Morgunblaðið - 23.06.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.06.2021, Qupperneq 15
Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021 ✝ Sigríður Sjöfn Guðbjarts- dóttir fæddist 25. september 1941 í Hafnarfirði. Hún lést 11. júní 2021 á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi. Foreldrar henn- ar voru Gyða Helgadóttir frá Melshúsum í Hafn- arfirði og Guðbjartur Guð- mundsson frá Þingeyri í Dýra- firði. Systkini hennar eru Bára Hildur, Guðný Dröfn, Helga Guðrún og Guðmundur. Sigríður giftist Magna Krist- jánssyni frá Neskaupstað 25.3. 1967 í Hafnarfirði og flutti aust- ur í Neskaupstað þar sem þau áttu saman tvö börn, Guðbjart Magnason, f. 21.7. 1968, d. 17.11. 1993, og Bryndísi Magnadóttur, f. 25.5. 1971. Sam- býlismaður hennar er Magnús Blöndal og á hún tvö börn frá fyrra hjóna- bandi, Breka Léon- ard Munka og Lu- cien Loka Munka, f. 25.3. 2005. Kristján Magnason, f. 4.5. 1962, fluttist til þeirra átta ára gamall. Hann á sex börn: Magni, f. 1985, Elín Rún, f. 1989, Rúnar Ingi, f. 1992, Andri Fannar, f. 1997, Tara Líf, f. 2000, og Natalía, f. 2002. Útför Sigríðar fer fram í Hafnarfjarðarkirkju í dag, 23. júní 2021, kl. 13. Þar sem stór hluti fjölskyldunnar og vina er/ býr erlendis verður henni einnig streymt: https://youtu.be/BYXL0WzlOJs Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Sidda mágkona, Sigríður Sjöfn Guðbjartsdóttir, fæddist í Hafnar- firði 25. sept. 1941. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans 11. júní sl. eftir hetjulega baráttu við krabba- mein. Aðeins eru rúmlega þrír mánuðir síðan mágkona mín greindist með illkynja krabba- mein. Einstakt jafnaðargeð, hlýja og þakklæti einkenndi Siddu og var hún klettur þeirra sem næst henni stóðu. Við hjónin erum svo heppin að eiga einstakar minningar um yndislegar samverustundir með Siddu og Magna og börnum okkar og ég ætla að stikla á stóru um þær stundir. Við hjónin bjuggum í Stokk- hólmi í 14 ár og heimsóknir þeirra til okkar voru skemmtilegar og vel þegnar, sérstaklega er minnis- stætt sumarið sem við leigðum okkur sumarbústað á Álandseyj- um þar sem við vorum selflutt á báti með vistir fyrir vikuna á litla eyju með einum bóndabæ og naut- gripum hlaupandi á túnunum við bæinn. Það var hvorki rafmagn né rennandi vatn í húsinu, útikamar og finnsk bastú við sjóinn, spöl- korn frá bænum. Upplitið á Bryn- dísi, Bjarti og Hlyni var ekki það besta þegar inn var komið enda al- in upp við allsnægtir, en það breyttist nú fljótlega. Veiðistangir voru hafðar með í för og við veiddum okkur til matar og ógleymanlegur er állinn sem synti í sjónum, langur og mjór. Krakkarnir héldu að þetta væru snákar sem bitu þau, enda var skylda að vera í gúmmístígvélum allan tíman því allsstaðar voru þeir á klöppunum. Við kenndum börnunum okkar hvernig mannfólkið lifði til forna og gerir enn í dag. Mikið höfðu þau gaman af þessu fríi en verst var þó með mannýgu nautin. Það reyndi mikið á okkur Siddu við að halda nautunum til friðs þegar kamarinn var notaður og bastú heimsótt, enda báðar skíthræddar við þessar skepnur sem voru ansi árásagjarnar. Við skiptumst á að vera með alls konar stæla og óhljóð, veifandi teppum eins og verstu nautabanar en þau elskuðu okkur samt. Sjaldan höf- um við hlegið jafn mikið og skemmt okkur saman eins og við þessar frumstæðu aðstæður á þessari dásamlegu eyju. Magni og Sidda voru samhent hjón, sorg og gleði skiptust á í lífi þeirra, sárast er til þess að hugsa þegar sonur þeirra, Guðbjartur, lést aðeins 25 ára gamall við vinnu í Reykjavík. Við hjónin vorum svo heppin að fara með þeim í nokkra veiðitúra til Vopnafjarðar, í Vesturdalsá þar sem allt var morandi í laxi og sil- ungi. Gist var í veiðihúsinu sem fylgdi hverju holli eins og það var kallað, matur var hafður með til þriggja daga og ekkert skorti á dýrindis kræsingar sem Sidda var búin að matreiða fyrir hópinn. Lax og silungur var mældur og vigt- aður og færður til bókar. Þegar nær dró jólum fengum við dýrind- is sendingu með kræsingum sem veiddar voru um sumarið frá Siddu og Magna. Svona er þeim vel lýst hjónunum frá Melagöt- unni í Neskaupstað, kærleikur, hugulsemi og þakklæti. Elsku mágkona og vinkona, ég kveð þig með þakklæti og sorg í huga. Ég minnist fallegu orða þinna við mig þegar við kvödd- umst, þú ert eins og systir mín. Magna bróður, Kidda, Bryndísi og fjölskyldum þeirra votta ég dýpstu samúð mína. María Kristjánsdóttir. Hún Sidda vinkona okkar er látin. Syðst í Hafnarfirði, þar sem götuljós voru ekki komin og veg- urinn lá út úr bænum, stóðu Mels- hús. Þar bjó ekkja með fimm börn. Næstelst var Sidda, brosleit hnáta með tindrandi brún augu og glansandi rauðar fléttur. Við vor- um samtímis í Barnaskóla Hafn- arfjarðar og Flensborg, urðum vinkonur og höfum alla tíð síðan haldið þeim vinskap og hist reglu- lega þótt lengra yrði á milli heim- ila okkar. Okkur þótti gaman að syngja furðulegustu lög og texta og sungum í tíma og ótíma. Á ung- lingsárum fengum við nokkrar útilegubakteríu, keyptum tjald sem við nefndum Víðihlíð og þvældumst um með tjald, nesti og gítar, jafnvel út fyrir landstein- ana. Að því kom að við festum ráð okkar og fórum hver í sína áttina. Sidda kynntist pilti frá Neskaup- stað, Magna Kristjánssyni, og fluttist þangað. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn, Bjart og Bryn- dísi. Kristján sonur Magna bjó líka hjá þeim. Af samheldni og dugnaði komu þau sér upp mynd- arlegu heimili og áttu innihalds- ríkt líf. Magni var aflaskipstjóri og sigldu þau hjónin til Japans og dvöldu um hríð þar sem hann fylgdist með smíði nýs togara. Seinna voru þau með börnin í nær tvö ár á Grænhöfðaeyjum þar sem átti að kenna þarlendum að veiða fisk. Sidda fékk með sér þær skólabækur sem átti að nota til kennslu barnanna og sá um hana. Eftir að heim kom stofnuðu þau fyrirtækið Hótel Capitano og Magni kom í land. Sidda annaðist gesti í mat og gistingu. Ekki var líf Siddu þó áfalla- laust. Tólf ára missti hún föður sinn í miklum skipskaða þegar Eddan fórst í Grundarfirði og Bjart son sinn misstu þau hjónin í hörmulegu slysi aðeins 25 ára gamlan. Magni lenti í alvarlegu bílslysi og heilsu þeirra beggja hrakaði smám saman. Þá var kom- inn tími til að flytjast suður. Bryn- dís og tvíburarnir hennar bjuggu í Reykjavík. Með aðstoð Bryndísar fluttu þau í fallega íbúð í Boða- þingi í Kópavogi og seldu eignir sínar í Neskaupstað. Sumarið 1994 heimsóttum við vinkonurnar þau ásamt mökum. Þvílíkar móttökur! Húsbændurnir báru okkur á höndum sér og nóg var húsnæðið. Þau héldu okkur veislu í sumarbústað sínum, Víði- hlíð, nefndum eftir tjaldinu okkar frá unglingsárum, gengu með okk- ur um nágrennið í Páskahelli og Hundsvík, óku okkur um nýrudd há og mikil snjógöng í Mjóafjörð og til Dalatanga og við sigldum síðan til Neskaupstaðar. Mikið var gaman, mikið sungið og hlegið. Sidda hafði einstakt lundarfar, gat alltaf séð björtu hliðarnar og gert gott úr öllu. Enginn hafði jafn dillandi og smitandi hlátur og Sidda. Aldrei kvartaði hún og tók áföllum af aðdáunarverðu æðru- leysi. Hafnarfjörður hefur þanist út. Melshús standa enn á sínum stað umkringd upplýstum götum og húsum. En Sidda er horfin úr þessum heimi. Við söknum kærrar vinkonu og vottum aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð. Solveig Guðmundsdóttir, Steinunn Pálmadóttir, Birna Helga Bjarnadóttir, Sigurrós Skarphéðinsdóttir, Véný Lúðvíksdóttir og Guðlaug Elísa Kristinsdóttir. Sigríður Sjöfn Guðbjartsdóttir ✝ Erla Hjartardóttir fæddist 21. nóv- ember 1936 á Klöpp á Seltjarnarnesi. Hún lést 14. júní 2021 á Landspít- alanum í Fossvogi. Foreldrar hennar voru Sveinbjörg Jónsdóttir húsmóðir, sem ættuð var frá Bæjarskerjum í Mið- neshreppi, og Hjörtur Björgvin Helgason, bóndi og kaupfélagsstjóri í Sandgerði, sem ættaður var frá Lykkju á Akranesi. Erla var yngst fimm systkina; Sveinsínu Ingibjargar, Lilju, Guðrúnar og Jóns Einars en þau eru öll látin. Erla giftist Kristjáni Erlendi Haraldssyni 26. nóvember 1955 og áttu þau fjögur börn. 1) Sig- rún, f. 1.8. 1955, d. 5.12. 2007, börn Ragnar Orri, f. 1978, og Erla Heiðrún, f. 1982. 2) Har- aldur, f. 25.3. 1961, d. 12.1.2021, börn Kristján, f. 1984, og Davíð Örn, f. 1991. 3) Sveinbjörn, f. 31.8. 1966, d. 7.6. 2016, börn voru virk í vinnu Múrara- félagsins þegar orlofs- landið Öndverðarnes var keypt. Haraldur Kristjánsson fæddist í Reykjavík 25. mars árið 1961. Hann lést 12. janúar 2021 á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum eftir erf- iða baráttu við krabba- mein. Afkomendur hans eru: 1) Kristján Haraldsson, f. 1984, börn hans eru Kristján Dór Clarke, f. 2016, og Bjartmar Logi Clarke, f. 2019. 2) Davíð Örn Kristínarson, f. 1991, sonur hans er Benedikt Björn Davíðsson, f. 2014. Haraldur starfaði síðustu ár sín sem þýðandi, en hafði áður starfað við kvikmyndagerð og útvarpsþáttagerð. Útför Erlu og minningar- athöfn Haraldar verða haldin í dag, 23. júní 2021, klukkan 11 í Dómkirkjunni. Guðný Ósk, f. 1990, Guðrúnu Helga, f. 1994, og Dagur Steinn, f. 2003. 4) Kristján Ragnar, f. 9.1. 1976, barn Krista Takefusa, f. 2002. Erla var uppalin í Sandgerði en bjó með eiginmanni sínum og fjölskyldu í yfir 50 ár í Kópavogi. Erla starfaði við sölumennsku, rak verslanir og heildverslun en einnig starfaði hún sem dag- mamma og rak mötuneyti á sín- um starfsferli. Erla tók virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og hún og eiginmaður hennar Kær mágkona og frændi eru látin. Erla Hjartardóttir lést 14. júní sl. og elsti sonur hennar Har- aldur Kristjánsson lést í janúar síðastliðnum. Erla ólst upp á bænum Mela- bergi á Stafnesi ásamt fjórum systkinum, þeim Sveinsínu, Guð- rúnu, Lilju og Jóni, en þau eru öll látin. Þetta var glaðvær hópur og gott að alast upp í sveitasælunni og við sjávarsíðuna. Erla lauk gagnfræðaprófi og kynntist á þeim tíma sínum förunaut, Krist- jáni Haraldssyni. Þau giftu sig um tvítugt og eignuðust fjögur börn, Harald, Sigrúnu, Sveinbjörn og Kristján sem einn lifir móður sína. Einnig er verið að minnast elsta sonar þeirra, Haraldar, sem lést í Bandaríkjunum í janúar sl. Haraldur starfaði á yngri árum við byggingariðn en fór síðan í nám til Los Angeles og starfaði þar við kvikmyndaiðnaðinn en síð- ustu árin vann hann við túlkun og þýðingar. Haraldur átti tvo syni, þá Kristján og Davíð Örn. Eitt helsta áhugamál Halla var sigling- ar sem hann naut að stunda. Erla og Kristján byggðu sína fyrstu íbúð í Kópavogi og bjuggu í Kópavogi mestalla sína tíð en Erla fór á Hrafnistu síðustu árin. Þau byggðu sér sumarbústað í Önd- verðarnesi í Grímsnesi og nýttu hann vel ásamt börnum sínum sem nutu þess að vera þar. Golfið var þeirra áhugamál, þar sem Erla var góður golfari og vann oft á mótum múrara sem haldin voru í Öndverðarnesi. Þau hjónin voru m.a. stofnendur að Golfklúbbi Öndverðaness á sínum tíma. Erla starfaði um tíma sem sölumaður í heildsölu í Reykjavík og ferðaðist þá um allt land að selja fatnað og gjafavöru. Þegar þessu lauk fór hún og setti upp barnafataversl- anir og rak um árabil, fyrst í Álf- heimum og síðar í Efra-Breiðholti. Síðustu starfsárin var hún með mötuneyti hjá Siglingamálastofn- un – hafna- og vitamál í Kópavogi. Á seinni árum keyptu þau sér íbúð á Taílandi og fóru þangað á hverju ári í nokkra mánuði í senn. Þar nutu þau sín en þau ferðuðust einnig víða um Taíland. Erla var vel virk sjálfstæðiskona og starf- aði mikið fyrir Sjálfstæðisfélag kvenna í Kópavogi. Erla var fylgin sér, en hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Þeirra verður sárt saknað. Við vottum Kristjáni og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Guðmundur og Guðfinna. Erla Hjartardóttir og Haraldur Kristjánsson Systir okkar, SIGRÍÐUR ALFREÐSDÓTTIR sjúkraliði, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík 19. júní. Útförin fer fram frá Kollafjarðarneskirkju sunnudaginn 27. júní klukkan 14. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Samúel Alfreðsson Jón Eðvald Alfreðsson Okkar ástkæri GUÐJÓN GUÐMUNDSSON, Stekkjargötu 21, Reykjanesbæ, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 18. júní. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 30. júní klukkan 13. Kristín Hannesdóttir Kristín Guðjónsdóttir Gísli Stefán Sveinsson Hildur Guðjónsdóttir Arnar Snæberg Jónsson Geir Rúnar Birgisson Laufey Ólafsdóttir Hrafnhildur Birgisdóttir Þórarinn Kristjánsson barnabörn og barnabarnabarn Eiginmaður minn, BJARNI GEORG EINARSSON, Fjarðargötu 49, Þingeyri, lést á Heilbrigðisstofnum Vestfjarða, Ísafirði, sunnudaginn 20. júní. Útför hans verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sylvía Ólafsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR VALDIMAR GUÐMUNDSSON rafverktaki, Engjaþingi 5-7, lést sunnudaginn 13. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlýju. Hægt er að nálgast minningarorð séra Arnar Bárðar Jónssonar á vefsíðunni https://ornbardur.com/2021/06/21/minningarord-ol afur-valdimar-gudmundsson-1937-2021/#more-2636 Guðný Steingrímsdóttir Guðmundur Ólafsson Guðlaug Jónsdóttir Jón Þór Ólafsson Ragnar Páll Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, KRISTINN GEORGSSON, Kiddi G. Suðurgötu 22, Siglufirði, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 13. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ester Guðlaug Karlsdóttir Inga Sjöfn Kristinsdóttir Þorgeir Ver Halldórsson Fríða Birna Kristinsdóttir Jón Gunnar Jónsson Georg Páll Kristinsson Líney Hrafnsdóttir afabörn, langafabörn og langalangafabarn Okkar ástkæri STEFÁN ALEXANDERSSON frá Ólafsvík, sem lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum mánudaginn 14. júní, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun, fimmtudaginn 24. júní, klukkan 13. Allir velkomnir meðan húsrúm og sóttvarnareglur leyfa. Athöfninni verður einnig streymt á slóðinni https://youtu.be/f2GPsrfeZ6U. Laila Michaelsdóttir Valborg Stefánsdóttir Gnúpur Halldórsson Íris Stefánsdóttir Þóroddur Bjarnason Tinna Stefánsdóttir Alexander Stefánsson Ólína Elísabet Rögnudóttir og barnabörnin þrettán

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.