Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Page 32
SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 2021 Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími 554 6969 lur@lur.is • lur.is Verið velkomin í heimsókn Mikið úrval hvíldarstóla fyrir alla Hvíldin byrjar í LÚR LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL „Er þægindaramminn úr sér genginn? Veldur hann ómældum óþægindum? Við bjóðum smásögur eftir sex- tán upprennandi rithöfunda sem gætu endurnýjað rammann,“ segir í tilkynningu frá ritstjórn Þæg- indarammagerðarinnar, nýjustu bókar ritlistar- og rit- stjórnarnema við HÍ, en hana skipa Karitas M. Bjarka- dóttir, Sigríður Inga Sigurðardóttir, Sigríður Wöhler og Sæunn Þórisdóttir. Þægindarammagerðin er komin í forsölu hjá Unu útgáfuhúsi, sem hélt utan um útgáfuna, og kemur í verslanir á fimmtudaginn. „Hér birtast ógreinileg spor, afskekktur viti, fiðrildi, bréfaskriftir, garðyrkja, draumkennd sambönd, barn með brjóst og annað með rófu, skrifstofuangist og langar göngur. Sendu okkur mál og við sníðum þægindaramma eftir þörfum.“ Höfundarnir eru: Ásdís Björg Káradóttir, Berglind Ósk Bergsdóttir, Birna Hjaltadóttir, Bryndís Eva Ás- mundsdóttir, Elín Edda Þorsteinsdóttir, Halldór Magn- ússon, Ingólfur Eiríksson, Jónína Óskarsdóttir, Kristín Nanna Einarsdóttir, Númi Arnarson, Rannveig Lydia Benediktsdóttir, Sigríður Láretta Jónsdóttir, Sig- urbjörg Aðalsteinsdóttir, Ugla Egilsdóttir, Þuríður Sól- ey Sigurðardóttir og Ægir Þór Jahnke. Huldar Breiðfjörð hélt utan um námskeiðið. Hópurinn sem kem- ur að Þæginda- rammagerðinni. Endurnýja þægindarammann Þægindarammagerðin, nýjasta bók ritlistar- og ritstjórnarnema við HÍ, er komin í forsölu og væntanleg í bókabúðir á fimmtudaginn kemur. „Við Íslendingar ætlumst til þess af öðrum þjóðum og leiðtogum, að þeir leysi deilumál sín frið- samlega. Við kunnum ekki að meta þá ættjarðarást, sem er fólgin í því að hata aðrar þjóðir. Hin raunverulega ættjarðarást er fólgin í óeigingjörnu starfi í þágu eigin þjóðar, starfi, sem m.a. miðar að því að efla skiln- ing og samúð með öðrum þjóð- um.“ Þannig komst Geir Hall- grímsson borgarstjóri að orði í ræðu hinn 17. júní 1961. Hann sagði að til lengdar stæði sá einstaklingur og sú þjóð sterkast að vígi, sem gæti kynnt sér hvert ágreiningsmál með ró- legri yfirvegun og tekið síðan af- stöðu og framfylgt henni. „Áhuga- og ágreiningsmál á Íslandi eru oft talin varða sjálf- stæði landsins og mörg minni háttar mál þar nefnd. Það slævir meðvitund þjóðarinnar, þannig að hættara er við, að hún verði ekki á verði, þegar sjálfstæði hennar er í raun og veru í veði. En víst er, að það, sem sker úr um, hvort Íslendingar halda sjálfstæði sínu út á við og vernda lýðræði sitt inn á við, er, að þeir gefi sér tíma til að kynna sér deilumál í öðru ljósi en sínu eig- in, yfirvegi þau með skynsemi, efli með sér skilning og góðvild og þroski með sér tilfinningu fyr- ir réttu og röngu.“ GAMLA FRÉTTIN Með rólegri yfirvegun Geir Hallgrímsson heldur ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn 1977. Þá var hann ekki lengur borgarstjóri, heldur orðinn forsætisráðherra Íslands. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Páll bréfberi Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn Benny Hill grallaraspói

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.