Morgunblaðið - 29.06.2021, Síða 25

Morgunblaðið - 29.06.2021, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021 „ÉG VAR AÐ KEYRA, EN ÞETTA ER Í LAGI NÚNA, ÉG ER KOMINN ÚT Í KANT.“ „KÆRI SNÚÐUR: ÞAÐ ER FRÁBÆRT Í SÓLINNI HÉR Í SUÐUR-FRAKKLANDI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... óhugsandi án hans. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER AÐ PÆLA Í AÐ SVINDLA Í MEGRUNINNI ÆÐI VILTU DEILA MEÐ MÉR ROTTU? ÉG HELD AÐ ÉG HALDI MIG VIÐ MEGRUNINA SÆKTU INNISKÓNA MÍNA! Katrín Matthildur Jónína Guð- mundsdóttir, húsmóðir frá Furu- firði í Grunnavíkurhreppi, N-Ís., f. 8.4. 1907, d. 1.8. 1992, og Halldór Kristinn Valdimarsson frá Garðs- vík í Svalbarðsstrandarhreppi, S- Þing., f. 31.10. 1893, d. 5.11. 1963. Þau voru bændur í Leifshúsum í Svalbarðssókn, S-Þing., og í Litla- hvammi á Svalbarðsströnd. Börn Rósu og Ásgeirs eru 1) Halldór Kári, f. 25.7. 1960, d. 1.6. 1965; 2) Linda María, rekur veit- ingastað í Hrísey og starfar sem bókari, f. 6.11. 1966. Maki hennar er Ómar Hlynsson rafvirki og þau eiga börnin Grétu Kristínu, Ásgeir Kára og Emil Hrafn. Eina barna- barnabarn Rósamundu er Maríana Sólrós Ásgeirsdóttir. 3) Halldór Kári, vinnur í byggingarvinnu, f. 30.3. 1968, kvæntur Carmen Ás- geirsson og þau eiga dæturnar Lindu Rós og Evu Björk og búa í Sviss. 4) Fríða Björk, f. 2.12. 1977, d. 31.10. 2004, og 5) Ófeigur Ás- geir málaranemi, f. 18.9. 1980, kvæntur Berglindi Pedersen og þau eiga dæturnar Fríðu Björk og Örnu Lísbet. Systkini Rósu eru Steingrímur Trausti, f. 24.3. 1930, d. 3.6. 1934; Gunnar Sigfús, f. 17.9. 1931, d. 4.12. 1996; Steingerður Ingibjörg, f. 15.5. 1934, d. 6.8. 1944; Kristján Níels, f. 14.5. 1936, d. 29.4. 2006; Jón Ríkharður, f. 31.7. 1947, d. 2.2. 1999, og Guðrún Elísabet, f. 9.2. 1949, d. 7.4. 1949. Foreldrar Rósu eru Kári Guð- mundsson, f. 20.5. 1899, d. 3.7. 1965, og Fríður Jónsdóttir, f. 8.1. 1905, d. 26.8. 1980, bændur á Finnastöðum og síðar á Klúkum í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði. Þau skildu. Rósamunda Kristín Káradóttir Guðrún Hansdóttir húsfreyja í Rauðhúsum, Saurbæjarsókn, Eyjaf. Einar Jónsson bóndi í Rauðhúsum (síðar Rauðhúsi), Saurbæjarsókn, EyjafirðiGuðrún Einarsdóttir var í Ytri-Villingadal, Hólasókn, Eyj. og síðar í Rauðhúsum, Saurbæjarsókn, Eyj. Jón Ólafur Ólafsson bóndi á Másstöðum í Vatnsdal, síðar á Mýrarlóni, Glæsibæjarhr. og Gloppu, Bakkasókn, Eyj. Fríður Jónsdóttir húsfreyja á Finnsstöðum og Klúkum í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Stóruborg og síðar Leysingjastöðum og Hæl, Þingeyrarsókn, Hún. Ólafur Jónsson bóndi í Stóruborg, Breiðabólstaðasókn, Hún. Þórunn Kristjánsdóttir húsfreyja á Öngulsstöðum og síðar á Akureyri 3 Jón Jónsson bóndi á Öngulsstöðum, Munkaþverársókn, Eyj., síðar járnsmiður á Akureyri 3, Hrafnagilssókn, EyjafirðiRósa Sigríður Jónsdóttir vinnukona víða í Eyjafirði, síðast á Helgastöðum í Eyjafirði Guðmundur Þorvaldsson vinnumaður víða í Eyjafirði og Rangárvallasýslu og trésmiður í Þórsnesi, Lögm.hl.sókn, í Eyjaf. Ingibjörg Bjarnadóttir húsfreyja í Krosshjáleigu, Krosssókn, Rang. Þorvaldur Magnússon bóndi í Krosshjáleigu, Krosssókn, Rang. Úr frændgarði Rósamundu Kristínar Káradóttur Kári Guðmundsson bóndi á Finnastöðum og síðar á Klúkum í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði Takmörkunum aflétt“ og af þvítilefni yrkir Guðmundur Arn- finnsson: Nú má lífsins njóta hér og nú sést margur brosa sem heldur betur hugsar sér hömlurnar að losa. Gleðin út úr augum skín, allir faðma og kyssa, jafnvel gömul greppitrýn á gjörðum sínum hissa. Með bros á vör og sól í sál sumri ber að fagna, ljúft er nú að lyfta skál og lífsins kæti magna. Enn yrkir Guðmundur og kallar „Mannshvarf“: Freygerður, frúin hans Mána, sem fór upp á jökulgljána og síðan kom ei, sagði: „Ó, key, hann finnst, þegar fer að hlána.“ Og nú yrkir Guðmundur um „Of- látung“: Hann Stjáni, sem notaði stera, og stórvirki ætlaði’ að gera, honum varð ekki neitt úr neinu’ yfirleitt, og nú er hann búinn að vera. „Mætir laxinn bara of seint í partíið?“ er spurt og því svarar Bjarni Sigtryggsson: Það er leitun að löxum er sjást og lítið víst um það að fást. Veiðimenn standa með vopn milli handa og veifa – í þögn sinni þjást. Davíð Hjálmar Haraldsson segist hafa mætt á göngu hópi fjörugra eldri kvenna: Nú er maður næstum lens, nú er að mér sorfið við kelerí og kossaflens en Kóvid virðist horfið. Steingrímur Baldvinsson Nesi orti: Allt, sem þjóðin átti og naut, allt, sem hana dreymir, allt, sem hún þráði og aldrei hlaut alþýðustakan geymir. Ég var í spjalli um gamlar vísur og þá rifjuðust upp tvær stökur eft- ir Einar Jochumsson: Einar karl því eftir tók og það játar glaður Abraham átti enga bók einn sá besti maður. Grimmdarfrost um borg og bý blöskrar manna kyni; frýs nú allt nema orð Guðs í Einari Jochumssyni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af löxum og fjörugum eldri konum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.