Morgunblaðið - 23.06.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021
JARÐGERÐARÍLÁT
BÚÐU TIL ÞÍNA EIGIN MOLTU !
www.gamafelagid.is 577 5757 igf@igf.is
Jarðgerðarílátið er 310 lítra og er
hugsað fyrir þá sem vilja prófa sig áfram
við moltugerð.
Um það bil 30-35% af heildarmagni
heimilissorps er lífrænn úrgangur sem
má jarðgera. Afurð jarðgerðarinnar,
moltan, nýtist sem næringarríkur
áburður fyrir garðinn.
Jarðgerðarílátið er hægt að panta í
vefverslun okkar eða í síma 577 5757.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Pedro Sanchez, forsætisráðherra
Spánar, sagði í gær að hann vonaðist
til þess að náðun níu katalónskra að-
skilnaðarsinna myndi verða til þess
að hefja „nýjan kafla“ í samskiptum
Spánar og Katalóníuhéraðs.
Aðskilnaðarsinnarnir níu voru
fangelsaðir fyrir þátt sinn í umdeildri
þjóðaratkvæðagreiðslu og síðar sjálf-
stæðisyfirlýsingu Katalóníuhéraðs
haustið 2017.
„Með þessu viljum við opna á nýtt
svið samræðu og sátta og loka í eitt
skipti fyrir öll á misklíð og átök,“
sagði Sanchez þegar hann tilkynnti
um ákvörðun sína. Ekki var ljóst hve-
nær nímenningunum yrði sleppt úr
haldi, en víst þótti að það yrði á allra
næstu dögum.
Meinað stjórnmálastarf
Nímenningarnir voru dæmdir árið
2019 til fangelsisvistar á bilinu níu til
tólf ára fyrir þátt sinn í sjálfstæðis-
viðleitni aðskilnaðarsinna 2017. Sanc-
hez sagði að náðun þeirra væri skil-
yrðum háð. Til dæmis verður öllum
níu meinað að sitja í opinberum emb-
ættum. Þá þurfa þeir að halda skilorð
um ákveðinn tíma, og mega þá ekki
fremja „alvarlega glæpi“ meðan á
skilorði stendur.
„Spænska ríkisstjórnin hefur
ákveðið þetta, því þetta er best fyrir
Katalóníu og fyrir Spán,“ sagði Sanc-
hez. Stjórnarandstöðuflokkar lands-
ins hafa hins vegar gagnrýnt ákvörð-
unina, þar sem þeim þykir of vægt
tekið á aðskilnaðarsinnunum. Saka
þeir Sanchez um að hafa látið póli-
tíska hentivinda ráða för, en minni-
hlutastjórn hans treystir meðal ann-
ars á stuðning katalónskra aðskiln-
aðarflokka.
Þá hafa óánægjuraddir einnig
heyrst meðal sjálfstæðissinna í Kata-
lóníu, þar sem þeir vildu að fólkið yrði
náðað án nokkurra skilyrða, sem og
að þeim sem flúðu land yrði veitt frið-
helgi vegna atburðanna 2017.
Sanchez hefur hins vegar útilokað
það, sem og möguleikann á því að
Katalónar muni aftur fá að kjósa um
sjálfstæði sitt. „Spánn án Katalóníu
væri einfaldlega ekki Spánn, líkt og
Katalónía án hinna héraða Spánar
yrði ekki Katalónía,“ sagði hann.
Nímenningarnir náðaðir
- Sanchez vonast eftir „nýjum kafla“ í samskiptum Spánar og Katalóníuhéraðs
Taílendingurinn Kittichai Boodchan birti á dög-
unum myndband af fíl einum, sem hefur gert sig
heimakominn í eldhúsi fjölskyldu hans, en þau
tichai einu regluna þá að gefa fílnum ekki mat,
enda færi hann þá oftast nær af sjálfsdáðum,
þegar ekkert væri til að bíta og brenna.
búa nálægt þjóðgarði í vesturhluta landsins.
Skaut fíllinn inn kollinum um gat á vegg eldhúss-
ins, sem hann gerði sjálfur í maí sl. Sagði Kit-
AFP
Minnist óspart á fílinn í eldhúsinu
Áströlsk stjórnvöld sögðu í gær að
þau hygðust mótmæla áformum
UNESCO um að Kóralrifið mikla
verði skrásett á heimsminjaskrá
Sameinuðu þjóðanna sem minjar í
„hættu“. Rifið var sett á heims-
minjaskrána árið 1981, en
UNESCO hefur varað við að
ástandi þess hafi farið hrakandi á
undanförnum árum.
Tillaga UNESCO var lögð fram á
mánudaginn, og var þar meðal ann-
ars einnig lagt til að Feneyjar yrðu
settar á rauða listann.
Sussan Ley, umhverfismálaráð-
herra Ástralíu, sakaði hins vegar
UNESCO um að hafa gengið á bak
orða sinna, og að stjórnmálalegar
ástæður hefðu spillt réttu ferli
málsins. Þá hefði stofnunin ekki
tekið til greina þá miklu fjármuni
sem Ástralar hefðu varið til þess að
varðveita rifið. Sagði Ley að tillög-
unni yrði mótmælt harðlega, en
endanleg ákvörðun mun liggja fyr-
ir í næsta mánuði.
Mótmæla tillögu
um Kóralrifið mikla
Í hættu Kóralrifið mikla er sagt í hættu.
ÁSTRALÍA
Hvítrússnesk stjórnvöld for-
dæmdu í gær samræmdar refsi-
aðgerðir Bandaríkjanna, Evrópu-
sambandsins, Kanada og
Bretlands, sem settar voru á
mánudaginn í refsiskyni fyrir
handtökuna á stjórnarandstæð-
ingnum Roman Protasevich.
Sagði í yfirlýsingu utanríkisráðu-
neytis landsins að aðgerðirnar
myndu hafa neikvæð áhrif á al-
menning í landinu, og að stjórn-
völd myndu gera allt til að verja
hagsmuni almennings og fyrir-
tækja í landinu.
Fordæma aðgerðir
vesturveldanna
HVÍTA-RÚSSLAND
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Talibanar hertóku í gær helstu
landamærastöðvar Afganistan við
nágrannaríkið Tadsjíkistan. Sögðu
talsmenn stjórnvalda að landamæra-
verðir hefðu yfirgefið varðstöðvar
sínar, og jafnvel leitað sér skjóls hin-
um megin við landamærin.
Talibanar náðu meðal annars
hafnarbænum Shir Khan Bandar á
sitt vald, en hann liggur að Panj-
fljótinu, sem er á landamærum Afg-
anistans og Tadsjíkistans. Er bær-
inn um 50 kílómetra frá Kunduz-
borg, og er fall hennar talið einn
stærsti sigur talibana frá því Banda-
ríkin tilkynntu í maí að þau hygðust
draga herlið sitt til baka á næstu
mánuðum. Bærinn er einkar mikil-
vægur fyrir stjórnvöld í Afganistan,
þar sem mikið af viðskiptum lands-
ins fer í gegnum höfnina í Shir Khan
Bandar.
Hafa friðarviðræður milli talibana
og stjórnvalda í Kabúl siglt í strand.
Mikil átök hafa ríkt milli talibana
og afganska stjórnarhersins frá því í
upphafi maímánaðar, ekki hvað síst í
Kunduz-héraði, og segjast talibanar
nú hafa náð öllum völdum í að
minnsta kosti 87 af 421 héraði í land-
inu. Stjórnvöld í Kabúl hafa hins
vegar þvertekið fyrir það, en erfitt
getur verið að fá slíkar upplýsingar
staðfestar, sér í lagi í hrjóstrugri
héruðum landsins.
Deborah Lyons, helsti fulltrúi
Sameinuðu þjóðanna í Afganistan,
varaði í gær öryggisráðið við því að
talibanar hefðu hertekið mikið af
landsvæði sem umkringdi nokkrar af
helstu borgum landsins. Sagði hún
líklegt að talibanar myndu reyna að
hertaka borgirnar þegar allar er-
lendar hersveitir hefðu yfirgefið
landið í haust. Afganski stjórnarher-
inn segir hins vegar stóra aðgerð í
bígerð, þar sem landvinningar talib-
ana í vor og sumar verði teknir til
baka.
Náðu valdi á
landamærunum
- Bardagar háðir
vítt og breitt um
Afganistan
AFP
Afganistan Talibanar hafa sótt
mjög í sig veðrið á síðustu vikum.