Morgunblaðið - 21.06.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9-12.30, nóg pláss - Gönguferð um
hverfið kl.10.30 - Bíó kl.13.10 - *Leikfimi kl.14.15. Þol og styrkur,
ókeypis - Kaffi kl.14.450-15.20 - *Nánari upplýsingar í síma 411-2702 -
Allir velkomnir –
Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9 - 12.
Jóga kl. 10. Handavinna kl. 12-16. Félagsvist kl. 12:45. Hádegismatur
kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkom-
nir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-
2600.
FEBH Flatarhrauni Hfj Spilum félagsvist alla mánudaga kl 13.
Garðabæ Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl.
10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11.
Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Bridge í Jónshúsi kl.13. Ganga
fyrir fólk m/göngugrind fer frá Jónshúsi kl. 14. Smiðjan Kirkjuhvol
opin kl. 13– 16.
Gerðuberg Opin vinnustofa frá kl. 8.30 –16. heitt á könnunni. Kunda-
lini jóga frá kl. 11.15, opinn tími. Samverustund með Leifi Reynissyni
frá kl. 13. gömlum ljósmyndum er varpað upp ásamt með umræðu
og upprifjun um liðna tíma.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30.
Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Börn frá frístundaheimilinu Krakkakoti koma í
heimsókn kl. 10.30. Stólaleikfimi 13.30. Gönguhópur – lengri ganga kl.
13.30.
Korpúlfar Útvarspleikfimi í Borgum kl. 9.45. Gönguhópar kl. 10.
gengið frá Borgum og Grafarvogskirkju, þrír styrkleikahópar
kaffispjall á eftir. Dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 11:00 í Borgum og
verður í allt sumar, aðgangur ókeypis. Allir hjartanlega velkomnir.
Samfélagshúsið Vitatorgi Góðan daginn. Í dag kl. 10 erTai Chi -
róleg og góð leikfimi sem hentar öllum, kl. 12:50 er svo leikfimi með
Hönnu, kl. 13.30 er Boccia og kl. 14.30 Spurningaspil. Allir þessir
dagskrárliðir eru ókeypis og opnir öllum. Það er heitt á könnunni hjá
okkur á morgnanna, hádegisverður frá 11.30-12.30 og síðdegiskaffi frá
14.30-15.30. Verið velkomin til okkar á Lindargötu 59, síminn 411-9450.
Seltjarnarnes Kaffi í króknum Skólabraut frá kl. 9, Leikfimi í salnum
Skólabraut kl. 11, Handavinna og samvera á Skólabraut kl. 13:30.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Audi A3 Sportback e-Tron Hi-
bryd. 8/2017 Modelár 2018.
Ekinn aðeins 40 þús.km.
Sportsæti. Panorama glerþak.
17” álfelgur. Sjálfskiptur. LED
ljós. Ofl.
Lækkað verð aðeins 3.990.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
✝
Ásdís Björk
Stefánsdóttir
fæddist í Reykjavík
13. júní 1954. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness fimmtu-
daginn 10. júní 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Stefán E.
Jónsson, f. 1.9. 1906
á Gróustöðum,
Geirdalshreppi,
Austur-Barða-
strandarsýslu, d. 22.1. 1998, og
Svanborg Ólöf Matthíasdóttir, f.
6.10. 1913 á Kaldrananesi 1,
Kaldrananeshreppi, Stranda-
sýslu, d. 1.3. 1993.
Systkini Ásdísar eru: Halldór
Stefánsson, f. 15.12. 1934, og
María Kristín Björnsdóttir, f.
25.12. 1957.
Ásdís Björk giftist Sigurði
Pétri Péturssyni frá Grundar-
firði hinn 6.10. 1979. Foreldrar
hans voru Guðrún Jóna Hans-
dóttir, f. 11.2. 1926 á Uppsölum á
Hellissandi, d. 26.10. 2016, og
Pétur Breiðfjörð Sigurjónsson, f.
30.11. 1918 í Lárkoti í Eyr-
Ásdís Björk ólst upp við ein-
staklega gott atlæti á heimili sínu
á Langholtsvegi 14 hjá foreldrum
sínum ásamt móðurömmu sinni
og móðurafa. Þar var gestkvæmt
og stórfjölskyldan samheldin. Á
unglingsárum flutti hún með for-
eldrum sínum í Hraunbæ 27. Þar
bjó hún þar til hún flutti til
Grundarfjarðar 1979 og giftist
manni þaðan, Sigurði Pétri Pét-
urssyni. Þar stækkaði stór-
fjölskyldan heldur betur og alltaf
var mikill samgangur þarna á
milli Grundarfjarðar og Reykja-
víkur. Þar starfaði hún ann-
aðhvort við verslunarstörf eða á
leikskólanum Sólvöllum. Hún
vann í dágóðan tíma í Ragga-
sjoppu eins og það hét, síðan á
leikskólanum Sólvöllum og svo
síðast í versluninni Tanga. Á leik-
skólanum Sólvöllum starfaði hún
lengst af á sinni starfsævi og undi
sér vel.
Hún bjó á Grundarfirði
lengst af sinni ævi eða allt fram
í apríl síðastliðinn er hún flutti
á Dvalarheimilið Jaðar í Ólafs-
vík. Grundarfjörður var henni
alltaf hugleikinn og þar undi
hún sér best. Þar tók hún lengi
vel þátt í félagsstarfi á borð við
skátastarf og kvenfélagsstarf.
Útförin fer fram í Grundar-
fjarðarkirkju í dag, 21. júní
2021, klukkan 14.
arsveit, d. 28.4.
2011.
Ásdís Björk átti
tvær dætur af
fyrra sambandi
með Guðmundi Jós-
ep Sverri Hlöðvers-
syni, f. 3.11. 1954.
Þær eru: 1) Mar-
grét Huld, f. 3.6.
1973, sambýlis-
maður hennar er
Andri Már Helga-
son, f. 29.12. 1967. Börn hennar
af fyrra sambandi eru Stefán
Freyr Margrétarson, f. 9.11.
1990, Svanberg Már Pálsson, f.
23.3. 1993, Sóley Lind Páls-
dóttir, f. 26.6. 1999, og Ísey Rún
Björnsdóttir, 13.8. 2009. 2)
Svanhildur Rós, f. 24.2. 1975,
sambýlismaður hennar er Bene-
dikt Davíð Hreggviðsson, f.
16.12. 1970, börn hennar af
fyrra sambandi eru Íris Björk
Sigurðardóttir, f. 24.8. 1996,
Hugrún Elfa Sigurðardóttir, f.
13.4. 1998, Isabella Rut Sigurð-
ardóttir, f. 2.4. 2006, og Jón
Arnar Sigurðarson, f. 2.4. 2006.
Elsku mamma mín og amma
barnanna minna verður í dag jarð-
sungin frá Grundarfjarðarkirkju.
Ásdís Björk eða Dísa amma, eins
og hún var kölluð af börnunum, lést
10. júní síðastliðinn eða aðeins 3
dögum fyrir 67 ára afmælið sitt
sem var 13. júní. Mamma ólst upp á
Langholtsveginum og síðar í
Hraunbænum en þar bjó hún með
foreldrum sínum þegar ég fæddist
1973 og Svana systir 1975. Mamma
gifti sig svo til Grundarfjarðar hon-
um Sigga P. eins og hann er kall-
aður en hún ætlaði aldrei að flytja
út á land og hvað þá giftast sjó-
manni. Þau giftu sig 6. október
1979 eða á afmælisdegi hennar
Svanborgar ömmu. Mamma vann
fyrst um sinn í Ragga sjoppunni,
svo mörg ár á leikskólanum enda
mikil barnagæla en síðustu árin
hennar á vinnumarkaðnum vann
hún í versluninni Tanga eða 1998-
2003. Mamma var vinmörg og oft
var kátt á hjalla við eldhúsborðið og
ekki fannst okkur systrum leiðin-
legt að hlera vinkonurnar við eld-
húsborðið. Mamma elskaði að setja
plötu á fóninn eins og Abba,
Grease, Brunaliðið og aðra góða
smelli. Hún átti fast pláss í þætt-
inum Atli það ekki á Rás 2 og mörg
lögin sem hafa verið spiluð fyrir
hana þar. Útilegurnar voru ófáar
og þá alltaf á Volvo á bílnúmerinu
P544 og appelsínuguli tjaldvagninn
aftur í og ófáir með. Hún föndraði
mikið, sérstaklega bútasaum og
tréföndur. Í mörg ár var hún í
skátastarfinu sem hún hafði mjög
gaman af. Hún hafði ekki alltaf
meðbyr í sinu lífi en hafði gaman af
lífinu þó það var henni ekki alltaf
auðvelt, en hún var mikill grínisti
og húmoristi. Hún fylgdist vel með
okkur systrum og barnabörnunum
alla tíð og alltaf var hún stolt af
okkur öllum, það leyndi sér ekki.
Hún var dugleg að hafa samband
en síðasta ár var ekki mikið um
hitting vegna Covid-19 þar sem
hún hræddist það og maður var á
nálum að bera það með sér. 3. júní
síðastliðinn hringdi mamma til að
óska mér til hamingju með afmæl-
isdaginn minn en símtalið var frek-
ar stutt og hún var þreytt, það
heyrði ég, en alltaf kvaddi hún eins:
„Eigum við ekki bara heyrast í
næsta stríði, Magga mín, og ég
elska þig,“ og þannig kvöddumst
við í síðasta símtalinu okkar.
Mamma var nýflutt á dvalarheim-
ilið Jaðar í Ólafsvík eftir að hún
lærbrotnaði í enda mars. Sama dag
og mamma hringdi í mig með af-
mæliskveðjuna fékk ég símtal frá
starfsfólkinu að láta mig vita að
mamma væri slöpp og væri komin í
súrefni. Laugardagskvöldið var
hún svo flutt á sjúkrahús á Akra-
nesi og sátum við systur yfir henni
síðustu dagana. Hún fékk nokkrar
góðar heimsóknir frá barnabörn-
unum ásamt símtölum frá þeim
sem búa erlendis. Þessar síðustu
stundir voru mjög erfiðar, það var
erfitt að sjá hvert stefndi í þinni
baráttu við veikindin, en mikið er
ég þakklát fyrir að við systur áttum
þessa daga með þér, við föðmuð-
umst, þú knúsaðir og kysstir okkur
og ég söng fyrir þig afmælisönginn
þar sem var alveg að koma að af-
mæli þínu og við vögguðum okkur
saman og héldumst í hendur. Á
svona stundu er margs að minnast,
elsku mamma mín, góða ferð í sum-
arlandið og hafðu þökk fyrir allt og
allt og ljúf minning um þig lifir í
hjörtum okkar allra.
Margrét Huld
Guðmundsdóttir.
Elskulega mútta mín, nú sit ég
hér með mikla sorg í hjarta og mik-
inn söknuð. Kallið þitt kom alltof
snögglega og of fljótt. Elskulega
mamma mín eða amma Dísa, þú
hafðir ekki alltaf meðbyr í þínu lífi
og þá sérstaklega í seinni tíð varð-
andi heilsu þína. Þú hélst þó alltaf í
kátínuna sem einkenndi þig og
glensið við mig og börnin mín. Veit
ekki hvað þú sagðir oft „ég er bara
að vitleystast“ og hlóst svo meira.
Þú ólst upp á einstaklega elskulegu
heimili með marga í kringum þig úr
stórfjölskyldunni, það fólk þótti þér
einstaklega vænt um og talaðir
mikið um. Ég fékk einnig að njóta
góðs af þessu góða fólki enda
bjuggum við mæðgur fyrstu árin
mín í Hraunbænum hjá ömmu og
afa og þar áttum við alltaf húsa-
skjól eftir það. Næsti kafli í okkar
lífi var að flytja til Grundarfjarðar
og þar hófst stórkostlegt tímabil í
mínu lífi og þínu líka. Ég græddi
þarna aukaömmu og -afa, þau
Gunnu og Pétur. Að fá að alast upp
þarna er sennilega eitt það dýr-
mætasta sem þú gafst mér í lífinu.
Þarna liggja mínar rætur og mínar
æskuminningar að stórum hluta ef
ekki öllum hluta. Minningabankinn
þaðan er svo stór og dýrmætur. Ég
var svo frjáls sem barn, fór ekki í
leikskólann heldur var með þér
mamma og Gunnu mjög mikið. Þar
gekk ég mína grunnskólagöngu og
kynntist mörgum frábærum ein-
staklingum sem eru enn góðir vinir
mínir í dag. Ein mín helsta minning
um mig og þig er að ég gat ekki slit-
ið mig frá þér með nokkru móti,
vildi fara allt með þér, í allar heim-
sóknir til vinkvenna þinna og ef þú
varst í símanum þá hékk ég á öxl-
inni þinni og vildi vita allt jafnóðum,
hvað væri að gerast. Eitt skiptið
sem ég fékk ekki að fara með vor-
um við í Hraunbænum, þá hljóp ég
út og að næstu stóru gatnamótum,
ég skyldi sko ekki skilin eftir. Í
minningunni varstu svo vinmörg og
mér fannst allar þessar vinkonur
svo skemmtilegar. Ef mig vantaði
huggun þá áttirðu alltaf nóg af
henni. Þitt helsta einkenni í gegn-
um tíðina var mikil hjartahlýja til
allra. Þú vildir líka allt fyrir okkur
systur gera sem þú mögulega gast
og vildir hafa okkur vel tilhafðar.
Þú varst líka alltaf svo fín og hafðir
þig stundum extra vel til, þú vildir
líka hafa alltaf fínt hjá þér og bjóst
alltaf til svo fallegt heimili. Ein-
hvern veginn vorum við svo líkar að
mörgu leyti, miklu meira en maður
hafði gert sér grein fyrir og þá með
svipaðan smekk á mörgu. Mitt
fyrst hús keypti ég af þér, við vor-
um báðar að reyna að vera jeppa-
kellingar og útilegufólk. Þú varst
alltaf til í að hjálpa mér með allt
sem þú mögulega gast og það gerð-
ir þú svo sannarlega oft. Þú varst
dugleg að fylgjast með mér og mín-
um í gegnum tíðina. Símtölin eru
óteljandi mörg þegar við bjuggum
ekki lengur á sama stað og þú
spurðir alltaf um ömmubörnin.
Undir það síðasta fylgdist þú mikið
með Jóni og Isabellu enda mikið
um að vera hjá þeim. Við hittumst
síðast á sjúkrahúsinu á Akranesi og
áttum þar saman þína síðustu daga
og stundir. Okkur gafst því ekki
sumarið saman og við heyrumst því
bara í næsta stríði. Þín elskulega
dóttir,
Svanhildur Rós.
Ásdís Björk
Stefánsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma hvíl í friði.
Hlýja, lúfa, Dísa Björk,
móðir, amma, systir.
Þín eru komin endamörk,
eitt knús enn í okkur lystir,
Alltaf varstu glettin, góð,
og annt um vini þína.
Af sumarlandsins engla sjóð,
nú björtust munt þú skína.
(Hugrún Elfa)
Þín ömmubörn
Íris Björk Sigurðardóttir.
Hugrún Elfa Sigurðardóttir.
Isabella Rut Sigurðardóttir.
Jón Arnar Sigurðsson.
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
" 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
(1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
✝
Diðrik Jó-
hannsson
fæddist í Þýska-
landi 4. ágúst
1934. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á
Akureyri 11. júní
2021.
Foreldrar hans
voru Elsa Kuhn,
fædd Jensen, f.
1903, d. 1974 og
próf. dr. Hans
Kuhn, f. 1899, d. 1988. Bræður
hans eru dr. Gustav Kuhn, f.
1932, Johann Kuhn, f. 1933, d.
1987, Wilhelm Kuhn, f. 1941 og
dr. Hermann Kuhn, f. 1945.
16.8. 1990), Diðrik, f. 5.2. 1998
og Snjólaug, f. 21.10. 2003.
Diðrik ólst upp í Þýskalandi
en flúði með móður sinni og
bræðrum í stríðslok til Íslands.
Þau bjuggu í nokkur ár á Kífsá
hjá Akureyri. Diðrik settist að
á Íslandi og starfaði sem fram-
kvæmdastjóri Nautastöðvar
Búnaðarfélags Íslands á
Hvanneyri. Eftir starfslok sett-
ust hann og Helga að á Akur-
eyri.
Diðrik verður jarðsunginn í
dag, 21. júní 2021, klukkan 13
frá Glerárkirkju.
Streymt verður frá athöfn-
inni á Facebook-síðunni Jarð-
arfarir í Glerárkirkju.
Virkan hlekk á streymið má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Diðrik kvæntist
Helgu Jónsdóttur
frá Akranesi, f.
25.3. 1942, d. 26.2.
2012. Dætur þeirra
eru: 1) Elsa Björg,
f. 2.3. 1962, maki
Ralfi Heese. Þau
eru búsett í Þýska-
landi og eiga tvö
börn: Soffiu, f.
17.1. 1992 og Jó-
hannes, f. 21.4.
1993. 2) Líney Snjólaug Dið-
riksdóttir, f. 21.7. 1966, maki
Kristján Jónsson, bændur á
Tréstöðum í Hörgársveit. Börn
þeirra eru Sigrún Kristín, f.
Elskulegur tengdafaðir minn,
Diðrik Jóhannsson, er látinn,
sáttur við sitt lífshlaup og tilbúinn
til að ganga inn í sumarlandið.
Við Diðrik höfum átt margar
stundir saman við vinnu og in-
dæla fjölskyldusamveru. Ég
hefði ekki getað óskað mér betri
tengdaföður og hjálp hans og ráð
hafa verið mér ómetanleg. Ég
naut líka þeirrar gæfu að deila
með honum afmælisdegi og þar
með áttum við margar ljúfar og
góðar stundir saman.
Elsku Diðrik, takk fyrir alla
hjálpina í gegnum árin. Þú gerð-
ir okkur meðal annars kleift að
stunda búskap og sem betur fer
fékkst þú þar með líka útrás fyr-
ir þína búskaparþrá. Þú kenndir
mér margt. Við áttum mörg
samtöl og gæðastundir í fjósinu
og gekk auk þess alltaf sérlega
vel að vinna saman.
Við fjölskyldan þín sem horf-
um á eftir þér núna erum þakk-
lát fyrir hvað þú varst okkur
mikil fyrirmynd og sýndir okkur
mikið ástríki og ræktarsemi. Við
búum að því að hafa kynnst rétt-
sýni þinni og staðfestu og ekki
síst vandvirkni þinni og alúð í
öllum þeim verkefnum sem þú
tókst þér fyrir hendur. Við mun-
um um alla tíð njóta góðs af því
sem þú kenndir okkur um garð-
rækt, matjurtir og heilsusamlegt
líferni.
Elsku Diðrik, við stöndum eft-
ir og skynjum hve mikið er horf-
ið úr okkar lífi þegar þú ert far-
inn en við erum líka þakklát
fyrir að hafa fengið að njóta
samvista við þig öll þessi ár.
Elsku Diðrik, takk fyrir allt. Ég
veit að þú ert nú kominn á betri
stað, innan um ástvini þína sem
bíða þín þar.
Hvíl í friði. Minning þín mun
alltaf lifa með okkur
Kristján Jónsson.
Diðrik Jóhannsson