Morgunblaðið - 23.06.2021, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég hef aldrei heyrt um hund á upp-
boði, þetta er nýtt,“ segir Guðný Rut
Isaksen, framkvæmdastjóri Hunda-
ræktarfélags Íslands.
Sýslumaðurinn á höfuðborgar-
svæðinu auglýsti í Morgunblaðinu í
gær uppboð til slita á sameign. Á
þriðjudaginn næsta verður boðinn
upp enskur setter-hundur sem kall-
ast Rjúpnabrekku-Blakkur. Tekið
er fram í auglýsingunni að greiða
þurfi fyrir hundinn við hamarshögg.
Samkvæmt upplýsingum frá
sýslumanninum á höfuðborgarsvæð-
inu er ekki vitað til þess að hundur
hafi áður verið boðinn upp á vegum
embættisins. Komið hefur fyrir að
hestar séu boðnir upp en ekki önnur
dýr.
Guðný segir við Morgunblaðið að
hundar falli undir lög um lausafjár-
kaup. „Og það er auðvitað tíma-
skekkja að sömu lög gildi um hunda
og að kaupa sér bíl. Þetta er eitthvað
sem þarf að athuga.“
Hún segir að þó nokkuð sé um
enska settera á Íslandi og sérstök
deild er fyrir þá innan Hundarækt-
arfélagsins. „Þetta eru afskaplega
góðir veiðihundar og þeir sem fá sér
svona hund eiga það til að fá sér
aldrei aðra tegund. Þeir eru mjög
öflugir.“
Hún kveðst ekki treysta sér til að
segja til um hvað enskur setter-
hundur kosti. „Það þarf augljóslega
að borga meira fyrir þjálfaðan veiði-
hund en fyrir hvolp. Fólk leggur
mikla vinnu í þjálfunina fyrir utan
auðvitað tilfinningatengslin sem það
myndar við hundinn.“
Veiðihundur seldur á uppboði
- Ekki vitað til þess að hundar hafi áður ratað á uppboð
Ljósmynd/Wikimedia Commons
Öflugur Ensku setterarnir eru sagðir vera frábærir veiðihundar.
Héraðsdómur í Svendborg í Dan-
mörku dæmdi í gær íslenskan karl-
mann í fjögurra ára fangelsi fyrir
ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur
sinni. Einnig var manninum vísað úr
landi í Danmörku að lokinni afplán-
un dómsins. Brotin framdi maðurinn
gegn stúlkunni á árunum 2006 til
2010 eða frá því hún var fimm ára
gömul þar til hún varð níu ára. Stúlk-
an er nú danskur ríkisborgari.
Í tilkynningu frá lögreglunni á
Fjóni, sem Ritzau-fréttastofan vitn-
ar til, segir að maðurinn, sem nú er
51 árs, hafi ávallt lýst yfir sakleysi
sínu við réttarhöldin og hafi þegar
áfrýjað dómnum til Eystri landsrétt-
ar. Maðurinn var fundinn sekur um
að hafa nauðgað dóttur sinni þegar
þau voru á Íslandi og einnig í sumar-
húsi á Fjóni. Stúlkan hefur ekki átt
nein samskipti við föður sinn frá
árinu 2010.
Embættismenn í Nyborg á Fjóni
kærðu málið til lögreglu árið 2018
eftir að stúlkan greindi frá því hvað
hún hefði upplifað í æsku. Við rann-
sókn lögreglu kom í ljós að maðurinn
dvaldi á Spáni og hann var úrskurð-
aður í gæsluvarðhald að sér fjarver-
andi í júní á síðasta ári. Í kjölfarið
var gefin út evrópsk handtökuskipun
á hendur manninum og hann var
handtekinn í Alicante í október.
Í tilkynningu lögreglunnar segir
að málið sé að mörgu leyti óvenju-
legt. Um sé að ræða fjölda brota,
sem hinn ákærði hafi framið gegn
eigin dóttur. Þá hafi liðið langur tími
frá því brotin voru framin og þar til
þau voru kærð. Því hafi ákæruvaldið
orðið að reiða sig á framburði vitna
því engin bein sönnunargögn hafi
verið fyrir hendi. Það hafi ráðið úr-
slitum að stúlkan hafði trúað tveim-
ur vinkonum sínum fyrir því sem
gerðist tiltölulega skömmu eftir at-
burðina.
Dæmdur í fjög-
urra ára fangelsi
- Fundinn sekur um brot á dóttur sinni
ir. Í bakgrunni glittir í Reynisdranga. Hestamannafélagið Sindri
og Vík Horse Adventure halda þessa vikuna reiðnámskeið, ætlað
Efnilegir knapar á ferð um ströndina við Víkurfjöru, sumir hverj-
ir teymdir áfram af reynsluboltum en aðrir færir um að ríða sjálf-
börnum sem fædd eru 2015 og fyrr. Knaparnir virðast hafa notið
sín vel í reiðtúr gærdagsins enda viðraði ágætlega til útivistar.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Ungir og upprennandi knapar á ferð um Víkurfjöru
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Múlaþing hefur gengið frá kaupum á
fimm af þeim sex íbúðum sem eru á
hættusvæði vegna ofanflóða við
Stöðvarlæk, utan við stóru skriðuna
sem féll á Seyðisfjörð í desember.
Fasteignamat helmings íbúðanna er
hærra en staðgreitt markaðsverð og
hefur sveitarfélagið keypt tvær eign-
anna á því verði þótt ofanflóðanefnd
hafi hafnað því að endurgreiða kaup-
verð umfram markaðsverð.
Ekki hefur verið heimilað að búa í
umræddum íbúðum við Stöðvarlæk
frá því skriðurnar miklu féllu á Seyð-
isfirði í desember. Stöðvarlækur er
utan við stóru skriðuna. Við mat á
vörnum er ekki talið tryggt að hægt
sé að verja þessi hús fyrir stórum
skriðum. Því verður að kaupa þau.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri
Múlaþings, segir að sveitarstjórn
hafi þótt eðlilegt að greiða fasteigna-
matsverð fyrir húsin, í þeim tilvikum
sem það er hærra en markaðsverð.
Nefnir hann að sveitarfélagið hafi
innheimt fasteignaskatt og önnur
fasteignagjöld af eigendum húsanna
miðað við fasteignamat. Ofanflóða-
sjóður á að standa undir kaupverð-
inu en ofanflóðanefnd var ekki sam-
mála afstöðu sveitarfélagsins og
hafnaði ósk þess um aukna aðkomu
Ofanflóðasjóðs og vísaði til reglna
sinna. Ekki hefur verið lokið samn-
ingum um kaup á öllum húsunum en
Björn áætlar að munur á verði
þeirra húsa þar sem fasteignamat er
hærra en markaðsverð geti orðið um
fjórar milljónir króna í heildina. Sá
kostnaður lendir á sveitarfélaginu,
að óbreyttu.
Verði áfram bæjarprýði
Ráðgjafarnefnd hefur skilað um-
hverfis- og skipulagsnefnd Múla-
þings tillögum um færslu húsa utan
Búðarár. Var málið rætt á fundi
byggðaráðs í gær.
Björn segir að hópurinn hafi lagt
til nýja staðsetningu húsa af hættu-
svæðum, ef ákveðið verður að flytja
þau. Húsunum hefur verið fundinn
staður í gömlu byggðinni, meðal ann-
ars í nágrenni kirkjunnar, þar sem
þau falla vel að þeim húsum sem fyr-
ir eru og verði áfram bæjarprýði.
Þetta á meðal annars við þau hús við
Stöðvarlæk sem sveitarfélagið er að
kaupa.
Umhverfis- og framkvæmdaráð
lagði til að málefni húss sem nefnt er
Gamla ríkið verði sett í forgang.
Björn segir að sum húsin teljist
menningarminjar sem full ástæða sé
að horfa til flutnings á en engar
ákvarðanir hafi verið teknar um það.
Úrvinnsla á þessum tillögum sé að
hefjast. Spurður um kostnað við
flutning húsanna og fjármögnun
hans segir Björn að það liggi ekki
fyrir. Á hann von á því að fulltrúar
sveitarfélagsins setjist niður með
fulltrúum stjórnvalda til að ræða
málið enda sé flutningur húsanna
hluti af framtíðaruppbyggingu Seyð-
isfjarðar eftir hamfarirnar í vetur.
Tækniminjasafnið minnisvarði
Hús Tækniminjasafnsins eyði-
lagðist að hluta. Ljóst er að það verð-
ur ekki endurbyggt, að sögn Björns,
en ekki er lagt til að það verði rifið.
Segir Björn hugmyndir uppi um að
húsið verði látið standa á sínum stað
sem eins konar minnisvarði um ham-
farirnar. Yrði þá eitthvað sett upp í
því sem tengist því hlutverki.
Greiða hærra verð fyrir húsin
- Múlaþing tekur á sig aukakostnað með því að kaupa hluta húsa á hættusvæðum á hærra verði
en Ofanflóðasjóður vill greiða - Ákveðnir staðir í gamla bænum fyrir hús sem ákveðið verður að flytja
Morgunblaðið/Eggert
Frá Seyðisfirði Húsin við Stöðvarlæk standa utan við aurskriðusvæðið og
eru ystu íbúðarhúsin sem sjást á myndinni. Þau standa á hættusvæði.