Morgunblaðið - 23.06.2021, Side 1

Morgunblaðið - 23.06.2021, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 3. J Ú N Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 145. tölublað . 109. árgangur . BANKARNIR HORFA TIL SKÝJANNA ENSKAN RYÐUR ÍSLENSKUNNI ÚR VEGI FJÖLDI ALÞJÓÐ- LEGRA HEIMILD- ARMYNDA FERÐAÞJÓNUSTAN 6 ICEDOCS 2021 24VIÐSKIPTAMOGGINN Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir fyrirtækið hafa staðið tæpt eftir að kórónu- veirufaraldurinn lamaði heilbrigð- iskerfi víða um heim í fyrra. „Ef við rifjum upp stöðuna í mars í fyrra vor- um við að berjast fyrir lífi fyrirtækis- ins í nokkrar vikur. Við horfðum fram á að Össur gæti að óbreyttu ekki lifað lengur en í fjóra mánuði,“ segir Jón um áfallið í fyrravor. Fyrirtækið hafi síðan náð að snúa vörn í sókn og hyggi á áframhaldandi vöxt. Kaup á öðrum fyrirtækjum séu hluti af þeirri áherslu að ná sem mestum lóðréttum samruna, þ.e. að hafa alla virðiskeðjuna á einni hendi. Össur keypti nokkur fyrirtæki í fyrra, m.a. College Park, og segir Jón í ítarlegu viðtali við Viðskipta- Moggann í dag að gott fjárstreymi skapi skilyrði til slíkra kaupa. Opna nýjar söluskrifstofur Össur hefur undanfarið opnað eig- in söluskrifstofur í Japan og Mexíkó. Jafnframt hefur fyrirtækið tekið í notkun nýja starfsstöð í Orlando. „Starfsstöðin er að búa til heildar- lausnir en hingað til höfum við selt íhluti til viðskiptavina og þeir til dæmis sett saman gervifætur úr íhlutum frá mörgum framleiðendum. Við erum að þróa nýja tækni til að skanna útlimi og til að geta boðið upp á heildstæða lausn fyrir okkar við- skiptavini,“ segir Jón og útskýrir að með þessu taki Össur yfir hluta af framleiðslunni sem farið hafi fram inni á stoðtækjaverkstæðunum. Börðust fyrir lífi Össurar í fyrra - Forstjórinn boðar frekari sókn Jón Sigurðsson „Ég er nú búinn að vera í þessu það lengi að ég fer ekkert út að spila nema það sé veður í það. Og þetta er búið að vera skelfilegt, en þetta kem- ur allt fyrir rest.“ Þetta segir Rúnar Gunnars- þá ansi grátt að undanförnu. Þrátt fyrir það hef- ur aðsókn á vellina verið með góðu móti. „Ég held að þetta sé bara fyrsti dagurinn þar sem maður nýtur þess að vera úti í golfi.“ son, aðstoðarvallarstjóri golfklúbbsins Keilis og vanur golfari, en Morgunblaðið náði tali af hon- um eftir hring á Seltjarnarnesvelli í gær. Veðrið lék loks við golfara landsins en það hefur leikið Morgunblaðið/Eggert Loksins hægt að njóta þess að spila golf í góðu veðri Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikil fjölgun hefur orðið á tilkynn- ingum til barnaverndarnefnda vegna kynferðisofbeldis milli ára. Fyrstu þrjá mánuði ársins voru þær alls 224 eða 86,7% fleiri en á sama tíma í fyrra. Í nýrri samantekt Barna- verndarstofu kemur fram að sá fjöldi tilkynninga sem bárust til barna- verndarnefnda landsins vegna kyn- ferðislegs ofbeldis fyrstu þrjá mán- uði ársins er svipaður og á fyrstu sex mánuðum síðastliðinna ára. „Þetta skýrist að hluta af þeim fjölda mála sem komið hafa upp er varða stafrænt kynferðisofbeldi,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, for- stjóri Barnaverndarstofu. Hún segir að gerendur í slíkum málum séu gjarnan stórtækir og fórnarlömb í einu lögreglumáli geti jafnvel verið 10-15 talsins. „Þessum málum byrj- aði að fjölga seint á síðasta ári. Þetta er kannski í takt við þá stöðu í sam- félaginu sem Covid bjó til og okkur grunaði að gæti komið upp. Þá voru allir meira heima hjá sér og gerend- ur reyndu að setja sig í samband við börn í gegnum netið. Þessar tölur staðfesta þær grunsemdir.“ Heiða segir að þessi fjöldi mála hafi aukið álag á barnaverndarkerfið sem hafi verið veikt fyrir. „Við vor- um með metár í skýrslutökum í Barnahúsi í fyrra. Árið í ár virðist ætla að verða töluvert stærra í skýrslutökum en 2020 var. Þeim fjölgar um 158% fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Það er rosaleg sprenging.“ Forstjórinn segir að öll þessi börn þurfi þjónustu. „Barnahús var reyndar sprungið fyrir Covid og þessi aukning er því mikið áhyggju- efni. Okkur vantar bæði fleira starfs- fólk til að sinna þessum börnum og annað húsnæði.“ Barnahús sprungið vegna stafrænna kynferðisbrota - 158% fjölgun skýrslutaka vegna kynferðislegs ofbeldis Fjöldi skýrslutaka í Barnahúsi Fyrstu þrjá mánuði áranna 2018-2021 Heimild: Barna- verndarstofa 26 24 64 98 2018 2019 2020 2021 MVanræksla á börnum »12 Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, fagnar lagabreytingu sem leiðir til þess að fyrirtækið mun framvegis ekki lengur hafa sama verð fyrir alþjónustu um allt land. Með því er horfið frá því að bjóða sama verð fyrir pakkasendingar um allt land, að 10 kg, en sú verðskrá hefur gilt frá ársbyrjun 2020. Harmar hækkunina Þórhildur Ólöf segir kröfuna um sama verð um allt land hafa valdið Íslandspósti ýmsum erfiðleikum. „Með þessari breytingu hefur rík- ið þó ákveðið að draga úr greiðslu- þátttöku fyrir notendur á lands- byggðinni, sem hefur skilað þeim mjög hagstæðu verði fyrir pakka- sendingar í hálft annað ár. Því leiðir af þessari breytingu að verð til við- skiptavina á landsbyggðinni mun því miður þurfa að hækka,“ segir Þór- hildur Ólöf en rætt er við hana um málið í ViðskiptaMogganum. Morgunblaðið/Hari Pósturinn Fyrirtækið mun endur- skoða gjaldskrána á næstunni. Pósturinn hækkar gjaldskrá - Sendingar út á land verða dýrari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.