Morgunblaðið - 23.06.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.06.2021, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021FRÉTTIR VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR Mesta lækkun ARION -2,21% 144,00 Mesta hækkun HAGA +3,19% 61,50 S&P 500 NASDAQ +0,23% 14.193,532 +0,38% 4.237,99 -0,89% 7.090,01 FTSE 100 NIKKEI 225 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. -0,46% 28.884,13 70 30 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)GULLVERÐ ($/únsu) 1.1.'21 1.500 2.000 1.893,1 23.12.'20 74,74 22.6.'21 51,2 22.6.'21 1.777,1 Upphaf fasteignafélag hefur selt 24 af 58 íbúðum í síðari áfanga Hafnar- brautar 12 (F-G) en þær fóru í sölu fyrir rúmum þremur vikum. Virðist því ekkert lát á spurn eftir nýjum íbúðum á Kársnesi. Erlendur Fjeldsted, fram- kvæmdastjóri Upphafs, segir síð- ustu íbúðina hafa selst á nyrðri hluta Hafnarbrautar 12 (A-E) í síðustu viku. Þar er 71 íbúð og því samtals seldar 95 af 129 íbúðum á reitnum. Íbúðirnar í F-G verða afhentar í september og október í haust. Þá eru aðeins tvær íbúðir óseldar af 86 á Hafnarbraut 14 en tvær íbúðir í húsinu eru fráteknar. Alls seldar um 180 íbúðir Sala íbúða á Hafnarbraut 12 A-E hófst í febrúar en nokkrum vikum síðar á Hafnarbraut 14. Telst til tíð- inda á íslenskum fasteignamarkaði að um 180 nýjar íbúðir skuli hafa selst svo hratt á aðliggandi reitum, en nokkrar þakíbúðanna kosta vel á annað hundrað milljónir. Upphaf fasteignafélag er í eigu GAMMA Novus. Þegar Upphaf hafði verið endurfjármagnað stóð til að verktaka- og þjónustufyrirtækið VHE myndi ljúka uppbyggingu á Hafnarbraut 12. Svo fór að aðilar sömdu um að fá annan verktaka að verkinu og tók Þingvangur yfir upp- bygginguna. Ásamt Hafnarbrautinni á Kárs- nesi var Upphaf að byggja íbúðir við Gerplustræti 7-11, við Vefarastræti 40-44 og við Bjarkarholt 7-9 og 21-29 í Mosfellsbæ og á Holtsvegi 2-6 í Urriðaholti í Garðabæ. Flestir reitirnir uppseldir Erlendur segir allar íbúðirnar á þessum reitum seldar, alls 248 íbúð- ir, að frátöldum 34 óseldum íbúðum á Hafnarbraut 12 F-G. Kórónuveiru- faraldurinn setti strik í reikninginn hjá Upphafi, eins og hjá fleiri fast- eignafélögum, en Erlendur segir verkefnin hafa gengið eins og í sögu. Varðandi framhaldið segir Er- lendur að stjórn Upphafs muni taka stöðuna í haust, þegar afhendingu íbúða á Hafnarbraut lýkur, og ákveða næstu skref hjá félaginu. „Við erum að skila af okkur öllum þeim fjármunum sem voru lagðir inn í félagið. Það er ljóst að félagið verð- ur áfram til í nokkur ár en það ber meðal annars ábyrgð gagnvart kaupendum,“ segir Erlendur sem útilokar ekki fleiri verkefni. Upphaf hefur selt um 250 nýjar íbúðir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Endurfjármagna þurfti Upphaf fasteignafélag. Nú hefur það hins vegar selt þorra íbúða sem það setti á markað. Þar með talið á Hafnarbraut á Kársnesi. Teikning/Arkís arkitektastofa Hér má sjá hluta fjölbýlishússins á Hafnarbraut 12 (F-G) á Kársnesi. Íbúðir í þessum hluta verða afhentar í haust. Björn Hólmþórsson, forstjóri fjár- tæknifyrirtækisins Five Degrees á Íslandi, segir að íslenskir bankar séu nú farnir að huga að skýjavæð- ingu á kerfum sínum. Hann segir þá hafa farið hægt af stað til þessa því lausnir markaðarins voru ekki nægilega tilbúnar. „Auðvitað myndi það hjálpa til með innleiðingu á Az- ure-skýjalausn- um eins og okkar ef tæknirisinn Microsoft sæi fyrir sér að reka eitt af gagnaver- um sínum hér á landi,“ segir Björn. Hann segir að eftirspurn eftir skýjalausn Five Degrees í Evrópu sé mjög mikil og hann gerir ráð fyr- ir að margir bankar muni nýta sér þennan rekstrarmöguleika á næstu mánuðum. Eitt af því sem notkun og rekstur í skýinu hefur í för með sér er að hægt er að samkeyra ýmsar lausnir ofan á lausnir Five Degrees, eins og t.d. gervigreind. Hún nýtist m.a. til að bjóða viðskiptavinum upp á þjón- ustu sem sniðin er að þörfum þeirra, byggt á viðskiptasögu og notkun. Ná heilmiklum sparnaði Spurður um sparnað fyrir við- skiptavini segir Björn að með því að færa sig yfir í °neo geti bankar náð heilmiklum sparnaði en það fari mjög eftir þeirri þjónustu sem fjár- málastofnanir eru að veita. Einnig er hægt að veita aukna þjónustu í skýjalausninni sem annars væri ekki hægt bjóða viðskiptavinum. Markhópur Five Degrees er miðl- ungs stórir bankar með allt að hálfri milljón reikninga. Til samanburðar eru íslensku bankarnir með um 150 þúsund reikninga hver og íslensku lífeyrissjóðirnir með á bilinu 10-50 þúsund reikninga hver. Í dag vinna hjá Five Degrees um 160 manns í fjórum löndum. Þar af eru um 65 hér á landi á tveimur skrifstofum, í Kópavogi og á Akur- eyri. Tekjur Five Degrees á Íslandi í fyrra námu um einum milljarði króna að sögn Björns. Viðskiptin er- lendis eru um þrefalt umfangsmeiri. Reuters Hollenski bankinn ABN Amro er viðskiptavinur Five Degrees. Bankarnir huga að skýjavæðingu Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Íslensku bankarnir eru farnir að huga að skýja- væðingu kerfa sinna. Björn Hólmþórsson PÓSTÞJÓNUSTA Við þinglok var gerð sú breyting á póstlögum að eingöngu er kveðið á um að sama gjaldskrá skuli vera um allt land fyrir bréfapóst. Með því er horfið frá sama verði fyrir allt að 10 kg pakkasendingar um land allt en sú verðskrá hefur verið í gildi frá árs- byrjun 2020. Var hún umdeild en sam- keppnisaðilar töldu Íslandspóst niður- greiða sendingar út á land. Þórhildur Ólöf Helgadóttir, for- stjóri Íslandspósts, fagnar þessu. „Krafan um sama verð um land allt hefur valdið Íslandspósti ýmsum erfiðleikum og því erum við sátt við að lögunum hafi verið breytt hvað varðar verð á pökkum. Með þessari breytingu hefur ríkið þó ákveðið að draga úr greiðsluþátt- töku fyrir not- endur á lands- byggðinni, sem hefur skilað þeim mjög hagstæðu verði fyrir pakka- sendingar í hálft annað ár. Því leiðir af þessari breyt- ingu að verð til viðskiptavina á landsbyggðinni mun því miður þurfa að hækka,“ segir Þórhildur. Endurskoða verðskrána Hún staðfestir að með breytingunni verði ekki lengur sama verð á pakka- sendingum um allt land heldur mis- munandi verð eftir landshlutum. „Ferlið er þannig að nú reiknum við upp verðlistana og leggjum svo fyrir eftirlitsaðilann, sem eins og stendur er Póst- og fjarskiptastofnun. Hann hef- ur þrjátíu daga til að samþykkja verð- listann eða gera athugasemdir. Lögin taka gildi 1. júlí og skal nýr verðlisti Íslandspósts taka gildi eigi síðar en 1. nóvember,“ segir Þórhildur. Hún rifj- ar svo upp að eftirlitið með Íslands- pósti flytjist til Byggðastofnunar um mánaðamótin. Því megi reikna með að Byggðastofnun taki yfir málið. Hér er vísað til breytinga á lögum um póstþjónustu og um Byggða- stofnun með flutningi póstmála til stofnunarinnar. Í nefndaráliti vísar umhverfis- og samgöngunefnd „til þess vanda sem upp kom á póstmark- aði í kjölfar nýrra laga um póstþjón- ustu“ og til gagnrýni á að gjaldskrá fyrir alþjónustu skuli hafa verið hin sama um land allt. Harmar hækkanir hjá Póstinum Þórhildur Ólöf Helgadóttir Ein elsta starfandi bókaútgáfa landsins er til sölu Bókaútgáfan Setberg hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá 1950. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í útgáfu barnabóka síðustu ár og hefur velta verið á bilinu 30-50 m.kr. Árlega eru gefnir út um 20 titlar, að mestu þýðingar á erlendum titlum og er dreifing góð í bókabúðir og helstu verslanir. Síðasta rekstrarár útgáfunnar var mjög gott og eru ágætis horfur framundan með nýjum möguleikum í rekstri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.