Morgunblaðið - 29.06.2021, Page 11

Morgunblaðið - 29.06.2021, Page 11
Ljósmynd/Þór Þorfinnsson Ormsstaðir Herfið risti för í landið. Trjáplöntunum er svo plantað í jaðar sársins. Það hjálpar þeim af stað og hraðar vextinum mjög til að byrja með. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skógræktin hefur hafið skógrækt á Ormsstöðum í Breiðdal með stuðn- ingi One Tree Planted. Þar verður plantað um 180.000 trjáplöntum í um 140 hektara á næstu tveimur árum. „Þetta er ekki mjög mikið flatar- mál, en það sem er sérstakt er að við ætlum að ljúka þessu á tveimur ár- um,“ sagði Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. Tegundirnar sem verður plantað eru sitkagreni, stafa- fura, alaskaösp og birki. Alþjóðasamtökin One Tree Plan- ted (onetreeplanted.org) fjármagna verkefnið. Þröstur sagði að tilgangur þeirra sé að auka skógrækt með gróðursetningu trjáa. „Þau fá fólk og fyrirtæki til að styðja sig og styrkja skógrækt víða um heim. Þetta er fyrsta verkefni þeirra hér á landi. Við vinnum annað verkefni með þeim á næsta ári en það er að planta skógi í Spákonufell við Skagaströnd. Þar ætlum við að klára sambærilegt svæði og þetta á skömmum tíma og erum í samstarfi við sveitarfélagið Skagaströnd og svo One Tree Plan- ted um fjármögnun,“ sagði Þröstur. Nýtt TTS-herfi var notað við að undirbúa jarðveginn að Ormsstöðum fyrir trjáplöntunina. „Svona herfi eru notuð þar sem er mikill samkeppnisgróður. Það skipt- ir máli fyrir þessar litlu og ungu trjá- plöntur að herfað sé áður en þeim er plantað,“ sagði Þröstur. Hann sagði að tækið rispi yfirborðið en risti ekki djúpt. Plöntunum er plantað í jað- arinn á sárinu sem gefur þeim frið frá samkeppnisgróðri. Jarðvinnslan eykur hita í jarðveginum og losar um næringarefni. Hvort tveggja nýtist trjáplöntunum mjög vel. Þröstur sagði að þetta skipti mjög miklu bæði fyrir lifun og vöxt trjáplantn- anna. Vöxturinn getur orðið allt að helmingi meiri á jarðunnum svæðum en óhreyfðum til að byrja með. Hann sagði að trén eigi að vera orðin sýni- leg í landinu eftir fimm ár og vaxandi ungskógur sjást eftir tíu ár. Herfi- förin jafna sig meira og minna sjálf og verða eins og íslenskar þúfur með tímanum. Ráðinn var verktaki til gróður- setningarinnar í sumar og átti hann að hefja verkið í síðustu viku. Fleiri koma í gróðursetningu í haust og næsta vor verður gert stórt átak. Skógræktin fékk jörðina Orms- staði í arf árið 2007 frá fyrrverandi bónda á jörðinni. Þröstur sagði að fínustu skilyrði séu fyrir skógrækt í Breiðdal. „Það er svolítið sumarsvalt þarna og því ekki gott fyrir allar teg- undir. En þetta er í góðri brekku sem snýr á móti suðri . Það eru mjög góð skógræktarsvæði þarna ekkert langt frá,“ sagði Þröstur. Alþjóðasamtök styðja skógrækt - One Tree Planted kemur að nýju skógræktarverkefni í Breiðdal Ljósmynd/Árni Gunnarsson Stúka Frá vígslu stúkunnar, Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórn- ar, Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, Björn Jónasson, skip- stjóri á Málmey, og Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri þakkar fyrir gjöfina. Ný áhorfendastúka við gervigras- völlinn á Sauðárkróki, KS-völlinn, var nýverið tekin í notkun en stúkan er gjöf frá FISK Seafood og starfs- fólki fyrirtækisins. Stúkan tekur 314 manns í sæti, en eftir að kvennalið Tindastóls komst í efstu deild í fót- bolta, Pepsi Max-deildina, varð að setja upp stúku til að uppfylla kröfur sem gerðar eru til félaga í efstu deildum. Kvennaliðið náði þessum áfanga síðasta sumar, fyrsta liðið í 114 ára sögu Tindastóls. Björn Jónasson, skipstjóri á Málmey SK, var fulltrúi FISK við at- höfnina, sem fór fram fyrir leik Tindastóls gegn Val. Sigfús Ingi Sig- fússon sveitarstjóri og Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórnar, veittu gjöfinni viðtöku, ásamt Bryn- dísi Rut Haraldsdóttur, fyrirliða Tindastóls, en sveitarfélagið rekur íþróttamannvirkin. Björn mætti með viðbótarsæti sem hann afhenti sveitarstjóra, með þeim orðum að hafa fyrirmynd í hönd- unum þegar stúkan yrði stækkuð. Enn fremur sagði Björn í ávarpi sínu: „Stundum er sagt að margar hend- ur vinni létt verk. Það sannast meðal annars í fjármögnun á þessari mynd- arlegu stúku sem við eigum vonandi eftir að njóta í langan tíma. Það sannast líka í þeim árangri sem meistaraflokkurinn okkar hefur náð á undanförnum árum. Þar eiga stelp- urnar sjálfar auðvitað stóran þátt en umgjörðin, yngriflokkastarfið, sjálf- boðavinna forystumanna, foreldra og tryggra félagsmanna er aflvakinn sem ávallt ræður úrslitum um hvern- ig til tekst.“ Stólar fá stúku FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafnar því að framhaldið á undir- búningi nýs þjóðarleikvangs strandi á Reykjavíkurborg. Tilefnið er viðtal við Bjarna Bene- diktsson fjármálaráðherra í Morgunblaðinu síðasta miðvikudag en hann sagði óvissu um fram- lag Reykjavíkur- borgar til upp- byggingar nýs leikvangs. Dagur kveðst ekki taka undir þessa greiningu á stöðunni. „Nei, ég myndi ekki taka undir þá framsetningu á stöðu málsins. Borgin vinnur með ríkinu að undirbúningi þriggja þjóðarleikvanga í Laugardal: Þjóðarleikvangi í knattspyrnu, þjóðarleikvangi í innanhúsíþróttum, þ.e. handknattleik og körfuknattleik, og þjóðarleikvangi í frjálsum íþrótt- um. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera ófjármagnaðir. Þarf að nýtast unglingastarfi Reykjavíkurborg markaði sér hins vegar skýra stefnu í málefnum þeirra í tengslum við forgangsröðun fjárfestinga í íþróttamálum síðast- liðið haust og lýsti sig tilbúna til að koma að fjármögnun þessara þjóðar- leikvanga að því marki sem nýtist börnum og unglingum til æfinga og keppni, en barna- og unglingastarf er lykilforgangur í íþróttamálum borgarinnar. Íþróttafélögin í Reykjavík og Íþróttabandalag Reykjavíkur hafa talað fyrir sömu stefnu,“ segir Dagur. Borgin muni þó ekki taka alla áhættuna í málinu. „Borgarráð gerði samþykkt þar sem hugmyndum um þjóðarleikvang í knattspyrnu var fagnað og lýsti sig tilbúið að leggja núverandi völl og mannvirki inn í félag sem gera myndi hann að veruleika. Jafnframt væri borgin tilbúin að leggja jafn- gildi núverandi fjárveitinga borgar- sjóðs til Laugardalsvallar til verk- efnisins. Borgin er hins vegar ekki tilbúin að bera ábyrgð á áhættu í sjálfri framkvæmdinni eða rekstri vallarins. Þar þyrfti ríkið eða KSÍ eða aðrir aðilar að koma til. Bíða svara frá ríkinu Á liðnum mánuðum hafa verið haldnir nokkrir fundir með ráðherr- um ríkisstjórnarinnar þar sem þessi afstaða hefur verið kynnt. Beðið er svara ríkisins og KSÍ varðandi að- komu þeirra að fjármögnun og rekstri en þau hafa ekki komið formlega fram þó ýmislegt hafi verið rætt.“ – Hefur borgin fé til að fara í verk- efnið með Þjóðarleikvangi ehf? „Borgin hefur borið allan kostnað af rekstri félagsins undanfarna mán- uði og lánað ríkinu fyrir hlut þess í rekstri félagsins þar sem ráðuneytin hafa ekki getað útvegað þær millj- ónir sem þurft hefur til þess. Það skilst mér þó að standi til bóta og nú liggja fyrir fyrirheit um fjármögnun undirbúningsfélagsins til næstu ára- móta. Ég batt vonir við að einhverjir fjármunir yrðu settir í þessa þjóðar- leikvanga í fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára sem lögð var fram á Alþingi í vor. Það var þó ekki. Ég held að lykilatriði varðandi fjár- framlög og ábyrgð á rekstri á hverj- um leikvangi fyrir sig þurfi að liggja fyrir þannig að hægt sé að kanna áhuga alþjóðlegra rekstraraðila á mannvirkjunum, þar sem við á, áður en hægt sé að gefa upp tímaáætlun sem stenst. Ég vona að þessi mál fari að skýrast. Borgin er alltaf tilbúin að setjast yfir málin og þoka þeim áfram,“ sagði Dagur sem óskaði eftir því að svara skriflega. Komið að því taka ákvörðun Haft var eftir Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, í Morgunblaðinu 22. júní að komið væri að því að taka ákvörðun um nýjan þjóðarleikvang. Félagið Þjóðarleikvangur ehf. var stofnað utan um undirbúninginn en borgin á 50% hlut í félaginu, ríkið 42,5% hlut og KSÍ 7,5% hlut. Eins og rakið var í ítarlegu viðtali við Guðna í ViðskiptaMogganum 27. janúar var það niðurstaða AFL arki- tekta að heppilegast væri að byggja 15 þúsund manna völl með mögu- leika á fjölgun sæta síðar. Borgin hefur fullan hug á að reisa þjóðarleikvang Teikning/Zaha Hadid arkitektar Laugardalsvöllur Hugmynd arkitekta að nýjum þjóðarleikvangi. Dagur B. Eggertsson - Borgarstjóri segir skiptingu kostnaðar þurfa að skýrast SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Sundkjóll 15.990 kr Stærðir 42-56 Bikiní haldari 8.990 kr C-H skálar Bikiní haldari 8.990 kr Stærðir 42-54 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.