Morgunblaðið - 02.06.2021, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021FRÉTTIR
VINNUMARKAÐURINN
Vinnumálastofnun hefur greitt út
um hálfan milljarð, eða 499.386.208
krónur, í laun til starfsfólks sem hef-
ur ekki komist til vinnu vegna
sóttkvíar, samkvæmt tölum frá
stofnuninni. Úrræðið býður upp á
hámarksgreiðslu upp á 21.100 krón-
ur hvern dag sem einstaklingur sæt-
ir sóttkví og að hámarki 633.000 á
mánuði. Það er hægt að sækja um
úrræðið út árið.
Vinnumálastofnun hefur hafið
endurskoðun umsókna á greiðslum
fyrir starfsfólk í sóttkví vegna mis-
taka við útreikninga á reiknireglu.
Nýlega var opnað fyrir umsóknir og
hefur 31 umsókn borist inn á borð
stofnunarinnar og 22 umsóknir hafa
verið afgreiddar.
Vinnumálastofnun hefur greitt
samtals 3.753.783 krónur í leiðrétt-
ingar á umsóknunum sem er að með-
altali í kringum 171 þúsund krónur á
hverja umsókn. Frestur til þess að
óska eftir endurupptöku er til 16.
ágúst, þetta kemur fram á vef
Vinnumálastofnunar.
logis@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Starfsfólk í sóttkví
fengið 500 milljónir
Vinnumálastofnun
greiðir laun í sóttkví.
Englandsbanki mun draga úr flug-
ferðum starfsmanna í framtíðinni
þar sem fjarfundir á netinu í kórónu-
veirufaraldrinum hafa sýnt fram á
að þörfin á ferðalögum er minni nú
en hún var fyrir faraldurinn.
Í nýlegri frétt breska dagblaðsins
The Daily Telegraph segir að það sé
von innanbúðarmanna hjá bank-
anum að breytingin muni hjálpa til
við að gera Eng-
landsbanka kleift
að ná mark-
miðum sínum um
samdrátt í kolefn-
islosun. Fundir
verði í auknum
mæli haldnir
gegnum Zoom
eða annan fjar-
fundabúnað í stað
þess að flogið sé heimshorna á milli
til fundahalda.
Þá segir í fréttinni að bankinn
muni auka fjarvinnu og ekki verði
gerð krafa um að starfsmenn mæti í
vinnuna jafn marga daga í viku og
áður. Jafnvel nægi að mæta í einn
dag í viku á skrifstofuna.
Faraldurinn breytti miklu
Ásgeir Jónsson, bankastjóri
Seðlabanka Íslands, segir að farald-
urinn hafi breytt miklu varðandi
bæði fjarvinnu og fundahöld innan
bankans. „Ég held að við munum í
auknum mæli geta sparað ferðir og
nýtt fjarfundabúnað. Það er auðvit-
að ekki hægt að nota fjarfundi í öll-
um tilvikum, sumir fundir krefjast
þess að fólk mæti á staðinn,“ segir
Ásgeir og bætir við að bankinn sé
með í skoðun að setja upp sveigj-
anlega starfsmannastefnu. „Fjar-
vinna í faraldrinum hefur gengið
mun betur en við gerðum ráð fyrir.
Við tókum þá ákvörðun til dæmis í
faraldrinum að það nægði að ein-
ungis framkvæmdastjórar bankans
væru í húsi, og hefðu kannski einn til
tvo starfsmenn með sér en aðrir
starfsmenn ynnu heiman frá sér.“
Víðtækara hlutverk
Hvað tenginguna við loftslags-
málin varðar segir Ásgeir að seðla-
bankar víða um heim hafi fengið víð-
tækara hlutverk á síðustu árum.
Eðlilegra sé orðið að bankastjórar
tjái sig í ríkara mæli en þeir gerðu
áður fyrr og ræði og leggi til dæmis
áherslu á að ríkið fari út í fjárfest-
ingar sem skili hagvexti. Einnig sé
orðið eðlilegra að seðlabankastjórar
beiti sér í auknum mæli í loftslags-
málum. „Seðlabankinn hefur þrí-
þætt hlutverk þegar kemur að lofts-
lagsmálunum. Við erum með
gríðarlega margt fagfólk hér innan-
húss og höfum skyldu við þjóðfélagið
að fjalla um helstu málefni samtím-
ans eins og loftslagsmálin sem geta
haft veruleg áhrif á okkar lífs-
afkomu. Við höfum ákveðna skyldu
til að taka þátt í umræðum varðandi
ýmsa hluti sem hafa áhrif á efnahag
landsins – bæði fjármálastöðugleika
og verðstöðugleika svo dæmi sé tek-
ið. Í öðru lagi þá snúa loftslagsmálin
meira að borði fjármálaeftirlits
bankans sem þarf að fylgjast með
því að áætlunum um til dæmis
græna skuldabréfaútgáfu aðila á
markaði sé rétt framfylgt. Í þriðja
lagi skiptir máli fyrir Seðlabankann
sem stofnun og vinnustað hvernig
við hugsum um okkar eigið kolefnis-
fótspor.“
Áhersla á minnkun kolefnis-
spors bankans
Ásgeir segir að í auknum mæli
verði bankinn að leggja áherslu á
hvernig hægt sé að minnka kolefnis-
spor Seðlabankans. „Við höfum sett
ákveðin markmið til að minnka losun
á kolefni. Þar má nefna samgöngu-
styrki, að hvetja fólk til að taka
strætó til vinnu og vinna heima, og
innleiðingu rafmagnsbíla í starfsem-
ina. Við þurfum að ganga á undan
með góðu fordæmi með allt sem við
gerum á þessum vinnustað og ég
geri ráð fyrir að bankinn gefi út
ákveðin markmið í þeim efnum bráð-
lega. Sjálfur er ég úr sveit og lít á
loftslagsmálin sem hluta af því að
hugsa um vistkerfi landsins sem
heild. Ég tel nauðsynlegt að bæði
græða upp landið til að kolefnisjafna
og endurheimta votlendi í meira
mæli. Þetta er eitthvað sem við er-
um að hugsa mjög alvarlega um.“
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Kórónuveirufaraldurinn
hefur vakið menn til um-
hugsunar um þörfina á
fundahöldum og ferðalög-
um vítt og breitt um heim-
inn.
Bankastjórar beiti sér í loftslagsmálum
Morgunblaðið/Hari
Seðlabankastjóri segir að starfsmenn bankans þurfi að ganga á undan með góðu fordæmi með allt sem þeir geri.
Ásgeir Jónsson.
Samkvæmt nýjustu tölum um ferðakostnað ríkisins, sem birtar voru á
vef Stjórnarráðsins í nóvember á síðasta ári, kemur fram að kostnaður-
inn hafi lækkað um 1,8 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum 2020. Fór
hann úr 3 mö.kr. árið 2019 í tæpa 1,2 ma.kr. árið 2020. Lækkunin nemur
um 60% en eins og segir í færslunni má rekja lækkunina til heimsfarald-
urs kórónuveiru.
Með ferðakostnaði er átt við ferðalög og uppihald á ferðalögum á Ís-
landi og erlendis. Eins og segir á vefnum ná tölurnar til A-hluta stofnana
ríkisins sem eru um 160 talsins. Þar undir eru ráðuneytin og undirstofn-
anir þeirra, svo sem framhaldsskólar, háskólar, sjúkrahús, heilbrigðis-
stofnanir, sýslumanns- og lögreglustjóraembætti.
Í Stjórnarráðinu lækkaði ferðakostnaður um 173 m.kr. á tímabilinu
eða 71% samkvæmt færslunni. Ferðakostnaður ráðuneyta nam á fyrstu
níu mánuðum ársins 2019 243 m.kr. en 70 m.kr. á sama tímabili ársins
2020. Þegar skoðaður er ferðakostnaður einstakra stofnana sést að
mest lækkun milli áranna 2019 og 2020 er hjá Háskóla Íslands, Land-
spítala og Landhelgisgæslu Íslands eða alls rúmlega 500 milljónir
króna.
Kostnaður lækkaði mikið