Morgunblaðið - 23.06.2021, Side 4

Morgunblaðið - 23.06.2021, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021FRÉTTIR Það er blíðviðri í borginni þegar hjónin Ragna Björk Guðbrands- dóttir og Manuel Plasencia Gutier- rez taka á móti blaðamanni. Þau hafa á síðustu árum aukið við framleiðslu á drykknum Kom- bucha Iceland sem er nú fram- leiddur í ýmsum bragðtegundum. Þar með talið með krækiberjum og glóaldini. Þessi svalandi og nýstárlegi drykkur er framleiddur víða um heim og er vinsæl lífsstílsvara. Spurð um upphafið segir Ragna að fyrirtækið um reksturinn, Kúba- lúbra ehf., hafi verið skráð hjá ríkisskattstjóra árið 2016. Hófu söluna hjá Frú Laugu „Hins vegar lítum við á 14. ágúst 2017 sem formlegt upphaf á rekstri enda gerðum við þann dag okkar fyrsta sölusamning við verslunina Frú Laugu í Laugardalnum. Þenn- an sama dag kom Kombucha Ice- land fyrst á markað. Við settum upp Kombucha-dælu með okkar hágæða handverks Kombucha þar sem fólk gat komið og smakkað og keypt sér áfyllingu. Það reyndist fljótt falla í kramið hjá mörgum og varð vinsælt. Unnendur Kombucha kunnu vel að meta þetta fyrir- komulag að geta komið með sína flösku og fyllt á, en þar lék um- hverfissjónarmið stórt hlutverk, og hefur Kombucha-barinn verið í notkun frá fyrsta degi og fleiri staðir bæst í hópinn sem bjóða upp á áfyllingu af Kombucha,“ segir Ragna. Framleiðslan fari fram í leigurými hjá Matís. Varan sé síð- an flutt í vöruhús hjá þriðja aðila áður en hún er afhent í smásölu- verslun. Hafa gert margar tilraunir – Hvað voru margir drykkir í boði í upphafi og hvernig hefur úr- valið þróast? „Við höfum gert margar tilraunir með alls konar hráefni, en aðeins þeir vinsælustu eru framleiddir reglulega og settir á flöskur: Hrá- efni á borð við engifer, krækiber, glóaldin, jarðarber og svo hreint Kombucha án viðbætts ávaxtar. Síðan erum við með meira úrval af bragðtegundum á krana á Kom- bucha-áfyllingarstöðunum okkar. Til dæmis Palo Santo, blátt eða grænt spirulina, súkkulaðimyntu, rabarbara, vanillu, rauðrófur, Spicy chai og fleiri bragðtegundir.“ – Hver er aðferðafræðin við framleiðsluna? Hvaðan kemur hug- myndin? „Þekktasta goðsögnin um upp- runa Kombucha er frá Qui-ættinni í Kína sem var uppi 221-206 fyrir Krist. Á þessum tíma var Kom- bucha þekkt undir nafninu „Te hins eilífa lífs“. Qin Shi Huang keisari er sagður hafa verið að leitast við að lengja líf sitt með öllum til- tækum ráðum og var komið með te hins eilífa lífs til hans, að hans beiðni, en það var útbúið af alkem- istum. Kombucha er gerjaður drykkur. Flestir gerjaðir drykkir eru fram- leiddir með því að nota ger sem gerir það að verkum að útkoman verður áfengur drykkur, líkt og vín og bjór. Til að búa til Kombucha notum við hins vegar te sem er gerjað með samsafni gerla og gers. Þessar gagnlegu bakteríur sem verða til nærast á áfenginu sem varð til við gerjunina og breyta í ýmiss konar lífrænar sýrur og þar af leiðandi er lokaafurðin ekki talin áfeng.“ Gerðu drykki úr plómum Ragna segir eiginmann sinn hafa kynnst gerjun á yngri árum. „Manuel ólst upp á landsbyggð- inni á Kúbu þar sem foreldrar hans gerjuðu hefðbundna drykki úr staðbundnu hráefni á borð við hrís- grjón og villtar plómur. Þetta vakti hjá honum ævilanga forvitni um hvernig þessir dularfullu drykkir voru gerðir. Eftir að Manuel flutti til Íslands árið 2006 stundaði hann doktorsnám í efnafræði, sem var oft á tíðum mjög krefjandi og leit- aði hann því leiða til að slaka á og leiða hugann að öðru. Þá lá beinast við að hella sér í heimabrugg. Manuel heillaðist af hinu flókna ferli gerjunar svo að lokum kastaði hann frá sér uppskriftabókunum og byrjaði að gera sínar eigin tilraunir og formúlur. Þegar hann var að leita að nýjum hráefnum til að gerja rakst hann á þann forna sið að gerja te til að búa til Kombucha. Manuel varð heillaður af þjóðsög- unni og vísindunum á bak við Kom- bucha og byrjaði að brugga til að öðlast góða orku og halda áfram með námið og hjálpaði Kombuchað honum að komast í gegnum langar og erfiðar námslotur. Eftir útskrift vissi hann að drykkurinn var ein- stakur og vildi hann deila honum með öðrum. Þannig varð fyrsta Kombucha-brugghús Íslands að veruleika,“ segir Ragna. Vinsæll valkostur – Hvað skapar Kumbucha sér- stöðu á markaðnum? „Kombucha er tiltölulega nýtt fyrirbæri sem markaðsvara. Það hefur orðið mjög vinsælt upp á síð- kastið víða um heim, eins og til dæmis í Bandaríkjunum og Evr- ópu. Kannski vegna aukinnar vit- undar um mikilvægi góðgerla og hugsanlegs heilsufarslegs ávinn- ings af því að borða gerjuð mat- væli, þá hefur Kombucha einnig orðið vinsæll valkostur í staðinn fyrir gos og sykraða svaladrykki. Kombucha Iceland sker sig ekki aðeins úr vegna gæða hráefnanna sem við notum heldur fyrir þá sök að við notum hefðbundnar gerj- unaraðferðir og gerilsneyðum ekki lokaafurðina þannig að allir góð- gerlarnir – þ.e.a.s. gagnlegu bakt- eríurnar og gerið – haldist lifandi í gegnum allan geymsluþolstímann,“ segir Ragna og nefnir telauf, reyr- sykur og heila ávexti úr lífrænt vottuðum landbúnaði, villt ber og kryddjurtir úr íslenskri náttúru og hreina íslenska vatnið sem dæmi um gæðahráefni. Fólk sem sækir í heilnæmið – Hver er markhópur ykkar? „Við teljum að meirihluti unn- enda Kombucha sé fólk sem er meðvitað um heilbrigðan lífsstíl. Hins vegar tökum við eftir vaxandi áhuga meðal almennari hóps fólks. Kombucha Iceland er til sölu í helstu matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu, auk nokkurra verslana á landsbyggðinni. Þar að auki getur fólk parað saman mat og Kombucha á fjölda fallegra veit- ingastaða á höfuðborgarsvæðinu. Við erum framleiðendur og heildsalar sem þýðir að við seljum vörur okkar til smásöluverslana. Hins vegar opnuðum við okkar eig- in netverslun í fyrra [kubalubra.is]. Nú getum við líka tekið við pönt- unum frá einstaklingum og heim- sent vörur fyrir þá sem kjósa það, sem reyndist vera mjög gagnlegt í öllum lokunum og takmörkunum sem tengdust heimsfaraldrinum,“ segir Ragna. Sóttu uppskriftina í þjóðsögurnar Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sumarið 2017 hófu hjónin Ragna Björk Guðbrands- dóttir og Manuel Plasencia Gutierrez sölu Kombucha Iceland. Með því gátu Ís- lendingar kynnst þessum forna drykk sem hjónin framleiða á Íslandi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ragna Björk Guðbrandsdóttir og Manuel Plasencia Gutierrez. Hún er þjóðfræðingur en hann er efnafræðidoktor. Drykkirnir koma á óvart, ekki síst krækiberjaútgáfan sem er fín með mat. Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.