Morgunblaðið - 05.06.2021, Síða 34

Morgunblaðið - 05.06.2021, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 G U N N A R J Ú L A R T Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is A usturland að Glettingi“ höf- um við öll heyrt, alla vega þau sem hlusta enn á veð- urfregnir í útvarpi, og má segja að orðin séu sam- hangandi greypt í minni fólks. Það er viðeigandi að nýr hvatning- arstyrkur fyrir nemendur í háskóla- grunni Háskólans í Reykjavík á Austurlandi skuli hafa hlotið nafnið Glettingur. Sjávarútvegsfyrirtæki á Austurlandi eru áberandi stuðnings- aðilar framtaksins. Samkomulag um Gletting, nýjan hvatningarstyrk atvinnulífsins fyrir nemendur í háskólagrunni HR á Austurlandi, var undirritað á fimmtudaginn af rektorum Háskól- ans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri, ásamt framkvæmdastjóra Austurbrúar og fulltrúum atvinnulífs á Austurlandi. Greint hefur verið frá því að að HR muni í samstarfi við HA bjóða upp á aðfaranám fyrir háskóla- nám á svæðinu með sérstakri áherslu á tæknigreinar. Segja má að framtakið sé fyrsta skrefið að langþráðri virkni háskóla- starfsemi á Austurlandi. Hingað til hefur tíðkast að halda svokallaðan forsetalista í HR þar sem námsárangur nemenda er verð- launaður með styrkjum. Glettingur kemur til viðbótar hefðbundnum for- setalista og er einungis ætlaður nem- endum í háskólagrunni á Austur- landi. Markmið með nýjum hvatningar- styrk er að hvetja nemendur til góðr- ar ástundunar og auka vitund og um- ræðu um mikilvægi þekkingar- starfsemi á Austurlandi. Hálf milljón fyrir hæstu einkunnir Þeir nemendur sem ljúka fullu námi á einu ári með hæstu einkunn hljóta styrkinn. Hver styrkur mun nema 500.000 krónum og er ráðgert að einn til tveir nemendur geti hlotið styrk- inn í lok námsárs. Alcoa-Fjarðaál, Síldarvinnslan, Loðnuvinnslan, Eskja og Laxar fjármagna styrkinn sameiginlega til tveggja ára en fulltrúar þeirra hafa tekið virkan þátt í fjármögnun og stefnumótun háskólaverkefnisins á Austurlandi. Rektorar beggja skóla lýstu við undirskriftina yfir ánægju með víð- tæka aðkomu atvinnulífsins að verk- efninu og sögðu hana til marks um víðtækan og mikilvægan samfélags- legan stuðning við uppbyggingu há- skólanáms á svæðinu. Háskólagrunnur HR á Austur- landi er fyrir þá sem vilja hefja há- skólanám en vantar tilskilinn undir- búning. Hægt er að ljúka lokaprófi úr háskólagrunni eða viðbótarnámi við stúdentspróf og nýta sem leið inn í nám á háskólastigi. Austfirsk sjávarútvegsfyrirtæki setja á fót hvatningarstyrk fyrir nemendur háskólagrunns Austfirsk fyrirtæki hafa sett á fót hvatningar- styrk fyrir nemendur háskólagrunns Háskól- ans í Reykjavík. Fimm fyrirtæki fjármagna styrkinn, þar af fjögur í haftengdri starfsemi. Fulltrúar Austurbrúar, Alcoa-Fjarðaáls, Síldarvinnslunnar, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri við undirritun samkomulagsins um Gletting.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.