Morgunblaðið - 23.06.2021, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrri umferðhéraðs-stjórn-
arkosninga í
Frakklandi fór
fram um helgina,
og þótti þar helst til tíðinda, að
flokkur Emmanuels Macron
Frakklandsforseta, En
Marche!, hlaut einungis um
10,9% atkvæða í heildina. Slapp
flokkurinn þar með rétt svo yfir
þann þröskuld sem þurfti til að
mega taka þátt í seinni umferð
kosninganna, en kosningakerfið
er hannað svo til að tryggja að
starfhæfir meirihlutar náist í
öllum héruðum ef fyrri umferð-
in dugar ekki til.
Héruðin sem slík eru ekki
valdamikil, en hafa þó yfir ýms-
um fjármunum að ráða. Engu
að síður er oftast litið á héraðs-
kosningar sem nokkurs konar
„skoðanakönnun“ eða vísbend-
ingu um hvers megi vænta í
þing- eða forsetakosningum,
sem þykja skipta meira máli. Í
ljósi þess að Macron mun sækj-
ast eftir endurkjöri sem forseti
á næsta ári, er niðurstaðan um
helgina því ekki neitt sér-
staklega upplífgandi fyrir hann,
jafnvel þótt persónufylgi hans á
landsvísu sé mun hærra en
fylgi flokksins.
Helsta huggun Macrons
kann að felast í því, að Þjóð-
fylkingin, sem Marine Le Pen
leiðir, var einnig langt undir
væntingum. Hún hlaut einungis
um 19,3% greiddra atkvæða,
eftir að hafa verið spáð mun
meira fylgi. Eygði
flokkurinn jafnvel
von um að ná í
fyrsta sinn meiri-
hluta við frönsku
Rivíeruna, en þær
vonir voru sagðar í hættu eftir
helgina, þar sem kjósendur
annarra flokka gætu nú tekið
höndum saman í seinni umferð-
inni til þess að koma í veg fyrir
slíkt.
Það sem veldur þó líklega öll-
um flokkum mestu hugarangri
eftir helgina er að kjörsóknin
var einungis um 32%, en svo lök
kjörsókn sætir tíðindum í
Frakklandi, og mundi raunar
gera það víðast hvar. Le Pen
hafði sjálf á orði eftir kosning-
arnar að kjörsóknin hefði
„skekkt“ niðurstöðuna, og að
brýnt væri að bæta þar úr, en
hún stefnir að því að keppa við
Macron um forsetaembættið á
næsta ári.
Léleg kjörsókn er almennt
vísbending um að fólk telji við-
komandi kosningar ekki skipta
máli, eða að litlu skipti hver
fari með völdin, fátt muni
breytast. Slík þreyta er mikið
hættumerki fyrir lýðræðið í
viðkomandi ríki. Það mun koma
í ljós um næstu helgi, hvort lé-
leg kjörsókn fyrri umferðar
verður til að vekja franska
kjósendur og hvetja til dáða.
Hitt, sem virðist líklegra, er að
hvorki Macron né Le Pen takist
að draga fólk á kjörstað, og
með því sendi kjósendur þeim
báðum annað viðvörunarskot.
Macron og Le Pen
tapa bæði í héraðs-
kosningunum}
Annað viðvörunarskot?
Bandaríska varn-armálaráðu-
neytið lýsti því yfir
á mánudaginn, að
það kæmi til greina
að „hægja á“ fyrir-
hugaðri brottför Bandaríkja-
hers frá Afganistan, í ljósi þess
hversu mjög talibanar hefðu sótt
fram gegn réttkjörnum stjórn-
völdum síðustu daga og vikur.
Yfirlýsingin frá Pentagon var
vart þornuð á pappírnum í gær,
þegar þau tíðindi bárust frá Afg-
anistan, að talibanar réðu nú yf-
ir landamærum landsins að ná-
grannaríkinu Tadsjíkistan.
Reynt var að réttlæta brott-
förina á sínum tíma með því að
nú færi í hönd friðarferli í Afg-
anistan, þar sem reynt yrði að fá
talibana að borðinu með stjórn-
völdum í Kabúl. Allt framferði
talibana fram að því hafði þó
bent til þess, að þeir væru ein-
ungis að bíða þess að hinir er-
lendu hermenn yfirgæfu landið,
og svo yrði hafist handa við að
leggja það undir sig.
Bandaríkjastjórn hugðist
upphaflega ætla að ljúka brott-
flutningi herliðs síns fyrir 11.
september næstkomandi, en
þann dag verða
tuttugu ár liðin frá
voðaverkunum
miklu sem knúðu
vesturveldin til
þess að steypa tali-
bönum af stóli. Þeir höfðu þá
þegar fótum troðið lýðréttindi í
landi sínu, afnumið réttindi
kvenna, eyðilagt ómetanleg
menningarverðmæti og skotið
skjólshúsi yfir alþjóðleg hryðju-
verkasamtök. Ekkert bendir til
að þeir muni hegða sér á annan
hátt nú, nái þeir völdum.
Þó að skiljanlegt sé að stríðs-
þreyta ríki í Bandaríkjunum eft-
ir allan þann tíma, er nöturlegt
að lokaniðurstaða tveggja ára-
tuga átaka verði þau, að þeir
hinir sömu sem ýttu undir eymd
almennings í Afganistan og
studdu hryðjuverk erlendis
skuli nánast fá greiða leið aftur í
valdastólana. Það er því full
ástæða fyrir Bandaríkjastjórn
til þess að endurskoða ákvörðun
sína um brottflutning herliðsins,
auk þess sem önnur ríki ættu að
leitast við að styðja við aðgerðir
til að verja frið og reyna að
stuðla að viðunandi stjórnarfari
í Afganistan.
Talibanar sýna sitt
rétta eðli og und-
irbúa valdatöku á ný}
Ástæða til endurskoðunar
T
ilraun forsætisráðherra til breyt-
inga á stjórnarskránni sigldi í
strand, að því er virðist vegna
áhugaleysis þeirra sem stóðu að
málinu. Rökin fyrir strandinu
eru sögð vera að ekki ríki fullkomin sátt um
breytingar á stjórnarskrá en hefði áhugi
verið fyrir hendi hjá forsætisráðherra hefði
verið hægðarleikur að klára málið. Heims-
faraldri verður ekki kennt um þessi vinnu-
brögð.
Frá lýðveldisstofnun hefur staðið fyrir
dyrum að semja okkur stjórnarskrá sem þá
yrði samfélagssáttmáli lítillar eyþjóðar en
ekki nánast óbreytt afrit af stjórnarskrá
danska konungsríkisins. Fjöldi nefnda sem
hafa verið að störfum er nánast óteljandi og
afrakstur ekki mikill ef frá er talin sjálfsögð
viðbót við stjórnarskrána þegar mannréttindakafla
stjórnarskrárinnar var bætt við á síðasta áratug síðustu
aldar. Það sem veldur ósættinu eru miklir hagsmunir
valds og fjármagns. Valds sem er samtvinnað ákveðnum
stjórnmálaöflum hér á landi sem ríkt hafa nánast óslitið
frá lýðveldisstofnun.
Afleikur forsætisráðherra í upphafi var að virða að
vettugi þá faglegu, lýðræðislegu og málefnalegu vinnu
sem farið var í á kjörtímabilinu 2009-2013 að frumkvæði
Jóhönnu Sigurðardóttur, þá forsætisráðherra. Jóhanna
hafði áratugum saman talað fyrir nauðsynlegum breyt-
ingum á stjórnarskrá, að jafna þyrfti atkvæðisrétt allra
landsmanna og að auðlindir skyldu vera í eigu þjóðar og
nýtingu úthlutað tímabundið, gegn gjaldi til
eigenda þeirra.
Hið lýðræðislega ferli sem þá var farið í fólst
ekki í að handvelja fólk til setu í stjórnar-
skrárnefnd eða til ritunar ákveðinna ákvæða
heldur var ferlið allt mun faglegra og í sam-
vinnu þjóðar; þjóðfundur og svo stjórnlagaráð
25 einstaklinga sem skipað var af Alþingi, drög
að nýrri stjórnarskrá samin sem að megin-
þorra til er byggð á núgildandi stjórnarskrá en
aðrir kaflar ýmist skapaðir eða þeim breytt. Í
hinni nýju stjórnarskrá sem skilað var til þings
var til dæmis að finna ákvæði um arð af sam-
eiginlegum auðlindum sem renna skyldi til
þjóðarinnar, ákvæði um náttúruvernd og gagn-
sæja stjórnsýslu, ákvæði um jafnt vægi at-
kvæða og persónukjör, vernd fjölmiðla og upp-
ljóstrara og framsalsákvæði svo dæmi sé tekið.
Hið síðastnefnda hefur verið rætt óteljandi sinnum með-
al lögfræðinga á opinberum vettvangi sem og fyrir fasta-
nefndum Alþingis enda sambærilegt ákvæði talið nauð-
synlegt og sett rakleitt inn í stjórnarskrá Noregs við
aðild að evrópska efnahagssvæðinu en ekki okkar.
Sú fullkomna sátt sem valdið telur nauðsynlegt að sé á
breytingum á stjórnarskrá er ekki möguleg því um það
ríkir engin sátt. Það er ekki sátt um þeirra tillögu, að
gera engar breytingar. Sérhagsmunir eiga ekki að ráða
för þegar kemur að breytingum á stjórnarskrá heldur
hagsmunir almennings. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Fullkomin sátt um ekkert
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
V
ið erum að sjá mikla fjölgun
tilkynninga vegna van-
rækslu á börnum, eða um
21,5% milli ára. Þetta eru
allt saman mál sem tekur tíma að
vinda ofan af. Það kostar mannafla og
það þurfa að vera til úrræði við hæfi.
Þetta verður verkefni barnaverndar-
kerfisins næstu árin,“ segir Heiða
Björg Pálmadóttir, forstjóri Barna-
verndarstofu.
Yfir 3.500 tilkynningar
Mikil fjölgun varð á tilkynn-
ingum til barnaverndarnefnda á
fyrstu þremur mánuðum ársins miðað
við sama tíma í fyrra. Þetta kemur
fram í nýrri samantekt Barnavernd-
arstofu. Nemur aukningin 17,5% en
tilkynningar voru alls ríflega 3.500
talsins. Flestar voru þær vegna van-
rækslu á börnum líkt og verið hefur
síðustu ár. Alls voru 43,9% tilkynning-
anna vegna vanrækslu. Næstflestar
tilkynningar voru vegna áhættuhegð-
unar barna og þar á eftir komu til-
kynningar vegna ofbeldis í garð
barna.
Aukið heimilisofbeldi
Í samantekt Barnaverndarstofu
kemur fram að tilkynningar er varða
heimilisofbeldi voru 43,1% fleiri á
fyrstu þremur mánuðum ársins 2021
en á sama tímabili árið áður.
Óhugnanlegar tölur koma fram
um tilkynningar vegna kynferðisof-
beldis. Þær voru alls 224 talsins á
fyrstu þremur mánuðum ársins en
það eru 86,7% fleiri tilkynningar en á
sama tíma árið 2020. „Raunar er stað-
an sú að sá fjöldi tilkynninga sem hafa
borist barnaverndarnefndum á fyrstu
þremur mánuðum ársins 2021 er svip-
aður fjölda slíkra tilkynninga sem
bárust barnaverndarnefndum á
fyrstu 6 mánuðum síðastliðinna ára,“
segir í samantekt Barnaverndarstofu.
Vilja fá hentugra húsnæði
„Við vorum með metár í skýrslu-
tökum í Barnahúsi í fyrra. Árið í ár
virðist ætla að verða töluvert stærra í
skýrslutökum en 2020 var. Þeim fjölg-
ar um 158% fyrstu þrjá mánuði ársins
miðað við sama tímabil í fyrra. Það er
rosaleg sprenging,“ segir Heiða
Björg.
Hún segir að öll þessi börn þurfi
þjónustu. „Barnahús var sprungið
fyrir Covid og þessi aukning er því
mikið áhyggjuefni. Fyrir skemmstu
vorum við með 15 skýrslutökur á
einni viku, þrjár á dag. Við erum bara
með eitt skýrslutökuherbergi. Það er
undirlagt allan daginn, alla vikuna.
Okkur vantar annað húsnæði með
tveimur skýrslutökuherbergjum og
starfsfólk bæði til að taka skýrslurnar
og veita þjónustu við þau börn sem
greina frá ofbeldi og þurfa áfalla-
meðferð.“
Stúlkur með hegðunarvanda
Í samantekt Barnaverndarstofu
kemur fram að umsóknum um með-
ferðarúrræði á vegum Barnaverndar-
stofu fækkaði á fyrstu þremur mán-
uðum þessa árs frá sama tíma í fyrra,
úr 48 umsóknum í 38. Flestar um-
sóknir bárust um MST, en það er
meðferðarúrræði fyrir fjölskyldur
barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma
við alvarlegan hegðunarvanda á
mörgum sviðum. Fleiri umsóknir um
þá meðferð bárust fyrir stúlkur en
drengi en því hefur síðustu ár verið
öfugt farið.
Færri beiðnir um fóstur
Færri beiðnir bárust um
fósturheimili og tímabundið fóstur
á umræddu tímabili. Umsóknum
um leyfi til að gerast fósturfor-
eldrar fjölgaði hins vegar
fyrstu þrjá mánuði ársins.
Þær voru 14 á þessu ári
samanborið við 11 um-
sóknir árið 2020.
Vanræksla á börnum
er mikið áhyggjuefni
Í skýrslu Barnarverndarstofu
kemur fram að vistunum á lok-
aðri deild á Stuðlum fækkaði úr
52 í 28 á fyrstu þremur mán-
uðum ársins 2021 miðað við
sama tímabil árið á undan. Vist-
unardögum fækkaði úr 232 dög-
um á fyrstu þremur mánuðum
ársins 2020 í 117 daga fyrir
sama tímabil á árinu 2021. „Alls
komu 22 börn á lokaða deild á
fyrstu þremur mánuðum ársins
2021, en þau voru 30 á sama
tímabili á árinu 2020,“ segir í
skýrslunni.
Yfirgnæfandi meirihluti
þeirra barna sem vistuð voru á
lokaðri deild á Stuðlum
voru strákar. Alls voru
19 strákar vistaðir þar
en þrjár stúlkur. Hef-
ur hlutfall stráka
aukist á milli ára, er
nú ríflega 86% en
var 77% á sama
tíma í fyrra og
48% árið
2019.
Mikill meiri-
hluti strákar
VISTANIR Á STUÐLUM
Heiða Björg
Pálmadóttir
1.500
1.200
900
600
mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb.
2020 2021
Fjöldi tilkynninga til barnaverndarnefnda
Heildarfjöldi tilkynninga frá mars 2020 til febrúar 2021
H
ei
m
ild
:B
ar
n
av
er
n
d
ar
st
o
fa
13.399 tilkynningaralls bárust
á þessu 12 mán. tímabili