttir
✝
Bjarnfríður
Andrea Guðna-
dóttir fæddist 10.
nóvember 1958.
Hún lést 31. maí
2021.
Útförin fór fram
10. júní 2021.
var blíð og góð við
alla, var mjög hrifin
af tónlist og átti það
til að setja Elvis á
fóninn, hækka vel í og
taka dansspor í stof-
unni. Ég hefði ekki
getað fundið betri
förunaut í gegnum líf-
ið eða betri konu til að
eignast fjölskyldu
með. Hún var góð
móðir og skilaði upp-
eldinu vel. Líkt og ég var hún mjög
stolt af börnunum og ríkidæmið í
barnabörnunum er mikið.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Í dag kveðjum við Öddu,
uppáhaldsfrænku okkar. Við gerð-
um margt saman, fórum á ættar-
mót, spjölluðum mikið saman í síma
og á Facebook og það var þér mikið
áfall þegar Jón Sævar dó.
Það var mjög gaman að sjá þig í
60 ára afmæli okkar Báru og Öldu,
en þá varstu orðin veik af krabba-
meininu.
Síðast þegar við hittumst var við
jarðarför móður okkar.
Okkur langar að kveðja þig með
þessu erindi úr Hávamálum:
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
Elsku Þór, Gunna, Gísli, Andrea
og María, Guð styrki ykkur öll.
Ykkar uppáhaldsfrænkur,
Adda, Bára, Alda
og fjölskylda.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Guðmundur Jónsson.