Morgunblaðið - 23.06.2021, Side 10

Morgunblaðið - 23.06.2021, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021FRÉTTIR Hann Youssef minn er malískur í aðra ættina, og af eyðsluvenjum hans grunar mig sterklega að ást- kær eiginmaður minn sé kominn í beinan karllegg af Mansa Musa sem stýrði Malíveldinu á 13. og 14. öld. Á þeim tíma var Malí stærsta gullframleiðsluland heims og í krafti gull- og saltnáma landsins auðgaðist Mansa Musa svo mikið að hann er talinn hafa verið einn af ríkustu mönnum mannkynssög- unnar – ef ekki sá ríkasti. Mansa Musa var múslimi og árið 1324 lagði hann af stað í píla- grímsför til Mekku, um það bil 4.300 km leið, og er ekki hægt að finna nokkur dæmi í sögubókunum um íburðarmeira ferðalag. Í fylgd- arliði konungsins voru um 60.000 menn sem allir klæddust flíkum úr fegursta útsaumaða silki. Þar af voru 12.000 þrælar sem báru hver um sig nærri tvö kíló af gull- stöngum. Þá komu með hópnum 80 kameldýr sem voru klyfjuð pokum fullum af gulli. Eins og góðum múslima sæmir var Mansa Musa rausnarlegur og þeim fátæklingum sem hann mætti á leið sinni til Mekku gaf hann gull sem ölmusu. Þar sem hann hafði langa viðdvöl, s.s. í Kaíró, Medínu og Mekku, streymdi malískt gull inn í efnahaginn enda Mansa Musa eyðsluglaður og gjafmildur. Mest voru áhrifin í Kaíró þar sem hópurinn gisti í þrjá mánuði, en þar bættist svo mikið gull inn í hagkerfið að það olli strax mikilli verðbólgu. Markaðsverð á gulli hríðlækkaði og um leið snarhækk- aði verð á neysluvörum, og tók það meira en áratug fyrir hagkerfi Kairó að jafna sig á heimsókninni. Hafa hagfræðingar reiknað það út að sú verðbólga sem ferðalag Mansa Musa skapaði í Mið- Austurlöndum hafi valdið efna- hagstjóni sem næmi um 1,5 millj- örðum dala að núvirði. Slys eða ásetningsverk? Mansa Musa til málsbóta segja sumir sagnfræðingar að hann virð- ist hafa áttað sig á því á leiðinni heim úr pílagrímsförinni hvernig hann hafði stórskaðað þau svæði sem hann hafði heimsótt, og lét hann menn sína því heimsækja alla þá lánveitendur sem þeir gátu fundið og taka gull að láni á háum vöxtum til að reyna að koma aftur jafnvægi á peningamarkaðinn. Aðrir telja að það hafi verið ætl- unarverk hjá Mansa Musa að hleypa gullmarkaði Kaíró í upp- nám enda var egypska höfuðborgin á þessum tíma miðstöð gull- viðskipta. Kannski vakti það fyrir malíska kónginum að láta Tim- búktú eða Gaó taka við hlutverki Kairó í gullhagkerfi heimsins, og máski að allur íburðurinn og rausnarskapurinn á leiðinni til Mekku hafi verið ein stór al- mannatengslaherferð til að koma Malí á kortið – og það í bók- staflegri merkingu, því þegar kortagerðarmenn á Majorka riss- uðu upp miðalda-heimskortið fræga Atlas català árið 1375 gættu þeir þess að tiltaka sérstaklega staðsetningu Malíveldis og teikn- uðu þar svartan konung í hásæti sínu, með stóra gullkórónu á höfði og gylltan hnött eða hnullung í annarri hendinni. Boðskapur sögunnar er kannski sá að næst þegar lesendur fara í búðarferð með maka sem á það til að vera helst til eyðsluglaður í verslunum frönsku og ítölsku tískurisanna, þá sakar ekki að stíga lauflétt á bremsuna með því að segja: „En elskan mín, manstu ekki hvað gerðist í Kaíró á 14. öld?“ Verðbólguþrýstingur úr mörgum áttum Það er ágætt að rifja upp sög- una af Mansa Musa nú þegar margir óttast að framundan sé nýtt verðbólguskeið. Líkt og rausnarskapur malíska konungsins hafði neikvæðar afleiðingar til lengri tíma virðast rausnarlegar greiðslur bandarískra stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum ætla að draga dilk á eftir sér og hætta á að áhrifanna muni gæta um allan heim. Sömu efnahagslögmál eiga við í dag og árið 1324 og hafa hagfræð- ingar sem vita sínu viti lengi varað við því að stjórnvöld í stærsta hag- kerfi heims væru að ganga allt of langt með örvunaraðgerðum sín- um. Er verðbólga nánast óhjá- kvæmileg ef nýjum peningum er dælt inn í hagkerfi án þess að samsvarandi aukning í verðmæta- sköpun eigi sér stað. En til að gera illt verra standa Bandaríkin líka frammi fyrir verð- bólgu vegna minnkaðs vöru- framboðs. Þannig er t.d. verð á timbri í hæstu hæðum, m.a. vegna þess að ekki er nóg af timbri í boði á markaðinum til að mæta þörfum byggingariðnaðar sem núna er að vakna aftur til lífsins eftir kórónu- veirufaraldurinn. Nemur verð- hækkun timburs 124% bara á þessu ári. Flutningakerfum heims- ins hefur líka gengið erfiðlega að bregðast við aukinni eftirspurn og flöskuhálsar myndast víða, með til- heyrandi töfum og hækkandi flutn- ingskostnaði sem síðan smitast út í allt vöruverð. Bílaleigurnar, sem reyndu að minnka bílaflota sína eftir að faraldurinn lamaði ferða- þjónustugeirann, eiga núna í stök- ustu vandræðum með að skaffa ökutæki fyrir fólk á faraldsfæti og hefur verð á notuðum bílum rokið upp um 21% – bara í aprílmánuði nam hækkunin 10%. Ekki er hægt að biðja bílaframleiðendur um nýja bíla, því að skortur á tölvukubbum hefur orðið til þess að hægja hefur þurft á færiböndum bílaverksmiðj- anna. Til að bæta gráu ofan á svart eiga vinnuveitendur fullt í fangi með að fá fólk til starfa til að geta aukið framleiðslu og mætt þannig vaxandi eftirspurn – og það þrátt fyrir að margar milljónir Banda- ríkjamanna séu á atvinnuleys- isskrá. Er háum atvinnuleys- isbótum kennt um en yfirvöld í Bandaríkjunum ákváðu að greiða viðbótarstyrk til þeirra sem misstu vinnuna í faraldrinum og eru bæt- urnar það háar að fyrir marga borgar sig ekki að vinna. Er stuðningurinn við atvinnulausa það rausnarlegur á sumum stöðum í Bandaríkjunum að jafngildir því fyrir fjögurra manna fjölskyldu að hafa um 100.000 dali í árstekjur. Er komið að skuldadögum? Bæði Janet Yellen, fjár- málaráðherra Bandaríkanna, og Jerome Powell seðlabankastjóri hafa fullyrt að verðbólguskot síð- astliðinna mánaða sé bara tíma- bundið: hagkerfið sé að koma upp úr lægð og að skammvinnt ósam- ræmi framboðs og eftirspurnar leiti jafnvægis. Vinnumarkaðstölur halda samt áfram að benda til þess, mánuð eftir mánuð, að bandaríska hagkerfinu gangi illa að koma framboðshliðinni í lag. Enginn veit með vissu hvað gæti gerst næst. Á meðan Powell og Yellen halda fast í að allt lagist af sjálfu sér þá hefur t.d. Michael Burry – sem er þekktur fyrir að hafa stórgrætt á því að hafa séð fyrir hrun bandaríska skuldatrygg- ingamarkaðarins – varað við kröft- ugu verðbólguskoti og hefur hann fjárfest fyrir hundruð milljóna dala í afleiðusamningum sem ættu að gefa vel af sér ef þróun verðbólgu heldur áfram með sama hætti. Fjárfestirinn Peter Schiff, sem einnig sá fyrir vanda bandaríska fjármálageirans á sínum tíma, gengur enn lengra og segir það reglu hjá bandaríska seðlabank- anum að reyna að draga upp sem fegursta mynd af ástandinu hverju sinni til að valda ekki óðagoti á mörkuðum. Hann reiknar með sársaukafullu verðbólguskeiði þar sem verð á vörum og þjónustu leiðréttist loksins bæði með tilliti til örvunaraðgerðanna sem gripið var til í faraldrinum og einnig allr- ar þeirrar innspýtingar sem stjórnvöld beindu inn í bandaríska hagkerfið í heilan áratug eftir hrun fjármálageirans. Ef Schiff og Burry hafa á réttu að standa er ekki von á góðu, og ljóst að bandarísk stjórnvöld þyrftu þá að grípa til bæði sárs- aukafullra og óvinsælla aðgerða til að höggva á hnútinn, svipað og Paul Volcker gerði í embætti seðlabankastjóra á 8. og 9. ára- tugnum þegar hann skrúfaði stýri- vexti upp í hæstu hæðir og hratt af stað samdráttarskeiði á árunum 1980 til 1982 en endaði um leið langt kreppuverðbólguskeið og lagði grunninn að löngu tímabili stöðugleika og hagvaxtar. Rausnarskapurinn dregur dilk á eftir sér Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Mexíkóborg ai@mbl.is Fréttir af verðbólguþró- uninni í Bandaríkjunum eru ekki beinlínis traustvekjandi. Svartsýnustu markaðs- greinendur óttast að komið sé að uppgjöri við örvunar- aðgerðir faraldursins og ár- anna frá bankahruni. AFP Jerome Powell seðlabankastjóri er einn þeirra sem reikna með að verðbólguskotið verði skammvinnt. Vissir þú að r þína auglýsingu? Morgunblaðið er með 47% lengri lestrartíma að meðaltali og 106% lengri yfir vikuna * yfi * G a llu p Q 1 2 0 2 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.