Morgunblaðið - 23.06.2021, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021 7VIÐTAL
lyftir markaðnum gríðarlega mikið. Þess vegna
erum við svona mikið í þróuðum hagkerfum þar
sem þessar kröfur eru komnar fram. Það byggir
á því að við erum að selja vöru sem enginn hefur
verið að selja áður,“ segir Jón.
Ný og háþróuð tækni sé jafnan dýr í upphafi
og því ekki á færi allra. Því stækki það mark-
aðinn að byggst hafi upp fjölmenn millistétt í
Kína. Sömu sögu megi segja um Brasilíu en þar
hafi margir góðan kaupmátt. Dæmin um slíka
þróun séu fleiri en tekjusamsetning Össurar sé
mismunandi eftir löndum. Tekjur Össurar sam-
anstandi að megninu til af endurgreiðslum frá
tryggingarkerfum í viðkomandi löndum.
– Hvernig fer sölustarfsemin fram?
„Málið snýst um að sannfæra stoðtækjaverk-
stæðin um að kaupa vörur hjá okkur. Þau veita
notandanum faglega ráðgjöf og sækja um
endurgreiðslu frá viðeigandi tryggingastofnun
eða tryggingafélagi. Við leggjum mikla vinnu í
að upplýsa alla aðila, þar með talið endur-
greiðsluaðila, um klínískan ávinning af vörunum
og tökum að okkur að aðstoða viðskiptavini við
að rökstyðja endurgreiðslur.“
Með lögfræðinga og markaðsfólk
– Hvernig fer sú vinna fram? Eruð þið með
lögfræðinga á ykkar snærum?
„Já, lögfræðinga og markaðsfólk og sérfræð-
inga á þessum mörkuðum. Til dæmis fer mark-
aðsstarf okkar í Mexíkó ekki aðeins fram gagn-
vart stoðtækjafræðingum heldur erum við líka í
samskiptum við heilbrigðisráðuneytið í Mexíkó
og sýnum því fram á hvað við erum að gera. Við
ræðum líka við tryggingafélög og við notendur,
þótt þeir séu ekki í beinum viðskiptum hjá okk-
ur.“
– Aftur að nýsköpun. ViðskiptaMogginn
ræddi nýverið við Eyþór Bender, stofnanda
stoðtækjafyrirtækisins UNYQ, en það
þrívíddarprentar stoðtæki. Hafið þið hugsað
ykkur að fara í þessa átt?
„Bæði já og nei. Við höfum notað þrívídd mik-
ið í þróun en höfum ekki notað þrívíddarprentun
í framleiðslu, einfaldlega af því að það hefur
ekki reynst vera hagkvæmt. Það mun þó örugg-
lega breytast með tímanum.“
– Hafið þið hugsað ykkur að þróa annars kon-
ar stoðtækjavörur? Til dæmis þær sem byggja á
ytri stoðgrind [e. exoskeleton]?
„Við leggjum til grundvallar að vera í iðnaði
sem við þekkjum 100%. Við viljum ekki fara út
fyrir þann ramma en ef dreifileiðirnar eru þær
sömu, og ef viðskiptavinirnir eru þeir sömu, þá
erum við að fara þangað. Ef við þurfum hins
vegar að selja vöruna í gegnum aðrar dreifileiðir
þarfnast það meiri umhugsunar. Það er af-
skaplega erfitt að þróa nýja vöru og fara með
hana inn á nýja markaði. Og það er ekki á allra
færi. Við þyrftum að bæta mörgum núllum við
veltuna hjá Össuri til þess,“ segir Jón og hlær
við. „En við höfum komið með margar nýjar
vörur á stoðtækjamarkaðinn.“
Hermenn að prófa nýja hnéð
– Geturðu útskýrt það í stuttu máli?
„Þær vörur sem við erum að selja núna voru
ekki til fyrir 10 árum.“
– Hvaða vörur?
„Þessar tölvustýrðu vörur. Við erum jafn-
framt að fara að setja á markað nýtt hné sem
heitir Power Knee á ensku. Og í þessum töluðu
orðum er hópur af bandarískum hermönnum
hér í húsinu að prófa hnéð. Nú er verið að selja
það til reynslu en eftir sumarfrí verður það að-
gengilegt á öllum helstu mörkuðum. Þetta er
tölvustýrt hné með gervigreind og mótor en
hingað til höfum við ekki verið með mótor í
þessu heldur aðeins verið með þetta tölvustýrt.“
Hægt að stýra tækinu með huganum
– Þannig að tölvan skynjar hvernig notandinn
gengur og lagar álagið að því?
„Já. Svo erum við að þróa stoðtæki sem verð-
ur hægt að stýra með huganum. Þá eru nemar
græddir í stúfinn og notandinn þarf ekki annað
en að hreyfa vöðvann sem hann ætlaði að
hreyfa, og er ekki til staðar, og þá nemur nem-
inn taugaboðið og sendir í stoðtækið. Þess má
geta að tveir Íslendingar eru búnir að vera með
slíkan búnað í notkun í sex ár.“
– Þannig að þið eruð að þróa vörur sem þið
hyggist selja með sömu dreifileiðum?
„Já.“
– Össur hefur tekið í notkun starfsstöð í Or-
lando. Hvað er að frétta af henni?
„Umsvifin okkar í starfsstöðinni á Flórída
fara vaxandi. Það er mjög spennandi þróun.
Starfsstöðin er að búa til heildarlausnir en hing-
að til höfum við selt íhluti til viðskiptavina og
þeir til dæmis sett saman gervifætur úr íhlutum
frá mörgum framleiðendum. Við erum að þróa
nýja tækni til að skanna útlimi og til að geta
boðið upp á heildstæða lausn fyrir okkar við-
skiptavini,“ segir Jón og útskýrir að með þessu
taki Össur yfir hluta af framleiðslunni sem farið
hafi fram inni á stoðtækjaverkstæðunum.
– Verður þá meira um að ræða afhendingu á
búnaði til verkstæðanna en samsetningu þar?
„Já. Líkt og hjá og tannlæknum. Þeir búa
ekki til krónurnar heldur senda upplýsingar til
framleiðenda og fá krónurnar svo sendar.“
Þurfa að hafa alla vörulínuna
– Mun þetta breyta afhendingunni í Banda-
ríkjunum og jafnvel víðar í heiminum?
„Já, við teljum það. Þetta hefur gengið ótrú-
lega vel en það eru aðeins tvö fyrirtæki í þessum
geira sem geta gert þetta. Við og Ottobock,
stærsta fyrirtækið í stoðtækjaiðnaði, en til að
geta gert þetta þarf að hafa alla vörulínuna.
Svo vill til að í Evrópu er löggjafinn stöðugt
að kalla eftir meiri upplýsingum um að samsetn-
ingin sé öryggisprófuð. Það er erfiðara að upp-
fylla þær kröfur ef keyptir eru íhlutir frá mörg-
um aðilum og skrúfaðir saman,“ segir Jón.
Klukkan slær þá eitt eftir hádegi og aðstoð-
armaður sækir forstjórann í nýtt verkefni. Það
leynir sér ekki að í mörg horn er að líta.
Morgunblaðið/Eggert
”
„Eftir því sem veltan eykst
skilar hvert prósent meiri
veltu. Þannig að ég ætla
ekki að lofa því að við
getum vaxið um 10% á
ári næstu 20 árin.“
– Heimavinna jókst í faraldrinum. Mun
þörfin fyrir skrifstofuhúsnæði minnka
varanlega?
„Ég held það en við erum að velta þessum
málum fyrir okkur. Hitt er ljóst að það verður
varanleg breyting á ferðalögum. Við munum
ekki ferðast jafn mikið og áður og við höfum
sett okkur markmið um að fækka okkar ferð-
um varanlega um 50% – um helming – og það
er ekkert smáræði. Við vitum ekki hvort það
gengur en það er ágætt að hafa markmið. Við
gátum verið hér í tæplega eitt og hálft ár án
þess að ferðast og lifðum það af.“
– Hverjir eru kostir og gallar þess að hafa
höfuðstöðvarnar á Íslandi?
„Gallarnir eru augljósir og felast í því að
hafa gjaldmiðil sem við getum ekki notað.
Það er svolítið skrítið að vera íslenskt fyrir-
tæki sem notar ekki krónuna en við erum
orðin það stór að geta notað erlenda banka
og erlent fjármagn. Fyrirtækið er skráð á
erlenda markaði,“ segir Jón Sigurðsson.
stækkun höfuðstöðvanna í Reykjavík verður tekin fljótlega
Tekjur Starfsmenn
Heildartekjur Össurar og fjöldi starfsmanna 1999 til 2020
800
600
400
200
0
4.000
3.000
2.000
1.000
0
Heimild: Össur
Heildartekjur, milljónir bandaríkjadala
Fjöldi starfsmanna í árslok
'99 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20
1999
Tekjur: 18 millj. USD
Starfsmenn: 122
2006
Tekjur: 249 millj. USD
Starfsmenn: 1.190
2013
Tekjur: 436 millj. USD
Starfsmenn: 1.765
2019
Tekjur: 686 millj. USD
Starfsmenn: 3.449
2020
Tekjur: 630 millj. USD
Starfsmenn: 3.385