Morgunblaðið - 23.06.2021, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.06.2021, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021 11FRÉTTIR Undanfarin ár hefur Gréta María haft í nógu að snúast, fyrst í fjár- málageiranum, svo í smásölugeira og nú lætur hún að sér kveða í sjáv- arútvegi. Í störfum sínum hefur hún vakið athygli fyrir leiðtoga- hæfileika og ríka áherslu á sam- félagsábyrgð. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Helsta áskorunin í sjávarútvegi í dag er að kynna þjóðina aftur fyrir sjávarútveginum. Greinin er sam- ofin við þróun samfélagsins okkar og skiptir okkur miklu máli. Áður fyrr þekktu flestir einhvern sem vann við veiðar eða vinnslu en þetta hefur breyst og í dag sjáum við að margir hafa enga tengingu við sjáv- arútveginn. Þessu viljum við breyta. Sjálfbærni og nýsköpun hafa verið partur af greininni í tugi ára og stöðugt er eitthvað nýtt að gerast. Greinin er því áhugaverð og störfin í sjávarútvegi og tengdum greinum mjög fjölbreytt. Hver var síðasti fyrirlesturinn sem þú sóttir? Ég var með erindi á málþinginu Hafið er okkar umhverfi á Ísafirði þann 16. júní. Málþingið var haldið í tengslum við Kvennasiglingu 2021 en hópur kvenna siglir þessa dag- ana á skútu umhverfis Ísland. Markmiðið er að beina athygli að hafinu og þeirri margþættu um- hverfisvá sem að því steðjar. Jafn- framt er vakin athygli á því að um- hverfi hafsins hvort sem er í leik eða starfi er fyrir alla, bæði konur og kalla. Erindið mitt fjallaði um mikilvægi sjálfbærni í sjávarútvegi en sjálfbærni er grundvöllur fyrir því að við getum um ókomna tíð starfað við greinina sem hefur átt stóran þátt í að skapa það umhverfi og þau lífskjör sem við búum við í dag. Hvaða hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Þegar ég var yngri var ég mikið í íþróttum og allir vildu gefa manni ráð og deila sínum hugmyndum. Ég lærði því snemma að vera mót- tækileg fyrir ólíkum hugmyndum og skoðunum burtséð frá því hvað- an þær koma. Það er alltaf hollt að velta hlutunum fyrir sér og tileinka sér svo það sem maður telur að henti. Ég var nokkuð fljót að púsla saman hlutum úr ólíkum áttum og sameina þá þannig að þeir gengju upp. Ég get því ekki sagt að það sé eitthvað eitt sem hefur haft mest áhrif á hvernig ég starfa en ef ég ætti að nefna eitthvað þá er það kannski nýjasta þekkingin sem maður er að afla sér sem hefur mest áhrif. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Með því hugarfari að maður er alltaf að læra eitthvað nýtt: það er alltaf einhver sem veit meira en maður sjálfur um hlutina og hugsar þá eða nálgast með öðrum hætti. Það að vilja hlusta á þá sem hugsa hlutina öðruvísi er lykillinn í að auka við þekkingu sína og þannig er maður ekki bara að viðhalda þekkingunni heldur að bæta við sig þekkingu. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Það sem þarf að ræða er fyrir- sjáanleiki í lagaumhverfinu. Það er mikil ábyrgð sem fyrirtækjum sem starfa með auðlindir er falið. Í sjáv- arútvegi þarf miklar fjárfestingar til að hægt sé að nýta auðlindina á skilvirkan og sjálfbæran hátt. Það eru ekki allir sem átta sig á því að til að búa til þau verðmæti sem sjávarútvegurinn hefur gert er mikil fjárfesting í bæði skipum og hátæknivinnslum. Til að við höld- um áfram að þróast og nýsköpun verði áfram órjúfanlegur þáttur af greininni þarf að vera ljóst hvernig lagaumhverfið er til lengri tíma. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráð í einn dag? Veit ekki hvaða lögum eða reglu- gerðum þarf að breyta en myndi vilja búa í samfélagi þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri. Við búum í litlu þjóðfélagi og höfum sýnt það síðustu misseri að við sem þjóð get- um tæklað öll vandamál ef við leggjumst á eitt og gerum það sam- an. Myndi vilja að við finnum út úr því hvernig við búum til samfélag þar sem börn hafi jöfn tækifæri. SVIPMYND Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri hjá Brimi Umhverfi hafsins er fyrir alla Morgunblaðið/Eggert „Í dag sjáum við að margir hafa enga tengingu við sjávarútveginn,“ segir Gréta María Grétarsdóttir. NÁM: Menntaskólinn við Hamrahlíð, stúdent frá eðlisfræðibraut 2001; BSc í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 2004; MSc í iðn- aðarverkfræði frá sama skóla 2008. STÖRF: Ráðgjafi í upplýsingatækni hjá Kögun/VSK 2006; ýmis störf í fjármálageiranum 2006 til 2016, lengst sem forstöðumað- ur hagdeildar hjá Arion banka. Fjármálastjóri Festar frá 2016 til 2018 og framkvæmdastjóri Krónunnar 2018-2020. Fram- kvæmdastjóri samfélagsábyrgðar, nýsköpunar og fjárfesta- tengsla hjá Brimi frá 2021. ÁHUGAMÁL: Saumavélin, rauðrófurnar og íþróttir. FJÖLSKYLDUHAGIR: Makinn heitir Jón Viðar Ágústsson og börnin eru þrjú: Daði Berg, Ari Berg og Ásta María. HIN HLIÐIN Viðskipti Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 Sterkari saman í sátt við umhverfið SÉRBLAÐ Ferðalög Sérblöð um ferðalögkoma vikulega út í júní Hvert blað beinir sjónum sínum að einum landsfjórðung • Hvert skal halda í sumarleyfinu? • Viðtöl við fólk sem elskar að ferðast um Ísland • Leynistaðir úti í náttúrunni • Hvar er best að gista? • Ferðaráð • Bestu sumarfrí Íslendinga Pöntun auglýsinga og nánari upplýsingar augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.