Morgunblaðið - 29.06.2021, Page 12

Morgunblaðið - 29.06.2021, Page 12
að þurfa ekki að reiða sig bara á einn markað.“ Fjórir markaðir Hann segir að fyrirtækið selji vörur sínar á fjóra markaði en stærsta kippinn á síðasta ári hafi markaðurinn fyrir tilraunastofur tek- ið, þar sem kórónuveiran er til rann- sóknar. Sigmar vill ekki nefna nein nöfn en ljóst er að nokkrir af helstu bóluefnaframleiðendum heimsins, sem eru orðnir þekktir í daglegu tali hér á landi, séu á meðal viðskiptavina Stjörnu-Odda. „Maður er býsna stoltur af því að vera á þessu stóra sviði. Þótt við séum ekki í aðalhlut- verki þá leikum við mikilvægt auka- hlutverk. Starfsmenn okkar á til- raunastofumarkaðnum hafa unnið gott starf við að efla tengslin við við- skiptavinina sem hefur skilað sér í góðri söluaukningu.“ Fyrirtækið framleiddi á síðasta ári tæplega fimm þúsund mæla og hefur framleiðslan aldrei verið jafn mikil. Stærsti hluti framleiðslunnar fór til veirurannsókna. Varfærin skref í fjölgun fólks Spurður hvort fjölga hafi þurft starfsfólki til að anna eftirspurn segir Sigmar að það hafi vissulega gerst en tekin séu varfærin skref í þeim efn- um. Farið sé að þrengja að starfsem- inni í húsnæði þess í Garðabæ. 25 manns vinna hjá fyrirtækinu í fullu starfi. „Við viljum fjölga hægt og ró- lega. Nú vitum við betur hvernig eft- irspurnin þróast og getum byggt á árangri ársins í fyrra. Við erum fjár- mögnuð með innri vexti og því sníð- um við okkur stakk eftir vexti.“ Styrkja innviðina Sigmar segir að lokum að árangur síðasta árs fari að miklu leyti í að styrkja innviði félagsins, endurnýja tækjabúnað sem geri fyrirtækið bæði sterkara í þróun á nýjum vörum og styrki framleiðslu og afhendingarör- yggi á mælitækjunum. Áhersla sé á að auka sjálfvirkni eins og kostur er og auka nákvæmni búnaðarins. Hagnaður margfaldaðist Morgunblaðið/Hari Rannsóknir Sigmar segir að innviðir félagsins verði styrktir. - Tekjur jukust um 50% - Bóluefnafyrirtæki nota búnað fyrirtækisins - Hús- næðið farið að þrengja að starfseminni - Stoltur af því að vera á stóra sviðinu BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Hagnaður hátæknifyrirtækisins Stjörnu-Odda í Garðabæ margfald- aðist á árinu 2020 samkvæmt nýbirt- um ársreikningi. Hann var rúmar 110 milljónir króna en árið á undan var hann 7,7 milljónir. Stjörnu-Oddi hefur um árabil framleitt margvísleg mælitæki en þau hafa meðal annars verið notuð við veirufræðirannsóknir og bóluef- naþróun víðs vegar um heiminn. Mik- il aukning varð á sölunni þegar kór- ónuveirufaraldurinn hófst á síðasta ári. Afla upplýsinga um áhrif Eins og Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri félagsins og stærsti eigandi með 47,71% hlut, út- skýrir í samtali við Morgunblaðið hjálpar búnaður félagsins rannsókn- arstofnunum og lyfjafyrirtækjum að afla upplýsinga um áhrif veirunnar og áhrif bóluefna á hana. Eignir Stjörnu-Odda jukust um 45% milli ára. Þær voru 225 milljónir króna í lok árs 2019 en 328 milljónir króna í lok síðasta árs. Eigið fé Stjörnu-Odda er nú 246 milljónir en var 142 milljónir árið 2019, sem er 74% aukning milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins er 75%. Hrein sala fyrirtækisins jókst um tæp fimmtíu prósent milli ára. Hún var 246 milljónir króna árið 2019 en 368 milljónir árið 2020. Sigmar segir að salan á þessu ári stefni í að verða meiri en á síðasta ári. „Það lítur út fyrir að þetta sé meira en eitthvert skot. Við erum á góðri siglingu og erum mjög bjartsýn á árið í ár,“ segir Sigmar. Hann bætir við að á þessu ári skili aukning í sölu á hafrannsóknamark- aði, við rannsóknir á lífríkinu og veið- arfærarannsóknum, fyrirtækinu enn meiri veltu. „Þannig að tekjustoðirn- ar og aukningin liggja ekki bara á einum markaði. Það er gott veganesti 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021 « Verðmæti þjónustuútflutnings í apríl var áætlað 26,2 milljarðar króna og jókst um 39% frá því í apríl 2020 á gengi hvors árs. Útflutningstekjur af ferðalögum voru áætlaðar um 3,7 millj- arðar í apríl og aukast nú verulega og hratt samanborið við sama tíma 2020 þegar áhrifa kórónuveirufaraldurins gætti sem mest. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Tekjur af samgöngum og flutningum voru áætlaðar 6,7 milljarðar króna í apríl og jukust um 39% miðað við apríl 2020. Verðmæti annarra þjónustuliða í útflutningi var áætlað 15,7 milljarðar í apríl og jókst það um 20% frá því í apríl 2020, samkvæmt fréttinni. Verðmæti þjónustuút- flutnings í apríl 26,2 ma. 29. júní 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.09 Sterlingspund 171.16 Kanadadalur 100.1 Dönsk króna 19.781 Norsk króna 14.514 Sænsk króna 14.55 Svissn. franki 134.26 Japanskt jen 1.1122 SDR 175.93 Evra 147.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.1221 Hrávöruverð Gull 1783.25 ($/únsa) Ál 2451.0 ($/tonn) LME Hráolía 75.54 ($/fatið) Brent « Engin niðurstaða fékkst í útboði á sýningarrétti á enska boltanum sem hófst á fimmtudaginn í síð- ustu viku, að því er heimildir Morgun- blaðsins herma. Eins og sagt var frá í blaðinu um helgina snýst uppboðið um tímabilið 2022 til 2025 eða til 2028. Sömu heimildir herma að ekki sé vit- að af hverju útboðið mistókst, en heim- ildir blaðsins herma að farið verði í stað- inn í aðra umferð útboðsins í júlímánuði. Eins og fram kom í samtali við Magn- ús Ragnarsson, framkvæmdastjóra sölusviðs Símans, í ViðskiptaMogganum í síðustu viku ætlar Síminn, sem er með sýningarréttinn til ársins 2022, að bjóða í sýningarréttinn. Ætla má að bæði Sýn og Viaplay verði líka meðal tilboðsgjafa. Engin niðurstaða í út- boði á enska boltanum Bolti Enska deilda- keppnin er vinsæl. STUTT Hagnaður Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. eftir skatta fyrir fjárhagsárið 1.3. 2020 – 28.2. 2021 var 728 milljónir króna og jókst velta fyrirtækisins um 0,8% milli ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að framlegð vörusölu hafi dregist sam- an um 3,4%. EBITDA samstæðunnar var 2,3 milljarðar króna og jókst hagnaður eftir skatta um 26%. Hagnaður sem hlutfall af veltu á fjárhagsárinu er 2,8%, en var 2,2% árið áður. „Mjög krefjandi rekstrarár er að baki þar sem Covid- faraldurinn setti vissulega mark sitt á reksturinn, en sam- drætti í framlegð þurfti að mæta með miklu kostnaðar- aðhaldi,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerð- arinnar, í tilkynningunni. Hann segir að starfsfólk Ölgerðarinnar hafi þurfti að beita mikilli útsjónarsemi undir erfiðum kringumstæðum og stjórnendur hafi lagst á eitt við að finna leiðir til að allt gengi upp. „Aðgerðir stjórnvalda, á borð við hlutabótaleið- ina, brúuðu ákveðið bil en Ölgerðin óskaði síðan eftir því við Vinnumálastofnun að endurgreiða þær þegar aðgerðir fyrirtækisins hófu að skila árangri,“ segir Andri Þór. Hann segir að mikil áhersla hafi verið lögð á vöruþróun og uppbyggingu á innlendri framleiðslu á tímabilinu. „Ís- lenskir neytendur velja í vaxandi mæli innlendar fram- leiðsluvörur, enda slíkur valkostur bæði umhverfisvænni og styrkir stoðir íslensks atvinnulífs. Sterk staða Ölgerð- arinnar hvað varðar sykurlausa drykki gerði líka sitt, enda velja neytendur sykurlausa valkosti í auknum mæli.“ Ölgerðin hagnaðist um 728 milljónir króna - Mjög krefjandi rekstrarár að baki, segir forstjórinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Drykkir Neytendur velja í vaxandi mæli innlenda framleiðsluvöru, að sögn forstjóra Ölgerðarinnar. Flugleiðahótel hf. (Icelandair Hotels) og Icelandair Group hafa verið dæmd til að greiða Suðurhúsum ehf., sem eru í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, eiganda Subway á Íslandi, sameigin- lega 146 milljónir króna ásamt drátt- arvöxtum. Suðurhús er eigandi hús- næðisins að Hafnarstræti 17 – 19 þar sem Icelandair Hotels hefur rekið Reykjavík Konsúlat Hotel. Rekstur hótelsins hefur legið niðri vegna veirufaraldursins. Í dómi héraðsdóms kemur fram að Flugleiðahótel ehf. hafi tekið fast- eignirnar á leigu 10. október 2014 og átti samningurinn að gilda til 30. apríl 2036. Í dóminum kemur fram að leiga fyrir húsnæðið sé 16,4 m.kr. á mánuði. Eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst ákváðu Flugleiðahótel ehf. ein- hliða að greiða einungis 20% húsa- leigu frá og með apríl 2020. Eftir viðvaranir og greiðsluáskor- anir var Flugleiðahótelum stefnt til að greiða sínar skuldir en Flugleiða- hótel ber fyrir sig varnir kenndar við ákvæði um óviðráðanleg ytri atvik (e. Force Majure). Flugleiðahótel hf. greiði 146 milljónir Tölvuleikjaiðnaðurinn í heiminum hefur á síðustu árum verið sá iðn- aður innan tæknivæddrar afþreying- ar sem vaxið hefur hvað hraðast í heiminum. Árið 2020 óx tölvuleikja- iðnaðurinn þannig upp í 175 millj- arða Bandaríkjadala í tekjum og er því spáð að árið 2023 verði iðnaður- inn kominn upp í 218 milljarða dala í tekjur. Árlegur vöxtur hefur verið 11,2% að meðaltali frá árinu 2015. Þetta kemur fram í skráningarskjali íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds en hlutafjárútboð fé- lagsins hófst í gær og stendur þang- að til á morgun. Grunnstærð 40 milljónir hluta Grunnstærð útboðsins er að lág- marki 40 milljónir hluta í formi nýrra hlutabréfa í fyrirtækinu en heimilt er að stækka grunnstærð útboðsins í allt að 58 milljónir hluta. Verð á hlut í útboðinu er 12,5 krónur hver hlutur og er heildarfjárhæð sem safnast getur því á bilinu 500 milljónir króna upp í 725 milljónir króna. Í skráningarskjalinu segir að Sol- id Clouds einblíni á spilun á PC-tölv- um og í snjalltækjum, þar sem sam- tals 71% allrar spilunar fer fram. Einnig kemur fram að helstu mark- aðir fyrirtækisins séu Evrópa og Norður-Ameríka, sem eru um 45% af heildarmarkaði fyrir tölvuleiki í heiminum. Talið er að árlegar tekjur á markaðssvæði Solid Clouds séu á bilinu 10-15 milljarðar Bandaríkja- dala, eða jafnvirði 1.240-1.860 milj- arða íslenskra króna. Tekjur fær fé- lagið í gegnum kaup inni í leiknum, en frítt verður að spila. 93 107 122 139 146 175 218 Vöxtur tölvuleikjaiðnaðarins í heiminum 2015 til 2020 og spá fyrir 2023 Tíu stærstu hluthafar tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds 2014 2015 2016 2017 2018 2020 2023 1. Stefán Gunnarsson 15.12% 2. Kjölur fjárfestingarfélag ehf. 9.69% 3. Sigurður Arnljótsson 6.02% 4. Stefán Þór Björnsson 4.95% 5. Tómas Sigurðsson 3.03% 6. Vilano Capital 2.53% 7. Daníel Sigurðsson 2.46% 8. S9 ehf. 2.20% 9. Silfurberg ehf. 1.89% 10. Brimgarðar ehf. 1.65% Milljarðar Bandaríkjadala 11,2% vöxtur milli ára Markaðssvæðið 2.000 ma. virði - Solid Clouds vill allt að 580 m.kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.