Morgunblaðið - 23.06.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 23.06.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021 Tilkynningar Skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 – og deiliskipulag fyrir Ytri- Sólheimar 1, 1a og lóð Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, er kynnt skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 og nýtt deiliskipulag. Lýsingin tekur til breytinga á verslunar- og þjónustusvæði V26, Gisti- og ferðaþjónusta þar sem stækka á reitinn og auka byggingarmagn innan hans. Skipulags- og matslýsing þessi liggur frammi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 23. júní 2021 til og með 20. júlí 2021. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrif- stofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út þriðjudaginn 20. júlí 2021. Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 – Ferðaþjónusta við Sólheimajökul Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er kynnt skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028. Lýsingin tekur til breytinga á verslunar- og þjónustusvæði V21, Ferðaþjónusta við Sólheimajökul sem er breytt í afþrey- ingar- og ferðamannasvæði, AF1 og svæðið er stækkað úr 1 ha í 5,5 ha. Skipulagslýsing þessi liggur frammi hjá skipulags- og bygg- ingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 23. júní 2021 til og með 20. júlí 2021. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrif- stofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út þriðjudaginn 20. júlí 2021. George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi Mýrdalshrepps Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi Skipulags- og byggingarfulltrúi Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Göngutúr um hverfið kl. 10.30. Samsöngur með Hannesi Guðrúnarsyni. Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari upplýsingar í síma 411 2701/411 2702. Allir velkomnir. Árskógar Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Dansleikfimi kl. 13.30. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411 2600. Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10 . Frjáls spila- mennska kl. 12 30-15 45. Gönguferð um hverfið kl. 13. Opið kaffihús kl. 14.30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin Lista- smiðja kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Með- læti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Poolhópur í Jóns- húsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Brids Jónshúsi kl. 13. Hreyfi- hópur í garði Ísafoldar, farið frá Jónshúsi kl. 13.30. Smiðjan, Kirkju- hvoli opin kl. 13-16. Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 8.30, heitt á könnunni. Döff, félag heyrnarlausra frá kl. 13. Félagsvist frá kl. 13. Útifjör, ganga, teygjur og fleira með Höllu Karenu og Bertu, frá kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Dans- og stólaleikfimi kl. 10. Framhaldssaga kl. 10.30. Opin vinnustofa kl. 13-16. Ættfræðigrúsk kl. 13.30, skemmtileg og fróðleg stund um ættfræði á Íslandi kl. 13.30, fyrirlesari er Stefán Halldórsson. Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9.45 í Borgum. Ganga kl. 10, gengið frá Borgum og þrír styrkleikahópar, því ganga fyrir alla. Félagsvist í Borgum kl. 13 í dag allir velkomnir. Skákhópur Korpúlfa kl. 12 í Borg- um. Fleiri velkomnir í Suðurlandsferð Korpúlfa 15.-17. júlí með Emil Erni sem fararstjóra, gist að Hótel Klaustri. Minnum á matarpöntun fyrir kl. 9 deginum áður. Allir velkomnir í Borgir. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, opin lista- smiðja, morgunleikfimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10.30-12. Upplestur kl.13, félagsvist kl.13.30, botsía kl. 15. Uppl. í síma 411 2760. Samfélagshúsið Vitatorgi Postulínsmálun kl. 9. Minigolf í setustofu kl. 10.30. Píla Í setustofu kl. 13. Núvitund í handverksstofu kl. 13. Dansleikur með hinu eina sanna Vitatorgsbandi kl. 14. Síðdegiskaffi kl. 14.30. EM í knattspyrnu í setustofu kl. 16. Verið hjartanlega vel- komin til okkar á Vitatorg, síminn er 411 9450. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum frá kl. 9, botsía í salnum á Skóla- braut kl. 10, handavinna og samvera í salnum Skólabraut kl. 13. Minn- um á ferðina upp á Geitlandsjökul á morgun, farið verður kl. 9 frá Skólabraut. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Toyota Auris Active Hybrid 4/2018. Ekinn aðeins 14 þ. km. Sjálfskipting. Bakkmyndavél. Álfelgur. Sparneytinn bíll á lágu verði. Verð: 2.940.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Smá- og raðauglýsingar Vantar þig fagmann? FINNA.is fasteignir Lund til þeirra hjóna, finna þá hlýju sem þar ríkti og þiggja góð- ar veitingar sem alltaf var nóg af, bæði að magni og gæðum. Margt mætti tína til af okkar löngu kynnum en það er óþarfi. Ég veit að þeir sem hana þekktu, og þeir voru margir, hafa sömu sögu að segja og það var ekki hennar háttur að hælast um eða stæra sig af einu eða neinu sem hún vissulega hefði getað gert. Elskuleg og góð manneskja er horfin yfir í sumarlandið og þar verður henni vel tekið. Þar bíður Toni og aðrir sem hún ugglaust gleðst yfir að mæta og hlynna að. Hafi hún þökk fyrir sína veru hér á jörðu. Sveinn Sveinsson. Nú er hún amma horfin á braut. Amma, sem alltaf hefur verið mér svo mikilvæg. Stoð og stytta í lífsins ólgusjó. Alltaf tilbúin til að þerra tár, hvetja, leiðbeina. Ég var aðeins ungbarn þegar ég fór að venja komur mínar í faðm ömmu og afa í Lundi. Ólst þar upp að stórum hluta, að mér finnst. Þráðurinn alltaf verið sterkur. Seinna þegar ég fór að búa og eignaðist mitt fyrsta barn, bjó ég í nánast næsta húsi við ömmu og afa og stutt var að hlaupa á milli. Jenný, dóttir mín, var fljót að komast á bragðið og tölti yfir „Lautina“ til ömmu og afa um leið og henni var til þess treystandi. Alltaf var gott að koma í Lund. Amma kenndi mér margt og miðlaði af sinni visku. Hún kenndi mér meðal annars að prjóna og frá byrjun lagði hún áherslu á vand- virkni. Rekja upp ef ég ekki væri ánægð með verkið. Þetta hef ég haft að leiðarljósi við mína handa- vinnu í gegnum tíðina. Náunga- kærleikur, þolinmæði og æðru- leysi eru líka hlutir sem mér finnst amma hafa haft fyrir mér. Og nægjusemi. Ömmu fannst alltof mikil heimtufrekja í gangi í þjóð- félaginu, fólk ætti bara að vera ánægt þegar það hafði í sig og á. Það var hennar skoðun. Hún hafði nefnilega skoðanir á flestu, allt fram á síðustu stundu og fylgdist vel með. Málefni líðandi stundar voru henni hugleikin og spunnust oft skemmtilegar umræður um það sem efst var á baugi hverju sinni. Amma var af kynslóð sem lifað hefur ótrúlegar breytingar. Við ræddum það oft. Hún, sem ólst upp í sveit á fyrri hluta síðustu aldar við fremur frumstæðar að- stæður, fylgdist ótrúlega vel með tækninni og naut þess að tala við ættingja í gegnum myndsímtöl á síma eða spjaldtölvu þegar þannig bar undir. Amma elskaði fólkið sitt. Fylgdist vel með hverjum sprot- anum sem við ættstofninn bættist. Gladdist yfir hverju barni sem væntanlegt var og mundi nöfn allra í hópnum. Bjó til púða, teppi eða aðra persónulega muni og sendi um hver jól til þeirra yngstu. Hún hafði ótrúlega næmt auga fyrir samsetningu lita við sína handavinnu og gilti þar einu hvort um var að ræða lopapeysuprjón eða málun á tau. Amma elskaði blóm. Það fór ekki fram hjá neinum sem kom í garðinn í Lundi. Ófáum stundum eyddi hún ásamt afa við ræktun garðsins. Byrjaði á vorin að sá og prikla. Svo var að bera plönturnar út í sólina á morgnana og inn á kvöldin meðan enn var nætur- kuldi. Síðan þurfti að setja niður. Því litskrúðugra, því betra. Minningarnar eru náttúrlega óteljandi og verða geymdar í hjarta mér. En fyrst og fremst er ég full þakklætis fyrir að hafa átt Sigurlaugu Sveins að ömmu svona lengi. Það voru sannkölluð forrétt- indi. Takk amma, fyrir allt sem þú varst mér og kenndir mér. Birgitta. Elsku amma mín er farin yfir í Sumarlandið. Ég er þakklát fyrir hana og okkar tíma saman. Hún var alltaf svo hlý við mig og mína. Amma var góð við alla, hún var einstaklega vönduð manneskja. Margar góðar minningar um ömmu og afa í Lundi koma upp í hugann. Lummuilmurinn, matur- inn hennar ömmu, en hún var gæðakokkur. Eldhúsið var upp- fullt af góðum anda, hlýrri nær- veru og góðum mat. Garðurinn var litrík ævintýraveröld fyrir okkur krakkana þar sem þau hjónin nostruðu við allt. Það var gott að vera í Lundi. Það var gott að vera hjá ömmu og afa. Við amma voru miklar vinkon- ur og áttum mörg góð og löng samtöl í gegnum tíðina. Hún var hreinskilin og heil. Við gátum rætt allt milli himins og jarðar og alltaf gátum við hlegið saman. Amma hafði svo innilegan og smitandi hlátur. Hún talaði oft um hvað hún var þakklát fyrir lífið og sérstak- lega þakklát fyrir alla afkomendur sína, heilsu þeirra og heilbrigði. Það fannst henni ekki sjálfgefið. Amma var listakona af Guðs náð. Í henni bjó óþrjótandi sköp- unarkraftur. Hún var alltaf að framleiða og skapa og ég leit mik- ið upp til hennar á því sviði. Í handavinnunni útbjó hún afskap- lega vandaðar gjafir handa fólkinu sínu og voru gjafirnar frá henni ávallt mikið tilhlökkunarefni hjá mér og mínum börnum. Það er ómetanlegt fyrir okkur öll að eiga þessi fallegu verk eftir hana. Það var mikilvægt fyrir ömmu að mæta í fermingar afkomenda sinna. Fyrir þremur árum, þá á 94. aldursári, þá taldi hún það ekki eftir sér að ferðast frá Dalvík og í Kópavoginn til að vera með okkur á þessum degi sonar míns. Það var okkur fjölskyldunni dýrmætt. Eftir situr þó depurð hjá yngstu dóttur minni sem fermist næsta vor. Það mun vanta ömmu og elsku pabba. Við mægður vorum sammála um að það er stundum erfitt að vera yngstur því þá hefur maður fólkið sitt hjá sér í styttri tíma. Minningarnar ylja elsku mamma mín, Guðbjörg, Anna Dóra, Arna, Þórólfur, Árdís, af- komendur og aðrir sem þekktu þessa dásamlegu konu. Það hafa verið forréttindi fyrir mig að eiga svona góða fyrirmynd í lífinu. Elsku amma mín ég mun sakna þín. Þín alltaf, Lovísa og fjölskylda. Við systkinin eigum margar góðar minningar með henni ömmu okkar Laugu í Lundi. Það hefur alltaf verið einstak- lega gott að koma til Dalvíkur. Það er ekki vegna tilkomumikillar náttúru og fjallahrings sem þó er, heldur vegna þess að þar hefur Lauga verið alla okkar tíð. Hún var óhaggandi miðpunktur og festa, full af ást og kærleika. Við eyddum mörgum sumrum í Lundi og leið einna best þar. Þar snerist lífið um garðinn, bílskúrinn og Blettinn, allt ævintýrastaðir fyrir lítinn polla og litla diddu. Á vet- urna varð garðurinn í Lundi að völundarhúsi af göngum gröfnum í snjó. Amma var þar alltaf til stað- ar með yfirvegun og væntum- þykju. Þótt hún hafi fært sig um set yf- ir á Dalbæ þá breyttist aldrei til- finningin sem fylgdi því að koma til Dalvíkur því maður treysti því að Lauga væri á staðnum. Hvern- ig ætli tilfinningin verði að koma til Dalvíkur framvegis? Fyrir nokkrum árum fóru Ant- on og fleiri úr fjölskyldunni með ömmu í ævintýraferð til London. Þau rúlluðu henni um stræti og torg, heilsuðu upp á drottninguna og amma bauð okkur síðan út að borða. Hún ljómaði allan tímann og allir samferðalangar smituðust af þessum ljóma. Anton hefur oft komið til London en aðeins einu sinni með ömmu, það er líka lang- eftirminnilegasta skiptið. Í þessa örfáu daga fékk London eitthvað að láni frá Dalvík sem gerði stað- inn meiri. Minningarnar eru þó ekki að- eins bundnar við staði heldur lifa í hversdagslegum athöfnum. Það verður auðvelt að minnast hennar í hvert skipti sem við tökum til hendinni í garðinum, vökvum blómin eða finnum lykt af ný- slegnu grasi. Hún Lauga amma í Lundi verður því alltaf með okkur þó við söknum ömmu okkar mikið. Anton Heiðar og Embla Sól. Jæja amma. Þá kom að því. Það verður víst ekki úr því að við leigj- um Hörpuna fyrir 100 ára afmælið þitt. Það var leitt. Ég var farinn að hlakka til (og kvíða aðeins fyrir líka út af kostnaðinum) og ég held reyndar að þér hafi ekki fundist hugmyndin alslæm þótt þú hafir alltaf hlegið þegar ég minnti þig á hana. Við hefðum haft lúðrasveit og flugeldasýningu og að minnsta kosti þrjá karlakóra. Þetta hefði orðið eftirminnilegt partí. Ég hafði annars ágætt lag á því að koma þér til að hlæja. Þurfti svo sem ekki mikið til. Bara að haga mér eins og galgopinn sem ég er. Ég hef ekki tölu á því hve oft mér hefur verið sagt að hætta að láta svona barnalega. Þeir eru færri sem hafa beðið mig um að glata aldrei barninu í sjálfum mér eins og þú. Ég geri ráð fyrir að þú hafir haft speki þess skeggjaða á fallegu myndinni fyrir ofan rúmið þitt og afa í huga þegar þú sagðir þetta við mig. Þú varst trúuð og það einkenndi bæði líf þitt og lundarfar. Það er ekki í tísku núna að vera trúaður. En ég varð svo sem aldrei var við það að þú hefði áhyggjur tískubylgjum. Einn af þínum óteljandi kostum. Þær eru margar minningarnar sem ég tengi við þig en ég ætla ekki að bera þær á borð á þessum vettvangi. Þetta eru mínar minn- ingar og þegar til tekur finn ég að ég er nískur á þær. Aðrir verða bara að finna sér eitthvað annað að lesa. Góði dátinn Svejk er ágætur. Ein er þó minningin sem mér finnst mér eiginlega skylt að rifja upp og það minningin um pönnukökurnar þínar. Maður minn lifandi, þvílíkar pönnukökur. Aldrei nokkurn tímann, hvorki fyrr né síðar, hef ég smakkað aðr- ar eins pönnukökur. Hef ég þó bragðað á þeim nokkrum um æv- ina. Það var alveg sama hvort þær voru bornar á borð með sykri, púðursykri, sultu eða rjóma eða bara öllu heila klabbinu. Þær voru alltaf jafn dýrlegar. Ég fékk að sjálfsögðu uppskriftina hjá þér. Aðrir í fjölskyldunni gerðu það sama. Engum tókst hins vegar að galdra fram þetta lostæti. Ég skil auðvitað núna hvað vantaði upp á hjá okkur. Það varst ekki þú sem hélst um skaftið á pönnunni. Ég er hræddur um að þeir feðgar þarna efra eigi eftir að þurfa að bæta við götum í beltið þegar þú ferð að rúlla pönnsur ofan í þá og afa. Ég iðrast þess núna að hafa ekki verið duglegri við að hitta þig. Fara oftar til þín. Dvelja leng- ur. Tala meira við þig. Því verður ekki breytt úr því sem komið er. Ég var lengi þeirrar skoðunar að þú ættir að verða sú fyrsta til að sigra Elli kerlingu og lifa að eilífu. Eigingjörn ósk að sjálfsögðu og ekki í samræmi við þinn eigin vilja. Það veit ég vel. Það hefði engu að síður verið gott að geta haft þig aðeins lengur hjá okkur. Þú lýstir okkur hinum leið í myrkrinu. Nú er bara að vona að við náum höfn þótt ljósið í vitanum sé slokknað. Hvíldu í friði amma mín. Við leigjum Hörpuna bara seinna. Teitur Már Sveinsson. - Fleiri minningargreinar um Sigurlaugu Sveins- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sigurlaug Ásgerður Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.