Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
Nýr Börkur; kaflaskil í sögu Síld-
arvinnslunnar og Neskaupstaðar.
Heimamenn stoltir af skipinu.
Ljósmynd/Kristín Hávarðsdóttir
24-25
Útgefandi
Árvakur
Umsjón
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Blaðamenn
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Auglýsingar
Bjarni Ólafur Guðmundsson
daddi@k100.is
Forsíðumyndina tók
Stefán Þór Friðriksson
Prentun
Landsprent ehf.
Sjómennskan var puð og púl þegar Guðni Art-
húrsson á Snæfuglinum frá Reyðarfirði var á
sinni fimmtu vertíð í Vestmannaeyjum árið
1957. Þrátt fyrir að aðbúnaður sjómanna og
öryggi þeirra hafi batnað til muna frá þeim
tíma, verður alltaf svo að sjómennskunni fylgi
álag sem ekki er að finna í öðrum atvinnu-
greinum Íslendinga.
Það sást bersýnilega á síðastliðnu rúmu ári
þegar faraldurinn varð til þess að sjómenn
voru, vegna sóttvarnaaðgerða, vikum saman
um borð í fiskiskipum án viðkomu í landi, fjarri
fjölskyldu og vinum. Sú byrði er bæði lögð á
herðar sjómannanna og fjölskyldna þeirra.
Við þetta aukna álag bættist að þjóðin varð
skyndilega svo efnahagslega háð sjávarútvegi
að það minnti á gamla tíma og það verður ekki
annað sagt en að greinin hafi enn og aftur
sannað sig sem ein af grunnstoðum íslenskrar
velsældar.
Það er því við hæfi á sjómannadaginn að láta
ekki duga „til hamingju með daginn sjómenn“
og segja þess í stað: Takk sjómenn og takk
fjölskyldur sjómanna. gso@mbl.is
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Takk sjómenn og takk fjölskyldur sjómanna
„Þegar við byrjuðum hafði ég enga
hugmynd um hvar við myndum
vera stödd að tíu árum liðnum.“
8
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir
ótækt að sjómenn búi ekki við
sömu lífeyrisréttindi og aðrir.
12
Guðlaugur Óli Þorláksson er einn
fárra útgerðarmanna sem eftir eru
í Grímsey, á hjara veraldar.
32
Elísabetu Finnbjörnsdóttur, nema
í netagerð og skipstjórn, dreymir
um að komast á togara.
44