Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.6. 2021 F undur Pútíns og Bidens í Sviss skilaði fáu svo séð verði. En talsmenn banda- ríska forsetans segja það ekki hafa verið nein sérstök vonbrigði, enda ekki fyrirfram gert ráð fyrir sláandi árangri á þessum fyrsta fundi, sem Biden hafði óskaði eftir. Sendiherrar í bakhöndinni Hið eina handfasta eftir fundinn virtist það, að sendiherrar ríkjanna, sem kallaðir höfðu verið heim til að sýna pólitískan pirring út af einhverju, sem all- ir eru búnir að gleyma hvað var, fengu nú að snúa á ný, hvor í sitt sendiráð. Það er mikilvægt að slíkir séu þar til staðar, ekki síst ef eitthvað kemur upp sem kallar á alþjóðlega athygli og jafnvel fordæm- ingu, eins og orðið er daglegt brauð. Þá getur verið þægilegt að vísa sendiherra úr landi eða kalla sinn heim, í hegningar- eða mótmælaskyni og þá óþarft að grípa til einhvers sem væri þyngra í vöfum og hefði áþreifanlega þýðingu. Biden sagðist hafa á toppfundinum rakið sitthvað sem Rússar hefðu staðið fyrir að undanförnu sem ýft hefði Bandaríkin til reiði. Pútín fór yfir öll þau mál og þurfti ekkert spjald frá undirsátum sínum til þess. Niðurstaða hans var sú, að Rússland og eink- um hann sjálfur hefðu hvergi komið nærri neinu af því sem Biden hefði lesið upp af tossalistanum og myndi enginn þekkja þá staðreynd betur en Pútín sjálfur. Biden rétti þá Pútín styttan lista yfir hið helsta af fyrrnefndnum þáttum, sem Pútín hefði að sögn hvergi komið nærri, en Bandaríkjamenn myndu líta sérlega alvarlegum augum ef Rússar endurtækju. Navalní andófsmaður kom til umræðu og Biden virtist draga línu í hans sand og sagði að því yrði sérlega illa tekið vestra ef Navalní myndi ekki koma lifandi út úr fangavistinni sem hann sæti í núna. Ekki fylgdi þó þessum aðvörunum hvaða refsiað- gerðir kæmu helst til athugunar ef svo illa tækist til. En auðvitað má ímynda sér að þá yrði ekki hikað við að kalla sendiherra Bandaríkjanna heim frá Moskvu fyrst að nú stendur svo vel á að hann sé mættur á staðinn aftur. Hittir ekki blaðamenn ef hann kemst hjá því Biden hafnaði því að svara spurningum blaðamanna sameiginlega með Pútín að loknum fundi. Sagði hann ástæðu þess vera þá að slíkur blaðamannafundur gæti hæglega þróast yfir í að leiðtogarnir reyndu að koma hvor öðrum í vanda í þeim tilgangi að slá sér upp hjá heimspressunni. Pútín hefur hins vegar fyrir reglu að sitja fyrir svörum blaðamanna í tugatali úr öllum heimshornum og geta slíkir fundir staðið klukkustundum saman. Minna slíkir fjöldafundir helst á fund Gorbasjeffs í Háskólabíói eftir lokafund- inn í Höfða 1986. Umsjónarmenn Bidens reyna að tryggja að forset- inn svari helst ekki meira en svona þremur til fjór- um spurningum á hverjum blaðamannafundi, sem eru sjaldgæfari en fornleifafundir á Íslandi. Biden kemur þó jafnan vel undirbúinn á slíka fundi. Hefur hann með ljósmynd og nafn blaðamanna, sem óhætt er að heimila spurningu frá (helst CNN). Þótt Biden myndi samt fipast gagnvart slíkum innansveitar- manni er sett undir þann leka með því að innsti koppur er ekki aðeins með spurninguna sína heldur hefur hann svarið líka áður en hann spyr. En því má ekki gleyma að CNN og síamsþrí- burarnir geta þó orðið æði persónulegir gegn Biden, eins og síðast þegar þeir spurðu hann hvasst út í hvaða ístegund honum þætti best og fylgdu spurn- ingunni fast eftir með spurningu um það hvort að mat rannsóknarblaðamanna væri rétt að Biden tæki súkkulaðibragð fram yfir vanillu. Harkan hjá fjölmiðlunum sést best á því að þeir höfðu spurt forsetann sömu spurningar aðeins tveimur vikum fyrr og nokkrum sinnum áður einnig! Mættur Tema umsjónarmanna Bidens á fundinum í Cornwall var einkum það að með komu Bidens til fundar „væru Bandaríkin komin aftur“ gagnvart Evrópu- ríkjum og NATO. Aldrei var skýrt nánar hvað fras- inn þýddi, en sennilega var verið að vísa til þess að vondi karlinn Trump væri nú á bak og burt. En spurningin, sem þá vaknar, er hvernig lýstu þau sér hin hörðu tök Trumps á NATO og Evrópuþjóðum? Trump vildi ekki veikja NATO eða draga úr fjár- hagslegum styrk þess. Hann krafðist þess einungis að loforð sem NATO-ríkin höfðu margoft gefið um að hækka framlög sín til bandalagsins, þótt ekki væri nema í örlitla átt að Bandaríkjunum, yrðu loks efnd, að minnsta kosti að hluta til. Það eru jú ár og jafnvel tugir ára síðan þau loforð voru gefin. Annar á hleri Trump hafði aldrei látið hlera síma Merkel eða ann- arra leiðtoga NATO. Það var Obama góði sem gerði það. Þegar upp komst um strákinn Obama sagðist hann hvorki vilja játa þessu eða neita. En hann gæfi hins vegar loforð sitt um að hér eftir myndu Banda- ríkjamenn ekki hlera síma Merkel. Sagan segir að þegar Pútín heyrði þetta hafi honum þótt loforð Obama bæði sanngjarnt og snjallt. Það væri sann- gjarnt að tilkynna Merkel að sími hennar yrði ekki hleraður hér eftir og eitursnjallt væri svo að gefa Merkel engin loforð um að símarnir, sem hún væri í sambandi við hverju sinni, yrðu undanþegnir hler- unum. Niðurstaða þessa var þá sú, að á meðan Merkel talaði eingöngu við sjálfa sig í síma, þá yrði hennar sími ekki hleraður. Það sem Pútín, fyrrverandi yfirmanni hjá KGB í Austur-Þýskalandi, þótti þó allra best í þessari sögu, var að þýski kanslarinn þakkaði Obama góða fyrir þetta feita fyrirheit til sín, sem væri sér dýrmætt. „Ekkert að þakka,“ gæti Obama hafa sagt og væru það svo sannarlega engar ýkjur. Láttu kíkja á þig Nú hafa 9 þingmenn repúblikana í fulltrúadeildinni lagt fram kröfu um að Biden gangi undir sérstaka læknisskoðun til að kanna þekkingargetu hans og hvort að hann búi orðið við óþolandi ellihrörnun. Þeir nefna fjölda dæma sem bendi óneitanlega til slíks. Flutningsmennirnir segja vegna andmæla demókrata við tillögugerðinni að samsvarandi kröfur hafi verið settar fram af þeim gagnvart Trump forseta. Forset- Sagan, ný og gömul, geymir myndir og tryggir samhengi ’ Fyrir fundinn með Pútín hafði Biden sagt við blaðamenn að eitt af því mikil- vægasta í viðræðunum framundan væri að fara alvarlega yfir stöðuna í Líbíu með Pútín. Nefndi forsetinn Líbíu þrisvar sinnum í þessu sambandi. Eftir fundinn var utanríkis- ráðuneytið spurt út í hvað forsetinn væri að fara. Þá var send út leiðrétting um að forset- inn hefði átt við Sýrland! Reykjavíkurbréf18.06.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.