Morgunblaðið - 29.06.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021
„Eldgosið er aðdráttarafl,“ segir Jóhannes
Bjarni Guðmundsson, flugstjóri hjá Icelandair.
Hjá félaginu er nú reynt eins og aðstæður og
veður leyfa að fljúga yfir gosið í Geldingadölum
þegar komið er til lendingar á Keflavíkur-
flugvelli. Sérstaklega er reynt að sinna þessu
þegar vélar félagsins á leið frá Evrópu koma til
landsins, sem yfirleitt er á fjórða tímanum síð-
degis.
„Þetta hefur mælst vel fyrir,“ segir Ásdís Ýrr
Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Fólk í áhöfnum flugvéla Icelandair, sem
Morgunblaðið hefur rætt við, segir farþega
gjarnan spyrja þegar komið er um borð í vél-
arnar ytra hvort gosið sé í augsýn í aðflugs-
stefnu á Keflavíkurflugvöll. Eftirvæntingin sé
mikil og tilhlökkun meðal ferðalanga þegar
þeim sé sagt að svo sé. Þeir verða heldur ekki
fyrir vonbrigðum þegar gosið blasir við.
Auk tilmæla frá Samgöngustofu um tilhögun
flugs í kringum eldgosið, þá gilda líka ákveðnar
verklagsreglur hjá Icelandair. Flugmenn verða
að sýna sérstaka gát í fluginu þarna, enda er
þarna flogið fremur lágt yfir jörð.
„Menn færa sig svona örlítið til í aðfluginu inn
til Keflavíkur, svo farþegarnir megi njóta þessa
ótrúlega útsýnis. Sjálfsagt er einstakt á heims-
vísu að eldgos sé nánast við brautarendann á al-
þjóðaflugvelli,“ segir Jóhannes Bjarni.
sbs@mbl.is
Eldgosið er
í aðfluginu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Við erum að átta okkur á stöðunni
og sjá hvað kemur frá Heilbrigðis-
eftirliti Reykjavíkur (HER). Það eru
allir að fara í
gegnum þetta í
fyrsta skipti því
þetta hefur ekki
gerst áður,“ sagði
Reynir Guð-
mundsson, fram-
kvæmdastjóri
Vöku hf. Úr-
skurðarnefnd
umhverfis- og
auðlindamála
(UUA) felldi á
föstudag úr gildi ákvörðun HER um
að veita Vöku starfsleyfi fyrir starf-
semi félagsins á Héðinsgötu 2 í
Reykjavík. Vaka fékk tímabundið
starfsleyfi þar til loka þessa árs.
Reynir sagði að það hefði alltaf verið
vitað að svæðið við Héðinsgötu væri
ekki framtíðarsvæði fyrir Vöku.
Hann sagði að mikið hefði verið
gert til að bæta umgengni og ásýnd
lóðarinnar við Héðinsgötu 2.
„Loksins þegar maður var að
verða sáttur við hlutina á Héðins-
götu þá fékk maður þetta í andlitið,“
sagði Reynir. „Það er frekar dapurt
því úrskurðarnefndin felldi úr gildi
ákvörðun Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur og byggir á því að starf-
semi okkar sé ekki samkvæmt land-
notkun. En þegar þú lest um land-
notkunina þá stendur „einkum“ en
ekki „eingöngu“ og svo kemur upp-
talning.“
Engin ákvörðun um framhaldið
„Í deiliskipulaginu fyrir svæðið
eru taldir upp skilmálar og skýring-
ar á þremur síðum. Skilmálarnir eru
á síðasta blaðinu. Það er ekki hægt
að túlka skýringarnar svo að þarna
eigi bara að vera umbúðamiðlun. Ef
það er svo þá á bara að vera tollvöru-
geymsla hinum megin við götuna ef
skýringarnar eiga að ráða og nýtt
byggingarleyfi dugar ekki til. Ég er
ekki sammála þessari niðurstöðu.“
Reynir sagði ekki búið að ákveða
hvort úrskurður nefndarinnar verð-
ur kærður til dómstóla.
„Við eigum lóð á Leirvogstungu-
melum í Mosfellsbæ og höfum leyfi
til að byggja á hluta hennar. Svo eig-
um við lóð á Hellusvæðinu í Hafnar-
firði, á svipuðum slóðum og geymslu-
svæðið og Fura eru. Það er spurning
hvort við þurfum að fara úr höfuð-
borginni til að geta verið í friði með
starfsemi okkar,“ sagði Reynir.
Vaka hefur hefur átt lóðina í Hafnar-
firði í mörg ár en ekki verið með
neina starfsemi þar.
Reynir segir að lóðin á Leirvogs-
tungumelum þurfi að fara í gegnum
ákveðið skipulagsferli og breytingar
áður en hægt verður að nota hana
frekar. Unnið er að undirbúningi
þess að taka lóðina í Hafnarfirði í
notkun. En allt tekur það sinn tíma.
Vaka er ekki að hætta
„Vaka er ekkert að hætta starf-
semi, hvort sem við verðum við Héð-
insgötu eða ekki. Tíminn mun leiða
það í ljós. Það hefur alltaf legið fyrir
að við munum fara þaðan á endan-
um. En við vitum ekkert fyrir víst í
dag. Ég hef engan áhuga á að vera
ofan í íbúðahverfi og búa statt og
stöðugt við kvartanir. Við höfum ver-
ið að vinna í því að byggja Vöku upp
eftir slæma tíð og gera það sem við
gerum best. Maður hefur nóg annað
að gera en að standa í svona deilu-
málum endalaust,“ sagði Reynir.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vaka Tekið hefur verið til og athafnasvæðið við Héðinsgötu hefur tekið miklum stakkaskiptum að undanförnu.
Er að átta sig á stöð-
unni eftir úrskurðinn
- UUA felldi úr gildi ákvörðun HER um starfsleyfi Vöku
„Ég hef séð það að humlurnar og
geitungarnir eru að koma tiltölulega
seint á stjá og ég hef bara frétt af
lúsmýi á einum stað á landinu,“ segir
Gísli Már Gíslason, prófessor í líf-
fræði við HÍ. Hann segir flest skor-
dýr séu á einhvers konar lirfustigi
eða dvala yfir veturinn og að kalda
vorið hafi tafið að skordýrin nái að
klekjast út. „Ég efast um að þetta
hafi einhver áhrif á stofnana, þegar
skordýrin fara á kreik.“
Hann segir þó að kalda vorið hafi
væntanlega minni áhrif á lúsmýið en
stærri skordýrin þar sem það sé
vanara raka og vatni. Mýflugurnar
ættu því að vera komnar á kreik.
„Drottningar geitunga og humlanna
hafa verið í dvala í allan vetur og það
þarf að vera tiltölulega hlýtt til þess
að þær fari af stað. Þær þurfa að
geta hitað sig upp í sólskini til þess
að geta flogið,“ segir hann.
Gísli segist gera ráð fyrir að geit-
ungarnir verði aðeins seinni á stjá en
venjulega en að það þurfi þó ekki
endilega að verða til þess að þeir
verði neitt færri þegar líða fer á
sumarið. „Búin verða hugsanlega
eitthvað minni þar sem dætur
drottningarinnar fylla búið og und-
irbúa drottningar undir veturinn.“
Hann segir sveiflukennt hvort
mikið eða lítið verði af lúsmýi í sum-
ar en það ráðist algjörlega af veður-
fari. „Ef það er hlýtt og stillt veður
þá lætur lúsmýið mjög illa og bítur
fólk. Ef það er hins vegar vindasamt
ber ekkert á því. Þetta eru svo lítil
skordýr að þau geta ekki flogið ef
það er einhver gola.“
Kalda vorið hefur
tafið skordýr
- Lítið hefur enn orðið vart við lúsmý
Morgunblaðið/Eggert
Humla Hunangsfluga að störfum.
Kalt vor hefur seinkað komu þeirra.
Reynir
Guðmundsson