Morgunblaðið - 02.06.2021, Qupperneq 7
Tækifæri til vaxtar í bolfiski
– Í fjárfestakynningu ykkar vegna útboðsins
er fjallað um innri og ytri vöxt. Þar er áhuga-
verður samanburður á heimildum ykkar í upp-
sjávarfiski, þar sem þið eruð nærri hámarkinu í
helstu tegundum, og svo bolfiskmegin þar sem
svigrúm er til að auka heimildir. Má af þessu
skilja að þið sjáið fyrir ykkur fleiri samruna til
að styrkja ykkur bolfiskmegin?
„Það eru tækifæri til vaxtar innan þess
ramma sem fiskveiðistjórnunarkerfið setur nú í
bolfiski. Við erum komin í efri mörk víðast hvar
uppsjávarmegin en félagið getur vaxið bolfisk-
megin og ég á von á að menn muni skoða tæki-
færin til vaxtar þar, séu þau félaginu og eig-
endum þess til framdráttar.“
Sækja meira verðmæti í fiskinn
– Ræðum aðeins um fyrirhugaða fjárfestingu
í fiskimjölsverksmiðjunni í Neskaupstað sem
áætluð er um fimm milljarðar króna á þremur
árum. Á vefsíðu félagsins er rætt um að setja
upp úðaþurrkara, tilraunaskilvindu og himnu-
síunartæki og sú tækni sett í samhengi við
vinnslu á prótíndufti. Hvernig hyggist þið auka
verðmæti uppsjávaraflans?
„Með aukinni áherslu á manneldisvinnslu og
betri skipastól fáum við mun ferskara hráefni
að landi. Við höfum verið í áhugaverðum verk-
efnum með háskólasamfélaginu, Matís og
öðrum sjávarútvegsfélögum. Hér hafa verið
unnin áhugaverð doktorsverkefni til að rann-
saka og þróa leiðir til að ná auknum verðmæt-
um úr því hráefni sem við höfum. Við trúum því
að við séum með verðmæta prótínsamsetningu
og verðmætt hráefni í höndunum og eigum að
geta unnið það lengra en aðeins í fiskafóður. Þá
erum við að horfa á markaði sem borga meira
fyrir lengra unnið hráefni, svo sem fóður-
bætiefni í ákveðið eldi og verðmætara prótín
sem gæti farið lengra inn á gæludýramark-
aðinn. Síðan til lengri framtíðar getum við séð
fyrir okkur að framleiða duft til manneldis en ég
tek skýrt fram að þetta er allt á byrjunarstigi
og langt inni í framtíðinni.
Við erum að setja upp litla tilraunaverk-
smiðju í samstarfi við Matís sem mun byggja
undir þessar rannsóknir og þróun. Ég tel að
þetta sé mjög áhugaverð þróun og trúi því að
hún muni að lokum skila okkur lengra.“
Þarf að geta þolað sveiflurnar
– Það er stefna Síldarvinnslunnar að eigin-
fjárhlutfallið skuli ekki fara undir 50% en í lok
árs 2020 var eiginfjárhlutfallið 68%. Þá var eig-
in fé meira en veltan, sem er fáheyrt hjá ís-
lenskum fyrirtækjum af þessari stærð. Nú eruð
þið í sóknarhug og hafið boðað töluverðar fjár-
festingar. Hvernig sérðu fyrir þér að eiginfjár-
hlutfallið muni þróast á þessu fjárfestingar-
skeiði?
„Við kynntum fjárfestingaráætlun sem felur í
sér fimm milljarða króna fjárfestingu í fiski-
mjölsverksmiðjunni. Við erum að fá nýtt skip og
erum búin að borga fyrir það. Við verðum að
trúa því að áfram komi upp fjárfestingar-
tækifæri sem skili félaginu fram á við. Varðandi
eiginfjárstefnuna voru það skýr skilaboð frá
stjórn félagsins að félagið yrði að hafa styrk til
að takast á við sveiflur sem einkennt geta rekst-
ur í sjávarútvegi. Rekstur Síldarvinnslunnar
spannar yfir 60 ár og á þessum tíma hefur oft
gefið á bátinn. Það er félagi eins og okkar mik-
ilvægt að hafa sterkt eiginfjárhlutfall til að tak-
ast á við slíkar sveiflur. Svo er það félaginu auð-
vitað verðmætt að vera með sterkt eigin fé til
þess að geta nýtt tækifæri sem skapast. Þær
fjárfestingar sem eru fyrirhugaðar rúmast inn-
an stefnu félagsins um 50% eiginfjárhlutfall.“
Má teljast til arðgreiðslu
– Síldarvinnslan skilaði um fimm milljarða
króna hagnaði í fyrra en stjórnin lagði til að
hagnaður yrði fluttur milli ára. Er eitthvað að
frétta af því hvernig honum verður ráðstafað?
„Hann flyst á eigin fé félagsins. En það má
heldur ekki gleyma því að það var verið að flytja
úr félaginu SVN eignarhaldsfélag sem fór með
hlut félagsins í Sjóvá almennum yfir til hluthafa.
Það má líta á það sem arðgreiðslu líka.“
Talið berst næst að gengi krónunnar en spáð
er frekari styrkingu með bata í ferðaþjónustu.
Spurður hvaða áhrif gengisstyrking muni
hafa á útflutningsfyrirtæki á borð við Síldar-
vinnsluna segir Gunnþór ljóst að krónan skipti
sjávarútveginn gríðarlega miklu máli. Hann
bendir á að mikil uppbygging í vinnslum hafi átt
sér stað í löndum á borð við Pólland og Litháen,
og víðar í kringum okkur, þar sem vinnuaflið sé
margfalt ódýrara.
„Íslenskur sjávarútvegur svarar þessu með
aukinni tæknivæðingu. Við erum með virðis-
keðjuna á einni hendi sem gefur okkur forskot.
Það er hins vegar ljóst að þessir þættir munu
hafa áhrif og geta, ásamt gengi krónunnar,
veikt samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs.“
Eitt „grænasta“ skipið
Annað dæmi um hagræðingu félagsins sé að
tengja skipin við rafmagn í landi, í stað þess að
keyra ljósavélar með olíu. „Þegar við vorum að
gera upp við skipasmíðastöðina kom fram að nýi
Börkur væri eitt grænasta skipið sem hún hefur
smíðað. Þar erum við að reyna að smíða skip
sem lágmarkar olíunotkun við veiðar og má þar
nefna skrokklag og stefni og að afgangsvarmi
er nýttur til upphitunar. Auk þess erum við að
setja upp 500 kw landtengingu við frystihúsið í
Neskaupstað þannig að afli verði kældur og
honum dælt í land með raforku við bryggju í
stað olíu áður.“
Staðan í Hvíta-Rússlandi áhyggjuefni
– Varðandi Rússland og viðskiptabannið,
hvaða áhrif hefur það haft á ykkar útflutning?
„Síldarvinnslan var einn stærsti einstaki út-
flytjandinn á fiski til Rússlands þegar bannið
skall á okkur. Nú er síldarmarkaðurinn að jafna
sig en hann var mjög erfiður eftir að Rússland
lokaði. Við höfum ekki verið í stórum loðnu-
vertíðum síðustu ár en Rússland hefur verið
stór markaður fyrir loðnu. Hér er ég að ræða
um tegundir sem þú flytur ekki út um allan
heim – það borða ekki allir þá loðnu sem Rúss-
arnir borðuðu. Aftur á móti vissum við að það
myndu finnast nýir markaðir fyrir makrílinn
sem fór til Rússlands. Þannig að fyrir Síldar-
vinnsluna og uppsjávariðnaðinn á Íslandi var og
er Rússabannið slæmt. Ég get líka viðurkennt
að ég hef áhyggjur af ástandinu í Hvíta-
Rússlandi. Ef þar kemur einnig til viðskipta-
banns mun það hafa töluverð áhrif á íslensk
uppsjávarfyrirtæki sem eru að selja töluvert inn
á Hvíta-Rússland.“
Vannýtt afkastageta
Gunnþór víkur næst að samstarfi innan
sjávarútvegsins um markaðssetningu á
íslenskum fiski erlendis.
„Ég held að við getum gert betur í þeim
efnum og stillt betur saman krafta okkar.
Ákveðnar tegundir skila okkur ekki nægilegum
verðmætum og má þar nefna karfa og ufsa sem
dæmi. Þar er um að ræða góðan fisk sem oft
selst á lágu verði. Síldarvinnslan hefur ekki
fjárfest mikið í bolfiskvinnslu en þar sé ég hugs-
anleg tækifæri til samstarfs.
Það hefur verið fjárfest mikið í hátæknifrysti-
húsum á undanförnum árum og þar er töluverð
vannýtt afkastageta. Það er ekki skynsamlegt
að allir séu að gera sama hlutinn eða við séum
að offjárfesta í vinnslum hér og þar. Þarna eru
samstarfsfletir sem ég trúi að við munum nýta í
auknum mæli. Það er auðvitað svo að íslenskur
sjávarútvegur er í alþjóðlegri samkeppni.
Síldarvinnslan er stærsta fyrirtæki landsins í
uppsjávarfiski og við framleiðum 50-60 þúsund
tonn á ári í manneldisvinnslunni.
Fiskeldisfyrirtækin á mikilli siglingu
Til samanburðar er stærsta fyrirtækið í Nor-
egi að framleiða 500-700 þúsund tonn. Við erum
með kvótahámark og búum við ákveðinn ramma
sem 12% eru. Það þýðir á mannamáli að ef það
er 250 þúsund tonna þorskkvóti skilar það til
dæmis 30 þúsund tonnum í þorski að hámarki.
Við horfum fram á mjög jákvæða þróun í fisk-
eldi og það má sjá fyrir sér að eitt og sama
fyrirtækið verði komið með 50 til 80 þúsund
tonna eldi. Fiskeldisfyrirtækin eru á gríðarlegri
siglingu og ég held að þau geti, ef fram heldur
sem horfir, orðið með stærstu sjávarútvegs-
fyrirtækjum landsins. Þeir sem nýta fiskveiði-
auðlindina geta ekki vaxið með sama hætti. Þá
er spurningin hvort það sé einhver samstarfs-
flötur á framleiðslu- og markaðshliðinni sem
getur skilað okkur auknum árangri.
Sú ábyrgð hvílir á sjávarútveginum að há-
marka verðmæti auðlindarinnar. Þannig mun
hún undirbyggja betri lífskjör í landinu,“ segir
Gunnþór Ingvason.
Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021 7VIÐTAL
Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi af-
urða úr uppsjávarfiski á Íslandi og er starf-
semin á nokkrum stöðum á landinu. Í Nes-
kaupstað eru fiskimjölsverksmiðja,
uppsjávarfrystihús og frystigeymsla. Á
Seyðisfirði eru fiskimjölsverksmiðja og bol-
fiskvinnsla. Þá er starfsemi víðar á landinu.
Félagið gerir út þrjú uppsjávarskip, fjóra ís-
fisktogara og einn frystitogara.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnsl-
unnar, segir að gott árferði í uppsjávar-
veiðinni hafi verið nýtt til að efla fyrirtækið í
bolfiskheimildum og treysta þannig undir-
stöður þess. „Stór skref í þá átt voru kaup á
Bergi-Hugin ehf. í Vestmannaeyjum, afla-
heimildum Stálskipa hf. í Hafnarfirði, Gull-
bergi hf. á Seyðisfirði og nú síðast Bergi hf. í
Vestmannaeyjum.
Áður en þessi vegferð hófst vorum við
með 70-80% af okkar aflaheimildum í upp-
sjávarfiski en í dag eru þessi hlutföll nokkuð
jöfn. Ég tel að þetta skref styrki félagið til að
takast á við framtíðina, því uppsjávarveiðum
fylgja mun meiri sveiflur eins og tvö loðnu-
laus ár sýna okkur,“ segir Gunnþór.
Fram kemur í fjárfestakynningu vegna út-
boðsins að búið sé að selja vinnslubúnaðinn
í fiskimjölsverksmiðjunni í Helguvík. Gunn-
þór segir búnaðinn hafa verið seldan til Mar-
okkós. Húseignir á besta stað við höfnina
séu óseldar en það verði spennandi að koma
þeim í notkun sem fyrst.
Svigrúm til að auka heimildir í bolfiski
Uppsjávarfiskur Bolfiskur
Aflaheimildir Síldarvinnslunnar eftir helstu tegundum 2020/21
Heimild:
Síldar-
vinnslan hf.,
fjárfesta-
kynning
% af heild Hámark % af heild Hámark
18,5%
16,6%
29,9%
21,4%
12,6%
12%20%
20% 20%8,9%
20%7,6%
35%7,2%
35%7,0%
Þorskur
Ýsa
Ufsi
Djúpkarfi
Gullkarfi
Loðna
Síld
Kolmunni
NÍ-síld
Makríll
4,3%