Skólablaðið - 01.11.1973, Qupperneq 2
Bíku börnin.
Nastei inspeotor verður
Stakkels.
Annar kandídat??
Það er á margan hátt sem stéttaskiptingin
kemur fram í þessu hálfþroskaða þjóðfélagi
Hassið flæðir nú um hverja gátt í þessari
elztu og virðulegustu menntastofnun þjóð-
arinnar og er jafnvel reykt í skólastofum,
svo ekki sé minnst á klósett og aðrar
hirzlur fyrir nemendur utan kennslustunda.
Svo undarlegt er að þetta er nær undan-
tekningarlaust bundið við "góðu og yndis-
legu" börnin, þessi sem hafa verið við
nám erlendis á sumrin og geta að vild
gengið í vasa pabba eða inHmmu. Hin halda
sig flest við brennivínið, enda ódannaður
djöfuls lýður. En gaman verður þegar
börn framkvæmda og forstjóranna, læknanna
og lögfræðinganna, bankastjóranna, þing-
mannanna, diplómatanna, bísnismannanna
og bísanna, verða dregin út úr skúmaskot-
unum frá þessum flótta sínum frá raunveru-
leikanum, en^firrtari en fyrr og rúmpu^
stónd. i
Benedikt Zóega Jóhannesson hefur nu nað
fullum þroska tilinspectorstarfa. Hann_
er viðurkenndur námsmaður, afburðafyndinn,
jafnt dags daglega sem á vinafundum,
snjall ræðumaður, reyndar hvers manns
hugljúfi þegar betur er að gáð. Hann er
réðdeildarsamur og ákveðinn, enþó frjáls-
lyndur og umburðarlyndur. Hann á hauka í
horni á kennarastofunni og kann lagið á
Guðna (að eigin sögn að vísu), auk þess
er hann með sæta stelpu uppá arminn og er
alltaf sætur og smart eða hvað? Auk þess
hefur hann ættarnafn og býr á Laugarás-
veginum og svei mér þá ef bróðir hans,
sem nú er orðinn læknir,var ekki inspector
líka................
Það mun gjarnt að beztu menn fyllist
ótakmarkaðri drambsemi við að falla
um bekk. Þeir verða eldri og því
sjálfkrafa bæði reyndari og greind-
ari. Nýjasta og bezta dæmi þessa er
Kalli Matt. Síðan kennsla hófst
hefur hann i hvorugan fótinn getað
stígið, að eigin sögn vegna dópa
neyzlu, en auðvitað er það af engu
öðru nema grobbi. Mikilvægi hans mun
orðið svo gífurlegt að ef hann næði
ekki að spanna yfir allt "félags-
líf skólans" félli^það saman. En það
sem verra er, og þá sérstaklega
fyrir framgang allra mála, er að
Karl hefur aldrei gert ærlegt hand-
tak svo vit sé í. En til þess að
bæta úr þeim skaða gefum vér Karli
ráð: nefnilega þegja^um aktívitet
og nikótín, en gera í því í eitt
skipti fyrir öll , að leggjast út í
horn í rúsi.
juitf tmi
P
mid
ttm
Jæja, lesandi góður. Haltu þér nú fast.
Andaðu djúpt að þér og frá. Slappaðu af.
Lestu áfram. í>ú ert viðbúinn þvi versta.
-Sigurður Helgason hefur lótiS'sér detta
i hug að hann gæti orðið inspector '74-
?5-(þegar Guðni frétti þetta hló hann svo
mikið, að í einu bakfallinu datt hann
aftur úr’''Stólnum. Ekki er getið að höggið
hafi neitt bætt úr ástandiinnviðanna.)
Jæja, við vorum að tala um Sigurð greyið.
Hann langar víst í inspectorinn, en veit
ekki hvernig hann ætti að komast í stólinn.
Hann hefur þegar gert þvílíka skándala í
skripu starfinu að engu er til að jafna,
enda er Maggi að varSa alveg sköllóttur og
þau fáu hár sem eftir eru, hafa nú fengið
gráa slikju. (Reyndar hefur þetta gerzt
einu sinni áður, en þá var það ðfugt.Mark
Markús inspeetor var að gera Karl V. alveg
sköllóttann í skrípumni og má þess enn sja
merki á Karli.) .
aiid nwi ?
Væntanlegur Dúx?
Sigurður Pálmason ( )
Bera Nordal ( )
María Sigurðar ( )
Þið megið krossa við væntanlegan dúx,
að ykkar spá. Sendið síðan blaðinu.
Lausn birt i vor.
oli isleifs.
I þá góðu og gömlu daga, þegar allir voru
að skríða yfir gelgjuna, gerðist það st
stundum, að sniðugir strákar og jafnvel
stelpurfundu upp á hinu og þessu og fram-
kvæmdu oft. Eitt var kvikmyndun sem var í
senn skemmtilegt hobbý og hættulegt, því
svo gat hent að filmurnar geymdust og var
þá voðinn vís ef allt í einu var svipt
hulunni og barnaskapur og tiltektir gelgju
skeiðsins voru hafðar að leiksoppi, því
eins og öllum er kunnugt, sem á annað
borð þekkja sjálfan sig eitthvað þá
þolir maður sizt af öllu,að það sé
gert grín að manni sjálfum. Því undrar
engan að öli Isleifs hefur nú eyðilagt
allar þær filmur, sem hann asnaðist til
að gera með Píska hér um árið. En þeir
léku nokkur ævintýri Piska á filmu. Það
var meðan Öli var enn fullur af lífi og
sál. Öla var falin varðveizlan, en þegar
hann varð ábyrgðarfullur ungur maður tók
hann sig til og brenndi allt. Nú er piltur
orðinn stokkfreðinn í gegn sannkallaður
íshleifur.
Re-back* afturhvarfT
Hverfum aftur til náttúrunnar predikaði
Rousseau, eins og við höfum lært í mann-
kynssögunni. Þetta viðhorf hefur hú verið
tekið upp í.starfi Listafélagsins, sem er
nú óðum að leggja niður laupana opinber-
lega. Forsetinn, Rebekka, hefur nú fyrir-
skipað að einbeita skuli sér að innra
starfi og hafa því verið stofnaðir sér^
stakir klúbbap,þar sem stjórnirnar geta
virkilega notið sín. Svo eru líka kjafta-
klúbbar, sem Rebekka hefur stofnað og er
það i samræmi við þá hugmynd að öll umræða
sé nauðsyn. Hel^ti og dyggasti þjónn for-
setans er undirsetinn eða undirsetan Jðn
Viðar. fiann bauð sig fram að nýju í bók-
menntadeild eftir að hafa hálfdrepið hana
á síðasta vetri. Sbr. Tarzan apabróðir-
Tarzan snýr aftur. Vér óskum þess inni-
lega að þau skötuhj'u taki mark á öðru
ágætu sögulegu fordæmi, en eins og kunnugt
er dó Voltaire étandi skít, meira að segja
sinn eiginn. Verði þeim að góðu.