Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 16

Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is B aldur var smíðaður úr áli af Vélsmiðju Seyðisfjarðar sem eftirlits- og sjómæl- ingabátur fyrir Landhelgis- gæsluna og var hann sjósettur hinn 14. apríl 1991. Baldur kom svo til heimahafnar í Reykjavík hinn 12. maí 1991. Baldur er tæplega 73 brúttótonn. Hann er búinn tveimur aðalvélum og skrúfum og er því mjög lipur í stjórntökum sem gerir bátinn sér- lega hentugan í hin ýmsu verkefni, segir í samantekt á heimasíðu Land- helgisgæslunnar. Baldur er sérstak- lega útbúinn til sjómælinga fyrir sjókortagerð og um borð er m.a. fjölgeislamælir og fullkominn stað- setningabúnaður til að uppfylla al- þjóðlegar kröfur um sjókortagerð. Um borð í Baldri er einnig léttbátur búinn dýptarmæli til mælinga á grynningum og allra næst strönd- inni. Að öllu jöfnu er fjögurra manna áhöfn á Baldri en vistarverur eru fyrir átta manns. Baldur markaði tímamót Ásgrímur L. Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs Land- helgisgæslunnar og fyrrverandi skipstjóri á Baldri, segir á heima- síðu stofnunarinnar að smíði Bald- urs fyrir þrjátíu árum hafi markað tímamót fyrir Landhelgisgæsluna. „Tilkoma Baldurs og þess bún- aðar sem hann var upphaflega bú- inn með til sjómælinga og sjókorta- gerðar gjörbylti þessum vettvangi fyrir 30 árum. Við það tækifæri reyndist unnt að hefja kerf- isbundnar tölvuvæddar mælingar umhverfis landið og afköst urðu miklu meiri en áður þekktist. Þar til að þessum tímamótum kom hafði þessi vinna farið að mestu eða að miklu leyti fram handvirkt en með sjálfvirkninni sem komið var á opn- aðist fyrir nýja möguleika og vídd- ir.“ Segir Ásgrímur og bendir á að á þessum tíma hafi tölvutæknin verið frumstæð og til að mynda hafi stað- setningarkerfi með gervitunglum ekki verið nýtanleg til nákvæmra staðsetninga. „Það varð því að koma upp stað- bundnum staðsetningarkerfum á þekktum mælistöðvum í landi og því óhægt um vik að færa verkefnið á milli svæða. Breyttist mikið eftir því sem gervihnattakerfin þróuðust og urðu nákvæmari og tölvurnar hrað- virkari og afkastameiri.“ Önnur stór breyting varð þegar fjölgeislamæli var komið fyrir um borð í Baldri fyrir tæpum 20 árum. Breytingin umbylti hvernig staðið var og er að mælingum og uppsetn- ingu þeirra. „Í sumum tilvikum tímasparnaður en í öðrum tilvikum getur nánast fullkomin þekjumæl- ing hafsbotnsins orðið til þess að sum margbrotin botnsvæði tekur lengri tíma að fullmæla m.t.t. al- þjóðlegra staðla sem lögbundið er að vinna eftir. Upplýsingarnar eru hins vegar margfalt umfangsmeiri, betri og öruggari, þ.e.a.s. ef rétt er staðið að öllum verkferlum, og því nauðsynlegt að vanda vel til verka.“ Baldur hélt af stað í árlegt sjó- mælingaúthald mánudaginn 10. maí síðastliðinn. Þó svo að meginverk- efni Baldurs séu dýptarmælingar fyrir sjókortagerð sinnir hann einn- ig öðrum verkefnum Landhelg- isgæslunnar, þar með talið eftirliti, löggæslu, leit og björgun og aðstoð ýmiskonar. Má þar nefna að á leið sinni frá Reykjavík vestur á firði var Baldur kallaður til aðstoðar vélarvana smábáti í Faxaflóa og var sá dreginn til hafnar á Akranesi, að því er fram kom í frétt á heimasíðu Gæslunnar. Í sumar verður áfram haldið með mælingar við norðanverða Vestfirði, en skipulegar dýptarmælingar með fjölgeislamæli í Ísafjarðardjúpi, Jökulfjörðum og við Hornstrandir hófust í fyrra. Fyrstu daga yfirstandandi túrs var Baldur við mælingar í Hlöðuvík á Hornströndum en færði sig svo inn í Ísafjarðardjúp til mælinga í Ísafirði, innst í Djúpinu, en fjörð- urinn hefur ekki verið mældur áður. Fiskibátar í Djúpinu hafa stundað veiðar í firðinum en sennilega hefur ekkert skip Landhelgisgæslunnar áður farið alveg inn í fjarðarbotn. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson Sérstakar aðstæður urðu þess valdandi að skip Landhelgisgæslunnar, sjómælingabáturinn Baldur og varðskipin Týr og Þór, mættust í síðasta mánuði í Ísafjarðardjúpi. Þau sigldu hlið við hlið í fallegu veðri. Við sjómælingar í þrjá áratugi Ljósmynd/Gæslan Hjörtur F. Jónsson stýrim., Tryggvi Ólafsson vélstj., Þórður Gíslason kortagerð, Guðm. Birkir Agnarsson skipstjóri, Marteinn E. Þórdísarson bátsm., Andri Leifsson stýrim., Níels B. Finsen verkefnastjóri og Árni Þ. Vésteinsson deildarstjóri í áhöfn. Þess var minnst á dögunum að 30 ár voru liðin síðan sjómælingabátnum Baldri var hleypt af stokkunum á Seyðisfirði, þar sem hann var smíðaður. Báturinn hefur reynst Landhelgisgæslunni afar vel á þeim þrjátíu árum sem hann hefur verið nýttur til sjómælinga, eftirlits, löggæslu, æfinga og margvíslegra annarra verkefna við strendur landsins. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.