Morgunblaðið - 29.06.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.06.2021, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021 ✝ Kjartan Ólafur Nielsen fædd- ist í Reykjavík 10. ágúst 1951. Hann lést 17. júní 2021 á líknardeild LHS í Kópavogi. Kjartan var son- ur hjónanna Sig- urbjörns Ólafar Nielsen, f. 15.7. 1910, d. 27.12. 1951, og Rögnu Brynhildar Nielsen, f. 24.8. 1917, d. 9.2. 1962. Systkini hans eru Erla Niel- sen, maki Ingvar Kristjánsson, og Niels Cristian Nielsen, maki Erna Hlöðversdóttir. Kjartan ólst upp hjá móður- ömmu sinni sem hélt heimili fyrir systkinin á Hávallagötu 37 í Reykjavík. Kjartan Ólafur kvæntist Önnu Harðardóttur 1.9. 1973. Börn þeirra eru: Elsa, gift Páli Ásgeiri Guð- mundssyni, börn þeirra eru Kjartan, Anna Linda og Sara. Tryggvi, kvæntur Önnu Tove Nielsen, börn þeirra eru, sínu fagi auk þess að stunda badminton. Eftir fimm ára bú- setu í Danmörku var haldið heim á leið þar sem Kjartan hóf störf hjá Tæknivali, Skelj- ungi og síðar hjá Landsbank- anum sem sérfræðingur á upp- lýsingatæknisviði. Kjartan kynnti fjölskyldu sína fyrir badmintoníþróttinni og þegar hún flutti í Mosfells- sveit árið 1980 var hann einn þriggja stofnenda badminton- deildar Aftureldingar og hóf sinn þjálfaraferil þar. Í Danmörku stunduðu allir í fjölskyldunni æfingar í þessari göfugu íþrótt. Þegar heim var komið 1989 var ástundun hald- ið áfram í TBR. Þar lét Kjartan til sín taka, stofnaði og kynnti svokallaða „Trimmtíma“ sem hann stjórnaði af sinni alkunnu snilld ásamt því að sinna þjálf- un og dæma á mótum. Í félagsstörfum var Kjartan öflugur og sat m.a. í tækni- nefnd NBU (Nordiska Bank- mannaunionen), einnig í stjórn Sambands íslenskra banka- manna, Félags áhugamanna um tölvuendurskoðun o.fl. Hann var stjórnarmaður í TBR og formaður badminton- dómara á Íslandi. Útförin fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 29. júní 2021, klukkan 13. Flóki, Dagný og Viggó. Ágústa er þriðja barn þeirra hjóna og hún á dótturina Íseyju. Ungur byrjaði hann að vinna ýmis störf, eins og tíðk- aðist í þá daga, vann m.a. sem sendill, síðar starfsmaður hjá Víkurfélaginu og Vífilfelli/ Coca Cola. Eftir verslunarskólapróf hóf hann störf í Sparisjóðnum á Skólavörðustíg. Þaðan lá vinnuferillinn til Skýrr, eða Skýrsluvéla ríkisins og Reykja- víkur eins og það hét þá. Síðar starfaði hann hjá Reiknistofu bankanna sem kerfisforritari. Á þessum tímum fór hann utan á ótal námskeið og vaknaði þráin að fara utan og læra meira með því að starfa hjá stærri tölvufyrirtækjum. Árið 1984 flutti fjölskyldan til Danmerkur þar sem Kjartan öðlaðist þekkingu og reynslu í Elskulegur mágur minn, Kjartan Ólafur Nielsen, kvaddi þessa jarðvist að morgni 17. júní, tæplega 70 ára gamall. Óli, eins og við í fjölskyldunni köll- uðum hann, háði stutta en óvæga baráttu við illvígt krabba- mein. Kankvísi, snerpa og útgeislun eru þau orð sem lýsa Óla best, og kannski svolítil þvermóðska á stundum. Sannkallaður hrókur alls fagnaðar. Gleðigjafi. Óli var yngstur þriggja syst- kina, Erla er elst og næstur er Niels, 5 árum eldri en Óli. Þau ólust upp á Hávallagötu 37, sem er heimili okkar Niels í dag. Þau misstu föður sinn, Sigurbjörn Ól. Nielsen, ung en þá var Óli aðeins nokkurra mánaða gamall. Móður sína, Rögnu Brynhildi Gísladóttur Nielsen, misstu þau nokkrum árum síðar, þegar Óli var 10 ára, en eftir lát hennar tók móðuramma þeirra, G. Ágústa Helgadóttir, við rekstri heimilisins. Amma Ágústa lést hér á Hávallagötunni í hárri elli, í febrúar 1988, en samband þeirra Óla var mjög náið. Á bernskuárunum eignaðist hann líka sína bestu vini, sem enn eru hans bestu vinir í dag. Svo kom Anna til sögunnar en þau hafa alla tíð verið afar náin og samstíga hjón. Þeirra börn eru Elsa, Tryggvi og Ágústa og barnabörnin eru sjö talsins. Albertslund í Danaveldi var heimili þeirra um stund þar sem fjölskyldan styrkti tök sín á badmintoníþróttinni. Badminton var sannkallað fjölskyldusport þeirra, Óli keppti og kenndi þá íþrótt lengi vel og Elsa og Tryggvi eru margfaldir Íslands- meistarar. Anna og Óli studdu þau af kappi og kom sér vel að eiga þá heima við „badmintonhallargarðinn“ í Álf- heimunum! Síðustu árin dvöldu þau Anna mikið í sumarhúsinu sínu, Uglu- koti, og undu sér m.a. við garð- rækt og fuglafóðrun og nutu til- verunnar þar. Þangað var gott að koma, ósjaldan grillað á pall- inum, Boli og tilbehör með, og mikið gaman þá. Við heimferð var okkur gjarnan fylgt úr hlaði með knúsi, og veifað að höfð- ingjasið. Það er svo ótalmargt sem minnir hann á: Bítlalögin, Simon og Garfunkel, Bob Dylan, Cat Stevens og Stuðmenn á fóninum og gleðin öll. Við þökkum samveruna, ánægjustundanna í fjölskyld- unni, árlega vinafundi á Þorláks- messu og þorra og öllum hinum dögunum. Vonandi fær ekkert tekið þessar minningar frá okk- ur. Elsku Anna og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Það á vel við að kveðja fugla- vininn með lokaerindi úr fallega ljóðinu Sólskríkjan eftir Þor- stein Erlingsson: En fjarri er nú söngur þinn, sól- skríkjan mín, og sumur þíns vinar hin fegurstu liðin; hann langar svo oft heim á Þórsmörk til þín, hann þráir svo ljóðin og vornætur friðinn,- hann harmar í skóginum hrjósturlönd sín, hann hlustar sem gestur á náttgala- kliðinn. Góða ferð, elsku Óli okkar. Niels og Erna. Með sorg í hjarta kveð ég minn elskulega mág Kjartan sem lést 17. júní eftir hetjulega baráttu við illvígt krabbamein. Kjartani kynntist ég 1972 í gegnum fyrrum maka. Óhjá- kvæmilega hitti Kjartan Önnu systur þar sem við erum líka bestu vinkonur og mikill sam- gangur okkar á milli. Anna og Kjartan urðu strax ástfangin og giftu sig 1973 og bjuggu við mikið barnalán, Elsa fæddist 1974, Tryggvi 1976 og Ágústa 1981. Ég hitti Matta, ástina mína, 1975 og við systur vorum svo heppnar hvað þeim Kjartani varð strax gott til vina. Anna og Kjartan byrjuðu sína sambúð í kjallaranum á Hávallagötu, hans æskuheim- ili. Um 1980 byggðu þau hús í Mosfellsbæ og bjuggu þar í nokkur ár þar til þau létu drauminn rætast og fluttu til Danmerkur 1984. Þau keyptu sér hús í Albertslund, þar voru þau virkilega hamingjusöm og fjölskyldan blómstraði. Við Matti fórum til þeirra á hverju sumri í þessi rúmu fimm ár sem þau bjuggu úti. Það var alltaf jafn dásamlegt að koma á fal- lega heimilið þeirra sem ein- kenndist af ást, virðingu og gleði. Samband Önnu og Kjartans var alla tíð svo fallegt, virðing og einlæg vinátta á milli þeirra. Þau áttu sameiginleg markmið um að styðja við drauma hvort annars og þó fyrst og fremst að vera alltaf til staðar fyrir börnin sín. Eftir tvö ár fór Anna í leik- skólakennaranám þar sem hún naut sín og stóð sig vel. Árið 1989 fluttu þau heim til Íslands þar sem Kjartans beið góð vinna og Anna gat valið um störf hjá leikskólum. Við tóku skemmtileg ár þar sem börnin voru í fyrirrúmi. Eins og áður voru samverustundirnar margar og skemmtilegar og ferðalögin mest innanlands á meðan börnin voru ung. Eftir að börnin stækkuðu og nenntu ekki alltaf að vera með kom örverpið okkar Matta, hún Hrefna Rós, með okkur fjórum. Henni fannst ekki leiðinlegt að vera með Önnu frænku og Kjartani „frænda“ og naut þess að láta dekra við sig. Við fórum í margar dásam- legar utanlandsferðir saman fjögur og þar stendur upp úr ferðin til Kúbu 2006. Það gekk illa að fá strákana til þess að læra að dansa salsa á ströndinni undir tunglskini og stjörnum, þeir hurfu fljótlega en við Anna mín dönsuðum berfættar og eig- um saman þessa dásamlegu minningu. Svo var það torfæru- jeppaferðin ógleymanlega þar sem strákarnir nutu sín en mik- ið vorum við moldug upp fyrir haus þegar við komum heim á hótel! Kjartan var mikill fjölskyldu- maður og vinur vina sinna, alltaf kátur, jákvæður og sýndi öllum einlægan áhuga. Umhyggjan var alltaf fyrst fyrir hans nánustu og hann átti jafnvel til að gleyma sjálfum sér. Sem dæmi hringdi hann í mig í tvígang sárþjáður sjálfur þegar ég greindist með krabbann í maí til þess að heyra hvernig ég hefði það! Við Matti eigum eftir að sakna Kjartans sárt en erum um leið þakklát fyrir minningarnar um kærleiksríkan dreng sem við eigum í hjörtum okkar. Mestur er þó missirinn hjá elsku Önnu systur, börnum og fjölskyldu. Ég bið almættið um að gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Megi ljósið umvefja þig elsku Kjartan, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín mágkona Guðrún. Óli frændi. Ætli Nielsenfjöl- skyldan hafi ekki verið ein um fá að kalla hann þessu gælunafni úr æsku. Flestir þekktu hann sem Kjartan og lengi vel reyndi Anna hvað hún gat – af stakri þolinmæði – að fá okkur ofan af þessum vana. Allt kom fyrir ekki enda var hann Óli fyrir okkur. Síbrosandi, umfaðmandi og alltaf glaður. Óli var yngri bróðir mömmu og af okkur systkinunum var ég sjálfsagt sú sem umgekkst hann mest. Úr Álfheimunum heim- sótti ég litlu fjölskylduna í Sól- heimana og við Elsa hoppuðum í hjónarúminu og höfðum hátt á meðan Anna reyndi að svæfa Tryggva. Seinna meir lagði ég land undir fót (að mér fannst) og heimsótti þau í Mosó. Á ung- lingsárum mínum var fjölskyld- an flutt til Danmerkur og ég fékk að fara til þeirra eitt sum- arið undir því yfirskini að passa Ágústu. Í kaupunum fylgdi meira að segja sumarfrí með fjölskyldunni til Þýskalands sem fyrir unglinginn var ævintýri. Dásamlega skemmtilegur tími enda mér alltaf tekið eins og dóttur af þeim hjónum. Við Óli áttum líka skap saman og eitt- hvað svolítið sérstakt. Þótt hann væri fullorðinn hætti hann aldrei að fíflast og fyrir krakka var það aðdáunarverður eiginleiki. Hann var sólskinsbjartur með svarta skeggið sitt sem stakk þegar maður fékk koss á kinnar. Hann faðmaði fast og innilega og unni sínu fólki heitt. Það var auð- fundið þeim sem fengu að orna sér við þá hlýju. Með óbilandi bjartsýni og gleði lifði hann lífinu allt til enda. Líka í veikindunum. Þann- ig var hann og þannig munum við hann. Brynhildur. Kjartan Nielsen, badminton- félagi TBR, er fallinn frá eftir langa baráttu við illvígan sjúk- dóm. Kjartan lék badminton með KR á yngri árum. Svo þeg- ar hann fluttist til Íslands eftir áralanga dvöl í Danmörku með fjölskyldu sinni, þá gekk hann til liðs við Tennis- og badminton- félag Reykjavíkur. Má segja að Kjartan og sumir aðrir í fjöl- skyldunni hafi þá að nokkru leyti flust inn í TBR-húsin. Tvö af börnum hans og Önnu Harðardóttur, eiginkonu hans, þau Tryggvi og Elsa, urðu margfaldir Íslandsmeistarar í badminton, en þau hjónin voru jafnframt „primus motorar“ í ýmsu starfi félagsins um árabil. Kjartan tók að sér dómarafélag- ið og sinnti dómgæslu á badmin- tonmótum í mörg ár ásamt Önnu. Þá myndaði hann, skipu- lagði og stjórnaði svokölluðum trimmtímum TBR, en þar mætir hópur badmintoniðkenda og spilar saman í hverri viku. Kjartan sá einnig um byrjenda- kennslu nýrra félagsmanna. Kjartan var kosinn í stjórn TBR 1990 og var í henni til 1993. Hann var sæmdur gullmerki TBR 1993. Kjartan lék einnig badminton í nokkrum hópum TBR-inga í áratugi og alveg meðan heilsan leyfði. Það var sem ferskur vindblær þegar Kjartan kom í húsið. Kát- ur og hress, bauð hann góðan daginn og spjallaði á léttu nót- unum áður en badmintonið hófst. Hann stjórnaði svo trimm- tímunum af röggsemi, dæmdi badmintonleiki á ákveðinn og sanngjarnan hátt og kenndi fólki undirstöðurnar í íþróttinni enda fagmaður á því sviði. Þau Kjart- an og Anna skipulögðu saman dómarahátíðir, fóru í ferðalög með trimmhópinn innanlands og einnig erlendis. Þá var ætíð glatt á hjalla, fólk skemmti sér við söng, gamansögur og annað sem hæfði þá tilefninu. Við hjá TBR kveðjum nú góð- an félagsmann, sem við munum af góðu einu í félagsstarfinu, og sendum fjölskyldunni jafnframt okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sigfús Ægir Árnason. Í dag kveðjum við góðan vin, Kjartan Nielsen. Þræðir okkar hafa legið saman víða í gegnum ævina. Lúðvíg og Kjartan kynntust sem drengir, en ömm- ur þeirra voru miklar vinkonur, Kjartan Ólafur Nielsen Fullvíst er nú talið að tilraun Steingríms J. til að fjár- magna Vaðla- heiðargöng með innheimtu veggjalds á enn styttri tíma en Hvalfjarðar- göng endi með skelfingu fyrir ríkissjóð þegar allar rang- færslur jarðfræðingsins úr Þistilfirði verða skrifaðar á reikning skattgreiðendanna. Ég spyr: Ætla fyrrver- andi og núverandi stjórn- arliðar að opinbera van- þekkingu sína á taprekstri Vaðlaheiðarganga með því að senda vonsviknum kjós- endum sínum siðlaus og mótsagnakennd skilaboð um að það skipti engu máli hvað heildarfjöldi ökutækja á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsveit sé mikill þegar fréttamenn spyrja hver skuli borga fyrir þessi falsrök Steingríms J.? Fyrir meira en tíu árum var kostnaður við gerð Vaðla- heiðarganga áætlaður 6-8 milljarðar króna. Hann end- aði í 16-17 milljörðum og gat stefnt í 18-19 milljarða eftir vandræðin með vatns- rennslið í göngunum sem einkaaðilarnir í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum réðu illa við. Önnur spurning: Hvað ef þessi tala hefði farið yfir 25 milljarða króna? Enginn veit nákvæmlega hvað það tekur margar aldir að borga upp heildarkostn- aðinn við þessa gangagerð, sem kostaði meira en áætl- að var. Til að 1.500 króna veggjald á hvert ökutæki geti borgað upp svona dýrt samgöngumannvirki, og staðið um leið undir launum starfsmanna, viðhaldskostn- aði, afborgunum og vöxtum, þarf meðalumferð ökutækja að vera minnst 20 þúsund bílar á dag. Allt tal um að 3.400 bílar þurfi daglega að fara í gegnum Vaðlaheiðar- göng á fyrsta árinu til að dæmið gangi upp er vill- andi, ótrúverðugt og úr öll- um tengslum við raunveru- leikann. Til að bíta höfuðið af skömminni vekja of margir landsbyggðar- þingmenn falskar vonir hjá vonsviknum kjósendum sín- um með mótsagnakenndum fullyrðingum um að þessi bílafjöldi nægi til að 1.000 króna vegtollur geti á örfá- um árum staðið undir fjár- mögnun samgöngu- mannvirkja í fámennum sveitarfélögum, með 25-28 þúsund ökutæki í umferð. Villandi og öfgafullur málflutningur af þessu tagi er notaður til að setja öll áform um bættar sam- göngur í pólitískt uppnám og er í hróplegri mótsögn við góða blaðamennsku. Efasemdaraddir um að rík- isábyrgðin og þeir 8,7 millj- arðar króna sem fengnir voru að láni hjá íslenska ríkinu geti borgað upp heildarkostnaðinn við þessa gangagerð þagna aldrei. Árangurslaust voru hjálpar- kokkar Stein- gríms J. og fyrrverandi formaður sam- göngunefndar spurðir hvort þetta lán væri tapað fé og fengist aldrei endurgreitt. Þriðja spurning: Hvað verður þá um lánið og rík- isábyrgðina ef einkaaðilarnir á Norðaust- urlandi gefast endanlega upp á fjármögnun Vaðlaheiðarganga og telja hana vonlausa? „Engin við- töl“ er svarið sem flokks- systkini Steingríms J. gefa þegar þau forðast frétta- menn með óþægilegar spurningar um fjármögnun ganganna og hvað með- alumferð ökutækja í Vík- urskarði sé mikil á dag yfir sumarmánuðina. Fjórða spurning: Hver getur fjármagnað svona gangagerð í fámennum sveitarfélögum á 30 árum ef kostnaðurinn við hana hækkar um 60% eða meira? Ekki lækkaði hann á meðan vandræðin hlóðust upp í göngunum. Engu svöruðu fyrrverandi þingmenn Norðausturkjördæmis þeg- ar spurt var hvort verklok við Vaðlaheiðargöng yrðu 2018 eða 2019. Illa þoldu þessir landsbyggðar- þingmenn spurninguna um hvort umferð yrði hleypt í gegnum þetta samgöngu- mannvirki 2019 eða seinna, eftir að vatnsrennslið, sem enginn sá fyrir, tók sinn toll. Óhugsandi er að efa- semdir heimamanna á Eyjafjarðarsvæðinu um fjármögnun ganganna á jafnlöngum tíma og Hval- fjarðargöngin þagni næstu áratugina, eftir að vinnan við bergþéttingar gekk eins hægt og raun varð. Engin furða að gangagröftur skyldi taka enn lengri tíma en Steingrímur spáði í upp- hafi þegar honum tókst með falsrökum að troða þessari framkvæmd fram fyrir þarfari verkefni á Reykjavíkursvæðinu, í Norðvestur- og Norðaust- urkjördæmum og Suður- kjördæmi, sem þola enga bið. Of lengi hafa þessi verkefni setið á hakanum. Fullyrt var að tapið af rekstri Vaðlaheiðarganga yrði meira en einn millj- arður króna fyrsta árið sem göngin voru opnuð fyrir al- menna umferð. Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Villandi og öfga- fullur málflutn- ingur af þessu tagi er notaður til að setja öll áform um bættar samgöngur í pólitískt uppnám og er í hróplegri mót- sögn við góða blaðamennsku. Höfundur er farandverkamaður. Hver borgar falsrök Steingríms J.?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.