Morgunblaðið - 02.06.2021, Page 2

Morgunblaðið - 02.06.2021, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021FRÉTTIR VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR Mesta lækkun KVIKA -4,42% 21,60 Mesta hækkun EIK +0,30% 10,10 S&P 500 NASDAQ -0,03% 13.732,429 +0,19% 4.208,95 +0,87% 7.080,46 FTSE 100 NIKKEI 225 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. +0,93% 28.814,34 70 30 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)GULLVERÐ ($/únsu) 1.1.'21 1.500 2.000 1.893,1 2.12.'20 69,97 1.6.'21 48,25 1.6.'21 1.897,5 Jafnt og þétt eykst spennan á markaði fyrir fyrirhuguðu útboði á umtalsverðum hlut ríkisins í Ís- landsbanka. Samhliða sölu þeirra verður bankinn skráður í Kauphöll Íslands. Óvenju erfitt hefur reynst fyrir fjölmiðla að afla upplýsinga um framgang málsins þar sem fjöldi greiningaraðila og ráðgjafa hefur haft formlega aðkomu að ferlinu og af þeim sökum undir- ritað stífar trúnaðaryfirlýsingar gagnvart þjónustukaupendum sín- um. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að skráningarlýsing í tengslum við fleytingu bankans á markað verði birt opinberlega á föstudaginn næsta eða á mánudag. Að undanförnu hefur fyrirtækja- ráðgjöf Íslandsbanka fundað með stofnanafjárfestum og jafnt og þétt fjölgar fundunum sem fleiri sölu- ráðgjafar efna til með lífeyris- sjóðum og öðrum stofnanafjár- festum sem munu hafa það í hendi sér hvernig til tekst við útboðið. Líkt og fram kom í yfirlýsingu frá Bankasýslu ríkisins er gert ráð fyrir að ríkissjóður selji að minnsta kosti fjórðungshlut í bankanum nú í þessum mánuði og skuldbindi sig auk þess til að selja ekki frekari hlut næstu 180 daga. Vandasöm verðlagning Í kynningum sínum hafa söluráð- gjafar ekki birt beinhörð verðmöt á bankanum en flestra augu beinast þó að því á hvaða verðbili hlutir í honum verða boðnir til sölu í út- boðinu. Sérfræðingar sem Við- skiptaMogginn ræddi við segja að miklu skipti að seljandi, Bankasýsl- an í umboði fjármálaráðherra, slái réttan tón í þeim efnum, forðist umræðu um að verið sé að selja ríkiseigur á of lágu veðri, en tryggi um leið að nægileg stemning skap- ist í kringum útboðið til þess að tryggja mikla eftirspurn. Þarf hún í öllu falli að verða verulega mikið meiri en sem nemur þeim hlutum sem að lágmarki verða boðnir til sölu. Þá nefna sérfræðingar á fjár- málamarkaði sem ekki vilja láta nafns síns getið að seljandi verði að tryggja eftir fremsta megni að fjár- festar sem þátt taka í útboðinu telji sig hafa veðjað á réttan hest, mán- uðina eftir að útboðinu lýkur. Það sé í raun eina leiðin til þess að halda því opnu að ríkið geti með góðu móti losað um stærri eign- arhlut í bankanum að loknum sölu- bannstímanum, dögunum 180 sem áður voru nefndir. Pólitísk áhætta Þá hefur verið nefnt að í verð- lagningu bréfanna verði tillit tekið til pólitískrar áhættu sem birtist í því að áður en banntímabilinu lýk- ur verður gengið til þingkosninga og þótt núverandi meirihluti sé með á stefnuskrá sinni að draga enn frekar úr eignarhaldi ríkisins á bankakerfinu þá gæti nýr stjórnar- meirihluti vinstrimanna leitt til þess að horfið yrði frá slíkum áformum. Myndi slík niðurstaða breyta framtíðarhorfum Íslands- banka í grundvallaratriðum. Í umræðum um verðlagningu á hlutum í Íslandsbanka hefur því verið fleygt að gengið muni liggja á bilinu 0,75 til 0,95 af bókfærðu virði bankans. Þá herma heimildir að Landsbankinn hafi í kynningum sínum lagt upp þrjár sviðsmyndir þar sem grunnmyndin sé gengið 0,93. Gangi sú mynd upp verður markaðsvirði bankans við skrán- ingu 172 milljarðar króna og 25% hlutur ríflega 43 milljarða virði. Óljóst hver afslátturinn á Íslandsbanka mun verða Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sérfræðingar sýna ekki auðveldlega á spilin um á hvaða verðbili hlutir í Ís- landsbanka verða boðnir síðar í mánuðinum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ríkissjóður stefnir á að selja að minnsta kosti 25% hlut í bankanum. VEITINGAREKSTUR Hinu gamalgróna veitingahúsi Humarhúsinu við Amtmannsstíg í Reykjavík hefur verið lokað eftir tæplega þrjátíu ára rekstur. Ívar Þórðarson, eigandi staðarins, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að meginástæða lokunarinnar sé að leigusali hússins, FÍ fasteignafélag, hafi engan afslátt viljað gefa af leigu húsnæðisins sem veitingastað- urinn er rekinn í, þrátt fyrir farald- urinn sem hefur haft gríðarleg áhrif á ferða- og veitingageirann. Ívar, sem keypti staðinn um ára- mótin 2016, segir að hann hafi lengi reynt að ná samningum við leigu- salann, án árangurs. Fasteigna- félagið hafi staðið fast á því að gefa engan afslátt. Aðspurður segist Ívar ekki hafa greitt neina leigu í faraldrinum, en hann hafi reynt að semja um að borga hluta leigunnar. Leigusalinn hafi ekki viljað fara þá leið. „Þetta þykir mér súrt í brotið því það voru fjárfestar á leiðinni inn í fyrir- tækið með mér og við ætluðum að auka veg Humarhússins í samein- ingu.“ Morgunblaðið/Kristinn Humarhúsið er vel þekkt veitinga- hús, en saga þesss hófst árið 1992. Humarhúsið hættir rekstri TÓNLIST Tekjur STEFs, Sambands tón- skálda og eigenda flutningsréttar, jukust um rúm tvö prósent á síð- asta ári. Námu þær rúmum 855 milljónum króna en árið 2019 voru tekjurnar 837 m. kr. Mest tekju- aukning var undir liðnum „Upptökuréttartekjur og tónlistar- veitur“ eða um 186%. Tekjurnar voru 189 milljónir árið 2020 en 66 milljónir árið 2019. Erlendar flutn- ingsréttartekjur jukust einnig, og fóru úr 99 m.kr. í 117 m.kr. Rekstr- argjöld voru 163 m.kr. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, segir í ársskýrslu félagsins að áhrif farsóttarinnar hafi haft umtalsverð áhrif á rekstur STEFs. „Við sjáum þó að tekjur erlendis frá og frá tónlistarveitum hafa aukist milli ára, en aukningin er þó ekki nægi- leg til að vega upp á móti tekjufall- inu vegna lokunar veitingastaða og því að ekki hefur verið hægt að halda almennilega tónleika í u.þ.b. ár,“ segir Guðrún en innlendar flutningsréttartekjur drógust sam- an um tuttugu prósent á milli ára. Augu beinast að streymi Í skýrslunni segir Guðrún að vegna tekjufalls af lifandi flutningi hafi augu tónhöfunda beinst meira en áður að streymistekjum en sam- kvæmt nýlegri skýrslu er þóknun tónhöfunda af streymi þrisvar sinn- um lægri en þóknun framleiðenda og flytjenda. „Um leið og streymis- veitur hafa opnað leið fyrir tónhöf- unda að milljónum hlustenda er sjaldgæft að tónhöfundar fái það miklar tekjur af streymi að það skapi lífeyri,“ segir Guðrún. tobj@mbl.is Tekjur STEFs jukust um 2% í faraldrinum Morgunblaðið/Eggert Tekjutap STEFs vegna tónleika nam 75% á milli áranna 2020 til 2019.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.