Morgunblaðið - 23.06.2021, Side 20

Morgunblaðið - 23.06.2021, Side 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021 30 ÁRA Jón Atli fædd- ist á Landspítalanum í Reykjavík og ólst upp í Garðabænum. „Ég á mjög góðan vinahóp frá Garðabænum, en við spiluðum mikið golf á yngri árum og erum alltaf í sambandi.“ Eftir grunnskólann fór Jón Atli í Menntaskólann í Reykjavík á nátt- úrufræðibraut og þar kynntist Jón Atli eig- inkonu sinni, Ásu. Síðan lá leiðin í Háskóla Ís- lands í rafmagnsverk- fræði. Eftir námið vann hann í tvö ár hjá Mint Solutions og fór svo í meistaranám í Purdue- háskólann í Indiana-ríki í Bandaríkjunum. „Það var mjög áhugavert að koma þangað. Þetta var lítill bær en mjög fjölþjóðlegt háskólasamfélag og allt annar menningar- heimur. Ég var einn úti en saknaði mikið fjallanna og konunnar sem var heima í sínu námi og ákvað að drífa mig og lauk náminu á einu ári.“ Jón Atli kom heim úr náminu 2017 og fór að vinna sem verkefnastjóri hjá Rarik við framkvæmdir og var þar allt fram á þetta ár þegar hann fór yfir til Landnets, þar sem hann er verkefnastjóri framkvæmda. Helstu áhugamál Jóns Atla eru golf og þá stangveiði og skotveiði. „Svo för- um við mikið saman í göngur fjölskyldan, hvort sem það eru gönguleiðir í ná- grenninu eða upp á fjöll.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Jóns Atla er Ása Unnur Bergmann Þorvalds- dóttir, f. 1991, læknir á Landspítalanum, og eiga þau soninn Ófeig Kára Bergmann Jónsson, f. 2019. Jón Atli Jóhannsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir ann- arra ekki hafa áhrif á þig. 20. apríl - 20. maí + Naut Ekki fara yfir strikið í dag. Farðu varlega í allar skyndiákvarðanir því þér hættir til fljótfærni. Kvöldið verður gott. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þér finnst aðrir vilja ráðskast um of með þín mál. Gefðu þér tíma til þess að víkka sjóndeildarhringinn. Allt hefur sinn tíma. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Gættu þess að gera ekki of miklar kröfur til annarra. Staldraðu við og íhug- aðu hvernig þú getur fengið sem mest út úr aðstæðum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Rómantíkin liggur í loftinu í dag og upplagt að eiga stefnumót. Þér mun ekki lítast á blikuna seinni part dags en allt skýrist þegar kvölda tekur. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Fátt pirrar þig meira en fólk sem þykist vita allt og miklu betur en aðrir. Hugsaðu um heilsuna, hún er það mik- ilvægasta sem hver maður á. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú finnur fyrir einsemd í dag. Þér hættir til að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Talaðu við vin og reyndu að koma þér út úr húsi. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Vini liggur ýmislegt þýðing- armikið á hjarta. Þú færð óvæntar fréttir sem slá þig út af laginu, í stuttan tíma. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Vinsældir þínar fara vaxandi innan fyrirtækisins. Ekki láta skapið hlaupa með þig í gönur. Teldu oftar upp að tíu. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Taktu einn hlut fyrir í einu því ef þú ert með of mörg járn í eldinum þá fer allt úr böndunum. Þú ert langþreytt/ur og hættir til fljótfærni þess vegna. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú finnur hjá þér hvöt til þess að kaupa eitthvað sem léttir fjölskyldu- meðlimi lífið. Hugsaðu um hvernig þú get- ur bætt líf þitt og heilsu. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Lífið brosir við þér bæði í einkalíf- inu eða starfi. Fyrrverandi skýtur upp koll- inum á undarlegum stað en þú heldur ró þinni. P étur Guðjónsson fæddist 23. júní 1946 og ólst upp á Melrakkasléttu fyrstu sex árin. Næstu árin settu tóninn fyrir heimshornaflakk Péturs síðar á æv- inni, en þá flutti fjölskyldan til Dan- merkur og síðar Svíþjóðar, en faðir hans, Guðjón Guðnason, var þar í sérfræðinámi í fæðingarlækningum. Á unglingsárum Péturs var fjöl- skyldan komin heim til Reykjavíkur og Pétur fór í gagnfræðaskóla og síðar í Menntaskólann í Reykjavík. Hann fór sem skiptinemi til Banda- ríkjanna og eftir menntaskólann ákvað hann að sækja um háskóla vestanhafs og fór til Harvard þar sem hann lauk meistaragráðu í stjórnmálafræði. Þetta var á þeim tímum þegar ungt fólk var alls stað- ar að endurskoða sín gildi og setja spurningarmerki við lífsstíl foreldr- anna. Árið 1971 fór Pétur til Chile, en þar var Allende nýkjörinn forseti og sá fyrsti sem hafði verið kjörinn í lýðræðislegri kosningu. Ungir menn í leit að sjálfum sér þurfa líka salt í grautinn og Pétur vann sem „freel- ance“ fréttaritari fyrir bandaríska fjölmiðla. Þegar Fidel Castro veitti sitt fyrsta blaðaviðtal eftir að hafa ferðast um Chile, var Pétur þar og vílaði ekki fyrir sér að spyrja hann erfiðra spurninga og vakti mikla at- hygli allra viðstaddra í kjölfarið, þ.m.t. Castro. Það endaði með því að Castro ákvað að bjóða Pétri til Kúbu sem hann þáði. Pétur segist ekki vera pólitískur ef miðað sé við hinn hefðbundna hægri-vinstri ás stjórnmála. Hann segist hafa lært það á dvölinni á Kúbu að það verði að eiga sér stað hugarfarsbylting áður en nokkur breyting eigi sér stað í stjórnunarháttum. „Það breytist ekkert meðan óttinn ræður ríkjum eða græðgin. Ótti leiðir til ofbeldis og græðgin er spillandi afl, bæði fyrir manneskjuna og plán- etuna.“ Á þessu tímabili fór Pétur á nám- skeið í Andesfjöllum sem byggði á kenningum hins argentínska Silo, upphafsmanns Húmanistahreyfing- arinnar. Þar lærði hann að til að breyta heiminum þarf að byrja á sjálfum sér og lykilatriði sé að vera í núvitund, vera viðstaddur í eigin lífi og gefa kærleika frá sér. Það sé krafturinn sem þurfti. Þarna er grunnurinn lagður að öllu lífsstarfi Péturs og árið 1979 stofnaði hann samtökin Samhygð á Íslandi sem beitti sér fyrir að breyta hugsunar- hætti fólks svo það veitti andartak- inu athygli og færi þannig að sjá heiminn öðruvísi en áður, auk þess að vinna að félagslegum umbótum sem enda í sjálfbærni. Í starfi sínu með Samhygð og húmanistum ferð- aðist Pétur víða um heim og stofn- aði sér deildir bæði í Haiti og Dóm- iníska lýðveldinu, þar sem samtökin stóðu fyrir heljarmiklu lestrar- kennsluátaki, en stór hluti þjóð- arinnar var ólæs. Pétur segir að hann sé mjög þakklátur Íslend- ingum fyrir stuðninginn við þetta verkefni. Pétur er alltaf með annan fótinn á Íslandi og hefur haldið stjórnunar- námskeið sem miða að því að losa sig við streitu, sem er ákveðin að- ferð sem Pétur þróaði og hefur kennt víðar um heiminn. Sem dæmi um hve vel aðferðin virkar fór hann til Indlands og bar hana undir nokkra vel siglda jóga, sem gáfu að- ferðinni bestu einkunn. Svo hefur hann skrifað 13 bækur og hafa nokkrar þeirra verið þýddar á ís- lensku. Bókina um hamingjuna skrifaði Pétur um þessa aðferð við að losa sig við streitu og hefur hún verið þýdd á fjölda tungumála, en bækur Péturs eru til á bókasöfnum og fást flestar hjá Amazon.com. Síðustu árin hefur Pétur verið upptekinn við nýja hreyfingu sem hann stofnaði og heitir „Vinir lífs- ins“, sem eru samtök ungs fólks á aldrinum 18 til 22 ára og er megin- áhersla samtakanna að útrýma of- beldi í heiminum. Eins og áður hjá Samhygð, hefst ferðin á sjálfsvinnu og er unnið með átta af bókum Pét- urs í ferlinu. „Ég hef alltaf verið að hugsa um mennskuna og hvernig við getum gert betur. Núna erum við með áhersluna á ungt fólk, sem á eftir að taka við heiminum, og kenna því aðferðir sem ég er viss um að munu skila árangri.“ Pétur Pétur Guðjónsson stjórnunarráðgjafi – 75 ára Ferðin hefst á sjálfsþekkingu Heimsborgari Pétur er á stöðugum faraldsfæti og er núna kominn til Afríku. Haiti 2012 Tugþúsundir barna misstu foreldra sína í jarðskjálftanum 2010. Samhygð var með söfnun og aðstoð var veitt til meira en 100 barna. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.