Morgunblaðið - 23.06.2021, Side 6

Morgunblaðið - 23.06.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Nú er fyrsta Þingvallaganga sumarsins í þjóðgarðinum á fimmtudagskvöld 24. júní og hefst við upplýsingamiðstöðina á Hakinu klukkan 20.00,“ sagði Guðni Ágústsson, fyrr- verandi ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, sem mun leiða gönguna annað kvöld. Hann kvaðst vera orðinn vanur því að að fara í eina slíka göngu á hverju sumri. Venjulega hefur hann talað um þjóðþekktar hetjur úr fornöld og sagt sögu þeirra í Þingvalla- göngunum, en nú ber nýrra við. „Nú ætla ég að segja frá Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Einhverjum magn- aðasta stjórnmálamanni Ís- landssögunnar fyrr og síðar,“ sagði Guðni. „Jónas var gríðarlegur framkvæmdamaður og bæði dáður og hataður og engum manni líkur. Hann var fyrir rest felldur sem formaður Framsóknarflokksins, þessi mikli og sigursæli maður. Hvar sem þú ferð um á Íslandi liggja verk hans, allir héraðsskólarnir og meira að segja Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er eitt af hans verkum. Jónas var byltingarmaður í Ís- landssögunni.“ Stóra bomban og læknamafían Óttar Guðmundsson geðlæknir mun fylgja Guðna í göngunni á annað kvöld og flytja erindi á Lögbergi sem hann kallar „Stóra bomban, geðveikin og læknamafían“. Þeir Óttar og Guðni hafa áður gengið saman um Þingvelli í Þingvallagöngum. Margir muna þegar þeir gengu þar um með höfðingj- anum Gissuri Þorvaldssyni jarli og rifjuðu upp Sturlungaöld og átök hennar. Óttar var þar fyrir hönd Sturlunga og Guðni fyrir hönd Haukdælanna. „Það var rimma hávær á milli okkar þá,“ sagði Guðni. „Óttar ætlar að segja frá því þegar Jónas lenti í átökum við lækna landsins. Þeir ætluðu að dæma hann geðveikan eins og frægt er. En Jónas sigraði í þeirri orrustu og setti fram Stóru bombu þar sem hann varði sig. Það voru einhver mögnuðustu átök allra tíma,“ sagði Guðni. Átökin snerust m.a. um að skipa átti Jón- as Kristjánsson, sem stofnaði Heilsustofn- unina í Hveragerði, sem lækni í Keflavík- urumdæmi. En Jónas skipaði hins vegar Sigvalda Kaldalóns, lækni og tónskáldið snjalla, í embættið. Þess vegna mun Karlakór Kjalnesinga taka þátt í Þingvallagöngunni annað kvöld og syngja lög Sigvalda Kalda- lóns. Einnig mun Guðrún Eggertsdóttir, yngsta barnabarn Jónasar frá Hriflu, flytja minningarbrot um afa sinn við Þingvallabæ- inn eða kirkjuna. Búið að semja um gott veður „Þetta er frjálst og opið og allir geta komið með í þessa göngu. Við getum tekið á móti 300 manns og þarna er víðfeðmi. Þetta er stutt ganga og skemmtileg leið. Jónas er farinn til himnaríkis og búinn að semja við Guð almáttugan um að það verði gott veður,“ sagði Guðni. Dáður og hataður og engum líkur - Guðni Ágústsson leiðir Þingvallagöngu annað kvöld - Sagt verður frá Jónasi frá Hriflu - Karla- kór Kjalnesinga syngur lög Kaldalóns - Yngsta barnabarn Jónasar frá Hriflu minnist afa síns Morgunblaðið/GE Þingvallaganga Þeir Óttar Guðmundsson og Guðni Ágústsson ætla að tala um Jónas frá Hriflu. Jónas Jónsson frá Hriflu Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þegar Íslendingar ferðuðust sjálf- ir sem mest innanlands á árinu 2020 vegna Covid-19-heimsfarald- urs fengu þeir oftar en ekki fyr- irmyndarafgreiðslu og þjónustu á ensku og urðu að kyngja því að lesa matseðla, auglýsingar og tilkynn- ingar sömuleiðis á ensku.“ Þetta má lesa í frétt Háskólans á Hólum um nýja skýrslu um ensku sem ríkjandi mál í ferðaþjónustu hér á landi. Ferðamáladeild skólans vann skýrsluna í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar og má lesa hana á heimasíðu skólans (holar.is). Þær Ágústa Þorbergsdóttir, starfsmaður Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum, Anna Vilborg Einarsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir, lektorar við ferða- máladeild Háskólans á Hólum, rannsökuðu hvert væri ráðandi tungumál í íslenskri ferðaþjónustu. Niðurstöðurnar benda til þess „að ferðaþjónustuaðilum virðist ekki auðvelt að halda íslenskri tungu á lofti eða nota hana í þjónustu sinni. Þeir telja að enska verði að vera ráðandi tungumál í ferðaþjónustu, sérstaklega í markaðssetningu og færri en fleiri sjá ástæðu til þess að nota íslensku meðfram ensku.“ Flóðbylgjur erlendra ferða- manna 2018 og 2019 höfðu mikil áhrif. Erfitt var að manna stöður í ferðaþjónustu með Íslendingum og var erlent starfsfólk ráðið. Það leiddi til þess að enska varð algeng- ari en íslenska heyrðist sjaldnar. Ein ástæða þessa var að starfsfólk- ið kom gjarnan víða að úr heim- inum og frá ólíkum málsvæðum. Þetta fólk talaði ekki íslensku. Frekar var lögð áhersla á að það lærði ensku en íslensku. Þannig varð enskan að sameiginlegu sam- skiptamáli á vinnustöðunum. „Sú staða að velja ensku sem tungumál viðskipta og þjónustu fremur en tungumál heimalandsins, eins og við gerum hérlendis, er ekki eins- dæmi. Fyrir löngu var ljóst að enska yrði fyrir valinu sem tungu- mál á tækni- og viðskiptasviði og víða um heim blasir við sú stað- reynd að hún er einnig að verða ráðandi tungumál í ferðaþjónustu,“ segir í skýrslunni. Um leið og enskan sótti á fjölgaði áberandi mikið ferðaþjónustufyrir- tækjum sem báru ensk nöfn. Nokk- ur ferðaþjónustufyrirtæki hafa skipt um nafn og tekið upp enskt heiti í stað þess íslenska. Nýjustu skiltin sem auglýsa vöru og þjón- ustu eru meira og minna á ensku. Skýrsluhöfundar segja að því megi velta fyrir sér hvort þetta sé var- anleg breyting. Þeir segja að það eigi að vera réttur erlendra gesta að kynnast íslensku í sínu rétta um- hverfi og réttur íslenskumælandi neytenda að fá upplýsingar um vörur og þjónustu á íslensku. Mik- ilvægt sé að bregðast við sam- félagsbreytingum sem eru að verða vegna erlendra starfsmanna og ný- búa með því að skapa þeim fjöl- breytt tækifæri til íslenskunáms. Hvetja þurfi ferðaþjónustufyrir- tæki til að bjóða erlendum starfs- mönnum starfsmiðaða íslensku- kennslu í vinnutímanum. Íslenskan er á undanhaldi - Enska er víða ráðandi í ferðaþjónustu hér á landi - Sum ferðaþjónustufyrir- tæki hafa tekið upp enskt heiti í stað íslensks - Hvetja þarf til íslenskukennslu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reykjavík Ferðamenn sjá skilti á ensku og ensk fyrirtækjanöfn. Íslendingar þurfa að tala ensku til að fá afgreiðslu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Enska Víða er auglýst á ensku. Gera þarf íslensku hærra undir höfði að mati skýrsluhöfunda. Myndirnar eru úr myndasafni. Stór hluti íslenskra dýralækna telur álag í starfi vera við þolmörk. Þeir dýralæknar sem sinna öllum bak- vöktum á sínu svæði vinna yfir sex þúsund klukkustundir á ári á bak- vöktum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Dýralæknafélag Íslands gerði á meðal félagsmanna sinna dagana 7. til 14. júní meðal íslenskra dýra- lækna. Svarhlutfall var 60%. Aukið gæludýrahald, óvægin um- ræða á samfélagsmiðlum, óraun- hæfar kröfur viðskiptavina, ein- manaleiki, mannekla og samúðar- þreyta eru meðal þeirra þátta sem stuðla að aukinni andlegri vanlíðan í stéttinni. Tæplega 70% þeirra sem svöruðu könnuninni töldu álag í starfi hafa aukist en einn af hverjum fimm hef- ur skipt um starf vegna álags að minnsta kosti einu sinni á lífsleið- inni. Eru þá nokkrir sem hafa skipt um atvinnugrein vegna þess. Meðal þeirra þátta sem stuðla að andlegri vanlíðan dýralækna eru lít- il réttindi þeirra sem vinna verk- takavinnu, stór vaktasvæði sem erf- itt getur reynst að manna og gífurlegt álag sem má meðal annars rekja til bakvakta. Getur þá verið erfitt að vinna mikið einn á vakt án félagslegs stuðnings vinnufélaga og kom þá meðal annars fram í könnuninni að eftirlitsþolar komast oft upp með óvinsamlega framkomu og jafnvel ofbeldistilburði í garð dýralækna. Morgunblaðið/Eggert Dýralæknastörf Nokkrir segjast hafa skipt um atvinnu sökum álags. Álagið í starfi við þolmörk - Dýralæknum líður almennt verr í starfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.