Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Qupperneq 29
með föður þeirra en aldrei formlega verið með honum í hljómsveit. Hann syngur í dag með grúvmálmbandinu Incite en Zyon og Igor Amadeus eru á hinn bóginn saman í seyru- málmbandinu Lody Kong. Fjórði bróðirinn, Jason, 35 ára, er trommu- tæknir Zyons í Soulfly og Lody Kong, og fer því um víðan völl með föður sínum og bróður. Mér er ljóst að margir lesendur Morgunblaðsins hafa brennandi áhuga á ættfræði og einhverjir spyrja sig ugglaust núna hvernig Max Cavalera, sem verður ekki nema 52 ára í sumar, geti átt svona gömul börn. Svarið er að eiginkona hans, Gloria, sem er 68 ára, átti fyrir fjögur börn þegar þau kynntust, Richie, Jason, Roxanne, 38 ára, og Dana Wells, sem lést í bílslysi árið 1996, aðeins 21 árs að aldri. Max ættleiddi síðar hin þrjú. Hrökklaðist úr eigin bandi Max Cavalera er maður eigi einham- ur og fáir hafa verið afkastameiri í málmi á umliðnum áratugum. Hann stofnaði Sepultura heima í Brasilíu árið 1984 ásamt Igor bróður sínum, sem síðan hefur raunast tvígéast með þeim afleiðingum að hann heitir nú Iggor. Max hrökklaðist úr Se- pultura 1996, eftir sex breiðskífur, og setti þá Soulfly á laggirnar sem er enn í fullu fjöri; ellefta breiðskífan kom út árið 2018. Já, það er sumsé aldarfjórðungur síðan leiðir skildi en Iggor varð sem frægt er eftir í Sepultura í heilan áratug. Bræðurnir töluðu ekki sam- an allan þann tíma en ágreining- urinn hverfðist um fyrrnefnda Glo- riu, eiginkonu Max, sem hinir þrír í Sepultura vildu ekki hafa lengur sem umboðsmann bandsins. Max stóð með sinni konu og vék því úr bandinu. Grátlegt mál og óuppgert gagnvart Andreas Kisser og Paulo Jr. sem enn eru í Sepultura og lík- urnar á því að þetta sögufræga band eigi eftir að koma saman aftur í upp- runalegri mynd því miður litlar sem engar. Svo því sé til haga haldið þá hefur Gloria haldið því fram í viðtölum að Sepultura hafi ekki rekið hana, held- ur hafi hún hætt að eigin frumkvæði vegna tillitsleysis sem henni hafi verið sýnt eftir að sonur hennar lést. Þá hafi Max ekki treyst sér til að starfa áfram með slíkum mönnum enda þótt hún hafi lagt hart að hon- um að yfirgefa ekki bandið. Þó greri um heilt milli bræðranna og þeir eru nú saman í Cavalera Conspiracy, sem tróð upp á Eistna- flugi árið 2017, og eftir það band liggja fjórar breiðskífur, sú nýjasta frá 2017. Síðan er það stjörnubandið Killer Be Killed sem Max stofnaði ásamt öðrum Íslandsvini, Troy Sanders úr Mastodon, Greg Puciato úr The Dill- inger Escape Plan og fleirum fyrir nokkrum árum. Það ágæta band hef- ur gert tvær breiðskífur saman, þá seinni á síðasta ári. Og nú hefur Go Ahead and Die bæst í hópinn og hverfandi líkur á því að Max Cavalera eigi eftir að falla verk úr hendi í bráð. Enda ligg- ur okkar manni alltaf jafnmikið á hjarta. AFP 20.6. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 EDRÚ Gary Holt, gítarleikari Ex- odus og Slayer undir það síðasta, hefur lagt flöskuna á hilluna. „Fyrsti dagurinn hjá mér, áfram gakk,“ skrifaði hann á samfélags- miðlum á þriðjudaginn. „Síðasta ár hefur orðið til þess að ég geri mér grein fyrir því að drykkjunni þarf að ljúka. Samkvæmið hefur staðið lengi hjá mér en það er lítill sam- kvæmisbragur á þessu núorðið. Ég er hvergi nærri fullkominn og Bakkus hefur læðst aftan að mér. Hér eftir verð ég skýr og glöggur.“ Holt að hætta að drekka Gary Holt er lítill Kardashian-maður. AFP BÓKSALA 9.-15. JÚNÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Palli PlaystationGunnar Helgason 2 DauðahliðiðLee Child 3 Fjölskylda fyrir byrjendurSarah Morgan 4 BréfiðKathryn Hughes 5 Rím og romsÞórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn 6 BarnalestinViola Ardone 7 Færðu mér stjörnurnarJojo Moyes 8 BBQ kóngurinnAlfreð Fannar Björnsson 9 Aðeins eitt leyndarmálSimona Ahrnstedt 10 Morðið við HulduklettaStella Blómkvist 1 Palli PlaystationGunnar Helgason 2 Rím og romsÞórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn 3 Bekkurinn minn 3 – lús!Yrsa Þöll/Iðunn Arna 4 Ja, þessi EmilAstrid Lindgren 5 Ég fer í fríið með Andrési og félögum Walt Disney 6 Handbók fyrir ofurhetjur 6Elias/AgnesVahlund 7 Stjáni og stríðnispúkarnirZanna Davidson 8 Depill heimsækir afa og ömmu Eric Hill 9 Risasyrpa – botnlaus byggingarvinna Walt Disney 10 Brandarar, gátur og þrautirÝmsir höfundar Allar bækur Barnabækur Eins og eflaust margir er ég týpan sem þarf alltaf að lesa nokkrar ólík- ar bækur í einu, því þar sem ég er ekki alltaf í skapi fyrir vissa bók- menntagrein, finnst mér svo skratti gott að hafa aðra hand- hæga á náttborð- inu. Á bókasafninu greip ég bækur úr bókaröðinni Hand- bók fyrir ofurhetjur eftir Elias og Agnesi Våhlund. Þess- ar vinsælu myndabækur eru mjög einfaldar aflestrar og í framsetn- ingu, og því lesvænar fyrir alla, sama hver lestrargetan er. Ég skil vel að þær hitti í mark hjá litlum lesendum sem líklega dreymir marga um að vera með ofurkrafta, ekki bara til að ráða við einelt- ispúkana, heldur líka til að öðlast meira vald og sterkari rödd í sam- félaginu til að geta sýnt hvers megnug þau í raun eru, alveg eins og aðalsöguhetjan Lísa gerir. Á bókamarkaðinum í Laug- ardalshöll keypti ég Sögu Borgarætt- arinnar eftir Gunn- ar Gunnarsson og kom bókin mér mjög á óvart. Eins og flestir vita segir hún frá ævilöngum átökum milli hins örláta og réttsýna Örlygs bónda á Borg og illa bróður hans síra Ketils, sem og sonar Örlygs, hins fjölhæfa og hjartagóða Ormars Örlygs- sonar, fiðlusnillings og við- skiptasénís. Og hvílíkur texti! Ég hef svei mér aldrei lesið jafn tilfinn- ingaþrungna bók; þéttskrifaðar of- ur hástemmdar lýsingar á tilfinn- ingum persónanna sem velkjast um í rosalega melódramatískum örlögum sínum. Á þessum tilfinn- ingum smjattaði ég hátt. Bróðir minn í Svíþjóð keypti fyrir mig bókina Häst- pojkarna eða Hestadrengirnir, eftir Johan Ehn. Hún var tilnefnd til Bókmenntaverð- launa Norður- landaráðs í ungmennaflokki, enda einstaklega falleg og snilldarlega skrifuð bók. Þar segir frá ungum rótlausum og samkynhneigðum manni sem fær vinnu í heimaþjón- ustu við eldri borgara. Hann er sendur til austurevrópsks ofur- sérvitrings, og þótt sá hafi verið sirkuslistamaður, m.a. í Þýskalandi nasismans, reynast þeir félagarnir eiga margt sameiginlegt. Vinkona mín í Frakklandi færði mér bókina Betty Boob eftir Vero Cazot og Julie Rocheleau í fimm- tugsafmælisgjöf. Síðan eru liðin þrjú ár og ég er enn að lesa, skoða og dást að bókinni. Þetta er mynda- saga um unga konu sem fær krabbamein og þarf að fara í brjóstnám. Það veldur henni mikl- um andlegum þjáningum og kemur hart niður á lífi hennar. Í örvinglan sinni lendir hún á hálfgerðum vergangi og end- ar loks í „burlesque“-ferðaleikhópi þar sem hún öðlast nýja sjálfsmynd með hjálp skrautlegra félaga sinna. Dásamlega myndskreyttur óður til líkamlegs og veraldlegs frelsis. HILDUR LOFTSDÓTTIR ER AÐ LESA Smjattað á tilfinningum Hildur Lofts- dóttir er rit- höfundur. Vissir þú að mbl.is 4% 11% 13% 31% 41% er með hærra hlutfall (%) flettinga en aðrir miðlar * mbl.is visir.is dv.is ruv.is frettabladid.is 31% fleiri flettingar en hjá helsta samkeppnisaðila * Notendur + flettingar = árangur * G a llu p to p p lis ti Q 1 2 0 2 1

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.