Morgunblaðið - 23.06.2021, Qupperneq 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021
Tók Knattspyrnusamband Evr-
ópu, UEFA, afstöðu gegn ein-
staklingsfrelsinu í gær? UEFA sá
ástæðu til að beita sér gegn því
að Allianz-leikvangurinn glæsilegi
yrði lýstur upp í regnbogalitunum
þegar leikur Þýskalands og Ung-
verjalands fer þar fram á EM
karla. Það gat UEFA gert í krafti
þess að mótið er á vegum UEFA.
Ekki er beinlínis hægt að svara
spurningunni játandi en segja má
á móti að UEFA hafi misst af tæki-
færi til að standa með ein-
staklingsfrelsinu.
UEFA vísar í reglur sínar um að
stjórnmál og trúmál eigi ekki
heima í sparki á vegum sam-
bandsins. Bendir UEFA jafnframt
á að með þessu hafi Þjóðverjarnir
ætlað að senda Ungverjum skýr
skilaboð vegna lagasetningar í
Ungverjalandi. En þarf UEFA endi-
lega að túlka þetta sem stjórn-
mál? Þetta er mannréttinda-
barátta sem heldur áfram á
meðan stjórnmálamenn vilja
skipta sér af því hver er skotinn í
hverjum. Eins og pólitíkusum
komi það einhvern skapaðan hlut
við.
Frjálslyndi hefur því miður
ekki náð að dreifa sér jafn örugg-
lega um Evrópu og kórónuveiran.
Víða í austurhluta álfunnar, og
miðri álfunni, þarf fólk að berjast
fyrir því að fá að elska og fyrir því
að vera elskað. Guðjóni Vali Sig-
urðssyni var meinað að bera fyr-
irliðaband í regnbogalitunum á
EM í Póllandi 2017. Okkar maður
smellti þá regnbogalitunum á
bomsurnar.
Væri ekki meiri bragur á því að
íþróttasamböndin evrópsku
tækju slaginn með ástinni heldur
en að forðast að styggja þá sem
eru í liði með mannvonskunni?
Um alla Evrópu eru áhorfendur á
knattspyrnuleikjum að skyrpa út
úr sér hommahatri í hverri ein-
ustu viku. Leikmennirnir tala svo
ekki um annað en hversu ánægju-
legt sé að þetta fólk fái aftur að
sækja leikina eftir takmarkanir.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Freyr Alexandersson hefur verið
ráðinn knattspyrnustjóri danska B-
deildarfélagsins Lyngby en á mánu-
daginn bárust fréttir af því að
Freyr væri í viðræðum við danska
félagið. Freyr, sem er 38 ára gam-
all, skrifar undir tveggja ára samn-
ing við Lyngby en hann var síðast
aðstoðarþjálfari Heimis Hallgríms-
sonar hjá Al-Arabi í Katar og var
þar á undan aðstoðarþjálfari Eriks
Hamréns hjá íslenska karlalands-
liðinu. Lyngby féll úr úrvalsdeild-
inni á nýliðinni leiktíð og leikur því
í B-deildinni á komandi tímabili.
Freyr ráðinn
þjálfari Lyngby
Morgunblaðið/Eggert
Danmörk Freyr Alexandersson er
tekinn við B-deildarfélagi Lyngby.
Ingibjörg Sigurðardóttir og Am-
anda Andradóttir voru á skotskón-
um fyrir lið sitt Vålerenga þegar
það vann 2:0-heimasigur gegn
Arna-Björnar í norsku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu í gær. Ingibjörg
kom Vålerenga yfir á 71. mínútu og
Amanda bætti við öðru marki
norska liðsins fjórum mínútum síð-
ar eftir að hafa komið inn á sem
varamaður á 60. mínútu. Ingibjörg
lék allan leikinn í hjarta varn-
arinnar hjá Vålerenga en liðið er í
þriðja sæti deildarinnar með 9 stig
eða fullt hús stiga eftir þrjá leiki.
Tvö íslensk
mörk í sigri
Morgunblaðið/Eggert
Skalli Ingibjörg skoraði sitt fyrsta
mark á tímabilinu í gær.
Davíð Ingvarsson, 22 ára gamall vinstri bakvörður Breiðabliks, var besti
leikmaður níundu umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta að mati
Morgunblaðsins. Davíð fékk tvö M fyrir frammistöðu sína en hann fór fyrir
frábæru liði Breiðabliks þegar það gjörsigraði FH 4:0 á sunnudagskvöldið
og lagði upp tvö fyrstu mörkin. Davíð lék vinstra megin í þriggja manna
vörn Blika en skaut sér hvað eftir annað upp vinstri kantinn og gerði mik-
inn usla í vörn FH-inga.
Kristinn Steindórsson, félagi Davíðs, er í þriðja skipti í liði umferð-
arinnar og fjórir leikmenn eru valdir í liðið í annað skipti. Fylkir, Stjarnan,
Keflavík og Valur eiga líka tvo leikmenn hvert í liðinu. vs@mbl.is
9. umferð
í Pepsi Max-deild karla 2021
3-5-2
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
Hannes Þór Halldórsson
Valur
Kristinn Steindórsson
Breiðablik
HeiðarÆgisson
Stjarnan
Magnús Þór Magnússon
Keflavík Þórarinn Ingi Valdimarsson
Stjarnan
Sigurður Egill Lárusson
Valur
Frans Elvarsson
KeflavíkKarl Friðleifur
Gunnarsson
Víkingur
Orri Hrafn
Kjartansson
Fylkir Davíð Ingvarsson
Breiðablik
Helgi Valur
Daníelsson
Fylkir
2 2
2
3
Davíð bestur í 9. umferðinni
Í KEFLAVÍK
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Keflvíkingar létu ekki senda sig í
sumarfrí frá körfuknattleiknum án
þess að vinna leik í úrslitarimmunni
um Íslandsmeistaratitilinn gegn
Þór frá Þorlákshöfn. Keflavík sigr-
aði 97:83 þegar liðin mættust í
þriðja sinn í gær en leikið var í
Keflavík. Þór er þá yfir 2:1 en
vinna þarf þrjá leiki til að verða
meistari. Þórsarar fá á föstudags-
kvöldið tækifæri til að verða Ís-
landsmeistarar í fyrsta skipti í sögu
félagsins á eigin heimavelli í Þor-
lákshöfn.
Deildarmeistarar Keflavíkur voru
ákveðnir í gær og augljóst var í
upphafi leiks að þeir ætluðu ekki að
lenda í þeirri stöðu að byrja leikinn
illa og þurfa að elta forskot Þórs-
ara. Keflavík náði frumkvæðinu í
upphafi leiks og náði fljótlega tíu
stiga forskoti og rúmlega það.
Keflvíkingar höfðu ágæt tök á
leiknum en einhvern veginn tókst
þeim aldrei að hrista Þórsara al-
mennilega af sér fyrr þótt mun-
urinn væri nokkur. Þórsarar náðu
af og til að minnka muninn niður í
eins stafs tölu en þeir náðu þó aldr-
ei að komast yfir. Keflvíkingar náðu
að halda dampi enda hafa þeir ekki
svigrúm til að tapa fleiri leikjum.
Burks var mikilvægur
Calvin Burks var mikilvægur
fyrir Keflavík þegar liðið kom sér
upp forskoti í fyrri hálfleik en
Keflvíkingar fengu í raun gott
framlag frá öllum í byrjunarliðinu.
Þá kom hinn trausti liðsmaður
Reggie Dupree með mikilvæg stig
af varamannabekknum í fyrri hálf-
leik.
Þórsarar hættu aldrei að berjast
en leikurinn þróaðist á annan hátt
en sá fyrsti í Keflavík þegar Þórs-
arar náðu góðu forskoti og byggðu
ofan á það. Adomas Drungilas hef-
ur leikið vel í úrslitarimmunni en
náði sér ekki á strik í gær. Þórs-
arar þurfa á því að halda að
Drungilas spili vel á föstudaginn
en átök samlandanna, Drungilas
og Dominykas Milka, eru áhuga-
verð. Milka hafði betur í gær og
virtist einbeittari en í fyrstu
tveimur leikjunum. Eyddi orkunni
í skynsamlega hluti í gær.
Dramatík á föstudag?
Þessi lið léku vel í allan vetur og
það hefði verið undarlegt ef niður-
staðan hefði verið 3:0 í úrslitunum.
Svo fór ekki og úrslitakeppnin
heldur áfram að veita íþróttaunn-
endum ánægju. Leikurinn í gær
varð aldrei háspennuleikur en ekki
þyrfti að koma á óvart ef eitthvað
slíkt yrði raunin í fjórða leiknum.
Mikil hefð er til staðar í Kefla-
vík þótt liðið hafi ekki orðið Ís-
landsmeistari síðan 2008. Þórsarar
hafa aldrei unnið og biðin á milli
leikjanna gæti tekið á fyrir leik-
menn liðsins.
Sumarfríinu slegið á frest
- Deildarmeistararnir svöruðu fyrir sig - Þór fær annað tækifæri á heimavelli
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Keflavík Þórsarinn Larry Thomas reynir að verjast Keflvíkingnum og fyr-
irliðanum Herði Axel Vilhjálmssyni í þriðja úrslitaleik Keflavíkur og Þórs..
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
bjargaði stigi fyrir Aftureldingu
þegar liðið heimsótti KR í toppslag
1. deildar kvenna í knattspyrnu,
Lengjudeildarinnar, á Meistaravelli
í Vesturbæ í gær.
Thelma Lóa Hermannsdóttir kom
KR yfir strax á 12. mínútu en Guð-
rún Elísabet jafnaði metin fyrir
Aftureldingu á 80. mínútu og loka-
tölur því 1:1.
KR er með 16 stig í efsta sæti
deildarinnar en Afturelding er í öðru
sætinu með 15 stig.
_ Þá skoraði Erna Guðrún Magn-
úsdóttir sigurmark FH í 1:0-sigri
gegn Grindavík á Kaplakrikavelli
undir lok fyrri hálfleiks.
FH er með 15 stig í þriðja sætinu
en Grindavík er á botninum með 3
stig.
_ Kristín Erna Sigurlásdóttir
skoraði tvívegis fyrir Víking úr
Reykjavík þegar liðið vann 5:1-
stórsigur gegn ÍA á Norðurálsvell-
inum á Akranesi.
Víkingur fer með sigrinum upp í
fjórða sætið í 11 stig en ÍA er sjötta
sætinu með 9 stig.
_ Þá eru Haukar komnir í fimmta
sæti deildarinnar eftir 3:1-sigur
gegn Augnabliki á Kópavogsvelli.
Vienna Behnke, Kristín Fjóla Sig-
þórsdóttir og Hildur Karítas Gunn-
arsdóttir skoruðu mörk Hauka.
Haukar eru með 10 stig í fimmta
sætinu en Augnablik er í níunda og
næstneðsta sætinu með 5 stig.
_ Danielle Marcano skoraði bæði
mörk HK þegar liðið vann 2:1-sigur
gegn Gróttu á Vivaldi-vellinum á
Seltjarnarnesi en öll mörkin komu í
fyrri hálfleik.
HK er með 7 stig í áttunda sætinu
en Grótta er í því sjöunda, einnig
með 7 stig.
Stefnir í harða baráttu
þriggja liða á toppnum
- Jafnt í toppslagnum í Vesturbæ - Víkingar í fjórða sætið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vesturbær Sesselja Líf Valgeirsdóttir og Laufey Björnsdóttir eigast við.