Morgunblaðið - 29.06.2021, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 9. J Ú N Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 150. tölublað . 109. árgangur .
RAUÐI
ÞRÁÐURINN
ER LÍNAN
RAÐAÐI INN
ÞÝSKUM
MÖRKUM
LÖFVEN SEGIR
AF SÉR EFTIR
VANTRAUSTIÐ
MARKAKÓNGUR 27 SÆNSK STJÓRNMÁL 13SUMARSÝNING BERG 29
Íslandsmeistarar Þórs í Þorlákshöfn í körfu-
bolta karla héldu í gær að gosstöðvunum með
Íslandsbikarinn í farteskinu. Hér sést liðið
hampa bikarnum við Nátthaga fyrir ljósmynd-
ara Morgunblaðsins, en Íslandsmeistararnir
héldu svo göngu sinni að eldstöðvunum eitt-
hvað áfram.
Mikil sigurgleði hefur ríkt í Þorlákshöfn síð-
an liðið tryggði sér titilinn í úrslitarimmu við
Keflavík fyrir helgi og má segja að bæjarbúar
hafi vart sofið vegna gleði síðan úrslitin urðu
ljós. Hittist þar einnig svo vel á að sama kvöld
var aflétt öllum takmörkunum vegna kórónu-
veirufaraldursins og var gleðin því margföld
fyrir íbúa bæjarfélagsins.
Árangur félagsins er eftirtektarverður, en
þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill þess í meist-
araflokki. Ragnar Matthías Sigurðsson, íþrótta-
og æskulýðsfulltrúi og einn af frumkvöðlum
körfuboltans í Þorlákshöfn, segir í samtali við
Morgunblaðið í dag að sigurinn hafi mikla þýð-
ingu fyrir bæði íþróttafélagið og sveitarfélagið
í heild sinni. „Öðru hverju gerast svona ösku-
buskuævintýri og þau eru svo falleg,“ segir
Ragnar. Hann þakkar árangurinn einnig öfl-
ugu unglingastarfi í Þorlákshöfn og segir fé-
lagið alltaf vera að búa til öfluga leikmenn. »4
Morgunblaðið/Eggert
Hömpuðu bikar við gosstöðvarnar
„Það er varla til borg í heiminum þar
sem þetta vandamál er ekki til stað-
ar en ef við ætlum að gera Reykjavík
að heimsklassa hjólaborg þá verðum
við að finna leiðir til að draga úr
þessum þjófnaði,“ segir Pawel Bar-
toszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, í
samtali við Morgunblaðið. Pawel
lýsti því yfir á Facebook að borgin
hygðist takast á við stuld hjóla í
nýrri hjólreiðastefnu. Málið hefur
verið til skoðunar í ákveðinn tíma en
Pawel kveðst enn ekki meðvitaður
um neinar auðveldar lausnir á því.
Leggur hann áherslu á að mikil-
vægt sé að hafa sem flesta með í ráð-
um. „Ég hygg að það þurfi samstarf
tryggingafyrirtækja, hjólreiðaversl-
ana, lögreglu, íbúa og fleiri aðila, til
þess að reyna að draga úr þjófn-
uðunum.“
Yfirlýsing Pawels birtist á Face-
book-síðunni Hjóladót Tapað, fundið
eða stolið. Sú síða hefur vakið at-
hygli fyrir framtak Bjartmars Leós-
sonar, sem einnig er þekktur sem
hjólahvíslarinn, en hann hefur tekið
að sér að finna stolin reiðhjól fyrir
fólk. Hefur hann endurheimt
fjöldann allan af reiðhjólum um
borgina og mælir með að fólk noti
góða lása á hjólin. »2
Vilja draga
úr stuldi
reiðhjóla
- Ný hjólreiðastefna
Reykjavíkur á döfinni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reiðhjól Pawel segir mikilvægt að
taka á stuldi reiðhjóla í borginni.
Fyrningum óskilorðsbundinna
dóma hefur fjölgað umtalsvert á
síðustu mánuðum. Þær eru 21
talsins það sem af er ári en voru
22 allt árið í fyrra. Árið 2016 voru
þær sextán sem var töluverð
fækkun frá árunum áður.
Páll Winkel fangelsismálastjóri
segir fjölgunina eiga sér eðlilegar
skýringar. „Síðasta árið höfum við
þurft að starfa í samræmi við sótt-
varnareglur í tengslum við kór-
ónuveirufaraldurinn.
Í neyðarstigi almannavarna
felst að einstaklingar eru ekki
boðaðir inn í fangelsin nema í al-
gjörum neyðartilvikum. Stóran
hluta síðasta árs voru fangelsin
rekin á litlum afköstum og fyrir
vikið sitja eftir eldri dómar. Þeir
dómar eru vægir og varða einstak-
linga sem hafa hagað sér vel eftir
að dómur var kveðinn upp,“ segir
Páll.
Viðspyrna hafin
„Við erum núna komin með
fangelsin í mun meiri nýtingu og
gáfum í síðasta mánuði út hand-
tökubeiðnir á allar refsingar sem
fyrnast á þessu ári. Ég bind því
miklar vonir við að það fyrnist ekki
mikið fleiri refsingar á árinu. Ár-
angurinn í fyrra og hittifyrra var
góður og við ætlum að halda áfram
á sömu braut.“ esther@mbl.is » 14
1 2
3
6
9
20
36
32
34
28
35
16
22 21
Fjöldi fyrninga óskilorðsbundinna refsinga
2008 til 2020 og það sem af er ári 2021
40
30
20
10
0
'08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21
Heimild: Fangelsismálastofnun
Fleiri dómar fyrnst í Covid
- Alls hefur 21 dómur fyrnst það sem af er árinu en voru 22 allt árið í fyrra
_ Hagnaður há-
tæknifyrirtæk-
isins Stjörnu-
Odda í Garðabæ
margfaldaðist á
árinu 2020.
Mestur tekju-
vöxtur varð í sölu
til tilraunastofa
þar sem kórónu-
veiran er til rann-
sóknar. Sigmar
Guðbjörnsson framkvæmdastjóri
vill ekki nefna nein nöfn en ljóst er
að nokkrir af helstu bóluefnafram-
leiðendum heimsins, sem eru orðnir
þekktir í daglegu tali hér á landi,
eru á meðal viðskiptavina. „Maður
er býsna stoltur af því að vera á
þessu stóra sviði. Þótt við séum ekki
í aðalhlutverki þá leikum við mikil-
vægt aukahlutverk.“ »12
Stoltur af því að
vera á stóra sviðinu
Sigmar
Guðbjörnsson