Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
S
tarfsemi Voot hefur þróast
hratt undanfarinn áratug
og félagið , sem áður var
smáfyrirtæki í Grindavík,
er núna byrjað að skjóta
rótum á erlendum mörkuðum sam-
hliða því að þjónusta sjávarútvegs-
fyrirtæki hringinn í kringum Ís-
land.
Reksturinn hófst árið 2012 og
framan af snerist starfsemin fyrst
og fremst um sölu á beitu. „Upp úr
2014 tókum við að bæta við vöruúr-
valið og gátum skaffað meira eða
minna allt sem viðskiptavinir okkar
þurftu til að stunda króka- og línu-
veiðar,“ útskýrir Þorsteinn, mark-
aðsstjóri Voot. „Um miðjan síðasta
áratug varð svo úr að bjóða útgerð-
um upp á að kaupa á einum stað
flestar þær vörur sem þarf fyrir
fiskveiðitúra. Með þessari þjónustu
spöruðum við viðskiptavinum okkar
mikið umstang og tíma sem annars
hefði þurft að verja í að safna saman
hinum ýmsu rekstrarvörum,“ segir
Þorsteinn.
Sjómenn leiða
þróun sjófatnaðarins
Næsti kafli hófst árið 2016 þegar
Voot tók að þróa og selja eigin sjó-
fatnað. Þessi nýja viðbót við vöruúr-
valið hitti í mark hjá sjómönnum
enda hönnunin og efnisvalið af-
rakstur náins samstarfs við íslenska
sjómenn. „Lykillinn að árangrinum
var að við áttum í daglegum sam-
skiptum við þá sem nota fatnaðinn,
fengum sjómennina til að prófa
fatnaðinn með okkur og fengum frá
þeim fjölda góðra ábendinga um
ýmis smáatriði sem mætti bæta hér
og þar. Þessu höfum við haldið
áfram allt til þessa dags,“ segir Þor-
steinn.
Áfram hélt Voot að stækka og
bæta við bæði nýjum vörum og við-
skiptavinum. Þorsteinn segir hrein-
lætisvörur og hreinsiefni nýjustu
viðbótina, og að Voot státi m.a. af
einstaklega góðu framboði af ein-
nota vörum. Kaupendahópurinn er
ekki lengur bara útgerðarmenn
heldur fiskvinnslur, kjötvinnslur,
mötuneyti og hvers kyns fyrirtæki
sem vantar rekstrarvöru fyrir mat-
vælaiðnað.
Þorsteinn bætir við að þrátt fyrir
ört vaxandi vöruframboð leggi
fyrirtækið vitaskuld áfram ríka
áherslu á beitusölu og veiðarfæri.
„Við erum m.a. umboðsaðilar Mus-
tad króka á Íslandi og bjóðum upp á
hágæða beitu fyrir línu- og króka-
veiðar.“
Sjómenn erlendis
þekkja íslensku gæðin
Árangur Voot fór ekki fram hjá
stjórnendum Hampiðjunnar sem
ákváðu árið 2018 að veiðarfæra-
framleiðandinn framsækni skyldi
kaupa hlut í rekstri Voot. Þorsteinn
segir starfsemi Hampiðjunnar og
Voot fara vel saman enda kunni
kaupendur veiðarfæra að meta að
geta fengið allar mögulegar útgerð-
arvörur á einum stað. Í gegnum
sölu veiðarfæra hefur Voot fundið
nýja kaupendur, og í gegnum gæða-
vörur Voot hefur Hampiðjan eign-
ast nýja viðskiptavini.
Það var síðan í gegnum sam-
starfið við Hampiðjuna að Voot
tókst smám saman að sækja á fleiri
markaðssvæði erlendis. Eins og les-
endur þekkja er Hampiðjan al-
þjóðlegt stórfyrirtæki með starfs-
stöðvar í sjávarplássum frá Alaska í
vestri til Nýja-Sjálands í austri. „Í
dag selur Voot vörur á fimm stöðum
á Grænlandi, víðs vegar í Noregi og
Danmörku og á 20 stöðum í Kanada
og Bandaríkjunum,“ útskýrir Þor-
steinn en á þessum markaðs-
svæðum er sjófatnaður Voot seldur
undir vörumerkinu Mar Wear.
Reyndist góð spurn eftir þjónustu
Voot utan Íslands og hefur sjófatn-
aðurinn gert mikla lukku. Þorsteinn
segir greinilegt að fyrirtækið njóti
góðs af því að á meðal sjómanna er-
lendis fari það orðspor af Íslandi að
vera leiðandi í gæðum í öllu sem við
kemur sjávarútvegi, og skartar sjó-
fatnaður Mar Wear íslenska fán-
anum til að undirstrika uppruna
vörunnar. „Það eru tiltölulega fáir
um hituna á sjóklæðamarkaði en
samkeppnin engu að síður hörð, og
kemur sér tvímælalaust vel að hafa
þann gæðastimpil að vera íslenskur
framleiðandi. Eru erlendir kaup-
endur mjög áhugasamir um allt sem
frá Íslandi kemur og líta upp til
okkar sem eins konar ólympíu-
meistara í fiskveiðum.“
Að því sögðu þá þurfti að aðlaga
vörurnar að hverju markaðssvæði
og játar Þorsteinn að sniðin séu
ekki þau sömu á sjófatnaðinum sem
er seldur vestanhafs. „Það þurfti að
víkka sniðin fyrir þann markað en á
Grænlandi og á meginlandi Evrópu
getum við notað sömu snið og við
höfum þróað fyrir Ísland.“
Taka á móti viðskiptavinum
í nýjum sal og verslun
Höfuðstövar Voot eru ekki lengur á
Grindavík heldur á Skarfagörðum 4
í Reykjavík. Þar hefur verið innrétt-
aður nýr sýningarsalur þar sem við-
skiptavinir Voot og Hampiðjunnar
geta skoðað vöruframboðið og mát-
að sjófatnað. Voot er á annarri hæð
með skrifstofur sínar og sýning-
arsal en fremst í byggingunni er ný
sameiginleg verslun Voot og Hamp-
iðjunnar. Verður formleg opnun
sýningarsalarins og verslunarinnar
um þessa helgi.
„Það er allt annað líf að geta
kynnt vörurnar með þessum hætti,
frekar en að fá viðskiptavini inn á
skrifstofu eða vörulager og hentug
leið til að sýna allt það úrval sem
fyrirtækin tvö hafa upp á að bjóða,“
segir Þorsteinn og bætir við að á
dögunum hafi nýr starfsmaður ver-
ið ráðinn með bækistöð á Akureyri
og verður hann svæðisstjóri Voot
fyrir Norður- og Austurland. „Úr-
valið heldur svo áfram að stækka og
gerðum við nýlega umboðssamning
við hollenska framleiðandann Mat-
rix Lubricants og munum innan
skamms hefja sölu á hágæða mat-
vælaframleiðsluvottuðum glussa-,
olíu- og smurefnum frá þeim.“
Sækja á erlenda markaði með sjófatnað
og allt sem þarf fyrir fiskveiðitúrinn
Þökk sé nánu sam-
starfi við íslenska sjó-
menn hefur Voot þró-
að sjófatnað sem þykir
bera af. Mikil samlegð-
aráhrif fólust í því
þegar Hampiðjan kom
inn í eigendahóp fyrir-
tækisins og greiddi
Voot leið út í heim.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Það eru tiltölulega fáir um hituna á sjóklæðamarkaði en samkeppnin engu að síður hörð, og kemur sér tvímælalaust
vel að hafa þann gæðastimpil að vera íslenskur framleiðandi,“ segir Þorsteinn Finnbogason markaðsstjóri Voot.
Ljósmynd/Voot
Reffilegir sjómenn í fatnaði frá Voot. Þorsteinn segir gæði og eiginleika vörunnar mega þakka nánu samráði við fólkið sem notar fatnaðinn bæði í landi og á hafi úti.