Morgunblaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 17
en Kjartan ólst upp hjá ömmu
sinni eftir andlát foreldra sinna.
Seinna urðu þeir hluti af stráka-
vinahópi í vesturbænum, sem
hittist reglulega í Ungó, á Tún-
götu hjá Snælandsbræðrum.
Einnig voru þeir samstarfsfélag-
ar hjá SKÝRR á upphafsárum
tölvuvæðingar á Íslandi. Mar-
grét kynntist Kjartani í Versló í
gegnum sameiginlega vini og
síðan aftur þegar kvenfólk fór
að gera innreið sína í Ungó og
þar kom Anna einnig til skjal-
anna á svipuðum tíma. Seinna
urðu Margrét og Kjartan vinnu-
félagar hjá Skeljungi hf. í nokk-
ur ár. Besti tíminn í vináttu okk-
ar var hins vegar þegar við í
nokkur ár bjuggum samtímis í
Danmörku. Mikill samgangur
var á milli fjölskyldna okkar og
börnin okkar urðu vinir. Kjartan
var mikill fjölskyldumaður,
sinnti börnunum sínum af alúð
og hann og Anna voru mjög
samhent í öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur. Við vorum saman
á stórum augnablikum í lífi hvor
annars og eru þau guðforeldrar
sonar okkar. Við munum alltaf
minnast Kjartans með hlýhug í
hjarta og sendum Önnu og fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Lúðvíg og Margrét.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
17. júní sl. kvaddi þessa jarð-
vist, góður og traustur vinur
okkar, Kjartan Ólafur, á sjötug-
asta aldursári eftir erfið veik-
indi. Það gefur auga leið að það
er ekki auðvelt hlutskipti að
skrifa um vin sem við vinirnir
höfum átt í rúm sextíu ár.
Vesturbærinn var okkar
heimavöllur. Kjartan var alinn
upp á Hávallagötu 37. Þegar ég
kynntist Kjartani hafði hann
misst báða foreldra sína á unga
aldri. Það kom í hlut Ágústu
ömmu að halda heimili fyrir
Kjartan og systkini hans, Erlu
og Niels, sem eldri voru. Bless-
uð sé minning Ágústu.
Ég efast ekki um að foreldra-
missir hafi markað lífsskoðanir
Kjartans um alla framtíð. Já-
kvæðni, heilindi og einlæg rétt-
lætiskennd í garð annarra var
hans aðalsmerki.
Ófáar stundir áttum við vin-
irnir í kjallaranum á Hávallagöt-
unni. Mikið hlegið og brallað
saman. Ósjaldan var setið og
reynt að ráða lífsgátuna með
misjöfnum árangri. Oftar en
ekki áttum við samastað þar, áð-
ur en lagt var af stað á öldurhús
borgarinnar, og var þá Glaum-
bær sálugi oftar en ekki fyrir
valinu.
Síðan líður tíminn og við
drengirnir förum að huga að
öðrum veraldarmálum. Kjartan
kynnist Önnu sinni, og fyrr en
varir er mörkuð framtíð þeirra.
Haustið 2019 var Kjartan
greindur með krabbamein sem
leiddi hann til dauða. Þrátt fyrir
erfið veikindi þá tók hann hlut-
ina með æðruleysi og bjartsýni.
Fjölskyldan var í hans huga í
fyrirrúmi og velferð hennar.
Að lokum kveðjum við góðan
og traustan vin. Söknuðurinn er
nístandi og sár, ekki síst hjá
Önnu og börnum og öðrum ætt-
ingjum.
Far þú í friði kæri vinur og
takk fyrir allt, ekki síst vinátt-
una. Hún er fyrir öllu.
Gunnar Hans og Sigrún,
Gunnar Þór og Jóhanna,
Halldór Kristinsson.
Okkur hjónin langar að minn-
ast Kjartans Nielsen sem nú
hefur kvatt okkur.
Á kveðjustund er gott að rifja
upp minningabrot.
Við kynntumst Kjartani og
Önnu konu hans í gegnum sam-
eiginlegt áhugamál, sem er bad-
minton, í TBR. Við spiluðum
með þeim í mörg ár í hópi sem
kallar sig Jaxlar sem Kjartan
var upphafsmaður að.
Kjartan var góður maður,
brosmildur, skemmtilegur og
næmur, og alltaf tilbúinn að
hlusta á fólk.
Kjartan stóð fyrir ótalmörg-
um badmintonmótum hér heima,
en hann stóð líka fyrir því að
skipuleggja mót í Danmörku
fyrir okkur trimmarana. Allt var
vel undirbúið og Kjartan var bú-
inn að fá nokkra danska klúbba
til að keppa með okkur.
Skemmtunin var ekki síðri utan
vallar, þar sem þau Kjartan og
Anna höfðu skipulagt hverja
uppákomuna á fætur annarri.
Þessar ferðir eru ógleyman-
legar þeim sem tóku þátt.
Við minnumst Kjartans með
mikilli hlýju og virðingu, og
þökkum honum samfylgdina í
gegnum árin.
Hugheilar samúðarkveðjur
sendum við Önnu, Tryggva,
Elsu, Ágústu og fjölskyldum
þeirra.
Ásthildur Dóra (Dóa)
og Einar.
Kæri vinur, nú ert þú búinn
að fá hvíldina eftir erfið veik-
indi. Ég settist niður og fór að
skrifa um kynnin okkar í gegn-
um tíðina. Okkar kynni byrjuðu
strax og ég kynntist konunni
minni, systur Önnu. Það voru
mikil samskipti okkar á milli og
vinátta frá fyrstu tíð. Á þeim 46
árum sem liðin eru síðan höfum
við brallað mikið saman. Við
fjölskyldan áttum til dæmis
góða tíma hjá ykkur þegar þið
bjugguð í Kaupmannahöfn. Þú
varst óþreyttur við að fara með
okkur um borgina og halda
okkur við efnið. Síðar meir eftir
að þið fluttuð aftur til Íslands
voru samverustundirnar tíðari,
meðal annars á ferðalögum um
landið og í uppákomum sem
saumaklúbbur okkar kvenna
hélt með reglulegu millibili.
Eftir að þú eignaðist jeppa átt-
um við margar góðar ferðir um
hálendið og áhugi þinn á land-
inu og ferðalögum var ótrúleg-
ur.
Er árin liðu og aldurinn
færðist yfir fórum við að
ferðast meira erlendis og áttum
yndislegar stundir saman með
okkar konum. Minnisstæðastar
eru ferðirnar til Kúbu og Krít-
ar. Fyrir rúmum tólf árum
keyptum við sumarhús saman
og nutum þess að vinna við við-
hald á húsinu. Pottasull og
grillun voru efst á baugi en þar
varst þú á heimavelli. Áhugi
þinn á grillun matar var ein-
stakur og grillið varð að vera á
kolum, gasgrill var bara gervi í
þínum augum. Seinna keyptuð
þið okkar hlut í húsinu enda
áhugi ykkar og ástríða mikil og
vilduð þið geta búið þar að
mestu eftir að þið fóruð á eftir-
laun sem varð raunin. Þarna
nutuð þið ykkar saman við trjá-
rækt og að gera umhverfið og
landið fallegt. Þar vorum við
Guðrún tíðir gestir, alltaf gam-
an að vera saman og mikið
hlegið. Við tveir sem vorum að
mestu sammála í pólitík „leyst-
um landsmálin“ í Uglukoti og
þær systur kímdu oftar en ekki.
Fyrir tveim árum fórum við
fjögur saman til Mallorca og
áttum þar góðar stundir í sól-
inni. Þú varst þá greinilega far-
inn að finna fyrir veikindum
þínum en varst samt sterkur og
áhugasamur. Kæri vinur, ég
þakka þér fyrir einlæga vináttu
og ógleymanlegar samveru-
stundir.
Bið að heilsa öllum þarna
hinum megin.
Elsku Anna og fjölskylda,
missir ykkar er mikill, megi
Guð gefa ykkur styrk á þessum
erfiðu tímum.
Þinn vinur
Matthías.
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021
✝
Auður Ósk
Þorsteinsdóttir
fæddist í Jafna-
skarði í Stafholts-
tungum í Borgar-
firði 23. febrúar
1939. Hún lést í
Brákarhlíð í Borg-
arnesi 19. júní
2021.
Foreldrar Auðar
voru Þorsteinn
Guðbjarnason,
bóndi í Jafnaskarði, f. 28.8.
1909, d. 28.9. 1948, og Guðný
Björnsdóttir húsfreyja, f. 6.8.
1908, d. 9.12. 1991. Systur Auð-
ar eru Jóhanna Birna, d. 21.1.
2017, Halldóra Bjarney, d.
10.12. 2010, Guðrún, Jóna
Guðný, Guðbjörg, Hjördís
Ragna, d. 8.9. 2007, Brynhild-
ur, d. 20.7. 2007, og Kristín.
Þann 25.5. 1957 giftist Auð-
hennar fluttust að Beigalda í
Borgarfirði þegar hún var níu
ára, en fimmtán ára fluttist
hún með móður sinni og systr-
um í Borgarnes. Hún var
kaupakona á Haugum í Staf-
holtstungum í nokkur sumur.
Hún byrjaði að vinna í barna-
skólanum á Varmalandi árið
1954 og þar kynntist hún eft-
irlifandi eiginmanni sínum.
Haustið 1955 bjuggu þau í
Reykjavík einn vetur og fluttu
síðan að Kvíum í Þverárhlíð
þar sem þau byggðu sér ný-
býlið Kvíar 2 og stunduðu bú-
skap þar til ársins 1988. Þá
fluttu þau í Borgarnes þar sem
þau bjuggu síðustu ár. Eftir að
Auður flutti í Borgarnes vann
hún hjá Eðalfiski þar til hún
hætti störfum.
Útför Auðar verður gerð frá
Borgarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Streymt verður frá athöfn-
inni. Stytt slóð á streymið:
https://tinyurl.com/r86cnjpc
Virkan hlekk á streymið má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
ur Eggerti Elís
Ólafssyni, f. 4.1.
1926. Börn þeirra
eru: a) Þorsteinn
Guðni, f. 4.11.
1956, kvæntur
Laufeyju Valsteins-
dóttur, f. 18.5.
1957, synir þeirra
eru Hákon, Snorri,
Eggert og Guðjón.
b) Ólafur Sigurður,
f. 4.3. 1968, kvænt-
ur Silju Jónasdóttur, f. 1.4.
1972, börn þeirra eru Eggert
Emil, Haukur Smári og Hug-
rún Harpa. c) Margrét Fanney,
f. 14.3. 1972, gift Sigurþóri
Ágústssyni, f. 7.4. 1973, börn
þeirra eru Auður Ósk, Sæ-
mundur og Elín Björk.
Langömmubörnin eru sex.
Auður fæddist í Jafnaskarði
í Stafholtstungum og foreldrar
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Þá hefur hún Auður, yndislega
og skemmtilega tengdamamma
mín, kvatt þennan heim. Ég á
henni svo margt að þakka og ég
minnist hennar fyrir svo margt og
minningarnar hrannast upp. Hlát-
ur og kátína voru svo einkennandi
fyrir hana og hún var kjarnyrt
kona og hafði ákveðnar skoðanir,
þá var hún vinnusöm með eindæm-
um, samviskusöm og trygg.
Kynni okkar Auðar hófust fyrir
rúmum 43 árum og hefur aldrei
borið skugga þar á. Ég bankaði
upp á hér í Kvíum og spurði eftir
Steina og hún benti og sagði: Hann
er þarna frammi á túni og ég sagði
einhvern tímann við hana að ef hún
hefði ekki bent þá hefði ég örugg-
lega aldrei fundið hann. Eftir þessi
fyrstu kynni okkar fannst mér eins
og ég hefði alltaf þekkt hana. Á
þessum árum var ég feimin og oft-
ar en ekki varði hún mig fyrir
áleitnum spurningum og svaraði
fyrir mig.
Hún lét sér annt um okkur öll
frá fyrstu stundu sem kom svo vel í
ljós þegar drengirnir okkar Steina
fæddust og seinna meir barna-
börnin okkar og þá var henni einn-
ig annt um mæður þeirra.
Já, minningarnar hrannast upp
og ein frá því fyrir tveimur árum.
Þegar Auður varð áttræð gáfum
við tengdabörnin, börnin, barna-
börnin og barnabarnabörnin
henni, með meiru, miða á tónleika
Ragga Bjarna. Ég varð þess heið-
urs aðnjótandi að fara með Auði á
tónleikana og þetta varð hreint út
sagt þvílík gæðastund sem mér
mun seint úr minni líða að vera
með henni þennan dag. Við byrj-
uðum á kaffihúsi, fórum þá á tón-
leikana og að endingu borðuðum
við á Kaffivagninum úti á Granda
og fengum okkur að sjálfsögðu
kaffi á eftir.
Ég vil að lokum kveðja þig Auð-
ur mín með ljóðinu „Kveðja“ sem
amma mín, Steinunn Þ. Guð-
mundsdóttir, orti:
Ó, himins blíða hjartans tár
er hjúpar sorg, þótt blæði sár,
þín miskunn blíð, hún mildar barm,
hún mýkir tregans sára harm.
Þú ert það ljós, það lífsins mál,
er ljúfur Drottinn gefur sál.
Nú hljóð er stund, svo helg og fríð,
að hjarta kemur minning blíð.
Hún sendir huga bros þitt bjart,
blessar, þakkar, þakkar allt.
Hún minnir sál á sorgaryl,
sendir huggun hjartans til.
Vertu alltaf kært kvödd, elsku
Auður mín, og hafðu þökk fyrir
allt. Guð geymi þig og varðveiti,
þess óskar og biður þín tengda-
dóttir,
Laufey.
Elsku amma!
Nú skilur leiðir að lokum, sem
er skrýtin tilfinning, óraunveruleg
tilfinning, nánast óhugsandi að þú
sért farin frá okkur í sumarlandið.
En það er á hreinu að þú munt
færa ótakmarkaða gleði á þinn
næsta áfangastað. Gleðin og hlát-
urinn var það sem kemur fyrst og
fremst upp í hugann þegar við
rennum yfir liðnar stundir. Hlát-
urköstin gátu orðið svo löng og
mikil að það mátti varla greina
milli hláturs og gráts. Húmorinn
og gleðin voru aldrei skilin eftir
heima, oft var haft á orði að þú
myndir sennilega verða nokkurra
alda gömul ef hláturinn skyldi
lengja lífið. Gleðin og minningarn-
ar sem þú litaðir líf okkar af hefur
heldur betur hjálpað okkur síðustu
daga við að breyta sorginni í bros.
Barnæskan var fyllt af ómetan-
legum gæðastundum og það þurfti
sko ekki að vera flókið að gera dag-
inn hátíðlegann, göngutúr út í „bú“
eða út á Brúnkolluklett, brúnkaka
með mjólk og svo þínar heims-
frægu hveitikökur. Það þurfti ekki
annað en að vera nálægt þér til
þess að hafa gaman, því lífið var
aldrei tekið of hátíðlega. Þó að það
yrði nú eflaust fróðleg lesning fyrir
marga þá er „vitleysan“ og brand-
ararnir sem fengu reglulega að
fljúga eitthvað sem ekki er alls
staðar prenthæft. Það var einstakt
að eiga ömmu sem gat deilt með
okkur húmor sem þessum.
Allt, sem mest ég unni og ann,
er í þínum faðmi bundið.
Allt það, sem ég fegurst fann,
fyrir barst og heitast ann.
Allt, sem gjört fékk úr mér mann
og til starfa kröftum hrundið.
Allt, sem mest ég unni og ann,
er í þínum faðmi bundið.
(Sigurður Jónsson frá Arnarvatni)
Það er stutt á milli gleði og
sorgar því nú er víst kominn tími
til að kveðja elsku amma okkar.
Það fyllir okkur trega að hugsa til
þess að þetta sé okkar síðasta
kveðja, en minningarnar eru
sterkar og ljúfar og munu lifa og
hjálpa um alla framtíð.
Hvíldu í friði.
Minningin þín, minning um
hreint magnaða konu og einstaka
fyrirmynd, mun lifa um ókomna
tíð.
Guðjón, Hákon, Snorri,
Eggert, Eggert Emil og
Haukur Smári.
Elsku amma, við erum svo
þakklát fyrir það að hafa fengið að
hafa þig í lífi okkar, minning þín
mun lifa í hjörtum okkar.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Saknaðarkveðja,
Sæmundur og Elín Björk.
Elsku amma mín nú kveð ég
þig með trega en minnist þín
með hlýju og þakklæti.
Þakklæti fyrir að hafa átt þig
sem ömmu. Þakklæti fyrir alla
þá þolinmæði sem þú sýndir
mér. Tímann sem þú gafst þér til
að hlusta á mig þegar eitthvað
bjátaði á. Hversu oft þú nenntir
að sitja og spila við mig, hvort
sem það var svarti pétur eða ól-
sen ólsen.
Það var svo óendanlega gam-
an að dunda sér með þér í eld-
húsinu og auðvitað var hlustað á
Ragga Bjarna á meðan. Þú bak-
Auður Ósk
Þorsteinsdóttir
aðir bestu og fallegustu hveiti-
kökur í öllum heiminum að mínu
mati, eldaðir bestu kjötsúpuna
og besta grjónagrautinn. Stund-
um skil ég ekki hversu þolinmóð
þú varst gagnvart mér, en ég er
þó svo þakklát fyrir það.
Þú varst fyndnasta kona
heimsins í mínum huga, alltaf
hlæjandi og brosandi. „Hlátur-
inn lengir lífið“, ég var viss um
það að þú myndir verða þúsund
ára þar sem ég man varla eftir
þér öðruvísi en hlæjandi. Þegar
komið var í heimsókn án þess að
þú vissir og um leið og hurðin
opnaðist eða heilsað var, heyrð-
ist í flestum tilfellum „guð hvað
mér brá“ og svo kom hláturinn
sem gleymist aldrei.
Ég mun aldrei gleyma því
þegar þú fékkst Yarisinn, það
var líklega fátt fyndnara en að
fara með þér í bíl. Þú sást varla
upp fyrir stýrið, keyrðir svo löt-
urhægt að þú náðir ekki einu
sinni að halda umferðarhraða og
áttir það til að keyra í veg fyrir
aðra því þú gleymdir að líta til
hliðar. Það sem ég gat skammast
mín en þó var svo ótrúlega fyndið
að fara með þér í bíl.
Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei nægjanlega
þakkað.
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.
Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.
Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.
Þegar að stjörnurnar blika á himnum
finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir
mér.
Þegar morgunbirtan kyssir daginn,
finn ég kossana líka frá þér.
Þegar æskan spyr mig ráða,
man ég orðin sem þú sagðir mér.
Vegna alls þessa þerra ég tárin
því í hjarta mínu finn ég það,
að Guð hann þig amma mín geymir
á alheimsins besta stað.
Ótti minn er því enginn
er ég geng áfram lífsins leið.
Því með nestið sem amma mín gaf mér,
veit ég að gatan hún verður greið.
Og þegar sú stundin hún líður
að verki mínu er lokið hér.
Þá veit ég að amma mín bíður
og með Guði tekur við mér.
(Sigríður Dúa)
Ég kveð þig með söknuði elsku
amma mín, ég veit þó að þú ert á
góðum stað með þínu fólki.
Þín
Auður Ósk.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR,
fyrrv. skólastjóri Hjúkrunarskóla
Íslands,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
23. júní.
Bjarni Valtýsson Dóra Gerður Stefánsdóttir
Jóhann Valtýsson Ewa Hjelm
Valtýr Valtýsson Sigrún Björk Benediktsdóttir
Sigríður Þórdís Valtýsdóttir Árni Jón Geirsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN J. JÓSAFATSDÓTTIR,
Brákarhlíð, Borgarnesi,
lést miðvikudaginn 23. júní. Hún verður
jarðsungin frá Borgarneskirkju föstudaginn
2. júlí klukkan 4.
Jónanna Björnsdóttir Níels Guðmundsson
Ari Björnsson Fanney Kristjánsdóttir
Guðríður Björnsdóttir Einar Hermannsson
Jón Jósafat Björnsson Dagný Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn