Morgunblaðið - 21.06.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021
Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími
8:00-16:30
Úrvals hamborgarar og grillkjöt
Krydd, sósur og ýmsar grillvörur
60 ÁRA Bertrand fæddist 21. júní
1961 í Béthune í Norður-Frakklandi
en ólst upp í Lièvin. Hann útskrifaðist
sem barna- og unglingageðlæknir frá
háskólanum í Lille, vann síðan í París
árin 1989-1998, en þá flutti hann
ásamt eiginkonu og dóttur til Íslands.
Bertrand hefur síðan unnið sem sér-
fræðingur á barna- og unglingageð-
deild (BUGL) og er jafnframt dósent
við læknadeild Háskóla Íslands. Þá
lauk hann doktorsprófi í læknisfræði
við Háskóla Íslands árið 2011.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
öllu sem tengist barna- og unglinga-
geðlækningum og ég tel að sérfræð-
ingar á þessu sviði muni leika mikil-
vægt hlutverk í heilbrigðismálum í
framtíðinni.
Ég hef mikinn áhuga á klassískri
tónlist, er með próf í þverflautuleik og
stofnaði á sínum tíma og lék með
áhugamannahljómsveit í Lille í
Norður-Frakklandi. Núna nýt ég
þess að fara á tónleika, sérstaklega ef
það eru dæturnar sem eru að spila á
nemendatónleikum.
Bestar eru samverustundir með
fjölskyldunni, ekkert kemur í staðinn
fyrir þær. Ég hef mjög gaman af
ferðalögum með henni, innanlands og
utan, og það verður aldeilis gott að
geta bráðum ferðast aftur meira í út-
löndum, skoða borgir, kirkjur og fara
á alls konar söfn. Ég hef mikinn
áhuga á sögu tuttugustu aldar, sér-
staklega öllu í tengslum við heims-
styrjaldirnar báðar, en við fjölskyldan
höfum farið á ófá söfnin sem þeim
tengjast. Stundum hefur dætrunum
fundist nóg um! Þá hef ég einnig mik-
inn áhuga á stjórnmálum almennt, en
sérstaklega þó þeim frönsku sem ég
reyni að fylgjast vel með.“
FJÖLSKYLDA
Bertrand er kvæntur Hönnu Guð-
laugu Guðmundsdóttur listfræðingi,
f. 28.8. 1969, og eiga þau dæturnar Jó-
hönnu Clöru, f. 1.12. 1997, Mathildu
Evelyne, f. 20.9. 2005 og Magdalenu,
f. 13.3. 2008. Foreldrar Bertrands eru
André Lauth, kennari og fyrrverandi
skólastjóri, f. 7.11. 1936 og Evelyne
Lauth (fædd False), kennari og fyrr-
verandi skólastjóri, f. 3.1. 1937.
Bertrand Lauth
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Nú er heppilegur tími til að binda ný
vinabönd. Sýndu fólki að þú kunnir að meta
það.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú átt í innri baráttu og veist varla í
hvorn fótinn þú átt að stíga. Ekki hugsa
svona mikið, nú er tími til að upplifa og
njóta.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú ert á réttri leið en þarft að vera
ákveðinn til að hlutirnir gangi hraðar fyrir
sig.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú ert að taka mikið framfaraskref í
lífinu þessa dagana. Gerðu ráð fyrir óvænt-
um uppákomum í tengslum við börn og
þína nánustu.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Mundu að umgangast hugmyndir ann-
arra af sömu virðingu og þú vilt að þeir sýni
þínum verkum. Opnaðu augun með jákvæð-
um huga og þá eru þér allir vegir færir.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Leggðu áherslu á að vera í góðu
sambandi við samstarfsmenn þína. Ver-
aldleg velgengi er ágæt en andlegur auður
er öðru dýrmætari.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Áhrifamáttur þinn dylst engum sem er
í návist þinni, þú þarft ekki að básúna neitt.
Undirbúðu þig fyrir einlægar samræður við
félaga þinn.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Hafðu hemil á ráðríki þínu ef
þú vilt ekki lenda í vandræðum sem eiga
eftir að draga dilk á eftir sér. Farðu varlega
og reyndu að særa engan.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Ef þú segir meiningu þína
máttu eiga von á að einhver valdabarátta
komi upp á vinnustað. Taktu á þig rögg en
ekki stinga höfðinu í sandinn.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Horfurnar virðast yfirþyrm-
andi,en þú ert í fullkominni aðstöðu til að
takast á við það sem koma mun. Hóaðu
saman liði sem klárar málin með hraði.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Mundu að ekki hafa allir sömu
skoðanir á hlutunum og það ber líka að
virða. Leyfðu einstöku skopskyni þínu að
njóta sín og heimurinn hlær með þér.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Einhver reynslumikill getur gefið þér
góð ráð við lausn vandamáls. Reyndu að ná
tökum á hlutunum og svo skaltu vinna þá í
rólegheitum.
skyndihjálpinni. Önnur höndin á
mér er talsvert bækluð svo ég átti
erfitt með að sýna skyndihjálpina á
dúkku. Einn félaginn sagði að það
meirapróf á öll leyfileg ökutæki en
þeir ætluðu ekkert að hleypa mér í
gegn með einn fót, en ég varð svo
efstur í ökunáminu í öllu nema
B
erent Karl Hafsteinsson
fæddist 21. júní 1971 á
Sjúkrahúsinu á Akra-
nesi og ólst upp á
Brekkubrautinni. Hann
gekk í Brekkubæjarskóla og var í
sumarvinnu á Kirkjubóli í Innri-
Akraneshreppi frá 8-16 ára. „Ég er
örverpið í fjölskyldunni og yngsta
systir mín hefur aldrei fyrirgefið
mér fyrir að hafa fæðst. Ég er fárán-
lega kraftmikill og ofvirkur. Ég var
sendur í sveit svo mamma fengi sum-
arfrí, því það var alveg nóg að hafa
þennan villing heima í 9 mánuði á
ári.“
Berent hóf vélvirkjanám í Fjöl-
brautaskóla Akraness haustið 1987
og fór á samning hjá Skipasmíðastöð
Þorgeirs og Ellerts á sama tíma.
Hann byrjaði að landa upp úr tog-
urum í eigu Hafarnarins á Akranesi
15 ára og var í því með skóla þar til
líf hans gjörbreyttist á einu and-
artaki. „Á páskadag 1991 lenti ég í
mótorhjólaslysi sem hefur markað
líf mitt alla tíð. Ég var í 100% órétti
og hafði keyrt alltof hratt og lenti í
sjávargarðinum uppi á Skaga. Svo
setti ég vafasamt Íslandsmet í slys-
inu, braut 47 af 206 beinum í lík-
amanum og var haldið sofandi í þrjár
vikur á gjörgæslu og það vissi eng-
inn hvort ég myndi geta gengið. Ég
var í rúman hálfan sólarhring í
skurðaðgerð og það má segja að ég
sé gangandi kraftaverk.“ Þegar faðir
Berents sá hann á gjörgæslunni orti
hann þessa vísu:
Aflið er unglingnum erfiður skóli
Áhættan heillar og aldrei neitt hik
Örlagavefur var ofinn á hjóli
Við andvaraleysi eitt augnablik.
Berent fékk engar bætur því hann
var á alltof miklum hraða í slysinu.
En hann fer það sem hann ætlar sér.
Eftir stöðuga endurhæfingu bæði
heima og á endurhæfingarstöðum
ákvað hann níu mánuðum eftir slysið
að fara á fullt, þrátt fyrir að vera
alltaf verkjaður, enn þann dag í dag.
„Ég held að bæði þrjóskan og gott
líkamlegt form hafi hjálpað mér í
endurhæfingunni, en ég á m.a. mörg
Íslandsmet í sundi og æfði með
landsliði fatlaðra. Ég skráði mig í
hefði verið hægt að kæra mig fyrir
líkamsárás, þvílíkar hefðu aðfarirnar
verið.“ Ég á fullt af Íslandsmetum
og var að æfa með landsliðinu í sum-
ar, en ég fór aldrei á stórmót með
fötluðum með landsliðinu.“
Haustið 1995 fór Berent í Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra á
Sauðárkróki og útskrifaðist þaðan
1999. Þá tók við erfitt tímabil. Hann
hafði smitast af lifrarbólgu C á spít-
alanum við blóðgjöf í aðgerðinni og
þurfti að fara í 9 mánaða lyfja-
meðferð. Hann fékk lyfið Interferon
og þurfti að sprauta sig tvisvar á dag
og þá fann hann fyrir andlegum erf-
iðleikum, í raun í fyrsta skipti eftir
slysið.
Berent er búinn að fara í tugi að-
gerða á líkamanum og fer í sjúkra-
þjálfun þrisvar í viku. „Svo nota þeir
mig eins og tilraunadýr hjá Össuri,
því það er svo erfitt að smíða á mig
gervifót að ef ég get notað hann, þá
geta 90% annarra sem þurfa fót fyrir
neðan hné nýtt hann líka.“
Síðustu tuttugu ár hefur Berent
sinnt umferðarfræðslu og fer í skóla
og talar við nemendur sem eru að
ljúka grunnskóla. „Ég er sá eini í
þessu og ég tala bara hreint út við
krakkana. Mæti í stuttbuxum og
sýni þeim gervifótinn og segi þeim
að ef maður leiki sér að eldi þá
brenni maður sig fyrr eða síðar. Þá
sé ekkert hægt að spóla til baka eins
og í tölvuleik. Ég hefði viljað hitta
einhvern svona gaur sem segði bara
umbúðalaust hvernig hlutirnir eru
og ég held að það skili sér til krakk-
anna. Síðan er ég bara hress og
reyni að hafa þetta lifandi og
skemmtilegt. Mér finnst líka mik-
ilvægt að tala um að við eigum bara
eitt líf og að við þurfum að njóta þess
og hugsa eins vel um það og við get-
um. Jákvæðni og vilji til að komast
yfir næstu brekku er það sem þarf.
Svo gleður það mig að heyra að slys-
um ungmenna 18-25 ára í umferðinni
hefur fækkað um 60% á þessu tíma-
bili og vonandi á maður einhvern
þátt í því.“
Berent og eiginkona hans, María
Lilja, áttu tíu ára brúðkaupsafmæli í
gær, 18. júní. „Hún var eitthvað
skotin í vitleysingnum,“ segir hann
Berent Karl Hafsteinsson umferðarforvarnarfulltrúi – 50 ára
Mótorhjólin Berent á RACER mótorhjóli NR 46. Myndin er tekin árið 2005.
Ekkert hægt að spóla til baka
Tinbrúðkaup Berent og María Lilja
giftu sig 18. j́úní árið 2011 og héldu
upp á tíu ára brúðkaupsafmæli sitt í
gær. Berent segir hjónabandið, án
efa, vera sín mesta gæfa í lífinu.
Slysið 1992 Þarna liggur Berent í
dái eftir slysið og Hafdís systir hans
setti á hann sólgleraugu svo litli
bróðir gæti haldið áfram að vera
svalur, þrátt fyrir að vera í dái.
Til hamingju með daginn