Morgunblaðið - 23.06.2021, Side 12
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
HÄSTENS VERSLUN
Faxafeni 5, Reykjavík
588 8477
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16
ww.betrabak.is
Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens
munt þú skilja virði þess að ná
fullkomnum nætursvefni.
WESLEEP.
DOYOU?
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Þegar ég var ungur strákur varfátt sem komst að nema fótbolti
daginn út og inn og sérstaklega á
sumrin. Spilað var á hverri gras-
spildu sem fannst þar til hún hafði
breyst í moldarsvað. Þá var fundin
ný spilda á meðan sú gamla jafnaði
sig og svo koll af kolli.
Úrslit í leikjum í íslenska og enskaboltanum voru skráð samvisku-
samlega í stílabók og leikmanna-
myndir og fréttir voru klipptar út og
límdar í bók. Undir tvítugt fóru önn-
ur hugðarefni að taka meiri tíma og
maður hætti nær alveg að fylgjast
með fótbolta að heitið gat, sér-
staklega þeim enska.
Á síðustu árum og misserum hef-ur fótbolti haldið innreið sína af
krafti í líf mitt að nýju. Fyrst fylgdist
ég grannt með bróður mínum í
meistaraliði FH og svo voru það
börnin sem öll fóru blessunarlega í
boltann.
Síðasta haust tók ég svo það stóraskref að fá mér loksins áskrift að
enska boltanum í sjónvarpinu, líkt og
fjölmargir aðrir, og má þakka það
kórónuveirufaraldrinum að hluta.
Boltinn lyfti manni upp og hvert ein-
asta lið og hver einustu úrslit urðu
áhugaverð. Sýndir voru hvorki meira
né minna en allir leikir, og ég áttaði
mig á að ég var staddur í veislu sem
engan enda ætlaði að taka. Það var
greinilegt að ást mín á fótbolta lifði
ennþá góðu lífi og þegar ensku deild-
inni lauk í vor tók Evrópumeistara-
mótið við, og Íslandsmótið hjá dætr-
um mínum.
Vissulega gæti einhver sagt aðþetta væri fullkomin tíma-
eyðsla og frekar grunn afþreying en
nautn er þetta engu að síður.
Maður lifir þessu lífi jú bara einusinni og af hverju ekki að eyða
því fyrir framan skjáinn og úti á velli,
horfandi á annað fólk sparka í tuðru?
Megi fótboltinn lifa og veislanhalda áfram til eilífðarnóns.
Fótboltaást
Íslandsbanki varð í gær tuttugastaog fjórða skráða félagið í íslensku
kauphöllinni og er nú þriðja stærsta
félagið að markaðsvirði á eftir Marel
og Arion banka. Skráður var 35%
hlutur í bankanum en 65% eru enn í
eigu ríkisins. Óskandi er að sá hlutur
fari fyrr en síðar sömu leið, úr eigu
ríkisins og í eigu almennings og fag-
fjárfesta.
Skráningin heppnaðist vel, spurneftir hlutum var níföld og hækk-
uðu bréfin um 20% strax í gærmorg-
un. Þau enduðu daginn í tæpum 95
krónum, en útboðsgengið var 79
krónur. Útboðið er það stærsta í Ís-
landssögunni en keypt voru hluta-
bréf fyrir 55 milljarða og nýir hlut-
hafar eru 24 þúsund.
Eins og fram kom í fréttum fenguekki allir fjárfestar hluti sína
afhenta í gær. Það vekur upp spurn-
ingar um hvort ekki hefði verið hægt
að bíða með að hefja viðskipti þar til
allir sætu við sama borð að þessu
leyti.
Skráningin er merkileg fyrir þærsakir að kona bætist nú í hóp
eintómra karla í forstjórastólum
skráðra félaga. Fyrir skráningu
bankans var sem sagt engin kona
forstjóri í kauphallarfyrirtæki en nú
er komin ein kona, eins og Magnús
Harðarson forstjóri kauphallarinnar
kom inn á í ræðu sinni við skráningu
bankans í gærmorgun.
Birna Einarsdóttir er þar meðfjórða konan sem stýrir félagi í
kauphöllinni. Sú fyrsta var Hildur
Petersen forstjóri Hans Petersen
frá 1998 til 2000. Næst kom Ragn-
hildur Geirsdóttir, forstjóri FL
Group, frá mars 2005 til október
sama ár. Þá var Sigrún Birna Ólafs-
dóttir forstjóri VÍS frá 2011 til 2016.
Það er óskandi að þetta sé aðeinsforsmekkurinn af því sem koma
skal í þessum efnum.
Tímamót í kauphöllinni
Útboðið er hið stærsta í sögunni.
Samkeppniseftirlitið á enn eftir að úr-
skurða um hvort útsendingar frá
enska boltanum flokkist sem sér-
markaður eða ekki eftir að hafa ýjað
að þeim möguleika í frummati sínu
fyrir tæpum tveimur árum, að sögn
Magnúsar Ragnarssonar, fram-
kvæmdastjóra sölusviðs Símans, sem
er með sýningarrétt enska boltans á
Íslandi. Hann segir þetta mjög baga-
legt. Óvissan í málinu hafi gert að
verkum að Síminn hafi ákveðið selja
efnið í heildsölu til bæði Stöðvar 2 og
Nova til að vera ekki brotlegur við
mögulegan úrskurð eftirlitsins. Ef
skýrt lægi fyrir að enski boltinn væri
ekki sérmarkaður hefði Símanum
ekki verið skylt að selja efnið í heild-
sölu.
Magnús segir forsvarsmenn Sam-
keppniseftirlitsins ekki hafa svarað
ítrekuðum fyrirspurnum um málið en
óvissan gerir að verkum að sögn
Magnúsar að erfiðara er að verðmeta
sýningarrétt efnisins. Á morgun
verður opnað fyrir tilboð í keppn-
istímabilið 2022 – 2028.
Magnús segir að Síminn ætli að
bjóða í pakkann, en ætla má að bæði
Sýn og Viaplay verði líka meðal til-
boðsgjafa. Sýn var með sýningarrétt-
inn áður en Síminn bauð betur í síð-
asta útboði og hreppti hnossið til
þriggja ára. Sýn er með sýningarrétt-
inn á Evrópumóti karla í knattspyrnu
sem nú stendur yfir. Viaplay hefur
tryggt sér sýningarrétt á öllum
landsleikjum íslenska karlalandsliðs-
ins í fótbolta frá 2022 til 2028 ásamt
því sem fyrirtækið hefur réttinn á
Meistaradeild Evrópu ásamt Sýn.
Allir í boði aftur
Eins og fram kemur á vef Sport-
Business er í boði réttur til beinna út-
sendinga frá öllum leikjum ensku úr-
valsdeilarinnar, 380 að tölu. Magnús
segir ánægjulegt að sjá að sú breyt-
ing sem varð í kórónuveirufaraldr-
inum, að sýna megi frá öllum leikjum,
haldi sér. Áður voru leikirnir sem
sýna mátti frá um eitt hundrað færri.
Í frétt SportBusiness segir að
enska úrvalsdeildin hyggist nú gera
sams konar samning og gerður var
við Nordic Entertainment (NENT)
group, eiganda Viaplay, en fyrirtækið
er með sýningarréttinn í Svíþjóð,
Noregi, Danmörku og Finnlandi. Sá
samningur er til sex ára, eða frá 2022
til 2028. Samningurinn er fyrsti sex
ára samningurinn sem gerður hefur
verið á milli ensku úrvalsdeildarinnar
og evrópskrar sjónvarpsstöðvar.
Magnús telur að niðurstaða út-
boðsins gæti legið fyrir innan viku.
Enski boltinn hefur gengið vel hjá
Símanum og mikil ánægja er með
efnið að sögn Magnúsar. „Við gætum
ekki verið sáttari. Enski boltinn var í
vetur aðgengilegur á 55 þúsund
heimilum og við sáum áhorfstölur
sem aldrei hafa sést hér á landi áður.“
AFP
Manchester City hampaði enska meistaratitlinum á síðustu leiktíð.
Er enski
sérmarkaður?
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Á morgun hefst uppboð á
sýningarrétti fyrir ensku
úrvalsdeildina í fótbolta
hér á landi 2022 – 2028.