Morgunblaðið - 23.06.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.06.2021, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021 Vanda sig Björgunarbátur hífður úr ísfisktogaranum Viðey RE, sem Brim gerir út frá Reykjavík. Skipverji Viðeyjar stýrir bátnum rétta leið með línu sem bundin er fremst í stefnið. Eggert Þeir voru til sem ólu þá von í brjósti að út- boð á hlut ríkisins í Ís- landsbanka mistækist. Þær vonir hafa orðið að engu. Hrakspár um vonda tímasetningu rættust ekki. Tilraunir til að ala á tortryggni og vekja upp efasemdir almennings runnu út í sandinn. Útboð á 35% hlut ríkisins, að teknu tilliti til valrétta, er stærsta frumútboð hlutabréfa sem farið hef- ur fram á Íslandi. Umframeft- irspurnin var nær níföld eða alls 486 milljarðar króna, frá einstaklingum, almennum fjárfestum og innlendum og erlendum fagfjárfestum. Heildar- söluandvirðið er 55,3 milljarðar króna og rennur í ríkissjóð. Niðurstaða útboðsins staðfestir ekki aðeins tiltrú fjárfesta á Íslands- banka – hún er ekki síður trausts- yfirlýsing erlendra fjárfesta á ís- lensku efnahagslífi. Lítið, opið og dýnamískt hagkerfi getur verið að- laðandi fyrir fjárfesta. Íslands- bankaútboðið eykur áhugann á Ís- landi sem góðum fjárfestingarkosti. (Og kannski ættu þeir stjórn- málamenn og álitsgjafar sem dug- legastir hafa verið að tala niður ís- lensku krónuna, að breyta aðeins um tón). Heilbrigðari markaður Ávinningurinn af sölu á bréfunum í Ís- landsbanka er marg- þættur. Ríkið losar hluta þeirra fjármuna sem hafa verið bundnir í áhætturekstri – fær í þessum áfanga yfir 55 milljarða sem hægt er að nýta í önnur og mikilvægari verk- efni í þágu almennings (ekki síst nið- urgreiðslu skulda). Það er rétt hjá Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, að salan er „ábatasöm fyrir ríkissjóð og kemur sér vel í þeirri uppbyggingu sem fram undan er næstu misseri“. Ábat- inn skiptir miklu en mikilvægara er að með sölunni er tekið „fyrsta skrefið í að minnka áhættu ríkisins í bankarekstri og færumst nær heil- brigðara umhverfi líkt og þekkist á Norðurlöndum og öðrum nágranna- ríkjum okkar“. Skráning bréfanna gerir eftirleikinn þægilegan og gagnsæjan, jafnt fyrir ríkið, aðra hluthafa, starfsmenn og almenning. Með því að draga ríkið, sem aðal- leikara, út af sviðinu með skipuleg- um hætti verður fjármálamarkaður- inn heilbrigðari. Ýtt er undir aukna samkeppni en ekki síður nýsköpun. Heimilin og fyrirtækin njóta. Skráning hlutabréfa Íslands- banka á almennan hlutabréfamark- að er risaskref í átt að öflugri og skilvirkari hlutabréfamarkaði. Vel heppnað útboð Icelandair í sept- ember sl. og skráning Síldarvinnsl- unnar í liðnum mánuði í kauphöll Nasdaq Iceland voru mikilvægir áfangar í að styrkja innlendan hluta- bréfamarkað þar sem þúsundir ein- staklinga eru orðnir eigendur hluta- bréfa. Hluthafar Íslandsbanka að loknu útboði eru um 24 þúsund. (Ég er fullviss um að fáir hefðu fagnað meira en Eykon – Eyjólfur Konráðs Jónsson – yfir því hversu vel tókst til við sölu Íslandsbankabréfanna. Hann barðist fyrir því að til yrðu öfl- ug almenningshlutafélög. Hann kall- aði drauminn „auðræði almennings“ eða „fjárstjórn fjöldans“. Með því vildi Eykon tryggja að „sem mestur hluti þjóðarauðsins dreifist meðal sem allra flestra borgara landsins, að auðlegð þjóðfélagsins safnist hvorki saman á hendur fárra ein- staklinga né heldur ríkis og op- inberra aðila“). Skattalegir hvatar Ég hef í áraraðir barist fyrir virk- um hlutabréfamarkaði. Sú barátta er óaðskiljanlegur hluti af hug- myndafræði – sumir segja draum- sýn – um að samþætta hagsmuni launafólks og atvinnulífsins og tryggja fjárhagslegt sjálfstæði ein- staklinga – ekki aðeins hinna efna- meiri heldur alls launafólks. (Og ég sæki að hluta í kistur Eykons). Eignamyndun almennings hvílir á tveimur meginstoðum; lífeyrisrétt- indum og verðmæti eigin húsnæðis. Með því að gera launafólki kleift að taka með beinum hætti þátt í at- vinnulífinu er þriðju stoðinni skotið undir eignamyndunina. Þannig fær- umst við nær því að tryggja fjár- hagslegt sjálfstæði einstaklinga. Með þetta markmið í huga lagði ég fram frumvarp um sérstakan skattaafslátt vegna hlutabréfa- kaupa. Skattaafslátturinn gefur tug- um þúsunda tækifæri, sem þeir ann- ars hefðu ekki, til þátttöku í atvinnurekstri. Virk þátttaka launa- fólks í atvinnulífinu eykur aðhald að fyrirtækjum, tvinnar saman hags- muni sem eykur áhuga og skilning á stöðu hagkerfisins. Frumvarpið náði ekki fram að ganga en hlýtur að verða eitt af forgangsverkefnum Sjálfstæðisflokksins á nýju kjör- tímabili. Mikilvægi virks hlutabréfamark- aðar er seint ofmetið. Ein meginfor- senda fyrir framþróun efnahagslífs- ins – og þar með bættra lífskjara – á komandi árum og áratugum er öfl- ugur, virkur hlutabréfamarkaður. Samkeppnishæfni atvinnulífsins er undir því komin að aðgengi fyr- irtækja, – ekki síst nýsköpunarfyr- irtækja – að áhættufjármagni sé gott, hvort heldur það er í formi hlutafjár eða lánsfjár. Virkur hlutabréfamarkaður er ekki aðeins uppspretta áhættufjár- magns heldur einnig aukins aga og upplýsinga. Agavald markaðarins þar sem skráð fyrirtæki búa við ríka upplýsingaskyldu, leiðir til vandaðra stjórnarhátta, gagnsæis, trúverðug- leika og hagkvæmari rekstrar. Skil- virkur hlutabréfamarkaður er því óaðskiljanlegur frá öflugu efnahags- lífi og hagvexti. Ávinningurinn af sölu og skráningu hlutabréfa Ís- landsbanka er ekki síst fólginn í öfl- ugri og virkari hlutabréfamarkaði samhliða traustsyfirlýsingu á fram- tíð íslensks efnahagslífs. Eftir Óla Björn Kárason » Lítið, opið og dýnamískt hagkerfi getur verið aðlaðandi fyrir fjárfesta. Íslands- bankaútboðið eykur áhugann á Íslandi sem góðum fjár- festingarkosti. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Yfirlýsing um traust á íslensku efnahagslífi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.