Morgunblaðið - 23.06.2021, Side 9

Morgunblaðið - 23.06.2021, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021 9SJÓNARHÓLL V ið gjaldþrotaskipti hefur löggjafinn mælt svo fyrir um í lögum nr. 21/ 1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. að tilteknar kröfur skuli njóta forgangs um- fram aðrar. Ein tegund slíkra krafna eru kröfur um orlofsfé og orlofslaun. Í 3. tl. 112. gr. gjaldþrotalaga kemur fram að slíkar kröfur sem réttur hefur unnist til á síðustu 18 mánuðum fyrir frestdag eða síðar skuli njóta þessa forgangs. Sam- kvæmt 2. mgr. 3. gr. orlofslaga nr. 30/ 1987 miðast orlofsárið við 1. maí til 30. apríl og skal orlof sem unn- ið er til veitt starfs- manni í heilu lagi á tímabilinu 2. maí til 15. september sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Samkvæmt 13. gr. or- lofslaga er þá óheimilt að flytja orlof á milli orlofsára sem þýðir að orlof fellur niður hafi það ekki verið tekið. Við gjaldþrotaskipti vinnuveitanda á sér stað ákveðin breyting á rétt- arsambandi aðila en við þau falla allar kröfur á hendur þrotabúi í gjalddaga. Á það einnig við um orlofskröfur launa- manns fyrir yfirstandandi orlofsár sem falla þá í gjalddaga við gjaldþrotaskipti en ekki í byrjun næsta orlofsárs eins og orlofslög mæla fyrir um. Þetta hefur í för með sér að orlofskrafa launamanns við gjaldþrotaskipti getur verið byggð á or- lofi sem til hefur fallið á tveimur orlofs- árum. Ákvæði 1. tl. 112. gr. laga um gjald- þrotaskipti afmarkar tímamark orlofs- krafna skv. 3. tl. sömu greinar en orlofs- kröfur sem stofnast utan við 18 mánuði fyrir frestdag njóta þá ekki áðurnefnds forgangs við gjaldþrotaskipti. Enn frem- ur kunna orlofslaunakröfur við gjald- þrotaskipti að takmarkast af 13. gr. or- lofslaga sem bannar flutning orlofs á milli orlofsára. Á skilyrði um tilflutning orlofs hefur reynt í hérlendri dómafram- kvæmd og gerði svo meðal annars í dómi Hæstaréttar frá 2. september 2011 í máli nr. 376/2011. Í málinu krafðist fyrrum starfsmaður eins hinna föllnu fjármála- fyrirtækja þess að kröfu hans um ótekið orlof á árunum 2005-2008 yrði skipað sem for- gangskröfu við gjaldþrotaskiptin skv. 3. tl. 112. gr. gjaldþrotalaga. Byggði starfs- maðurinn m.a. á því að miklar annir í vinnu hans fyrir fjármálafyrirtækið hefðu hamlað orlofs- töku hans. Þá hefðu yfirmenn hans mein- að honum að taka orlof sitt á þeim tíma og komist hefði á samkomulag um að or- lofsdagar hans yrðu gerðir upp með öðr- um hætti. Í niðurstöðu héraðsdóms sem staðfest var í Hæstarétti vísaði rétturinn til þess að sönnun hefði ekki tekist um framangreind atriði og á grundvelli þess sönnunarskorts og 13. gr. orlofslaga var orlof fyrir árin 2005 og 2006 talið niður fallið. Dómurinn sýnir þýðingu þess að launa- menn fresti ekki um of nýtingu uppsafn- aðs orlofs (hafi Covid-19 í ósanngirni sinni ekki þegar orðið fyrri til takmörk- unar á stöðu þess). Frítaka er enda ekki bara lýðheilsumál heldur kann hún einnig að vera besta lagalega niðurstaðan. Gleðilegt sumarfrí. LÖGFRÆÐI Birgir Már Björnsson hæstaréttarlögmaður á LEX lög- mannsstofu og kennari í skuldaskila- rétti við Háskólann í Reykjavík. Orlof samkvæmt lögmannsráði ” Frítaka er enda ekki bara lýðheilsumál heldur kann hún einnig að vera besta lagalega niðurstaðan. evrópskir neytendur hófu að tengja rauða borðann við hágæðakampavín má vísa lesendum á sögurnar um Tinna en í öllum bókum Hergé um blaðamanninn knáa eru kampavíns- flöskur teiknaðar með rauðan borða skáhallt yfir merkimiðann. Hæfilega margslungið og hæfilega ódýrt Þrátt fyrir að kampavínsframboðið á Íslandi hafi batnað mikið að undan- förnu er allur gangur á því hvort finna má G.H. Mumm í hillum ÁTVR. Alla jafna eru þar til sölu tvær teg- undir, en í augnablikinu grípa neyt- endur í tómt. Nýrrar sendingar er örugglega ekki langt að bíða og þá al- veg óhætt að mæla með að lesendur prufi eins og eina flösku af Grand Cordon Brut sem er staðalvara fyrir- tækisins. Um er að ræða tiltölulega ódýrt kampavín sem endurspeglar samt ágætlega allt það sem gerir vín- in frá Champagne svo sérstök: lit- urinn er fölgullinn, og anganin rík af epla-, ananas- og perutónum sem kallast á við vott af hnetu. Bragðið er meðalsætt, kröftugt en frískandi og fléttar saman ávaxtatónum, kara- mellu-undirtónum og þægilegum steinefnum. Persónuleikinn er til staðar án þess að gera drykkinn of óaðgengilegan fyrir þá sem eru að byrja að móta hjá sér kampavínssmekkinn, og sopinn góður einn og sér eða með t.d. bragð- miklu pasta, humarrétti ellegar hörð- um ostum. Er vonandi að innflytjandinn bæti við úrvalið því G.H. Mumm framleiðir a.m.k. átta gerðir af kampavínum undir merkjum Cordon Rouge og Grand Cordon og fimm gerðir undir merkjum RSRV sem er nýleg lína í allra hæsta gæðaflokki. ai@mbl.is „Þykist þið ætla að kenna mér að opna kampavínsflösku?“ segir Kolbeinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.