Morgunblaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021 ✝ Björk Eiríks- dóttir fæddist þann 6. nóvember 1959, hún lést á heimili sínu í Norður-Dakóta þann 5. júní 2021. Foreldrar henn- ar voru Margrét Ólafsdóttir Hjart- ar húsmóðir, f. 2.7. 1918 á Þing- eyri, d. 19.12. 2008 í Garðabæ, og Eiríkur Pétur Ólafsson stýrimaður, f. 19.12. 1916 í Reykjavík, d. 11.4. 1975 í Reykjavík. Systk- ini Bjarkar eru Þórður, f. 16.10. 1940, d. 9.11. 2009, Margrét, f. 27.10. 1941, Edda, f. 11.2. 1947, Sigríður, f. 17.4.1951, d. 4.3.2021, og Sæ- unn, f. 11.10. 1961. Björk giftist 26.8.1995 Gunnlaugi Carl Nielsen, f. 21.8. 1960, d. 23.8. 1998, þau eignuðust tvö börn saman. Börn Bjarkar eru 1) Heimir Freyr, f. 4.2. 1983, kvæntur Kolbrúnu Evu. Börn þeirra eru Kristján Freyr, Natalía Nótt og Aníta Eva. 2) Linda Björk, f. 15.12. 1988, gift erlendis og var virk í sjálf- boðastörfum. Hún var ein- staklega stolt af öllum börn- unum sínum og stóð þétt við bakið á þeim. Henni fannst virkilega gam- an að elda fyrir fólk og hún var eðalkokkur. Hún vann mörg störf í gegnum tíðina, en lengst af vann hún við bókhald. Eftir að hún varð einstæð með þrjú börn vann hún myrkranna á milli til að sjá fyrir sér og sínum, þá vann hún 100% vinnu á daginn og þjónaði á kvöldin. Sér til dundurs las hún heil ósköp og átti fjöldann allan af bókum, Arnaldur og Yrsa voru þar í sérstöku uppáhaldi og hún gat lesið þær aftur og aftur, sem og Rauðu seríuna, alltaf var hún með bók við höndina. Í seinni tíð tók hún upp prjónana aftur og prjón- aði út í eitt, prjónaði mikið á börn og ungabörn. Björk tók upp prjónana á ný í seinni tíð og prjónaði hverja flíkina á eftir annarri, hún prjónaði mikið á barna- börnin og hafði mikla unun af. Útför Bjarkar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag, 29. júní 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Thomas Frey. Börn þeirra eru August Carl, Iris Björk og Lillia Kaye, 3) Einar Carl, f. 24.5. 1994. Fyrir átti Gunn- laugur soninn Inga Björn Kára- son, f. 7.12. 1984, maki Helga Björg. Björk giftist síð- ar Curtis Olafson, f. 7.12. 1952. Foreldrar Curtis voru Valdimar Franklin Olaf- son, f. 23.7. 1898, d. 24.12. 1981, og Lovisa Gudlaug Jo- nasson, f. 15.2. 1914, d. 20.5. 1999. Börn Curtis eru 1) Renata Selzer, f. 24.9. 1980, gift Greg Selzer, börn þeirra eru Gunn- ar og Gavin, 2) Drew Olafson, f. 27.4. 1983, kvæntur Sam- antha Olafson, börn þeirra eru Clara og Halle. Björk ólst upp í Réttarholts- hverfi í Reykjavík og gekk í grunnskóla þar. Hún stundaði íþróttir af kappi, aðallega þá frjálsar. Björk var ævintýragjörn, ferðaðist heimsálfa á milli, bjó Þegar pabbi dó, þá spurðir þú mig hvort ég vildi skrifa grein í blaðið og ég sagði nei. Ég sagði nei þá því ég bara hreinlega var ekki alveg að skilja hvað það þýddi eða hvað var í gangi á þeim tíma, en nú geri ég það. Núna er ég skrifa minningargreinina þína, þá veit ég að þetta er mitt síðasta bréf til þín. Elsku mamma mín, ég veit ekki hversu oft ég hef tekið upp símann til þess að hringja í þig síðan þú fórst frá okkur. Það er á þessum stundum sem ég átta mig á því hversu dýrmætt lífið er og hversu fljótt fólkið sem við elskum svo mikið getur farið frá okkur. Við töluðum saman flesta daga tvisvar á dag, oftast ef ég hafði spurning- ar og þurfti þitt álit, sem þú varst ekki feimin við að gefa, og svo bara um lífið og líka að leyfa krökkunum að heyra í ömmu sinni. Ég tek símann upp minna og minna eftir því sem dagarnir líða, en ég sakna þess svo mikið að geta bara hringt í þig vitandi það að þú svaraðir alltaf. Ég gæti skrifað heilan helling um hvernig þú varst sem persóna, sem mamma okkar og sem amma en það er bara hreinlega ekki nógu mikið pláss í Mogganum til þess. Við vitum öll hversu ævin- týralegt líf þitt var, og það gleður mitt hjarta svo mikið að þú virki- lega lifðir þínu lífi og gerðir það besta úr öllu sem þú fórst í gegn- um. Mamma mín, ég vil bara nota þessa grein til þess að segja þér hversu mikið ég elska þig, hversu þakklát ég er fyrir að hafa átt þig, ekki bara sem mömmu mína held- ur líka sem bestu vinkonu sem ég mun nokkurn tímann eiga. Þú kenndir mér svo margt í gegnum lífið sem ég mun halda áfram að tileinka mér, gafst mér ráð sem ég mun nota og líka kenna mínum börnum. Þú elsku mamma mín varst sú sterkasta manneskja sem ég veit um, þú varst svo hugrökk og leystir úr öllum þeim áskorun- um sem þú fékkst í lífinu. Ég er svo stolt að hafa átt þig sem mömmu og mun halda áfram að vera stolt og þakklát í gegnum líf- ið er ég fagna þér í gegnum allar yndislegu minningarnar sem við áttum saman. Mamma mín, núna ertu komin til pabba og ég veit að þið tvö vak- ið yfir okkur, þið knúsið hvort annað frá mér og ég held áfram að hugsa til ykkar og tala um ykkur við börnin okkar. Ég elska þig óendanlega mikið og takk kærlega fyrir allt sem þú varst, fyrir það sem þú gerðir fyrir okkur og fyrir að sýna mér hversu fallegt það er að eiga mömmu sem elskar svo sterkt. Núna er kominn tími til að kveðja, góða nótt, elsku mamma mín, sofðu rótt og guð geymi þig. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Þín dóttir, Linda Björk Nielsen Frey. Þetta eru þung skrif, elsku Björk mín. Ég gleymi því seint þegar ég hitti þig í fyrsta skiptið á Hjalla- brautinni, lást uppi í sófa að horfa á sjónvarpið að fá þér rauðvíns- glas eftir langan vinnudag. Heils- aðir mér, ég og Heimir settumst í sófann að spjalla við þig. Fyrsta spurningin sem kom var: „Ertu á pillunni?“ Jú, svaraði ég, 15 ára skotta. Jú, alltaf komstu þér beint að efninu. Eftir þetta urðum við miklar vinkonur. Eftir að þú fluttir til Bandaríkj- anna áttum við óteljandi símtöl og ræddum allt milli himins og jarð- ar. Ég á eftir að sakna ógurlega að koma í sveitina og eyða tíma þar með þér eins og ég gerði heilu sumrin með krakkana litla. Síðasta myndsímtal sem þú átt- ir við elsku Anítu Evu, sem þú átt- ir eftir að hitta, varð allt í einu miklu dýrmætara en öll hin. Ef við hefðum vitað að svona stutt væri eftir hefðum við hringt á hverjum degi. Ég ætla ekki að fara skrifa hér allt sem ég vildi að ég hefði getað sagt við þig eða gert með þér held- ur varðveita þær stundir sem við áttum saman í gegnum tíðina, ég er ótrúlega þakklát fyrir allar stundirnar, símtölin og sam- veruna sem við áttum saman. Elsku tengdamóðir mín, að kveðja þig er það erfiðasta sem ég hef þurft að gera hingað til. Minning þín lifir í hjörtum okk- ar. Takk fyrir allt. Ég elska þig. Þín Kolbrún (Kolla). Ég dag kveð ég mágkonu mína Björk Eiríksdóttur sem lést 5. júní síðastliðinn, langt um aldur fram. Hún var gift Gunnlaugi Carli Niel- sen bróður mínum, Gulla. Þau voru fallegt par og framtíðin blasti við þeim og börnum þeirra Heimi Frey, Lindu Björk og Einari Carli en Gulli gekk Heimi Frey í föð- urstað. Sorgin knúði dyra þegar Gulli lést af slysförum í Namibíu 1998 þar sem þau bjuggu en hann var aðeins 38 ára gamall. Eftir stóð Björk einstæð móðir með þrjú börn og flutti aftur til Íslands og bjó þeim heimili eftir fráfall hans. Hún var kraftmikil og vilja- sterk og tókst á við lífið af styrk og eljusemi. Nokkrum árum síðar kynntist hún eftirlifandi eigin- manni sínum Curtis Olafsson sem var í heimsókn hér á landi á veg- um Íslendingafélagsins í Norður- Dakóta. Björk flutti til Norður- Dakóta ásamt Lindu Björk og Einari Carli þar sem sem hún og Curtis bjuggu þeim heimili. Björk og Curtis höfðu ráðgert að koma til Íslands seinnipart sumars en veikindi hennar komu í veg fyrir það og lést hún áður en það varð að veruleika. Ég kveð Björk með eftirfarandi ljóðlínum eftir Jó- hannes úr Kötlum: Hversu þreytt sem þú varst, hvað sem þrautin var sár. þá var hugur þinn samt eins og himinninn blár: eins og birta og dögg Björk Eiríksdóttir voru bros þín og tár.Og nú ljómar þín sól bak við lokaðar brár. Kristín Nielsen. Elsku Björk okkar. Ég var svo lánsöm að kynnast þér Björk mín þegar þið Gulli bró heitinn hófuð samband. Það sem einkenndi þig strax og var eftirtektarvert var fyrst og fremst dugnaður þinn og hversu umhugað þér var um allt fólkið ykkar, og hvað það var að aðhafast. Þú fylgdist ávallt vel með því sem ég og mitt fólk höfð- um fyrir stafni og hvattir mann ávallt áfram. Fylgdist með börn- unum mínum og oftar en ekki fór maður á pósthúsið að sækja pakka frá „Björk mágkonu í BNA“ en þú varst svo örlát á gjafir, sendir ávallt stóran „startpakka“ eins og þú kallaðir það þegar börnin mín komu í heiminn. Minnisstæður er dagurinn þeg- ar þið Gulli bró genguð í hjóna- band, dásamlegur dagur í alla staði og minnisstætt er hversu tignarleg þú varst, elsku Björk mín, líkt og alla daga, en ég fékk að vera með þér í öllum undirbún- ingi þess stóra dags. Svo voruð þið fjölskyldan flogin til Namibíu á vit ævintýranna. Það verður seint sagt að þú Björk mín hafir átt auð- velt eða einfalt líf, svo langt í frá. Það að verða ekkja ung að árum, með þrjú ung börn er eitthvað sem maður telur engan geta stað- ið undir. En þú Björk mín með þinn styrk og vilja vannst vel úr þeim aðstæðum, líkt og þér einni var lagið. Rakst heimili fyrir þig og börnin þrjú af myndugleik og vannst myrkranna á milli til að geta veitt öllum vel. Elsku Björk mín, þvílíkur dugnaðarforkur sem þú varst. Það var einmitt í einu af þeim störfum sem þú sinntir sem þú kynnist eftirlifandi eiginmanni þínum, Curtis, og ég man hvað við samglöddumst þér og ykkur inni- lega. En ég hef ávallt sagt að að- dragandinn að því sambandi myndi sóma sér vel í góðri ástar- sögu á prenti. Við hjónin vorum svo lánsöm að fá tækifæri til að heimsækja ykkur til Dakota þegar Linda Björk gifti sig. Dásamlegur tími og minningar, höfðinglegar móttökur eins og alltaf. Elsku Björk mín, ég þakka fyr- ir það að hafa fengið að kynnast þér, faðmaðu og kysstu Gulla bró fast frá okkur hér, það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til hans þótt langt sé liðið. Við hugsum um og verðum til staðar fyrir ykkar börn, Heimi, Lindu og Einar. Ég læt hér fylgja með sömu vísu og fylgdi með í minningar- grein til Gulla bró. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hverja hugsun sem hvarflar til þín. (Hrafn Andrés Harðarson) Guð gefi Heimi Frey, Lindu Björk, Einari Carli, Curtis, fjöl- skyldu og vinum styrk í sorginni og við þau vil ég segja þessi orð: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran). Rannveig „Klara mágkona“ Matthíasdóttir. Björk Eiríksdóttir Olafson lést á heimili sínu í Þingvallabyggð í Norður-Dakota 5. júní síðastlið- inn. Kynni okkar hófust árið 2003 þegar hún sótti námskeið um vest- urfara sem ég hélt í Reykjavík en það var hugsað sem undirbúning- ur fyrir ferð á Íslendingaslóðir í Vesturheimi. Einkum sýndi hún áhuga á samfélaginu, sem mótað- ist í norðausturhorni Norður-Da- kota. Þessi áhugi hennar skýrðist fljótlega því að venju skipulagði ég þetta sumar hópferð á árlega há- tíð Íslendinga í Mountain í Norð- ur-Dakota og þar tóku Björk og Curtis Olafson, formaður Íslendingafélagsins, á móti gest- um frá Íslandi. Ekki datt mér þá í hug að þau ættu eftir að taka á móti hópum á mínum vegum ár hvert næstu 17 árin, stundum fjór- um eða fimm ár hvert. Björk tók að sér að elda fyrir hópana og var sjálf gestgjafinn. Vesturfarinn Björk, líkt og ís- lenskir frumbyggjar í sveitunum í Norður-Dakota, var fljót að aðlag- ast nýju umhverfi. Hún kunni að hlusta á sveitunga sína, tók þátt í gleði þeirra og sorgum. Hún var þeim kostum gædd að kunna að gefa og þiggja, af stakri hógværð vann hún hug og hjörtu allra í ís- lensku byggðinni, gaf fúslega ráð þegar til hennar var leitað og þáði þakksamlega aðstoð sem hún ósk- aði eftir. Samskipti mín og Bjarkar voru ætíð fumlaus og árangursrík. Hún áttaði sig fljótt á því að hápunktur hverrar heimsóknar frá Íslandi var alltaf kvöldstund eða síðdegi með heimafólki. Fátt gladdi það eins mikið og spjall við gestina frá Íslandi, Björk bauð öllum, sem áhuga sýndu á gestahópi frá gamla landinu, að koma og njóta samver- unnar. Á litlum, notalegum veit- ingastað bauð hún upp á heimalag- aðan rétt sem allir kunnu að meta. Á slíkum stundum var tíminn ekki til í garðinum við veitingastaðinn jafnvel þótt drjúgur akstur væri á náttstað að lokinni heimsókninni. Brottfararstund réðst af gestum, bæði heimamönum og Íslending- um. Áhugi minn á sögu Íslendinga í Vesturheimi fór ekki framhjá Björk og var hún mér hjálpleg við heimildasöfnun. Oft leitaði fólk til hennar með gömul sendibréf, dag- bækur og ferðasögur sem vestur- farar fyrri tíma skrifuðu og varð- veittust hjá einni kynslóð af annarri. Flestir gerðu þetta vegna þess að efnið var á íslensku. Ekki hef ég tölu á fyrirspurnum sem mér bárust í gegnum tíðina frá Björk um gildi efnis sem hún hafði undir höndum. Mitt var að vega og meta í hennar huga. Þegar ég lít yfir farinn veg og rifja upp kynni mín af Björk þá sit- ur eftir í huganum mynd af ein- stakri konu sem ég á svo mikið að þakka. Samfélagið íslenska í Norð- ur-Dakota er í sárum því þótt flestum sem til þekktu væri ljóst hvert stefndi hin síðustu ár þá von- uðum við öll að hún næði bata. Góður vinur er horfinn. Fyrir hönd allra þeirra sem nutu gestrisni Bjarkar með mér, sendi ég eigin- manni hennar, Curtis Olafson, börnum hennar og barnabörnum og öðrum aðstandendum sem nú syrgja okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jónas Þór. Við kynntumst Björk árið 2003 þegar hún hafði hitt Curtis vin okkar, stórbónda í Mountain í Norður-Dakóta. Curtis hafði verið hér á landi í heimsókn í nóvember 2002 og varð Björk á vegi hans við móttöku hjá Ólafi Ragnari Gríms- syni, fyrrverandi forseta Íslands. Björk var þá ekkja eftir að Einar Nielsen maður hennar lést í slysi í Namibíu þar sem hann var við störf og bjó með fjölskyldu sinni. Curtis er alíslenskur að ætt þar sem afar hans og ömmur og börn í báðar ættir voru íslenskir innflytj- endur og þar með barnabörn eins og Curtis. Hann er afar stoltur af íslensku ætterni sínu og leggur mikinn metnað í að viðhalda og styrkja hina íslensku arfleifð í vesturheimi. Við það verkefni hitt- um við Curtis fyrst 1999 og tókst með okkur mikil og einlæg vinátta. Björk varð mikilvægur hluti af lífi okkar og fylgdumst við náið með þeim hjónaleysum meðan á tilhugalífi stóð. Eftir rúmlega eins árs kynni gengu þau í hjónaband á árlegri hátíð í Mountain, August the Deuce, árið 2004. Þá flutti Björk með tvö af börnum sínum, þau Lindu og Einar, vestur á slétt- una í Norður-Dakóta. Ekki var að spyrja að því að Björk var afar vel tekið og skipaði hún fljótt mjög stóran sess í sam- félagi afkomenda íslenskra land- nema í Norður-Dakóta. Þar vestra eru mjög dreifðar byggðir en allir sem vettlingi geta valdið taka höndum saman og halda stórhátíð- ina August the Deuce árlega í kringum mánaðamótin júlí/ágúst. Auk þess er þetta góða fólk ávallt boðið og búið að taka á móti gest- um frá Íslandi og sýna þá í verki sanna íslenska gestrisni. Á þeim tíma í Mountain, sem hún gat látið sína miklu starfsorku í té, var Björk einstaklega dugmik- il við að undirbúa og annast mót- töku íslenskra hópa, sumra þeirra mjög fjölmennra eða frá 50 til 100 manns. Þeir íslensku gestir sem heimsóttu Norður-Dakóta á þess- um árum og kynntust Björk skipta hundruðum ef ekki þúsundum. Oft og tíðum höfum við minnst með samferðafólki sem var með okkur í þessum ferðum hve frábærir gest- gjafar Björk og Curtis voru ásamt Lorettu Bernhöft ræðismanni og mörgum fleiri. Í daglegu lífi var Björk sannar- lega hetja sem tók öllum erfiðleik- um og mótlæti með dug og æðru- leysi. Við minnumst Bjarkar vinar okkar með söknuði og þakklæti í hug og færum Curtis og börnum hans innilegar samúðarkveðjur. Sérstakar kærleiks- og samúð- arkveðjur fá börn Bjarkar, Heimir og fjölskylda hans, Linda og fjöl- skylda sem búa í Suður-Dakóta og yngsti sonurinn Einar. Þau syrgja góða móður sem lagði allt í sölurn- ar fyrir þau. Almar Grímsson og Anna Björk. Björk Eiríksdóttir varð hluti af íslenska samfélaginu í Norður-Da- kóta fyrir tæplega 20 árum og setti strax mark sitt á umhverfið. Kraft- urinn leyndi sér ekki, ákveðnin, dugnaðurinn, gleðin og bjartsýnin. Engum duldist að hún var kjarn- orkukona og verkin tala sínu máli þótt tími hennar hafi verið alltof stuttur. Lífið á sléttunum getur verið tilþrifalítið, ekki síst á köldum vetrardögum, en þar sem Björk var þar var hlýja. Við Björk og Curtis áttum margar ánægjulegar stundir saman fyrstu árin hennar í Vesturheimi og hápunktur hverrar heimsóknar til Mountain og ná- grennis var að njóta vellystinga á heimili þeirra í Edinburg. Þar var ekki í kot vísað og bestu rib-eye- steikur í heimi vekja stöðugt upp góðar minningar. Afrakstur naut- griparæktar fjölskyldu Curtis í yf- ir 130 ár, en hann hefur ræktað og kynbætt naut af Simmental-stofni síðan 1992. Þegar matur var annars vegar var Björk á heimavelli. Hún galdraði fram dýrindisrétti og virtist ekkert hafa fyrir því. Þegar ég boðaði komu mína á hátíðina í Mountain fyrir nokkrum árum svaraði hún um hæl, sagði að nautalundin hefði verið ótrúlega meyr og góð kvöldið áður og góðu fréttirnar væru að hún ætti meira til. Ég hitti Björk síðast á Íslendingahátíðinni í Mountain fyrir tæplega þremur árum. Hún sagði allt klárt nema hvað íslenskt hangikjöt vantaði og spurði hvort ég gæti ekki komið með úrbeinuð hangikjötslæri. Ég sagði henni að bandarísk og kanadísk lög leyfðu það ekki og því kæmi ég matar- laus. Hún skyldi það og sagði að gestir yrðu bara að láta sér nægja það sem væri til. Þegar til kom var það mikið meira en nóg. Eins og alltaf. Björk kom eins og stormsveip- ur inn í íslenska samfélagið í Norður-Dakóta, var glæsileg kona, hafði mikla útgeislun og erf- itt er að hugsa sér Edinburg og nágrenni án hennar. Við Gulla sendum Curtis, börnum þeirra og fjölskyldum innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Bjarkar Eiríksdóttur Olafson. Steinþór Guðbjartsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, FLOSI GUNNAR VALDIMARSSON, lést laugardaginn 26. júní á Landspítalanum. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 5. júlí klukkan 15. Anna Gísladóttir Mjöll Flosadóttir Þórir Haraldsson Kjartan Flosason Kristín Eggertsdóttir Eybjörg Drífa Flosadóttir Svanur Þór Karlsson Nanna Sjöfn Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.