Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 18
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
M
atís hefur fjárfest í búnaði
til að framkvæma til-
raunir, sem mun verða
nýttur í rannsóknaaðstöðu
sem komið verður upp í fiskimjöls-
verksmiðjunni. Stefnt er að því að
framkvæma rannsóknir á sviði fiski-
mjölsiðnaðar og skoða leiðir til að
vinna aðrar og verðmætari afurðir úr
því sem nú fer í fiskimjöl og lýsi.
Um er að ræða lið í eflingu starf-
semi Matís á landsbyggðinni í takti
við þjónustusamning þess efnis
sem undirritaður var af Krist-
jáni Þór Júlíussyni, sjávar-
útvegs- og landbún-
aðarráðherra, í nóvember
2020. Samningurinn felur í
sér fjárveitingu upp á 80 millj-
ónir króna á tveggja ára tímabili til
að styrkja starfsemi sína og auka
samvinnu við atvinnugreinar í þróun-
ar- og rannsóknarstarfi. Þá var mark-
mið samningsins sagt meðal annars
vera „að færa starfsemi Matís nær
viðskiptavinum og bæta verðmæta-
sköpun til framtíðar með aukinni ný-
sköpun, rannsóknar- og þróun-
arvinnu“.
Fram kemur í færslu á vef Síld-
arvinnslunnar að þegar hafi verið
gerðar tilraunir af ýmsum toga í fiski-
mjölsverksmiðjunni í Neskaupstað,
en það hefur verið gert að hluta til í
lítilli verksmiðju í eigu Vélsmiðjunnar
Héðins. Búnaðurinn sem Matís fjár-
festir nú í er viðbót og er talinn auð-
velda rannsóknir á umræddu sviði.
„Með tilkomu nýja búnaðarins er
verið að leggja áherslu á uppbygg-
ingu svokallaðs lífmassavers eða upp-
sjávarsmiðju í samstarfi við uppsjáv-
ariðnaðinn hér eystra. Með tilkomu
uppsjávarsmiðjunnar verður unnt að
þróa nýja vinnsluferla og nýjar afurð-
ir úr hliðarstraumum sem myndast
við vinnslu á uppsjávarfiski til mann-
eldis,“ er haft eftir dr. Stefáni Þór
Eysteinssyni í færslunni, en hann
hefur haft umsjón með þessum upp-
sjávarverkefnum á vegum Matís.
Í fjölmörg verkefni
Tækin sem hafa verið keypt fyrir
uppsjávarsmiðjuna eru úðaþurrkari
sem á að geta framleitt próteinríkt
duft og tilraunaskilvinda sem hægt er
nota til að aðskilja fitu úr efni sem á
að nýta í framleiðslu próteindufts.
Einnig hefur verið keypt himnusíun-
artæki sem tryggir að hægt verður að
skima með meiri nákvæmni fyrir öðr-
um lífvirkum efnum. „Þessi tæki
munu mynda kjarna uppsjávarvers-
ins en fleiri tæki munu einnig verða
til staðar og þarna verða því gríð-
arlega miklir möguleikar til rann-
sókna fyrir hendi,“ segir Stefán Þór.
„Tækjabúnaðurinn mun verða not-
aður í fjölmörg verkefni. Má þar til
dæmis nefna verkefnið „Prótein úr
hliðarstraumum makríls“ sem er
samvinnuverkefni Síldarvinnslunnar,
Matís og Fóðurverksmiðjunnar Lax-
ár. Þar munum við nýta uppsjáv-
arsmiðjuna til framleiðslu á prótein-
ríku dufti sem nýta má í fiskeldi eða,
ef vel gengur, til manneldis. Í tilraun-
unum í tengslum við fiskimjölsiðn-
aðinn hefur verið leitast við að fram-
leiða hágæðapróteinduft sem nýta
mætti til manneldis og einnig hefur
verið lögð áhersla á framleiðslu á lýsi
með meiri gæðum en það lýsi sem nú
er framleitt. Við hjá Matís bindum
miklar vonir við uppsjávarsmiðjuna
og sjáum hana fyrir okkur sem þró-
unarsetur sem muni styðja við mat-
vælaframleiðslu á landsbyggðinni. Þá
eru bundnar vonir við að rannsókn-
irnar sem fram munu fara í smiðjunni
muni stuðla að aukinni verðmæta-
sköpun,“ segir hann.
Uppsjávarsmiðja skili auknum verðmætum
Úðaþurrkari og himnusíun-
artæki verða í uppsjávarsmiðj-
unni. Slík tæki hafa ekki áður
verið notuð við framleiðslu á
mjöli og lýsi úr uppsjávarfiski.
Er hægt að vinna verð-
mætari afurðir úr hráefni
sem nú er notað við
framleiðslu á fiskimjöli
og lýsi? Rannsóknum í
nýrri uppsjávarsmiðju í
fiskimjölsverksmiðju
Síldarvinnslunnar í Nes-
kaupstað er ætlað að
svara þessari spurningu.
Ljósmynd/Hákon Ernuson
Fjöldi rannsókna mun nú fara fram í verksmiðjunni
í Neskaupstað í samstarfi við Síldarvinnsluna.
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Í fyrstu veiðiferð Vilhelms Þor-steinssonar náðust 3.100 tonn afkolmunna og 3.050 tonn í öðrum
túr. Landað var í báðum tilfellum í
Skagen í Danmörku og var ástæð-
an að upp hafa komið „vandkvæði í
löndunarbún-
aðinum, sem hef-
ur þurft að leysa
úr í samstarfi við
skipasmíðastöð-
ina í Skagen,“ að
því er fram kem-
ur í færslu á vef
Samherja. Þar
segir að gera
hafi þurft minni
háttar lagfær-
ingar á bún-
aðinum en sökum kórónuveiru-
faraldursins var ekki annarra
kosta völ en að landa í Danmörku.
Í þriðja túr var landað í Fær-
eyjum en þá náði áhöfnin 2.000
tonnum af kolmunna og 2.200
tonnum í fjórða túr. Stefnt er að
því að nýsmíði Samherja taki full-
an þátt í makrílveiðunum undan
Íslandi.
„Það hefur allt gengið sam-
kvæmt óskum hjá okkur. Við erum
enn að læra á skipið en það hefur
svo sannarlega staðið undir öllum
þeim væntingum sem við gerum til
þess,“ segir Guðmundur í færsl-
unni. „Það að geta notað aðeins
aðra aðalvélina við ýmsar aðstæður
sparar gríðarlega mikið eldsneyti
og því er kolefnissporið við veið-
arnar mun minna en ella. Skipið
fer létt með 12 mílur á klukku-
stund á annarri vélinni, sem er
býsna vel gert.
Tækjabúnaðurinn er fram-
úrskarandi og allur aðbúnaður um
borð eins góður og hugsast getur.
Þetta skip fer mjög vel með mann-
skapinn, ef svo má segja, og ekki
síður með aflann því kæligetan í
tönkunum er mikil og lestarrýmin
stór. Vilhelm EA er svo sannarlega
eitt helsta flaggskip flotans og ber
íslensku hugviti og útsjónarsemi
fagurt vitni,“ segir skipstjórinn.
Ljósmynd/Þórhallur Jónsson
Óhætt er að segja að Vilhelm Þorsteinsson EA-11 sé glæsilegt uppsjávarskip.
Enn að læra á skipið
Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri telur Vilhelm
Þorsteinsson EA-11 vera besta skip sem hann
hafi stjórnað á ferli sínum.
Guðmundur Þ.
Jónsson
Óskum sjómönnum
til hamingju
með daginn