Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 G U N N A R J Ú L A R T Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is A usturland að Glettingi“ höf- um við öll heyrt, alla vega þau sem hlusta enn á veð- urfregnir í útvarpi, og má segja að orðin séu sam- hangandi greypt í minni fólks. Það er viðeigandi að nýr hvatning- arstyrkur fyrir nemendur í háskóla- grunni Háskólans í Reykjavík á Austurlandi skuli hafa hlotið nafnið Glettingur. Sjávarútvegsfyrirtæki á Austurlandi eru áberandi stuðnings- aðilar framtaksins. Samkomulag um Gletting, nýjan hvatningarstyrk atvinnulífsins fyrir nemendur í háskólagrunni HR á Austurlandi, var undirritað á fimmtudaginn af rektorum Háskól- ans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri, ásamt framkvæmdastjóra Austurbrúar og fulltrúum atvinnulífs á Austurlandi. Greint hefur verið frá því að að HR muni í samstarfi við HA bjóða upp á aðfaranám fyrir háskóla- nám á svæðinu með sérstakri áherslu á tæknigreinar. Segja má að framtakið sé fyrsta skrefið að langþráðri virkni háskóla- starfsemi á Austurlandi. Hingað til hefur tíðkast að halda svokallaðan forsetalista í HR þar sem námsárangur nemenda er verð- launaður með styrkjum. Glettingur kemur til viðbótar hefðbundnum for- setalista og er einungis ætlaður nem- endum í háskólagrunni á Austur- landi. Markmið með nýjum hvatningar- styrk er að hvetja nemendur til góðr- ar ástundunar og auka vitund og um- ræðu um mikilvægi þekkingar- starfsemi á Austurlandi. Hálf milljón fyrir hæstu einkunnir Þeir nemendur sem ljúka fullu námi á einu ári með hæstu einkunn hljóta styrkinn. Hver styrkur mun nema 500.000 krónum og er ráðgert að einn til tveir nemendur geti hlotið styrk- inn í lok námsárs. Alcoa-Fjarðaál, Síldarvinnslan, Loðnuvinnslan, Eskja og Laxar fjármagna styrkinn sameiginlega til tveggja ára en fulltrúar þeirra hafa tekið virkan þátt í fjármögnun og stefnumótun háskólaverkefnisins á Austurlandi. Rektorar beggja skóla lýstu við undirskriftina yfir ánægju með víð- tæka aðkomu atvinnulífsins að verk- efninu og sögðu hana til marks um víðtækan og mikilvægan samfélags- legan stuðning við uppbyggingu há- skólanáms á svæðinu. Háskólagrunnur HR á Austur- landi er fyrir þá sem vilja hefja há- skólanám en vantar tilskilinn undir- búning. Hægt er að ljúka lokaprófi úr háskólagrunni eða viðbótarnámi við stúdentspróf og nýta sem leið inn í nám á háskólastigi. Austfirsk sjávarútvegsfyrirtæki setja á fót hvatningarstyrk fyrir nemendur háskólagrunns Austfirsk fyrirtæki hafa sett á fót hvatningar- styrk fyrir nemendur háskólagrunns Háskól- ans í Reykjavík. Fimm fyrirtæki fjármagna styrkinn, þar af fjögur í haftengdri starfsemi. Fulltrúar Austurbrúar, Alcoa-Fjarðaáls, Síldarvinnslunnar, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri við undirritun samkomulagsins um Gletting.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.