Morgunblaðið - 21.06.2021, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
THE WASHINGTON POST
ROGEREBERT.COM
TOTAL FILM
USA TODAY
THE SEATTLE TIMES
THE GUARDIAN
GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA
SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA
HROLLVEKJANDI
SPENNUMYND
THE WRAP FILM
SÝNDMEÐ ÍSLENSKUTALI97%
SAN FRANCISCO
CHRONICLE
INDIE WIRE
Grín- Spennumynd eins og þær gerast bestar!
ROGEREBERT.COM
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þegar ég sendi frá mér Sigga
sítrónu var ég sannfærður um að það
yrði síðasta bókin mín um Stellu og
fjölskyldu hennar. Þau áform breytt-
ust hins vegar fyrir jólin,“ segir
Gunnar Helgason um nýjustu bók
sína sem nefnist Palli Playstation.
Bókin er fimmta bókin í seríunni um
Stellu sem hófst með Mömmu klikk!
(2015), en í framhaldinu fylgdu bæk-
urnar Pabbi prófessor (2016), Amma
best (2017) og svo Siggi sítróna
(2018).
„Við Björk, konan mín, sendum
bæði frá okkur nýjar bækur fyrir síð-
ustu jól. Ég var með Barnaræningj-
ann og Björk með Hetju. Við hittum
fullt af grunnskólanemendum í gegn-
um Zoom og Teams þar sem við vor-
um að lesa upp úr bókunum og
spjalla. Í hverjum einasta skóla sem
við heimsóttum var ég spurður hve-
nær von væri á næstu bók um Stellu.
Í fyrstu tíu skiptin svaraði ég spurn-
ingunni þannig að bókaflokkurinn
væri búinn og því ekki von á fleiri
bókum um Stellu. En svo kom að því
að Björk svaraði fyrir mig og sagði:
„Auðvitað skrifar hann aðra bók!“ við
mikinn fögnuð nemenda,“ segir
Gunnar skellihlæjandi og rifjar upp
að eiginkona hans, Björk Jakobs-
dóttir, hafi í framhaldinu sagt honum
í grófum dráttum um hvað bókin ætti
að vera.
Mikilvægi góðra fyrirmynda
„Í fyrri bókunum fjórum hefur
Palli verið tilfinningalegt akkeri fjöl-
skyldunnar, þar sem ekkert haggar
honum. Ég ákvað hins vegar að
hagga honum aðeins í nýjustu bók-
inni. Hann lendir í því versta sem
hann gæti hugsað sér að kæmi fyrir
og líka því næstversta. Stella ákveður
að hjálpa honum þó það sé enginn að
biðja hana um það – þvert á móti. Því
Palli margbiður hana að skipta sér
ekki af hans málum,“ segir Gunnar
og bendir á að fólk verði að fá að gera
sín mistök í friði og jafnframt leið-
rétta þau sjálf í friði.
Aðspurður segist Gunnar hugsi
yfir því hversu miklum tíma mörg
börn og ungmenni eyða í tölvu-
leikjum. „Að stórum hluta er það
okkur sjálfum, fullorðna fólkinu, að
kenna því við kaupum handa þeim
leikjatölvurnar og leikina til þess að
afla sjálfum okkur vinsælda,“ segir
Gunnar og bendir á mikilvægi þess
foreldrar séu góðar fyrirmyndir.
Leggjumst upp í sófa að lesa
„Ef krakkarnir sjá okkur lesa þá
er það hvatning fyrir þau að lesa. En
ef þau sjá okkur alltaf vera að rýna í
skjá, hvort heldur er tölvuskjá eða
snjallsímana okkar, þá læra þau auð-
vitað það sem fyrir þeim er haft. Við
ættum því oftar að leggjast upp í sófa
og lesa og jafnvel lesa saman, því það
er svo huggulegt,“ segir Gunnar og
tekur fram að hann eigi engar töfra-
lausnir.
Eitt af því sem Gunnar beinir sjón-
um sínum að í bókinni er hvað felist í
því að vera áhrifavaldur. „Því Stellu
stendur það til boða að verða áhrifa-
valdur,“ segir Gunnar. „Hún bregst
við … Ja, nú ætla ég ekki að segja of
mikið. Fólk verður bara að lesa bók-
ina. Heilt yfir getum við sagt að
Stella taki margar rangar ákvarðanir
í bókinni og aðeins eina og eina
rétta,“ segir Gunnar kíminn.
Stórkostlegt ævintýri
Talið berst í framhaldinu að því
hversu myndrænar bækur Gunnars
eru og liggur beint við að spyrja
hvort þar skrifi leikstjórinn og leik-
arinn Gunnar. „Það er ekkert leynd-
armál að ég skrifaði þessar bækur
með það í huga að vonandi gætu þær
farið á svið og jafnvel á hvíta tjaldið
eða flatskjáina. Mig langar alltaf að
bækurnar fái áframhaldandi líf,“ seg-
ir Gunnar, en Mamma klikk! var sett
upp í Gaflaraleikhúsinu 2019 og kvik-
myndin Víti í Vestmannaeyjum var
frumsýnd 2018. „Bæði myndin og
leiksýningin voru stórkostlegt ævin-
týri og draumur fyrir mig sem höf-
und að sjá efnið lifna við í nýjum
miðli.“
Spurður hvort búast megi við því
að Pabbi prófessor rati á svið hjá
Gaflaraleikhúsinu fljótlega svarar
Gunnar því neitandi. „Okkur langaði
til þess, en það er ekki hægt án fjár-
magns,“ segir Gunnar og tekur fram
að hann vonist engu að síður til þess
að allar Stellu-bækurnar eignist
framhaldslíf í sjónvarpsformi. „Það
er ólýsanleg tilfinning að sjá eigin
bók verða að hvort heldur er leiksýn-
ingu eða kvikmynd. Það er mitt uppá-
hald og þess vegna er ég alltaf að
stefna á framhaldslífið. Það er svo
bara hreinn bónus að fá að skrifa
handritið, leika eða leikstýra í aðlög-
uninni. Þá er ég í himnaríki,“ segir
Gunnar og tekur fram að hann sé
nýbúinn að ljúka við bók sem nefnist
Alexander Daníel Hermann Dawids-
son. „Hún er rakin kvikmynd,“ segir
Gunnar og hlær dátt.
Gaman að heyra krakka hlæja
„Í ágúst er síðan væntanleg bókin
Drottningin sem kunni allt nema …
sem ég kláraði í vor með Rán Flygen-
ring. Sú bók verður sviðsett hjá Gafl-
araleikhúsinu á næsta leikári, en við
fengum styrk frá sviðlistaráði fyrir
henni,“ segir Gunnar sem ætlar sjálf-
ur að leikstýra uppfærslunni. „Þetta
verður lítil og falleg sýning,“ segir
Gunnar sem leikstýrði síðast barna-
sýningunni Hvítt hjá Gaflara-
leikhúsinu 2016. „Það er svo gaman
að heyra krakka hlæja, hvort heldur
það er þegar ég er sjálfur að leika,
lesa upp eða leikstýra. Það er ekkert
betra í heiminum en þegar þau
springa úr hlátri,“ segir Gunnar.
Ekki er hægt að sleppa Gunnari án
þess að spyrja hvort von sé á fleirum
bókum í Stellu-seríunni. „Ég er að
minnsta kosti þegar kominn með
hugmyndina að næstu bók í seríunni.
Mér var bent á að það ætti eftir að
skrifa bókina um Hanna granna og
þegar ég fattaði að það er einn laus
endi eftir með Hanna þá sá ég fyrir
mér að gaman væri að elta þann
þráð. Meira get ég ekki sagt á núver-
andi stundu,“ segir Gunnar, en svo
skemmtilega vill til að Felix Bergs-
son, góður vinur og samstarfsfélagi
Gunnars til margra ára, fór með hlut-
verk Hanna granna í uppfærslu Gafl-
araleikhússins.
„Að lokum langar mig að svara
þeim mörgu krökkum sem spurt hafa
mig hvenær Palli Playstation rati inn
á Storytel,“ segir Gunnar sem sjálfur
les allar bækur sínar inn. „Það gerist
ekki fyrr en eftir ár, en í sárabætur
ákvað ég að útbúa hlaðvarpsþætti um
Stellu, fjölskyldu hennar og Hanna
granna sem komnir eru inn á Story-
tel og heita Meira um Stellubæk-
urnar. Sigþrúður Gunnarsdóttir, rit-
stjóri minn, tekur þar viðtöl við allar
persónur bókarinnar,“ segir Gunnar,
en með hlutverkin fara leikararnir
sem léku í uppfærslu Gaflaraleik-
hússins á sínum tíma.
Ljósmynd/Magnea Birgisdóttir
Stuð „Það er ekkert betra í heiminum en þegar þau springa úr hlátri,“ seg-
ir Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, og vísar þar til hlæjandi barna.
„Þá er ég í himnaríki“
- Gunnar Helgason sendir frá sér fimmtu bókina í Stellu-seríunni - Segist þegar kominn með hug-
mynd að næstu Stellu-bók - Vinnur að því að tryggja bókunum framhaldslíf á skjánum eða sviðinu