Morgunblaðið - 23.06.2021, Qupperneq 1
ÞURFUM AÐ ENDURVEKJA KYNNIN
Rauði borðinn á flöskunni vísar til franskrar heiðursorðu. 8
Íbúar Kaíró fengu að reyna það á
14. öld að verðbólga vegna peninga-
innstreymis er ekkert grín. 10
VIÐSKIPTA
11
Gréta María hjá Brimi segir það miður að í dag
hafi margir Íslendingar enga tengingu við sjávar-
útveginn. Þessu þarf að breyta.
GJAFMILDI MANSAMUSA
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021
°neo byltir fjármálaheiminum
Með nýrri skýjalausn hollensk-íslenska
hugbúnaðarfyrirtækisins Five Degrees
er bylting að hefjast í alþjóðlegum fjár-
málaheimi. Þetta fullyrðir Björn Hólm-
þórsson, forstjóri fyrirtækisins á Íslandi,
í samtali við ViðskiptaMoggann. „Það
sem er spennandi er að þessi bylting er
drifin áfram af íslensku hugviti, því bak-
endakerfið er þróað hér á Íslandi,“ segir
Björn. Nýja kerfinu verður hleypt form-
lega af stokkunum í Amsterdam í Hol-
landi á morgun. Hann segir að það sem sé
einstakt við skýjalausnina, sem kallast
°neo, er að með tilkomu hennar geti bank-
ar nú keyrt allan sinn hugbúnað fyrir inn-
lán og útlán í skýinu. „Þetta er heildstæð
lausn fyrir innlán og útlán, þar með talið
húsnæðislán. Við erum að taka margra
ára reynslu við þróun hugbúnaðar fyrir
fjármálakerfið og setja í skýjalausn, sem
er einstök í sinni röð og þróuð einungis
sem „native“ skýjalausn,“ bætir Björn við
en Five Degrees er „uppselt“ í skýja-
lausnina út þetta ár eins og hann orðar
það, þ.e. fyrirtækið mun geta tekið við
fleiri nýjum viðskiptavinum á næsta ári.
Allir íslenskir bankar og fjöldi lífeyris-
sjóða og verðbréfafyrirtækja hér á landi
nota lausnir Five Degrees, allt í allt 26
fjármálafyrirtæki. Erlendir við-
skiptavinir eru fimmtán talsins, þar á
meðal hollenski bankinn ABN Amro og
kanadíski stórbankinn Toronto Dominion
Bank.
Fjármögnun nýtt í skýjalausnina
Eins og greint var frá í Morgunblaðinu
á síðasta ári lauk félagið við 3,5 milljarða
króna fjármögnun árið 2020 sem nýtt
verður í skýjalausnina næstu tvö árin.
„Með því að innleiða lausnina geta bankar
hjálpað sér sjálfir. Við viljum minnka
kostnað banka við að reka tölvukerfi en á
sama tíma að auka hraðann í nýjum út-
gáfum og uppfærslum kerfanna þannig að
við getum gefið út meiri virkni örar og
með minni fyrirvara. Helst viljum við gefa
út nýjar uppfærslur vikulega, en í dag þá
getur tekið tvo til fimm mánuði að setja
upp nýjar útgáfur hugbúnaðar innan fjár-
málafyrirtækja, sem felur í sér mikinn
auka kostnað sem hægt er að ná
niður með skýjalausninni.“
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Ný skýjalausn fjártæknifyrirtæk-
isins Five Degrees verður kynnt
á morgun. Forstjórinn segir
lausnina byltingarkennda og
spara mikinn kostnað.
Morgunblaðið/Eggert
Allir íslenskir bankar og fjöldi lífeyrissjóða og verðbréfa-
fyrirtækja nota lausnir Five Degrees. 2
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar,
sér fyrir sér að umsvif fyrirtækisins
muni margfaldast með innri vexti og
kaupum á öðrum fyrirtækjum.
Fyrirtækið er að markaðssetja
nýtt og háþróað gervihné, sem nefn-
ist Power Knee á ensku, en stór hluti
af vextinum er tilkominn vegna sölu
á dýrari vörum. Einnig má nefna að
Össur er að byggja upp starfsemi í
Orlando en með henni tekur Össur
yfir hluta af framleiðslu sem farið
hefur fram á stoðtækjaverkstæðum.
Heildarlausnir auka tekjurnar
„Umsvifin okkar í starfsstöðinni á
Flórída fara vaxandi. Það er mjög
spennandi þróun. Starfsstöðin er að
búa til heildarlausnir en hingað til
höfum við selt íhluti til viðskiptavina
og þeir til dæmis sett saman gervi-
fætur úr íhlutum frá mörgum fram-
leiðendum,“ segir Jón og bætir við
að jafnframt sé áformað að setja upp
slíka starfsstöð í Evrópu.
Jón segir ákvörðun um stækkun
höfuðstöðva fyrirtækisins í Reykja-
vík verða tekna fljótlega. En fyrir-
tækið verður sífellt alþjóðlegra.
„Það er ljóst að vöxturinn verður
miklu meiri erlendis en á Íslandi.
Eftir að gengi krónunnar gaf eftir í
kjölfar fjármálakreppunnar haustið
2008 hefur samkeppnisstaða Íslands
styrkst gríðarlega. Það mun þó
mögulega ekki endast og þá mun
samkeppnisstaða Íslands breytast,“
segir Jón. Tekjur Össurar voru 18
milljónir dala árið 1999 en 686 millj-
ónir 2019. Þær drógust
saman í faraldrinum.
Össur hyggst sækja fram um heim allan
Morgunblaðið/Eggert
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar,
boðar áframhaldandi nýsköpun.
Tekjur Össurar hafa marg-
faldast síðan fyrirtækið fór
á markað árið 1999. For-
stjórinn boðar áframhald-
andi sókn.
8
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
28. SEPTEMBER - 07. OKTÓBER
INNIFALIÐ Í VERÐI: FLUG, GISTING, MORGUNVERÐUR OG INNRITAÐUR FARANGUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á UU.IS | INFO@UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP.
MADEIRA, PORTÚGAL
BLÓMAEYJAN
FLUG & 4* GISTINGMEÐ MORGUNVERÐI28. SEPTEMBER -07. OKTÓBER 9 DAGAR
VERÐ FRÁ129.900 KR.Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
EUR/ISK
23.12.'20 22.6.'21
160
155
150
145
140
135
155,75
146,25
Úrvalsvísitalan
3.100
2.900
2.700
2.500
2.300
2.100
23.12.'20 22.6.'21
2.451,61
3.021,13